Hljóðupptakan sem er ástæða þess að Sigurður G. má ekki verja Júlíus Vífil

Það sem kemur fram á hljóðupptöku frá 6. apríl 2016 er ástæða þess að Sigurður G. Guðjónsson má ekki verja Júlíus Vífil Ingvarsson, sem grunaður er um stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Sigurður gæti fengið stöðu sakbornings í málinu.

Auglýsing

Emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara rann­sakar hvort að Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafi gerst sekur um stór­felld skatt­svik og pen­inga­þvætti. Frá þessu var greint á vef RÚV í gær.

Júl­íus Vífil var einn þeirra stjórn­mála­manna sem voru opin­beraðir í Panama­skjöl­unum og greint var frá í sér­stökum Kast­ljós­þætti sem sýndur var 3. apríl í fyrra. Þar kom fram að hann hefði í árs­byrjun 2014 stofnað félagið Silwood Founda­tion á Panama. Rík áhersla var lögð á það við stofnun félags­ins að nafn Júl­í­usar Víf­ils kæmi hvergi fram í tengslum við félag­ið. Júl­íus Víf­ill sendi frá sér yfir­lýs­ingu tveimur dögum áður en þátt­ur­inn var sýndur þar sem stóð m.a.: „Allt sem við kemur þessum sjóði er í sam­ræmi við íslensk lög og regl­ur, enda naut ég sér­fræði­ráð­gjafar til að tryggja að rétti­lega og lög­lega væri að málum stað­ið. Mér var ráð­lagt að skrá stofnun sjóðs­ins í Panama. Ég hef hvorki fengið neitt greitt úr sjóðnum né haft af honum ann­ars konar tekjur og hef ekki heim­ild til að ráð­stafa fjár­munum úr hon­um.“ Hann sagði enn fremur að um væri að ræða „eft­ir­launa­sjóð“.

Júl­íus Víf­ill sagði af sér sem borg­ar­full­trúi tveimur dögum eftir að Kast­ljós­þátt­ur­inn var sýnd­ur, eða 5. apr­íl.

Auglýsing

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri kærði í jan­úar

Þann 5. jan­úar síð­ast­lið­inn kærði skatt­rann­sókn­ar­stjóri til emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara vegna meintra brota á skatta­lögum og vegna gruns um pen­inga­þvætti. Við síð­ara brot­inu getur legið allt að sex ára fang­els­is­dóm­ur.

Í kærunni kemur fram að Júl­íus Víf­ill hafi átt fjár­muni á erlendum banka­reikn­ingum að minnsta kosti frá árinu 2005. Frá árinu 2014 hafi þeir verið hjá sviss­neska bank­anum Julius Bär í nafni aflands­fé­lags Júl­í­us­ar.

Hér­aðs­sak­sókn­ara barst svo hljóð­upp­taka frá emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra þann 27. mars síð­ast­lið­inn. Um svipað leyti var sama upp­taka send á fjöl­miðla. Hana er hægt að heyra í hér að ofan. Upp­takan er klippt til. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var sú útgáfa sem barst skatt­rann­sókn­ar­stjóra sú sama og var send á fjöl­miðla og birt á Youtu­be-rás um svipað leyti.

Á upp­tök­unni má heyra Júl­íus Víf­ill og lög­mann hans, Sig­urð G. Guð­jóns­son, ræða um þá fjár­muni sem vistaðir voru í sviss­neska bank­anum við ætt­ingja Júl­í­usar Víf­ils, sem höfðu ásakað hann um að hafa komið ætt­ar­auð for­eldra sinna undan og geymt á aflands­reikn­ing­um.

Sam­kvæmt umfjöllun Kast­ljóss um ásak­anir ætt­ingj­anna, sem eru systk­ini Júl­í­usar Víf­ils og erf­ingjar þeirra, sem sýnd var í maí 2016, var umfang þeirra fjár­muna sem ætt­in­gj­arnir telja að Júl­íus Víf­ill hafi haldið frá þeim mörg hund­ruð millj­ónir króna. Pen­ing­ana hafði móðir þeirra ásamt hluta fjöl­­skyld­unnar leitað í rúman ára­tug. Um var að ræða sjóð í erlendum banka sem faðir þeirra, Ingvar Helga­­son, hafði safnað umboðs­­launum frá erlendum bíla­fram­­leið­endum inn á alla tíð.

Júl­íus Víf­ill kom í við­tal við Morg­un­blaðið dag­inn eftir að Kast­ljós­þátt­ur­inn var sýndur og sak­aði þar systk­ini sín um að hafa dregið sér tugi millj­óna króna af banka­reikn­ingi móður þeirra. Í yfir­lýs­ingu sagði hann ásak­anir systk­ina sinna vera algjör ósann­indi og ómerki­leg ill­mælgi. Það væri ótrú­lega ófyr­ir­leitið að halda því fram að hann hefði gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu ann­­arra.

