Brotamenn fá ekki að setjast í stjórn Fjármálaeftirlitsins

Allsherjar- og menntamálanefnd felldi út ákvæði úr frumvarpi sem átti að heimila dæmdum mönnum að setjast í stjórn Fjármálaeftirlitsins fimm til tíu árum eftir að þeir hlutu dóma.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram en tillagan um breytingar á hæfisskilyrðum fyrir stjórnarmenn FME kom frá fjármálaráðuneytið Bjarna Benediktssonar.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram en tillagan um breytingar á hæfisskilyrðum fyrir stjórnarmenn FME kom frá fjármálaráðuneytið Bjarna Benediktssonar.
Auglýsing

Ákvæði í frum­varpi um breyt­ingar á lögum vegna afnáms ákvæða um upp­reist æru, sem átti að heim­ila mönnum sem hefðu framið alvar­leg lög­brot að verða sjálf­krafa hæfir til að sitja í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins fimm til tíu árum eftir að þeir voru dæmd­ir, var fjar­lægt fellt út áður en frum­varpið var afgreitt sem lög fyrir helgi.

Þess í stað fékk gild­andi ákvæði, sem gerir ráð fyrir að sá sem er dæmdur fyrir ýmis til­greind brot geti aldrei sest í stjórn stofn­un­ar­inn­ar, látið halda sér. Eina breyt­ingin sem gerð er á lögum um opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi eru þau að í stað þess að gerð sé krafa um „óflekkað mann­orð“ er nú gerð krafa um „gott orð­spor“.

Kjarn­inn greindi frá því 13. nóv­em­ber að í frum­varpi Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra um breyt­ingu á lögum vegna afnáms á upp­­reist æru, sem var þá til umfjöll­unar á þingi, væri ákvæði sem liti að breyt­ingu á lögum um opin­bert eft­ir­lit með fjár­­­mála­­starf­­sem­i.

Í þeim lögum var fyrir skýrt ákvæði um að stjórn­­­ar­­menn Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins skyldu „hafa óflekkað mann­orð og mega ekki í tengslum við atvinn­u­­rekstur hafa hlotið dóm fyrir refsi­verðan verknað sam­­kvæmt almennum hegn­ing­­ar­lögum eða lögum um hluta­­fé­lög, einka­hluta­­fé­lög, bók­hald, árs­­reikn­inga, gjald­­þrot eða þeim sér­­lögum sem gilda um eft­ir­lits­­skylda aðila.“

Auglýsing
Í frum­varp­inu fólst hins vegar afnám kröf­unnar um að stjórn­­­ar­­menn í Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu hefðu óflekkað mann­orð. Auk hennar átti að gera þeim sem gerst hefðu sekir um um alvar­­leg brot á hegn­ing­­ar­lög­um, lögum á sviði fjár­­­mála­­mark­aðar eða félaga eða þolað íþyngj­andi stjórn­­­valds­á­kvarð­­anir sem ein­stak­l­ingar eða for­svar­s­­menn fyr­ir­tækja „veitt sjálf­krafa hæfi að liðum 10 árum eftir hafa verið dæmd­­ir.“

Í svari dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans, kom fram að þessi breyt­ing er varðar fyrr­­nefnd ákvæði hafi komið frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyti Bjarna Bene­dikts­­son­­ar.

Gæti falið í sér orð­spors­á­hættu fyrir eft­ir­litið

Bæði Alþýðu­sam­band Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið athuga­semdir við þessa breyt­ingu í umsögn sinni um frum­varp­ið. Í umsögn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins  sagði meðal ann­­ars að þessi breyt­ing geti falið í sér orð­­spor­s­á­hættu fyrir eft­ir­lit­ið. „Fjár­­­­­­­mála­eft­ir­litið vill því velta því upp hvort það gæti rýrt traust á slíkum ákvörð­unum stjórnar ef þar sætu menn sem hafa hlotið refsi­­­­dóm,“ segir í umsögn­inn­i.

Alþýðu­sam­bandið sagði þessa laga­breyt­ingu ekki vera í neinu sam­ræmi við aðrar laga­breyt­ingar sem lagðar eru fram í frum­varp­inu. Til­­lögur dóms­­mála­ráð­herra um breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir og lögum um kaup­hallir gera ráð fyrir því að krafan um óflekkað mann­orð sé fjar­lægð „en til­­­tekin brot úti­­loka áfram frá hæfi. Skýr­ing á því hvers vegna dregið er úr hæfi manna til þess að stýra Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu er ekki rök­studd í grein­­ar­­gerð.“

Ákvæðið fellt út

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, sem sam­an­stóð reyndar af full­trúum allra flokka á þingi, felldi þessar breyt­ingar út með breyt­ing­ar­til­lögu sem lögð var fram milli ann­arrar og þriðju umræðu um frum­varp­ið.

Auglýsing
Í nefnd­ar­á­liti hennar segir að á „fundum nefnd­ar­innar kom fram að við vinnu við 33. gr. frum­varps­ins hafi grein­ar­gerð með ákvæð­inu ekki verið upp­færð í sam­ræmi við fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á því. Með ákvæð­inu er gengið út frá því að eldri brot og brot gegn öðrum lögum en talin séu upp í ákvæð­inu geti haft áhrif á hvort ein­stak­lingur sé skip­aður í stjórn, án þess að leiða skuli slíkan áskilnað af ákvæðum laga. Þannig yrði fylgt þeirri venju­bundnu fram­kvæmd við skipun í stöður að meta hvort ein­stak­lingur njóti orð­spors sem geri hann verð­ugan þess trausts og virð­ingar sem við­kom­andi starf krefst. Meiri hlut­inn vísar til fyrri umfjöll­unar um að miðað verði við hæf­is­skil­yrðið „gott orð­spor“ í þessum efnum í stað „óflekk­aðs mann­orðs“.“

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar