Sigurður Ingi ætlar ekki að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, ætlar ekki að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, ef sá síðarnefndi ákveður að bjóða sig aftur fram til formanns. Þetta sagði Sigurður Ingi í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun.

Sigurður Ingi sagði þar að það væri ekkert launungarmál að ýmsar raddir væru uppi innan flokksins um hvað skyldi gera varðandi flokksforystuna, en Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að opinberað var að hann hefði átt aflandsfélagið Wintris, skráð á Bresku Jómfrúareyjunum, með eiginkonu sinni. Félagið, sem yfir milljarð króna í eignum, lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna. Það er í dag skráð einungis í eigu eiginkonu Sigmundar Davíðs.

Eiginkona Sigmundar Davíðs sagði frá tilvist Wintris á Facebook í mars. Nokkrum dögum áður, þann 11. mars, hafði þáverandi forsætisráðherra verið spurður út í félagið í frægu viðtali við sænskan sjónvarpsmann. Það viðtal var síðan sýnt í sérstökum Kastljósþætti 3. apríl sem fjallaði um aflandsfélagaeign kjörinna fulltrúa á Íslandi. Sigurður Ingi sagði í Sprengisandi að það hefði verið betra ef Sigmundur Davíð hefði stigið strax fram og skýrt málið. Hann hefði getað upplýst flokkinn og þjóðina alla.

Auglýsing

Forsætisráðherrann sagði það væri alveg öruggt að kosið yrði í haust. Það væri ekki hægt að hætta við kosningar við þær aðstæður sem uppi væru. Þá dragi enginn framsóknarmaður það í efa að mikilvægt væri að halda flokksþing fyrir kosningar í haust og kjósa forystu flokksins. Sigurður Ingi sagðist styðja Sigmund Davíð til áframhaldandi formennsku og að hann myndi ekki bjóða sig fram gegn honum ef Sigmundur Davíð ákveður að bjóða sig aftur fram.  

Sigmundur Davíð flutti yfirlitsræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarmanna í gær. Þar ræddi hann Wintris-viðtalið og sagði m.a. að hann hefði verið leiddur í gildru af fjöl­miðla­mönnum og að um óþokka­bragð hefði verið að ræða sem snérist um að koma höggi á hann og Fram­sókn­ar­flokk­inn. Sig­mundur Davíð sagði einnig í ræðu sinn að í ótal skipti hafi verið reynt að ráða hann af dög­um, ekki í eig­in­­legri merk­ingu, heldur með mann­orðs­morði. Það sé eins og að það séu gefin út heilu dag­blöðin bara til að klekkja á Fram­­sókn­­ar­­flokkn­­um. 

Þeir sem stóðu að viðtalinu sendi frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Sigmundar Davíðs í gær. Þar sagði m.a. að blaðafulltrúi for­sæt­is­ráð­herra hafi hringt í Nils Han­son, aðal­rit­stjóra frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Upp­drag Granskning sem sýndur er í sænska rík­is­sjón­varp­inu, strax eftir að Sven Berg­man, frétta­maður þátt­ar­ins, hafði tekið við­talið við Sig­mund Davíð þann 11. mars og kraf­ist þess að hluta við­tals­ins yrði eytt. Sá hluti sem blaða­full­trú­inn vildi að yrði eytt snéri að spurn­ingum og svörum um Wintris. Undir yfirlýsinguna skrifuðu starfs­menn Reykja­vik Media, Kast­ljós­s, Upp­drag Granskning og alþjóð­legu blaða­manna­sam­tak­anna ICIJ. Í yfir­lýs­ing­unni voru einnig birtir fjöl­margir tölvu­póstar sem sýndu að Sig­mundi Davíð var, í gegnum Jóhannes Þór Skúla­son aðstoð­ar­mann sinn, margoft boðið að koma í annað við­tal til að skýra mál­efni Wintr­is. Hann hafn­aði því hins vegar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None