Tóku upp fund

Áður­nefnd hljóð­upp­taka var tekin upp á fundi sem fram fór mið­viku­dag­inn 6. apríl 2016, þremur dögum eftir að Kast­ljós hafði afhjúpað að Júl­íus Víf­ill ætti aflands­fé­lög sem geymdu fjár­muni í sviss­neska bank­anum Julius Bär. Fund­inn sátu Júl­íus Víf­ill, lög­maður hans, ætt­ingjar Júl­í­usar Víf­ils og lög­menn á þeirra veg­um. Fund­ur­inn fór fram á lög­manns­stofu Sig­urðar G. Guð­jóns­son­ar.

Á upp­tök­unni talar Júl­íus Víf­ill um safn­reikn­inga og jánkar því að hafa kennt látnum bróður sínum um að hafa gengið í sjóð­ina. Af sam­tal­inu er ekki að skilja annað en að Júl­íus Víf­ill við­ur­kenni að fullu til­vist þeirra fjár­muna sem systk­ini hans hafa gert kröfu til og að verið sé að ræða um hvernig sé hægt að koma þeim til þeirra. Síðar hefur Júl­íus Víf­ill hins vegar þrætt fyrir að umræddir sjóðir séu yfir­höfuð til.

Á upp­tök­unni heyr­ist Sig­urð­ur, lög­maður Júl­í­usar Víf­ils, tala um hvernig best væri að koma þeim pen­ingum sem geymdir eru utan Íslands til systk­ina Júl­í­usar Víf­ils. Þar segir hann m.a.: „Pen­ingar ganga ekki á milli manna nema að það séu greiddir af þeim skatt­ar. Við skulum hafa það hug­fast. Á þetta að fara inn í dán­ar­búið og greið­ast þar út sem arður með öðrum skatti? Það getur ver­ið. Og það eru þessar leiðir sem þarf að skoða og finna. Er hægt að færa þessa fjár­muni á nöfn ein­stakra aðila í þeim banka þar sem þeir eru í? Þannig að við­kom­andi aðili bara gerir grein fyrir því á skatta­fram­tali sínu á næsta ári að hann eigi þessa fjár­muni og komi með þá heim og borgi af þeim skatta. Þetta er bara issue, issuið hlýtur að vera það fyrir ykk­ur, erf­ingja Ingv­ars Helga­sonar að þið fáið þá sem mest af þessum pen­ingum og minnst af þeim fari í rík­is­sjóð. Þetta liggur fyr­ir, ég meina Júl­íus Víf­ill er búinn að segja það við ykkur að hann vill koma þessum pen­ingum til systk­ina sinna en það þarf auð­vitað að finna ein­hverja þá leið sem getur leitt til þess að þetta endi ekki allt í skatt­i.“

Hæsti­réttur meinar Sig­urði að verja Júl­íus Vífil

Júl­íus Víf­ill vildi að Sig­urður myndi verja sig í mál­inu sem hér­aðs­sak­sókn­ari rann­sakar nú á hendur hon­um. Á það vildi hér­aðs­sak­sókn­ari ekki fall­ast þar sem emb­ættið vill kalla Sig­urð til skýrslu­töku í mál­inu og það úti­lokar ekki að Sig­urður fái stöðu sak­born­ings í því. Ástæðan eru þær ráð­legg­ingar sem Sig­urður veitir á hljóð­upp­tök­unni, um hvernig sé hægt að kom­ast hjá því að greiða fjár­mun­ina til systk­ina Júl­í­usar Víf­ils án þess að „þetta endi ekki allt í skatt­i.“

Júl­íus Víf­ill var ósáttur með þetta og fór með það fyrir dóm að Sig­urður mætti vera verj­andi hans.

Hér­aðs­dómur stað­festi synjun emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara um að Sig­urður mætti ekki verja Júl­íus Víf­ill 25. ágúst síð­ast­lið­inn. Dóm­ari máls­ins, Lár­entsínus Krist­jáns­son, sagði í nið­ur­stöðu sinni að það yrði „ekki betur séð en að lög­maður sókn­ar­að­ila hafi á fund­inum fyrst og fremst lagt áherslu á að skoða þyrfti ofan í kjöl­inn hvernig best væri að standa að slíkri milli­færslu í skatta­legu til­liti. Af end­ur­rit­inu má ráða að með þess­ari áherslu hafi lög­mað­ur­inn verið að gæta með rétt­mætum hætti hags­muna sókn­ar­að­ila með sem bestu móti, eins og honum var skylt.“ Það var því mat hans að ráð­legg­ingar Sig­urð­ar, sem hér­aðs­sak­sókn­ara grunar að geti falið í sér refsi­verða hátt­semi, hafi verið eðli­leg­ar. Hann hafn­aði þó kröfu Júl­í­usar Víf­ils, í ljósi þess að kalla ætti Sig­urð fyrir til skýrslu­töku.

Þeirri ákvörðun var skotið til Hæsta­réttar sem var mjög afdrátt­ar­laus í sinni nið­ur­stöðu sem féll síð­ast­lið­inn fimmtu­dag: Sig­urður getur ekki varið Júl­íus Víf­il. Rétt­ur­inn stað­festi því úrskurð hér­aðs­dóms. Ekk­ert liggi fyrir um að til­efni hér­að­sak­sókn­ara um að kalla Sig­urð til skýrslu­töku við rann­sókn máls­ins sé til­efn­is­laus.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar