Mest lesnu aðsendu greinar ársins 2018

Hvað eiga Klausturmálið, raki í húsum, Pia Kjærsgaard, skólakerfið á Íslandi og efnahagslífið sameiginlegt? Þau eru viðfangsefni þeirra aðsendu greina sem mest voru lesnar á Kjarnanum í ár.

Mest lesnu aðsendu greinar 2018
Auglýsing

5. Um kurt­eisi

„„Aldrei hefur nokkur maður í nokk­­urru landi haft nokk­­urt gagn af nokk­­urri danskri bók," mun Þor­­leif­ur Repp hafa sagt, en hann mun hafa verið mestur Dana­hat­­ari hér­­­lendur á sínum tíma. Hann var sér­­­sinna og þetta er ekki rifjað upp hér til að taka undir þessi orð heldur til að minna á hitt: Danir og Íslend­ingar eiga sam­eig­in­­legar minn­ingar sem ná langt aftur og sam­­band þjóð­anna var ekki á jafn­­rétt­is­grund­velli. Herra­­þjóð sem oft var vel­­mein­andi að reyna að hjálpa þessu guðsvol­aða fólki þar sem allar fram­fara­til­raunir fuku á haf út eða voru nag­aðar upp til agna af kindum – og fátækt fólk sem vildi standa á eigin fótum og finna sínar leiðir við að lifa af í harð­býlu landi; og tókst það um síð­­­ir. Sumt er við­­kvæmt í þessum minn­ingum – á báða bóga – og þarf oft lítið til að ýfa upp sár­indi, eins og ég skynj­aði stundum í gamla daga þegar ég vann sem „rengør­ingsassistent“ á dönsku elli­heim­ili og sumt gamla fólkið vildi gera upp sakir við mig vegna sam­­bands­slit­anna 1944. Ég brosti bara afsak­andi og svo gáfu þau mér bolsíu og ég hélt áfram að skúra.

En það skiptir máli hvernig við högum sam­­skiptum þess­­ara gömlu sam­­bands­­þjóða. Undir brosum og blíðu bragði búa heitar til­­f­inn­ing­­ar. Íslensk van­­meta­­kennd bein­ist jafnan að Dönum og stundum er eins og sumir Danir hafi litið á Ísland sem sjálft krún­u­djá­­snið sem þeir misstu; barnið sem fór að heiman án þess að kveðja. Maður blygð­að­ist sín þegar útrás­­ar­­gosar fóru að kaupa upp allt á Strik­­inu - út á krít - og kenna Dönum hvernig þeir ættu að búa til pitsur og gefa út dag­blöð – með fyr­ir­­sjá­an­­legum kon­ung­­legum gjald­­þrot­­um. Og manni sárn­aði þegar danskt afgreiðslu­­fólk klippti íslensk greiðslu­kort í Hrun­in­u.“

Lesið grein­ina í heild sinni hér.

Auglýsing

4. Nýtt hrun á teikni­borð­inu

„Það er deg­inum ljós­­ara að í orma­gryfju auð­jöfr­anna er verið að und­ir­­búa næstu ráns­her­­ferð á hendur almenn­ingi á Íslandi. Tæki­­færið til að tappa vel af líf­eyr­is­­sjóð­um, bönkum og eignum almenn­ings nálg­­ast óðum. Allt klárt í næstu bylgju gjald­­þrota, atvinn­u­mis­s­is, eymdar og örviln­un­­ar. Með gjöf rík­­is­ins á Arion banka til ein­hverra aðila, sem eng­inn stjórn­­­mála­­maður vill vita hvort heitir Ólafur eða Björgólf­­ur, pétur eða páll, er verið að þung­vopna ræn­ingj­ana. Veislan er fyrir suma, aðrir borga.

