Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu

Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Auglýsing

Í frum­varpi Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um breyt­ingu á lögum vegna afnáms á upp­reist æru, og lagt var fram á Alþingi á dög­un­um, er ákvæði sem lítur að breyt­ingu á lögum um opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­sem­i. 

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans þá hefur ákvæðið verið gagn­rýnt í umsögun um frum­varp­ið, bæði af Alýðu­sam­bandi Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lit­inu (FME), en breyt­ingin gerir ráð fyrir því að fólk sem hefur hlotið refsi­dóm geti tekið sæti í stjórn FME tíu árum eftir að það hefur hlotið dóm.

Í umsögn FME segir meðal ann­ars að þessi breyt­ing geti falið í sér orð­spors­á­hættu fyrir eft­ir­lit­ið. „Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið vill því velta því upp hvort það gæti rýrt traust á slíkum ákvörð­unum stjórnar ef þar sætu menn sem hafa hlotið refsi­­­dóm,“ segir í umsögn­inn­i. 

Auglýsing

Í til­­­lögum frum­varps­ins felst afnám kröf­unnar um að stjórn­­­­­ar­­­menn í Fjár­­­­­mála­eft­ir­lit­inu hafi óflekkað mann­orð. 

Í umsögn Alþýð­u­­­sam­­­bands­ins segir að auk hennar sé „þeim sem gerst hafa sekir um um alvar­­­leg brot á hegn­ing­­­ar­lög­um, lögum á sviði fjár­­­­­mála­­­mark­aðar eða félaga eða þolað íþyngj­andi stjórn­­­­­valds­á­kvarð­­­anir sem ein­stak­l­ingar eða for­svar­s­­­menn fyr­ir­tækja, veitt sjálf­krafa hæfi að liðnum 10 árum eftir hafa verið dæmd­­­ir.“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, kemur fram að þessi breyt­ing er varðar fyrr­nefnd ákvæði hafi komið frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Áður en frum­varpið var sett inn á sam­ráðs­gátt Stjórn­ar­ráðs­ins leit­aði dóms­mála­ráðu­neytið til allra þeirra ráðu­neyta sem höfðu for­ræði á lög­gjöf sem breyta þurfti vegna afnáms upp­reistar æru úr íslenskri lög­gjöf. Á­kvæðið sem þú vísar til í fyr­ir­spurn þinn er 33. gr. frum­varps­ins og lítur að breyt­ingu á lögum um opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi nr. 87/1998 (til breyt­ingar á 2. málsl. 3. mgr. 6. gr. lag­anna). Sú lög­gjöf er á for­ræði fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins sem sendi inn til­lögu að skil­yrðum fyrir stjórn­ar­setu í Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Þau skil­yrði byggja alfarið á til­lögu starfs­hóps sem skil­aði skýrslu þann 13. júní sl. um lagaum­gjörð Fjár­mála­eft­ir­lits­ins,“ segir í svar­inu.

Er þar vitnað til starfs­hóps sem í vor­u Eva H. Bald­urs­dótt­ir, Har­aldur Stein­þórs­son og Leifur Arn­kell Skarp­héð­ins­son, lög­fræð­ingar í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti, Tinna Finn­boga­dótt­ir, hag­fræð­ingur í sama ráðu­neyti, og Jóhannes Karl Sveins­son hrl., lög­mað­ur, sem jafn­framt var for­maður starfs­hóps­ins.

Frum­varpið er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd sem mun vinna úr þeim umsögnum sem bár­ust og í kjöl­farið tekur Alþingi málið til efn­is­legrar með­ferð­ar. „Dóms­mála­ráð­herra telur mik­il­vægt að lög­gjaf­inn komi sér saman um það hvernig haga skuli skil­yrðum fyrir emb­ætt­is­veit­ingu eða starfsveit­ingum af ýmsum toga í kjöl­far afnáms upp­reistar æru að teknu til­liti til umsagna hags­muna­að­ila og sér­fæð­inga. Þá ber einnig að líta til þess að í fram­tíð­inni mun gef­ast tæki­færi til að end­ur­skoða slík skil­yrði í hlut­að­eig­andi ráðu­neytum ef menn telja þörf á því eftir að hafa fengið frekara ráð­rúm til þess að skoða þessi mál í ljósi reynsl­unn­ar,“ segir í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Um þessar mundir er í gangi und­ir­bún­ingur fyrir end­ur­skoðun á lögum um FME og Seðla­banka Íslands, en eins og til­kynnt hefur verið um, þá er stefnt að sam­ein­ingu þessar stofn­anna með það að mark­miði að styrkja eft­ir­lit með fjár­mála­mark­aði á Ísland­i. 

Hluti af þeirri vinnu og þeim lög­um, verður meðal ann­ars að leggja lín­urnar um hæf­is­skil­yrði þeirra sem stýra eft­ir­lit­inu, en Seðla­banki Íslands heyrir undir ráðu­neyti Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, og mun sam­einuð stofnun gera það einnig.

Arion banki gaf ekki út lánsloforð vegna Primera Air
Arion banki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru athugasemdir við rangfærslur Andra Más Ingólfssonar. Arion banki segir að þrátt fyrir að bankinn hafi átt í viðræðum við Primera Air þá hafi bankinn ekki gefið fyrirheit um lánveitingu.
Kjarninn 13. desember 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Eignarhald ríkisins skapar tækifæri
Kjarninn 13. desember 2018
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Vill enginn ódýrari iPhone?
Kjarninn 13. desember 2018
Bréf Icelandair rjúka upp eftir fréttir af samdrætti hjá WOW
WOW air dregur verulega saman rekstur sinn. Afleiðing þess er sú að hlutabréfaverð í stærsta samkeppnisaðila fyrirtækisins hefur hækkað verulega.
Kjarninn 13. desember 2018
Fjöldauppsagnir hjá WOW og flugvélum fækkað
Mörg hundruð manns verður sagt upp í dag hjá WOW air og mun félagið selja fjórar vélar.
Kjarninn 13. desember 2018
Sólveig Anna Jónsdóttir
Hver er krafa vinnuaflsins?
Kjarninn 13. desember 2018
Primera air
Travelco tapaði fimm milljörðum á falli Primera air
Andri Már Ingólfsson segir tap Travelco nema fimm milljörðum vegna gjaldþrots Primera air. Andri Már segir að Primera Air væri enn í rekstri hefði Arion banki verið reiðubúinn til að veita félaginu brúarfjármögnun líkt og staðið hafði til.
Kjarninn 13. desember 2018
Vantrausttillaga gegn May felld í breska þinginu
Skömmu fyrir kosninguna lýsti hún því yfir að hún myndi hætta sem forsætisráðherra í lok kjörtímabilsins.
Kjarninn 12. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent