Ríkisskattstjóri fylgjandi rannsóknarnefnd um aflandsfélög

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að ef Alþingi vilji fá upp heildstæða mynd af notkun aflandsfélaga um og eftir hrun sé skipan rannsóknarnefndar vel til þess fallin. Aðgerðir skattyfirvalda muni aldrei upplýsa umfangið að fullu.

Bryndís Kristjánsdóttir
Auglýsing

Ef Alþingi vill fá upp heild­stæða mynd af notkun aflands­fé­laga um og eftir hrun, og þýð­ingu þess fyrir íslenskt sam­fé­lag í stærra sam­hengi er skipun rann­sókn­ar­nefndar um málið vel til þess fall­in.

Þetta segir Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri í umsögn um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þing­manna Vinstri grænna, sem leggja til að skipuð verði rann­sókn­ar­nefnd á aflands­fé­lögum Íslend­inga og skatt­und­anskot­um. Bryn­dís segir að aðgerðir skatt­yf­ir­valda muni aldrei geta upp­lýst að fullu um umfang notk­unar aflands­fé­laga né gefið nema tak­mark­aða mynd af til­gangi stofn­unar og notk­unar þeirra. 

„Sam­kvæmt eðli máls eru verk­efni skatt­yf­ir­valda tengd aflands­fé­lögum fyrst og fremst í því fólgin að leita leiða til að ná utan um skatt­und­an­skot sem kunna að hafa átt sér stað í gegnum slík félög með það að mark­miði að ná und­an­dregnum tekjum í rík­is­sjóð og eftir atvikum að hlut­ast til um við­eig­andi refsi­með­ferð vegna ætl­aðra brota,“ segir Bryn­dís einnig. 

Auglýsing

Starfs­hópur fjár­mála­ráð­herra búinn að funda þrisvar

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sinni leggja þing­menn­irnir einnig til að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra stofni sér­stakan rann­sókn­ar­hóp sem fari yfir og meti skatt­und­an­skot og aðra ólög­mæta starf­sem­i. Bryn­dís bendir einnig á það í umsögn sinni að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hafi skipað starfs­hóp um mótun aðgerð­ar­á­ætl­unar gegn skattsvikum og skatta­skjól­um. Hann muni vænt­an­lega gera að meg­in­stefnu það sama og rann­sókn­ar­hópnum væri ætlað að gera. Starfs­hópnum er „ætlað að móta til­lögur að breyt­ingum á lög­um, reglu­gerðum eða verk­lags­reglum sem mynda munu einn áfanga að aðgerð­ar­á­ætlun íslenskra stjórn­valda gegn skattsvikum og nýt­ingu skatta­skjóla almennt.“  

Þegar Bryn­dís skrif­aði umsögn skatt­rann­sókn­ar­stjóra hafði hóp­ur­inn aldrei komið sam­an. „Því er nán­ari útfærsla á verk­efnum hans ekki fylli­lega ljós á þessu stig­i.“ Það geti hins vegar einnig verið að starfs­hóp­ur­inn myndi skar­ast á við verk­efni sem rann­sókn­ar­nefnd ætti að fjalla um. Hóp­ur­inn hefur nú komið saman í þrí­gang, að sögn Elvu Bjarkar Sverr­is­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. 

Frétt­inni hefur verið breytt. Upp­haf­lega stóð að starfs­hópur fjár­mála­ráð­herra hefði aldrei komið sam­an, líkt og stóð í umsögn Bryn­dís­ar. Frá því að hún skil­aði umsögn sinni hefur hóp­ur­inn hins vegar fund­að. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None