Fyr­ir­tæki í bygg­ing­­ar­iðn­­aði sem eru flest rekin með svörtu vinn­u­afli á launum undir lág­­mark­s­töxt­um, raka til sín lánsfé úr bönk­­un­um, skuldir hrann­­ast upp, eig­endur og vild­­ar­vinir kaupa ódýran gjald­eyri sem komið er úr landi sem skjótast, og svo telja auð­jöfr­­arnir niður að núll­inu. Núll­inu þegar gengið hryn­­ur, bank­­arnir tómir, fyr­ir­tækin skilin eftir alls­­laus og yfir­­skuld­­sett. Ein­hvern veg­inn kann­­ast maður við aðferð­irn­­ar. Látið er líta út fyrir að allt sé í blóma. Þegar í raun er eng­inn jarð­­vegur eftir og frostkuld­inn sleikir nakta jörð.

Fram­­legðin í íslensku atvinn­u­­lífi er ekki mik­il. Pen­ingar hlað­­ast aftur á móti upp í bönkum og fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum til not­k­unar fyrir þá sem hafa skammtað sér for­rétt­indi á kostnað almenn­ings. Allur þessi banka­auður er í raun geld­­fé. Brask banka og fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja með eignir , lönd og líf­eyr­is­­sjóði er án alls eft­ir­lits og aðeins örfáir útvaldir hafa þar aðkomu. Gömlu útgerð­­ar­f­ur­st­­arnir eru bara smá­seiði miðað við hina nýju stétt auð­jöfra sem síð­­asta hrun ól af sér.“

Lesið grein­ina í heild sinni hér.

3. Grætur húsið þitt?

„Við venju­­legt heim­il­is­hald fjög­­urra manna fjöl­­skyldu getur raka­inn­i­hald og vatns­­­magn í lofti auk­ist um að minnsta kosti 40 lítra á viku. Heitt loft getur haldið þessum raka í meira magni en kalt loft. Þessi raki í loft­inu getur síðan orðið að vatni við það að kom­­ast í snert­ingu við kaldan flöt. Hver þekkir ekki að gler­­flaska sem er tekin út úr ísskáp ,,græt­­ur“ á yfir­­­borði þegar við tökum hana út og þá sér­­stak­­lega ef heitt og rakt er í kringum okk­­ur. Gott dæmi er kaldur svala­­drykkur erlend­­is.

Það sama ger­ist á veggj­um, við glugga og rúður í hús­unum okk­­ar. Á vet­­urna þegar það er kalt úti þá kólna vegg­fletir og rúður og rak­inn sem er í heitu röku lofti hjá okkur inn­­an­dyra nær þá að dagga, eða falla út á þessum flöt­um, líkt og á svala­­drykkn­­um. Í ein­hverjum til­­­fellum má hrein­­lega sjá vatn við glugga og oft telur hús­eig­andi að glugg­a­rnir hljóti að leka. En þegar betur er að gáð þá má merkja mun­inn á því að þessi raki kemur ekki ein­­göngu við slag­veður eða í úrkomu, heldur einmitt á köldum vetr­­ar­­dög­­um.

Í okkar veðr­áttu er ansi freist­andi að híma inn­­an­dyra með lok­aða glugga og njóta hlýj­unn­­ar. Húsin okkar eru ekki end­i­­lega á sama máli.“

Lesið grein­ina í heild sinni hér.

2. Skipu­lag leik­skóla og grunn­skóla – Tíma­skekkja, jafn­að­ar- og vel­ferð­ar­skekkja

„En viti menn. Þá er þró­un­inni snúið við, meðal ann­­ars með skekkju milli ábyrgð­­ar­kvað­­ar, álags, launa, mönn­unar og aðbún­­aðar fag­hópa upp­­eld­is­­stétta. Fjölgun í stétt leiks-og grunn­kóla­­kenn­­ara svarar ekki þörf­inni, meðal ann­­ars vegna þess að launin svara ekki kröfum um ábyrgð, sér­­fræð­i­þekk­ingu og álag í starfi. Kenn­­arar hafa ekki rými eða bol­­magn til að mæta vænt­ingum um upp­­eld­is­­rækt. Stoð­­kerfi er veikt. Skortur á auknu fagafli, m.a. skóla­hjúkr­un­­ar­fræð­inga og skóla­­fé­lags­ráð­gjafa til stuðn­­ings kenn­­urum á öllum skóla­­stigum stingur í augu. Ofur­á­lag og van­máttur sem rekja má til umgjarðar starfs­ins kemur fram í starfs­­þreytu og atgervis­flótta úr starfi. Gagn­rýni bein­ist óverð­skuldað að kenn­­ur­­um. Þá er verið að hengja bak­­ara fyrir smið því smíð og skipu­lag skólaum­hverf­is­ins er á ábyrgð opin­berrar stefnu og fram­­kvæmda­á­ætl­­unar en ekki ein­stakra kenn­­ara sem líða fyrir brest­ina.

