Brotamenn fá ekki að setjast í stjórn Fjármálaeftirlitsins

Allsherjar- og menntamálanefnd felldi út ákvæði úr frumvarpi sem átti að heimila dæmdum mönnum að setjast í stjórn Fjármálaeftirlitsins fimm til tíu árum eftir að þeir hlutu dóma.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram en tillagan um breytingar á hæfisskilyrðum fyrir stjórnarmenn FME kom frá fjármálaráðuneytið Bjarna Benediktssonar.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram en tillagan um breytingar á hæfisskilyrðum fyrir stjórnarmenn FME kom frá fjármálaráðuneytið Bjarna Benediktssonar.
Auglýsing

Ákvæði í frum­varpi um breyt­ingar á lögum vegna afnáms ákvæða um upp­reist æru, sem átti að heim­ila mönnum sem hefðu framið alvar­leg lög­brot að verða sjálf­krafa hæfir til að sitja í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins fimm til tíu árum eftir að þeir voru dæmd­ir, var fjar­lægt fellt út áður en frum­varpið var afgreitt sem lög fyrir helgi.

Þess í stað fékk gild­andi ákvæði, sem gerir ráð fyrir að sá sem er dæmdur fyrir ýmis til­greind brot geti aldrei sest í stjórn stofn­un­ar­inn­ar, látið halda sér. Eina breyt­ingin sem gerð er á lögum um opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi eru þau að í stað þess að gerð sé krafa um „óflekkað mann­orð“ er nú gerð krafa um „gott orð­spor“.

Kjarn­inn greindi frá því 13. nóv­em­ber að í frum­varpi Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra um breyt­ingu á lögum vegna afnáms á upp­­reist æru, sem var þá til umfjöll­unar á þingi, væri ákvæði sem liti að breyt­ingu á lögum um opin­bert eft­ir­lit með fjár­­­mála­­starf­­sem­i.

Í þeim lögum var fyrir skýrt ákvæði um að stjórn­­­ar­­menn Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins skyldu „hafa óflekkað mann­orð og mega ekki í tengslum við atvinn­u­­rekstur hafa hlotið dóm fyrir refsi­verðan verknað sam­­kvæmt almennum hegn­ing­­ar­lögum eða lögum um hluta­­fé­lög, einka­hluta­­fé­lög, bók­hald, árs­­reikn­inga, gjald­­þrot eða þeim sér­­lögum sem gilda um eft­ir­lits­­skylda aðila.“

Auglýsing
Í frum­varp­inu fólst hins vegar afnám kröf­unnar um að stjórn­­­ar­­menn í Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu hefðu óflekkað mann­orð. Auk hennar átti að gera þeim sem gerst hefðu sekir um um alvar­­leg brot á hegn­ing­­ar­lög­um, lögum á sviði fjár­­­mála­­mark­aðar eða félaga eða þolað íþyngj­andi stjórn­­­valds­á­kvarð­­anir sem ein­stak­l­ingar eða for­svar­s­­menn fyr­ir­tækja „veitt sjálf­krafa hæfi að liðum 10 árum eftir hafa verið dæmd­­ir.“

Í svari dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans, kom fram að þessi breyt­ing er varðar fyrr­­nefnd ákvæði hafi komið frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyti Bjarna Bene­dikts­­son­­ar.

Gæti falið í sér orð­spors­á­hættu fyrir eft­ir­litið

Bæði Alþýðu­sam­band Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið athuga­semdir við þessa breyt­ingu í umsögn sinni um frum­varp­ið. Í umsögn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins  sagði meðal ann­­ars að þessi breyt­ing geti falið í sér orð­­spor­s­á­hættu fyrir eft­ir­lit­ið. „Fjár­­­­­­­mála­eft­ir­litið vill því velta því upp hvort það gæti rýrt traust á slíkum ákvörð­unum stjórnar ef þar sætu menn sem hafa hlotið refsi­­­­dóm,“ segir í umsögn­inn­i.

Alþýðu­sam­bandið sagði þessa laga­breyt­ingu ekki vera í neinu sam­ræmi við aðrar laga­breyt­ingar sem lagðar eru fram í frum­varp­inu. Til­­lögur dóms­­mála­ráð­herra um breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir og lögum um kaup­hallir gera ráð fyrir því að krafan um óflekkað mann­orð sé fjar­lægð „en til­­­tekin brot úti­­loka áfram frá hæfi. Skýr­ing á því hvers vegna dregið er úr hæfi manna til þess að stýra Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu er ekki rök­studd í grein­­ar­­gerð.“

Ákvæðið fellt út

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, sem sam­an­stóð reyndar af full­trúum allra flokka á þingi, felldi þessar breyt­ingar út með breyt­ing­ar­til­lögu sem lögð var fram milli ann­arrar og þriðju umræðu um frum­varp­ið.

Auglýsing
Í nefnd­ar­á­liti hennar segir að á „fundum nefnd­ar­innar kom fram að við vinnu við 33. gr. frum­varps­ins hafi grein­ar­gerð með ákvæð­inu ekki verið upp­færð í sam­ræmi við fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á því. Með ákvæð­inu er gengið út frá því að eldri brot og brot gegn öðrum lögum en talin séu upp í ákvæð­inu geti haft áhrif á hvort ein­stak­lingur sé skip­aður í stjórn, án þess að leiða skuli slíkan áskilnað af ákvæðum laga. Þannig yrði fylgt þeirri venju­bundnu fram­kvæmd við skipun í stöður að meta hvort ein­stak­lingur njóti orð­spors sem geri hann verð­ugan þess trausts og virð­ingar sem við­kom­andi starf krefst. Meiri hlut­inn vísar til fyrri umfjöll­unar um að miðað verði við hæf­is­skil­yrðið „gott orð­spor“ í þessum efnum í stað „óflekk­aðs mann­orðs“.“

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar