1874. 1918. 1944. 2012. 2016. 2017. 2018. 2074? 2118?

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerir upp árið sem senn er á enda.

Auglýsing

Þegar maður er beð­inn um að „gera upp árið 2018” í stuttri grein þá fer hug­ur­inn víða. Hvað gerð­ist árið 2018? Mér finnst það ekki vera eitt­hvað sem ég á að telja upp, til þess eru frétta­ann­ál­ar. Hvað gerð­ist hjá mér og Pírötum árið 2018? Jú, það væri kannski snið­ugt að fjalla um það þar sem þetta á víst að vera grein í ein­hverri seríu greina frá hverjum þing­flokki fyrir sig. Mér finnst hins vegar það sem gerð­ist ekki vera jafn merki­legt og það sem gerð­ist. Það sem gerð­ist ekki var að Ísland fékk nýja stjórn­ar­skrá. Það er merki­legt af því að það var góður mögu­leiki á að það tæk­ist.

Árið 1874 fékk Ísland gef­ins stjórn­ar­skrá frá Krist­jáni IX. 1918 greiða Íslend­ingar atkvæði í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sam­bands­lögin og full­veldi Íslands. 1944 sam­þykkja Íslend­ingar stjórn­ar­skrá fyrir lýð­veldið Ísland. 2012 voru til­lögur stjórn­laga­ráðs sam­þykktar með 64,2% atkvæða í ráð­gef­andi atkvæða­greiðslu. Á vefn­um www.thjod­ar­at­kva­ed­i.is er vitnað í þrjár aðrar ráð­gef­andi atkvæða­greiðsl­ur, frá 1908 um inn­flutn­ings­bann á áfengi, 1916 um þegna­skyldu­vinnu karl­manna og frá 1933 um afnám áfeng­is­banns. Kosn­inga­þát­taka í þeim kosn­ingum var mest 71,5% og minnst 45,5%. Í öllum til­vikum var farið eftir vilja þeirra sem greiddu atkvæði. Í kosn­ing­unum um til­lögur stjórn­laga­ráðs tóku tæp 49% kjós­enda þátt, rúm­lega 115 þús­und manns.

For­síða - Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan 20. októ­ber 2012 - kynn­ing­ar­vef­ur www.thjod­ar­at­kva­ed­i.is. Hér eru settar fram helstu upp­lýs­ingar um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una 20. októ­ber 2012. Til­gang­ur­inn er að veita kjós­endum yfir­sýn yfir meg­in­at­riði þess mál­efnis sem kosið er um og auð­velda þeim að kynna sér það frek­ar. Text­inn er unn­inn af sjálf­stæðum og hlut­lausum aðila, Laga­stofnun Háskóla Íslands, sam­kvæmt beiðni frá skrif­stofu Alþing­is.

Auglýsing

Eftir alþing­is­kosn­ing­arnar 2016 og 2017 fóru í gang langar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. Í þeim samn­inga­við­ræðum sem farið höfðu fram áður en rík­is­stjórn var mynduð voru komin sam­þykkt drög af hálfu meiri­hluta þeirra flokka, sem náðu svo ekki saman um önnur atriði, að klára að sam­þykkja nýja stjórn­ar­skrá á einu kjör­tíma­bili. Athugið að meiri hluti var fyrir því á þingi að klára nýja stjórn­ar­skrá á einu kjör­tíma­bili. Meiri hluti var hins vegar mynd­aður um önnur mál eftir kosn­ingar 2016 og 2017.

Lof­orð­inu um nýja stjórn­ar­skrá hefur verið haldið að Íslend­ingum í mjög mörg ár. Í dag­blað­inu Íslend­ingur þann 19. maí 1944 er minnst á það að óánægja sem með að for­seti lýð­veld­is­ins sé gerður vald­laus per­sóna. Skoð­anir séu skiptar um hversu mikið vald eigi að leggja í hendur for­seta og að ákvæði stjórn­ar­skrár­innar þar um verði end­ur­skoðuð fljót­lega ásamt öðrum ákvæðum henn­ar. Síðan eru liðin 74 ár. Það er orðið styttra í 200 ára afmæli stjórn­ar­skrár­innar sem við fengum gef­ins frá Krist­jáni IX en síðan stutt var talið að end­ur­skoðun þeirri stjórn­ar­skrá sem við sam­þykktum árið 1944.

Þegar ég geri upp árið 2018 þá finnst mér það vera árið sem við hefðum getað svarað stóru spurn­ing­un­um. Hvernig byggjum við aftur upp traust í kjöl­far hruns­ins? Hvernig byggjum við upp sam­fé­lag fyrir alla til fram­tíð­ar? Svörin sem við fengum í ár voru hins vegar þau sömu og alltaf, sam­an­tekin ráð um völd gær­dags­ins, hags­muni gær­dags­ins og stjórn­ar­skrá gær­dags­ins. Svörin við vanda­málum fram­tíð­ar­innar finn­ast ekki í for­tíð­inni. Svörin er að finna í nið­ur­stöðum þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar frá því 2012.

Við sem byggjum Ísland viljum skapa rétt­látt sam­fé­lag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur upp­runi okkar auðgar heild­ina og saman berum við ábyrgð á arfi kyn­slóð­anna, landi og sögu, nátt­úru, tungu og menn­ingu.

Ísland er frjálst og full­valda ríki með frelsi, jafn­rétti, lýð­ræði og mann­rétt­indi að horn­stein­um.

Stjórn­völd skulu vinna að vel­ferð íbúa lands­ins, efla menn­ingu þeirra og virða marg­breyti­leika mann­lífs, lands og líf­rík­is.

Við viljum efla frið­sæld, öryggi, heill og ham­ingju á meðal okkar og kom­andi kyn­slóða. Við ein­setjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virð­ingu fyrir jörð­inni og öllu mann­kyni.

Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórn­ar­skrá, æðstu lög lands­ins, sem öllum ber að virða. Að­far­ar­orð úr frum­varpi stjórn­laga­ráðs. 

Gleði­lega hátíð og gerum betur á nýju ári.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar