Fyrrverandi borgarfulltrúi dæmdur fyrir peningaþvætti

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur fyrir peningaþvætti. Hann hafði viðurkennt skattalagabrot við rannsókn málsins en það var fyrnt.

júlíus vífill ingvarsson
Auglýsing

Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var í morgun dæmdur í tíu mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur fyrir pen­inga­þvætti. Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðs­ins. Sak­sókn­ari í mál­inu hafði farið fram á átta til tólf mán­aða óskil­orðs­bundið fang­elsi.

Kjarn­inn greindi fyrstur miðla frá því að Júl­íus Víf­ill hefði verið ákærður í ágúst síð­ast­liðn­um. Júl­­íus Víf­ill við­­ur­­kenndi við rann­­sókn á meintum efna­hags­brotum hans að hann hefði framið skatta­laga­brot. Þetta kom fram í ákæru á hendur honum sem hér­­aðs­sak­­sókn­­ari gaf út 28. júní síð­ast­lið­inn. Í þeirri játn­ingu fólst að Júl­­íus Víf­ill við­­ur­­kenndi að hann gaf ekki upp til skatts tekjur sem honum hlotn­uð­ust árið 2005, eða fyrr, og geymdar eru á aflands­­reikn­ingi. Júl­­íus Víf­ill hefur ekki viljað upp­­lýsa um hvenær umræddra tekna var aflað og því er ekki hægt að segja með vissu hver ávinn­ingur hans af skatta­laga­brot­unum hefur ver­ið.

Auglýsing
Skatta­laga­brot fyrn­­ast hins vegar á sex árum. Það þýðir að ef við­kom­andi fremur slík, og kemur sér þannig undan að greiða lög­­bund­inn skatt eins og aðrir þegnar ríkja þurfa að gera, en nær að hylja þau í þann tíma þá kemst hann upp með það.

Öðru máli gegnir hins vegar um pen­inga­þvætti. Lögum lands­ins var breytt árið 2009 þannig að refsi­vert var að þvætta ávinn­ing af eigin afbrot­­um. Því var Júl­­íus Víf­ill ákærður fyrir pen­inga­þvætti frá þeim tíma sem lögin tóku gildi, eða frá 30. des­em­ber 2009.  Dómur hefur nú fallið í því máli.

Var í Panama­skjöl­unum

Júl­­­íus Víf­ill var einn þeirra stjórn­­­­­mála­­­manna sem voru opin­beraðir í Pana­ma­skjöl­unum og greint var frá í sér­­­­­stökum Kast­­­ljós­þætti sem sýndur var 3. apríl í 2016. Þar kom meðal ann­ars fram að hann hefði í árs­­­byrjun 2014 stofnað félagið Silwood Founda­tion á Panama. Rík áhersla var lögð á það við stofnun félags­­­ins að nafn Júl­í­usar Víf­ils kæmi hvergi fram í tengslum við félag­ið, sam­kvæmt umfjöll­un­inni.

Tveimur dögum áður en að Kast­ljós­þátt­ur­inn var sýndur sendi Júl­íus Víf­ill frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann sagði að til­gang­ur­inn með stofnun aflands­fé­lags­ins væri að stofna eft­ir­launa­sjóð í Sviss. „Allt sem við kemur þessum sjóði er í sam­ræmi við íslensk lög og regl­ur, enda naut ég sér­fræði­ráð­gjafar til að tryggja að rétti­lega og lög­lega væri að málum stað­ið. Mér var ráð­lagt að skrá stofnun sjóðs­ins í Panama. Ég hef hvorki fengið neitt greitt úr sjóðnum né haft af honum ann­ars konar tekjur og hef ekki heim­ild til að ráð­stafa fjár­munum úr hon­um.”

Júl­íus Víf­ill sagði af sér sem borg­ar­full­trúi 5. apríl 2016, tveimur dögum eftir að þátt­ur­inn var sýnd­ur.

Sak­aðir um að koma ætt­ar­auð undan

Syst­k­ini Júl­í­usar Víf­ils og erf­ingjar for­eldra hans hafa sakað hann og bróður hans, Guð­mund Ágúst Ingv­ars­son, um að komið ætt­­­ar­auð for­eldra þeirra undan og geymt hann á aflands­­reikn­ing­­um. Það gerðu þau meðal ann­ars í Kast­ljós­þætti sem sýndur var í maí 2016. Meintur ætt­a­r­auður eru sjóðir sem urðu til vegna starf­semi Ingv­ars Helga­sonar hf., sem um ára­bil var eitt stærsta bíla­um­boð lands­ins.

Auglýsing
Þessum ávirð­ingum hefur Júl­íus Víf­ill ávallt hafnað með öllu. Í við­tali við Morg­un­blaðið í maí 2016 sagði hann þvert á móti að systk­ini hans hefðu dregið af sér tugi millj­óna króna af banka­reikn­ingi móður þeirra og í yfir­lýs­ingu sem Júl­íus Víf­ill sendi frá sér sagði hann að ásak­anir systk­ina sinna væru algjör ósann­indi og ómerki­leg ill­mælgi.

Þann 5. jan­úar 2017 kærði skatt­rann­­­sókn­­­ar­­­stjóri Júl­­íus Vífil til emb­ætti hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara vegna meintra brota á skatta­lögum og vegna gruns um pen­inga­þvætti. Við síð­­­­­ara brot­inu getur legið allt að sex ára fang­els­is­­­dóm­­­ur.

Í kærunni kom fram að Júl­­­íus Víf­ill hafi átt fjár­­­muni á erlendum banka­­­reikn­ingum að minnsta kosti frá árinu 2005. Frá árinu 2014 hafi þeir verið hjá svis­s­­­neska bank­­­anum Julius Bär í nafni aflands­­­fé­lags Júl­í­us­­ar Víf­ils.

Ráð­legg­ingar „svo þetta endi ekki allt í skatti“

Hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara barst hljóð­­­upp­­­­­taka frá emb­ætti skatt­rann­­­sókn­­­ar­­­stjóra þann 27. mars 2017. Um svipað leyti var sama upp­­­­­taka send á fjöl­miðla.

Á upp­­­tök­unni, sem er af fundi sem fór fram þremur dögum eftir birt­ingu Panama­skjal­anna, mátti heyra Júl­­­íus Víf­ill og lög­­­­­mann hans, Sig­­­urð G. Guð­jóns­­­son, ræða um þá fjár­­­muni sem vistaðir voru í svis­s­­­neska bank­­­anum við ætt­­­ingja Júl­í­usar Víf­ils, sem höfðu ásakað hann um að hafa komið ætt­­­­­ar­auð for­eldra sinna undan og geymt á aflands­­­reikn­ing­­­um. Júl­­­íus Víf­ill vildi að Sig­­­urður G. Guð­jóns­son myndi verja sig í mál­inu sem hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ari hefur rann­sakað á hendur hon­­­um. Á það vildi hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ari ekki fall­­­ast þar sem emb­ættið vildi kalla Sig­­­urð til skýrslu­­­töku í mál­inu og það úti­­­lok­aði ekki að Sig­­­urður fái stöðu sak­­­born­ings í því. Ástæðan eru þær ráð­­­legg­ingar sem Sig­­­urður veitir á hljóð­­­upp­­­tök­unni, um hvernig sé hægt að kom­­­ast hjá því að greiða fjár­­­mun­ina til syst­k­ina Júl­í­usar Víf­ils án þess að „þetta endi ekki allt í skatt­i.“

Þessi upp­taka átti þátt í því að ákæra var gefin út á hendur Júl­íusi Vífli sem nú er lokið með dómi í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar