Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu

Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Auglýsing

Í frum­varpi Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um breyt­ingu á lögum vegna afnáms á upp­reist æru, og lagt var fram á Alþingi á dög­un­um, er ákvæði sem lítur að breyt­ingu á lögum um opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­sem­i. 

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans þá hefur ákvæðið verið gagn­rýnt í umsögun um frum­varp­ið, bæði af Alýðu­sam­bandi Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lit­inu (FME), en breyt­ingin gerir ráð fyrir því að fólk sem hefur hlotið refsi­dóm geti tekið sæti í stjórn FME tíu árum eftir að það hefur hlotið dóm.

Í umsögn FME segir meðal ann­ars að þessi breyt­ing geti falið í sér orð­spors­á­hættu fyrir eft­ir­lit­ið. „Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið vill því velta því upp hvort það gæti rýrt traust á slíkum ákvörð­unum stjórnar ef þar sætu menn sem hafa hlotið refsi­­­dóm,“ segir í umsögn­inn­i. 

Auglýsing

Í til­­­lögum frum­varps­ins felst afnám kröf­unnar um að stjórn­­­­­ar­­­menn í Fjár­­­­­mála­eft­ir­lit­inu hafi óflekkað mann­orð. 

Í umsögn Alþýð­u­­­sam­­­bands­ins segir að auk hennar sé „þeim sem gerst hafa sekir um um alvar­­­leg brot á hegn­ing­­­ar­lög­um, lögum á sviði fjár­­­­­mála­­­mark­aðar eða félaga eða þolað íþyngj­andi stjórn­­­­­valds­á­kvarð­­­anir sem ein­stak­l­ingar eða for­svar­s­­­menn fyr­ir­tækja, veitt sjálf­krafa hæfi að liðnum 10 árum eftir hafa verið dæmd­­­ir.“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, kemur fram að þessi breyt­ing er varðar fyrr­nefnd ákvæði hafi komið frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Áður en frum­varpið var sett inn á sam­ráðs­gátt Stjórn­ar­ráðs­ins leit­aði dóms­mála­ráðu­neytið til allra þeirra ráðu­neyta sem höfðu for­ræði á lög­gjöf sem breyta þurfti vegna afnáms upp­reistar æru úr íslenskri lög­gjöf. Á­kvæðið sem þú vísar til í fyr­ir­spurn þinn er 33. gr. frum­varps­ins og lítur að breyt­ingu á lögum um opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi nr. 87/1998 (til breyt­ingar á 2. málsl. 3. mgr. 6. gr. lag­anna). Sú lög­gjöf er á for­ræði fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins sem sendi inn til­lögu að skil­yrðum fyrir stjórn­ar­setu í Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Þau skil­yrði byggja alfarið á til­lögu starfs­hóps sem skil­aði skýrslu þann 13. júní sl. um lagaum­gjörð Fjár­mála­eft­ir­lits­ins,“ segir í svar­inu.

Er þar vitnað til starfs­hóps sem í vor­u Eva H. Bald­urs­dótt­ir, Har­aldur Stein­þórs­son og Leifur Arn­kell Skarp­héð­ins­son, lög­fræð­ingar í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti, Tinna Finn­boga­dótt­ir, hag­fræð­ingur í sama ráðu­neyti, og Jóhannes Karl Sveins­son hrl., lög­mað­ur, sem jafn­framt var for­maður starfs­hóps­ins.

Frum­varpið er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd sem mun vinna úr þeim umsögnum sem bár­ust og í kjöl­farið tekur Alþingi málið til efn­is­legrar með­ferð­ar. „Dóms­mála­ráð­herra telur mik­il­vægt að lög­gjaf­inn komi sér saman um það hvernig haga skuli skil­yrðum fyrir emb­ætt­is­veit­ingu eða starfsveit­ingum af ýmsum toga í kjöl­far afnáms upp­reistar æru að teknu til­liti til umsagna hags­muna­að­ila og sér­fæð­inga. Þá ber einnig að líta til þess að í fram­tíð­inni mun gef­ast tæki­færi til að end­ur­skoða slík skil­yrði í hlut­að­eig­andi ráðu­neytum ef menn telja þörf á því eftir að hafa fengið frekara ráð­rúm til þess að skoða þessi mál í ljósi reynsl­unn­ar,“ segir í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Um þessar mundir er í gangi und­ir­bún­ingur fyrir end­ur­skoðun á lögum um FME og Seðla­banka Íslands, en eins og til­kynnt hefur verið um, þá er stefnt að sam­ein­ingu þessar stofn­anna með það að mark­miði að styrkja eft­ir­lit með fjár­mála­mark­aði á Ísland­i. 

Hluti af þeirri vinnu og þeim lög­um, verður meðal ann­ars að leggja lín­urnar um hæf­is­skil­yrði þeirra sem stýra eft­ir­lit­inu, en Seðla­banki Íslands heyrir undir ráðu­neyti Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, og mun sam­einuð stofnun gera það einnig.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann
Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.
Kjarninn 25. maí 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
Kjarninn 24. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent