1874. 1918. 1944. 2012. 2016. 2017. 2018. 2074? 2118?

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gerir upp árið sem senn er á enda.

Auglýsing

Þegar maður er beð­inn um að „gera upp árið 2018” í stuttri grein þá fer hug­ur­inn víða. Hvað gerð­ist árið 2018? Mér finnst það ekki vera eitt­hvað sem ég á að telja upp, til þess eru frétta­ann­ál­ar. Hvað gerð­ist hjá mér og Pírötum árið 2018? Jú, það væri kannski snið­ugt að fjalla um það þar sem þetta á víst að vera grein í ein­hverri seríu greina frá hverjum þing­flokki fyrir sig. Mér finnst hins vegar það sem gerð­ist ekki vera jafn merki­legt og það sem gerð­ist. Það sem gerð­ist ekki var að Ísland fékk nýja stjórn­ar­skrá. Það er merki­legt af því að það var góður mögu­leiki á að það tæk­ist.

Árið 1874 fékk Ísland gef­ins stjórn­ar­skrá frá Krist­jáni IX. 1918 greiða Íslend­ingar atkvæði í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sam­bands­lögin og full­veldi Íslands. 1944 sam­þykkja Íslend­ingar stjórn­ar­skrá fyrir lýð­veldið Ísland. 2012 voru til­lögur stjórn­laga­ráðs sam­þykktar með 64,2% atkvæða í ráð­gef­andi atkvæða­greiðslu. Á vefn­um www.thjod­ar­at­kva­ed­i.is er vitnað í þrjár aðrar ráð­gef­andi atkvæða­greiðsl­ur, frá 1908 um inn­flutn­ings­bann á áfengi, 1916 um þegna­skyldu­vinnu karl­manna og frá 1933 um afnám áfeng­is­banns. Kosn­inga­þát­taka í þeim kosn­ingum var mest 71,5% og minnst 45,5%. Í öllum til­vikum var farið eftir vilja þeirra sem greiddu atkvæði. Í kosn­ing­unum um til­lögur stjórn­laga­ráðs tóku tæp 49% kjós­enda þátt, rúm­lega 115 þús­und manns.

For­síða - Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan 20. októ­ber 2012 - kynn­ing­ar­vef­ur www.thjod­ar­at­kva­ed­i.is. Hér eru settar fram helstu upp­lýs­ingar um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una 20. októ­ber 2012. Til­gang­ur­inn er að veita kjós­endum yfir­sýn yfir meg­in­at­riði þess mál­efnis sem kosið er um og auð­velda þeim að kynna sér það frek­ar. Text­inn er unn­inn af sjálf­stæðum og hlut­lausum aðila, Laga­stofnun Háskóla Íslands, sam­kvæmt beiðni frá skrif­stofu Alþing­is.

Auglýsing

Eftir alþing­is­kosn­ing­arnar 2016 og 2017 fóru í gang langar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. Í þeim samn­inga­við­ræðum sem farið höfðu fram áður en rík­is­stjórn var mynduð voru komin sam­þykkt drög af hálfu meiri­hluta þeirra flokka, sem náðu svo ekki saman um önnur atriði, að klára að sam­þykkja nýja stjórn­ar­skrá á einu kjör­tíma­bili. Athugið að meiri hluti var fyrir því á þingi að klára nýja stjórn­ar­skrá á einu kjör­tíma­bili. Meiri hluti var hins vegar mynd­aður um önnur mál eftir kosn­ingar 2016 og 2017.

Lof­orð­inu um nýja stjórn­ar­skrá hefur verið haldið að Íslend­ingum í mjög mörg ár. Í dag­blað­inu Íslend­ingur þann 19. maí 1944 er minnst á það að óánægja sem með að for­seti lýð­veld­is­ins sé gerður vald­laus per­sóna. Skoð­anir séu skiptar um hversu mikið vald eigi að leggja í hendur for­seta og að ákvæði stjórn­ar­skrár­innar þar um verði end­ur­skoðuð fljót­lega ásamt öðrum ákvæðum henn­ar. Síðan eru liðin 74 ár. Það er orðið styttra í 200 ára afmæli stjórn­ar­skrár­innar sem við fengum gef­ins frá Krist­jáni IX en síðan stutt var talið að end­ur­skoðun þeirri stjórn­ar­skrá sem við sam­þykktum árið 1944.

Þegar ég geri upp árið 2018 þá finnst mér það vera árið sem við hefðum getað svarað stóru spurn­ing­un­um. Hvernig byggjum við aftur upp traust í kjöl­far hruns­ins? Hvernig byggjum við upp sam­fé­lag fyrir alla til fram­tíð­ar? Svörin sem við fengum í ár voru hins vegar þau sömu og alltaf, sam­an­tekin ráð um völd gær­dags­ins, hags­muni gær­dags­ins og stjórn­ar­skrá gær­dags­ins. Svörin við vanda­málum fram­tíð­ar­innar finn­ast ekki í for­tíð­inni. Svörin er að finna í nið­ur­stöðum þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar frá því 2012.

Við sem byggjum Ísland viljum skapa rétt­látt sam­fé­lag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur upp­runi okkar auðgar heild­ina og saman berum við ábyrgð á arfi kyn­slóð­anna, landi og sögu, nátt­úru, tungu og menn­ingu.

Ísland er frjálst og full­valda ríki með frelsi, jafn­rétti, lýð­ræði og mann­rétt­indi að horn­stein­um.

Stjórn­völd skulu vinna að vel­ferð íbúa lands­ins, efla menn­ingu þeirra og virða marg­breyti­leika mann­lífs, lands og líf­rík­is.

Við viljum efla frið­sæld, öryggi, heill og ham­ingju á meðal okkar og kom­andi kyn­slóða. Við ein­setjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virð­ingu fyrir jörð­inni og öllu mann­kyni.

Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórn­ar­skrá, æðstu lög lands­ins, sem öllum ber að virða. Að­far­ar­orð úr frum­varpi stjórn­laga­ráðs. 

Gleði­lega hátíð og gerum betur á nýju ári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar