Systkini Júlíusar Vífils segja Panamasjóð hans eftirlaunasjóð foreldra þeirra

Júlíus Vífill
Auglýsing

Systk­ini og syst­ur­sonur Júl­í­usar Víf­ils Ingv­ars­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segja að Júl­íus hafi við­ur­kennt fyrir þeim að í aflands­fé­lagi hans í Panama hafi verið týndir pen­ingar for­eldra þeirra. Þetta hafi hann gert eftir að Kast­ljós greindi frá sjóði hans, sem er í Panama­skjöl­unum svoköll­uðu, í byrjun apr­íl. Frá þessu var greint í Kast­ljósi í kvöld

Fjöl­skyldan hefur lengi leitað að þessum sjóð­um, sem faðir þeirra sagð­ist hafa átt í erlendum bönk­um. 

For­eldrar Júl­í­usar Víf­ils og systk­ina hans voru Ingvar Helga­son og Sig­ríður Guð­munds­dótt­ir, sem stofn­uðu og byggðu upp bíla­um­boðið Ingvar Helga­son og fyr­ir­tækið Bíl­heima. Þegar Ingvar lést árið 1999 tóku þrír elstu bræð­urnir í átta systk­ina hópi við rekstr­in­um. Guð­mund­ur, Helgi og Júl­íus Víf­ill tóku við rekstr­inum og þá var fjórði hver bíll á Íslandi frá fyr­ir­tækjum þeirra. Fjórum árum síðar var rekst­ur­inn kom­inn í mik­inn vanda og hann var seld­ur. Fjöl­skyldan fékk 25 millj­ónir króna. Miklar deilur höfðu þá verið á milli systk­in­anna, bæði voru systk­inin sem ekki voru við stjórn­völ­inn óánægð með að vera haldið utan við ýmsar ákvarð­anir og milli bræðr­anna þriggja sem stjórn­uðu voru líka deil­ur. 

Auglýsing

Áður en fyr­ir­tækið var selt, eða í lok 2001, hafði huldu­fé­lag, sem hét Lindos Alli­ance, fjár­fest fyrir tvær millj­ónir evra í fyr­ir­tækjum fjöl­skyld­unn­ar. Það þýddi rúm­lega 18 pró­senta hlut. Júl­íus Víf­ill og Guð­mundur kynntu þetta fyrir fjöl­skyld­unni. Fjöl­skyldan fékk aldrei upp­lýs­ingar um það hver var á bak við þetta huldu­fé­lag, en Júl­íus Víf­ill var umboðs­maður þess á hlut­hafa- og stjórn­ar­fundum og hafði umboð til að und­ir­rita samn­inga og taka ákvarð­an­ir. Félagið var sagt vera í Lúx­em­borg. 

Þessi hluti fjöl­skyld­unnar telur að þeir bræður hafi verið á bak við félag­ið. „Það eru ekki miklar líkur á því að það komi rúmar tvær millj­ónir evra inn í Bíl­heima og Ingvar Helga­son frá ein­hverjum ein­stak­lingi sem að sest ekki í stjórn félags­ins,“ sagði Saga Ýrr Jóns­dótt­ir, lög­maður Ingv­ars Ingv­ars­sonar í Kast­ljósi í kvöld. 

Týndra sjóða leit­að 

Vara­sjóð­irnir sem talað er um voru til­komnir vegna þess að Ingvar Helga­son hafði alla tíð sett umboðs­laun frá erlendum bíla­fram­leið­endum inn á erlenda banka­reikn­inga. Talið var að um nokkur hund­ruð millj­ónir væri að ræða. Eftir að fyr­ir­tækin fóru úr höndum fjöl­skyld­unnar árið 2004 var farið að spyrj­ast fyrir um þessa vara­sjóði, sem systk­inin segja að faðir þeirra hafi oft sagt þeim frá og Guð­rún segir að bræð­urnir sem stjórn­uðu fyr­ir­tæk­inu hafi haft pró­kúru á. Móðir þeirra sendi meðal ann­ars bréf til banka um Evr­ópu og í Banda­ríkj­unum en án árang­ur­s. 

Þegar móðir systk­in­anna, Sig­ríð­ur, lést í sept­em­ber fyrir tæpu ári síðan kom fljótt upp ágrein­ing­ur, að mestu um vara­sjóð­ina, sem ekki eru í dán­ar­bú­in­u. 

Stuttu eftir ára­mót var ákveðið að kanna hvort hægt væri að finna út eig­endur félags­ins Lindos, sem hafði fjár­fest í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu. Það var gert með hjálp fyr­ir­tæk­is­ins K2, en félagið fannst hins vegar aldrei í Lúx­em­borg, heldur á Tortóla. Félagið er í Panama­skjöl­un­um. 

Þegar upp­lýs­ingar um aflands­fé­lag Júl­í­usar Víf­ils, Silwood founda­tion, í Kast­ljósi í byrjun apríl segir Guð­rún Ingv­ars­dóttir að málið hafi verið sett í nýtt sam­hengi. Það hafi verið líf­eyr­is­sjóður for­eldra þeirra sem hann hafi verið að „díla með“.

Í kjöl­far þess að þau höfðu sam­band við lög­mann Júl­í­usar segja tvö systk­in­in, og syst­ur­sonur Júl­í­us­ar, að þau hafi fengið sím­tal frá honum þar sem hann hafi við­ur­kennt að pen­ing­arnir væru upp­runa­lega sjóðir for­eldra þeirra. Faðir þeirra hafi gefið bræðr­unum leyfi til að sjá um sjóð­ina en hann hafi alltaf ætlað að skila þeim aftur inn í dán­ar­bú­ið. Hins vegar segj­ast bæði Júl­íus Víf­ill og Guð­mundur Ágúst nú í gegnum lög­mann sinn að þeir kann­ist ekk­ert við. 

Meiri­hluti erf­ingj­anna hefur því ákveðið að reyna að kom­ast til botns í mál­inu með hjálp K2. En í Kast­ljósi í kvöld kom fram að þau teldu alls óvíst hvort tak­ist að end­ur­heimta sjóð­ina með rann­sókn dán­ar­bús­ins. 

Júl­íus Víf­ill sagði í yfir­lýs­ingu til Kast­ljóss að allt tal um að hann hafi sölsað undir sig ann­arra manna fé sé ýmist rógur eða ill­mælg­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None