Ríkisskattstjóri fylgjandi rannsóknarnefnd um aflandsfélög

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að ef Alþingi vilji fá upp heildstæða mynd af notkun aflandsfélaga um og eftir hrun sé skipan rannsóknarnefndar vel til þess fallin. Aðgerðir skattyfirvalda muni aldrei upplýsa umfangið að fullu.

Bryndís Kristjánsdóttir
Auglýsing

Ef Alþingi vill fá upp heild­stæða mynd af notkun aflands­fé­laga um og eftir hrun, og þýð­ingu þess fyrir íslenskt sam­fé­lag í stærra sam­hengi er skipun rann­sókn­ar­nefndar um málið vel til þess fall­in.

Þetta segir Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri í umsögn um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þing­manna Vinstri grænna, sem leggja til að skipuð verði rann­sókn­ar­nefnd á aflands­fé­lögum Íslend­inga og skatt­und­anskot­um. Bryn­dís segir að aðgerðir skatt­yf­ir­valda muni aldrei geta upp­lýst að fullu um umfang notk­unar aflands­fé­laga né gefið nema tak­mark­aða mynd af til­gangi stofn­unar og notk­unar þeirra. 

„Sam­kvæmt eðli máls eru verk­efni skatt­yf­ir­valda tengd aflands­fé­lögum fyrst og fremst í því fólgin að leita leiða til að ná utan um skatt­und­an­skot sem kunna að hafa átt sér stað í gegnum slík félög með það að mark­miði að ná und­an­dregnum tekjum í rík­is­sjóð og eftir atvikum að hlut­ast til um við­eig­andi refsi­með­ferð vegna ætl­aðra brota,“ segir Bryn­dís einnig. 

Auglýsing

Starfs­hópur fjár­mála­ráð­herra búinn að funda þrisvar

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sinni leggja þing­menn­irnir einnig til að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra stofni sér­stakan rann­sókn­ar­hóp sem fari yfir og meti skatt­und­an­skot og aðra ólög­mæta starf­sem­i. Bryn­dís bendir einnig á það í umsögn sinni að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hafi skipað starfs­hóp um mótun aðgerð­ar­á­ætl­unar gegn skattsvikum og skatta­skjól­um. Hann muni vænt­an­lega gera að meg­in­stefnu það sama og rann­sókn­ar­hópnum væri ætlað að gera. Starfs­hópnum er „ætlað að móta til­lögur að breyt­ingum á lög­um, reglu­gerðum eða verk­lags­reglum sem mynda munu einn áfanga að aðgerð­ar­á­ætlun íslenskra stjórn­valda gegn skattsvikum og nýt­ingu skatta­skjóla almennt.“  

Þegar Bryn­dís skrif­aði umsögn skatt­rann­sókn­ar­stjóra hafði hóp­ur­inn aldrei komið sam­an. „Því er nán­ari útfærsla á verk­efnum hans ekki fylli­lega ljós á þessu stig­i.“ Það geti hins vegar einnig verið að starfs­hóp­ur­inn myndi skar­ast á við verk­efni sem rann­sókn­ar­nefnd ætti að fjalla um. Hóp­ur­inn hefur nú komið saman í þrí­gang, að sögn Elvu Bjarkar Sverr­is­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. 

Frétt­inni hefur verið breytt. Upp­haf­lega stóð að starfs­hópur fjár­mála­ráð­herra hefði aldrei komið sam­an, líkt og stóð í umsögn Bryn­dís­ar. Frá því að hún skil­aði umsögn sinni hefur hóp­ur­inn hins vegar fund­að. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?
Kjarninn 3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
Kjarninn 3. júlí 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: Góð staða getur hratt breyst til hins verra
Formaður Miðflokksins segir að Íslendingar gangi nú í gegnum mjög krítíska tíma. „Ákvarðanir skipta alltaf máli en þær skipta óvenjulega miklu máli núna.“
Kjarninn 2. júlí 2020
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók kipp upp á við eftir að COVID-19 faraldurinn skall á Ísland .Hann hefur hins vegar dalað á ný í síðustu könnunum.
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 6,7 prósentustigum minna fylgi en í síðustu kosningum og myndu ekki fá meirihluta atkvæða ef kosið yrði í dag. Þrír flokkar í stjórnarandstöðu mælast yfir kjörfylgi en tveir undir.
Kjarninn 2. júlí 2020
Áfram verslað með Icelandair þrátt fyrir tilkynningu um mögulega greiðslustöðvun
Grunur þarf að vera um ójafnan aðgang fjárfesta að innherjaupplýsingum til þess að viðskipti með bréf Icelandair verði stöðvuð tímabundið í Kauphöllinni. Aðilar á fjármálamarkaði furða sig sumir á því að enn sé verslað og bréfin ekki athugunarmerkt.
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None