1874. 1918. 1944. 2012. 2016. 2017. 2018. 2074? 2118?

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerir upp árið sem senn er á enda.

Auglýsing

Þegar maður er beð­inn um að „gera upp árið 2018” í stuttri grein þá fer hug­ur­inn víða. Hvað gerð­ist árið 2018? Mér finnst það ekki vera eitt­hvað sem ég á að telja upp, til þess eru frétta­ann­ál­ar. Hvað gerð­ist hjá mér og Pírötum árið 2018? Jú, það væri kannski snið­ugt að fjalla um það þar sem þetta á víst að vera grein í ein­hverri seríu greina frá hverjum þing­flokki fyrir sig. Mér finnst hins vegar það sem gerð­ist ekki vera jafn merki­legt og það sem gerð­ist. Það sem gerð­ist ekki var að Ísland fékk nýja stjórn­ar­skrá. Það er merki­legt af því að það var góður mögu­leiki á að það tæk­ist.

Árið 1874 fékk Ísland gef­ins stjórn­ar­skrá frá Krist­jáni IX. 1918 greiða Íslend­ingar atkvæði í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sam­bands­lögin og full­veldi Íslands. 1944 sam­þykkja Íslend­ingar stjórn­ar­skrá fyrir lýð­veldið Ísland. 2012 voru til­lögur stjórn­laga­ráðs sam­þykktar með 64,2% atkvæða í ráð­gef­andi atkvæða­greiðslu. Á vefn­um www.thjod­ar­at­kva­ed­i.is er vitnað í þrjár aðrar ráð­gef­andi atkvæða­greiðsl­ur, frá 1908 um inn­flutn­ings­bann á áfengi, 1916 um þegna­skyldu­vinnu karl­manna og frá 1933 um afnám áfeng­is­banns. Kosn­inga­þát­taka í þeim kosn­ingum var mest 71,5% og minnst 45,5%. Í öllum til­vikum var farið eftir vilja þeirra sem greiddu atkvæði. Í kosn­ing­unum um til­lögur stjórn­laga­ráðs tóku tæp 49% kjós­enda þátt, rúm­lega 115 þús­und manns.

For­síða - Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan 20. októ­ber 2012 - kynn­ing­ar­vef­ur www.thjod­ar­at­kva­ed­i.is. Hér eru settar fram helstu upp­lýs­ingar um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una 20. októ­ber 2012. Til­gang­ur­inn er að veita kjós­endum yfir­sýn yfir meg­in­at­riði þess mál­efnis sem kosið er um og auð­velda þeim að kynna sér það frek­ar. Text­inn er unn­inn af sjálf­stæðum og hlut­lausum aðila, Laga­stofnun Háskóla Íslands, sam­kvæmt beiðni frá skrif­stofu Alþing­is.

Auglýsing

Eftir alþing­is­kosn­ing­arnar 2016 og 2017 fóru í gang langar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. Í þeim samn­inga­við­ræðum sem farið höfðu fram áður en rík­is­stjórn var mynduð voru komin sam­þykkt drög af hálfu meiri­hluta þeirra flokka, sem náðu svo ekki saman um önnur atriði, að klára að sam­þykkja nýja stjórn­ar­skrá á einu kjör­tíma­bili. Athugið að meiri hluti var fyrir því á þingi að klára nýja stjórn­ar­skrá á einu kjör­tíma­bili. Meiri hluti var hins vegar mynd­aður um önnur mál eftir kosn­ingar 2016 og 2017.

Lof­orð­inu um nýja stjórn­ar­skrá hefur verið haldið að Íslend­ingum í mjög mörg ár. Í dag­blað­inu Íslend­ingur þann 19. maí 1944 er minnst á það að óánægja sem með að for­seti lýð­veld­is­ins sé gerður vald­laus per­sóna. Skoð­anir séu skiptar um hversu mikið vald eigi að leggja í hendur for­seta og að ákvæði stjórn­ar­skrár­innar þar um verði end­ur­skoðuð fljót­lega ásamt öðrum ákvæðum henn­ar. Síðan eru liðin 74 ár. Það er orðið styttra í 200 ára afmæli stjórn­ar­skrár­innar sem við fengum gef­ins frá Krist­jáni IX en síðan stutt var talið að end­ur­skoðun þeirri stjórn­ar­skrá sem við sam­þykktum árið 1944.

Þegar ég geri upp árið 2018 þá finnst mér það vera árið sem við hefðum getað svarað stóru spurn­ing­un­um. Hvernig byggjum við aftur upp traust í kjöl­far hruns­ins? Hvernig byggjum við upp sam­fé­lag fyrir alla til fram­tíð­ar? Svörin sem við fengum í ár voru hins vegar þau sömu og alltaf, sam­an­tekin ráð um völd gær­dags­ins, hags­muni gær­dags­ins og stjórn­ar­skrá gær­dags­ins. Svörin við vanda­málum fram­tíð­ar­innar finn­ast ekki í for­tíð­inni. Svörin er að finna í nið­ur­stöðum þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar frá því 2012.

Við sem byggjum Ísland viljum skapa rétt­látt sam­fé­lag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur upp­runi okkar auðgar heild­ina og saman berum við ábyrgð á arfi kyn­slóð­anna, landi og sögu, nátt­úru, tungu og menn­ingu.

Ísland er frjálst og full­valda ríki með frelsi, jafn­rétti, lýð­ræði og mann­rétt­indi að horn­stein­um.

Stjórn­völd skulu vinna að vel­ferð íbúa lands­ins, efla menn­ingu þeirra og virða marg­breyti­leika mann­lífs, lands og líf­rík­is.

Við viljum efla frið­sæld, öryggi, heill og ham­ingju á meðal okkar og kom­andi kyn­slóða. Við ein­setjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virð­ingu fyrir jörð­inni og öllu mann­kyni.

Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórn­ar­skrá, æðstu lög lands­ins, sem öllum ber að virða. Að­far­ar­orð úr frum­varpi stjórn­laga­ráðs. 

Gleði­lega hátíð og gerum betur á nýju ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar