Sigurður Ingi ætlar ekki að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, ætlar ekki að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, ef sá síðarnefndi ákveður að bjóða sig aftur fram til formanns. Þetta sagði Sigurður Ingi í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun.

Sigurður Ingi sagði þar að það væri ekkert launungarmál að ýmsar raddir væru uppi innan flokksins um hvað skyldi gera varðandi flokksforystuna, en Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að opinberað var að hann hefði átt aflandsfélagið Wintris, skráð á Bresku Jómfrúareyjunum, með eiginkonu sinni. Félagið, sem yfir milljarð króna í eignum, lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna. Það er í dag skráð einungis í eigu eiginkonu Sigmundar Davíðs.

Eiginkona Sigmundar Davíðs sagði frá tilvist Wintris á Facebook í mars. Nokkrum dögum áður, þann 11. mars, hafði þáverandi forsætisráðherra verið spurður út í félagið í frægu viðtali við sænskan sjónvarpsmann. Það viðtal var síðan sýnt í sérstökum Kastljósþætti 3. apríl sem fjallaði um aflandsfélagaeign kjörinna fulltrúa á Íslandi. Sigurður Ingi sagði í Sprengisandi að það hefði verið betra ef Sigmundur Davíð hefði stigið strax fram og skýrt málið. Hann hefði getað upplýst flokkinn og þjóðina alla.

Auglýsing

Forsætisráðherrann sagði það væri alveg öruggt að kosið yrði í haust. Það væri ekki hægt að hætta við kosningar við þær aðstæður sem uppi væru. Þá dragi enginn framsóknarmaður það í efa að mikilvægt væri að halda flokksþing fyrir kosningar í haust og kjósa forystu flokksins. Sigurður Ingi sagðist styðja Sigmund Davíð til áframhaldandi formennsku og að hann myndi ekki bjóða sig fram gegn honum ef Sigmundur Davíð ákveður að bjóða sig aftur fram.  

Sigmundur Davíð flutti yfirlitsræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarmanna í gær. Þar ræddi hann Wintris-viðtalið og sagði m.a. að hann hefði verið leiddur í gildru af fjöl­miðla­mönnum og að um óþokka­bragð hefði verið að ræða sem snérist um að koma höggi á hann og Fram­sókn­ar­flokk­inn. Sig­mundur Davíð sagði einnig í ræðu sinn að í ótal skipti hafi verið reynt að ráða hann af dög­um, ekki í eig­in­­legri merk­ingu, heldur með mann­orðs­morði. Það sé eins og að það séu gefin út heilu dag­blöðin bara til að klekkja á Fram­­sókn­­ar­­flokkn­­um. 

Þeir sem stóðu að viðtalinu sendi frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Sigmundar Davíðs í gær. Þar sagði m.a. að blaðafulltrúi for­sæt­is­ráð­herra hafi hringt í Nils Han­son, aðal­rit­stjóra frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Upp­drag Granskning sem sýndur er í sænska rík­is­sjón­varp­inu, strax eftir að Sven Berg­man, frétta­maður þátt­ar­ins, hafði tekið við­talið við Sig­mund Davíð þann 11. mars og kraf­ist þess að hluta við­tals­ins yrði eytt. Sá hluti sem blaða­full­trú­inn vildi að yrði eytt snéri að spurn­ingum og svörum um Wintris. Undir yfirlýsinguna skrifuðu starfs­menn Reykja­vik Media, Kast­ljós­s, Upp­drag Granskning og alþjóð­legu blaða­manna­sam­tak­anna ICIJ. Í yfir­lýs­ing­unni voru einnig birtir fjöl­margir tölvu­póstar sem sýndu að Sig­mundi Davíð var, í gegnum Jóhannes Þór Skúla­son aðstoð­ar­mann sinn, margoft boðið að koma í annað við­tal til að skýra mál­efni Wintr­is. Hann hafn­aði því hins vegar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None