Þær aðstæður leik- og grunn­­skóla sem ógna fjöl­­skyld­um, hjóna­­bönd­um, og síð­­­ast en ekki síst ungum skóla­­börnum vor, sumar og haust, eru óásætt­an­­legar árið 2018. For­eldrar glíma við vanda og eiga oft í átökum sín á milli um skipt­ingu tím­ans til að geta brúað bil vinnu og barna­­upp­­eld­­is. Ömmur og afar eru oft í hluta­­starfi við að sinna barna­­börnum auk ann­­arra starfa og verk­efna sem þau sinna í sam­­fé­lagi nútím­ans. Þær fjöl­­skyldur sem ekki eiga traust bak­land í for­eldrum eða frænd­­garði eru á köldum klaka. Það eru oft einmitt lág­­launa­­fjöl­­skyldur sem ekki geta ráð­stafað vinn­u­­tíma sínum með sveigj­an­­leika. Mög­u­­leikar þeirra eru tak­­mark­að­­ir. Það eru þeirra börn sem þá líða fyrir reið­i­­leysi og eru á ver­­gangi þessa dag­ana. Stundum eru það einmitt þau sem eiga við kvíða og örygg­is­­leysi að stríða fyrir og eru þá enn verr í stakk búin fyrir skóla­­starfið og þátt­­töku í félaga-og tóm­­stunda­­starfi. Þessar aðstæður stinga í stúf við hug­­myndir vel­­ferð­­ar­­sam­­fé­lags­ins. Þær eru lík­­­legar til að auka ójöfnuð jafnt barna sem full­orð­inna og breikka gjá félags­­­legrar mis­­munar og sið­­ferð­is­­legra mann­rétt­inda eftir stétt og afkomu. Gæfa slíks sam­­fé­lags sem heildar verður í skötu­­lík­i.“

Lesið grein­ina í heild sinni hér.

1. Karlar sem hringja í konur

„Eftir meltun vil ég segja eft­ir­far­andi: Að biðj­­ast afsök­un­ar en reyna sam­­tímis að hrút­­­skýra, eft­i­rá­­skýra og hrein­­lega ljúga til um það sem átti sér stað er ekki afsök­un­­ar­beiðni. Að líkja mér við dýr og upp­­­nefna mig (og vegg) Freyju Eyju í kjöl­far aðgeng­is­breyt­inga er aug­­ljós­­lega eins fötl­un­­ar­tengt og það getur orð­ið. Að taka mig fyrir með þessum hætti vegna þess að póli­­tískar skoð­­anir mín­­ar, sem byggja á fem­inískum gild­um, hug­­mynda­fræði mann­rétt­inda og upp­­ræt­ingu ableis­ma, fara í taug­­arnar á sumum körlum, ER fötl­un­­ar­­fyr­ir­litn­ing og kven­­fyr­ir­litn­ing. Það er líka hlut­­gerv­ing. Ég er ekki bara eins og dýr heldur líka dauður vegg­­ur. Það er til þús­und og ein leið til þess að tjá skoð­ana­á­­grein­ing önnur en að hæð­­ast að lík­­ama og útliti kvenna. Ég vildi óska þess að ég hefði getað sagt allt ofan­greint við umræddan mann en ég get varla lýst van­­mætti mínum og van­líðan meðan á sím­tal­inu stóð.

Ég frá­­bið mér frek­­ari sím­­töl þar sem ófatl­aður karl­­maður í valda­­stöðu talar niður til mín og reynir að útskýra fyrir mér hvað eru fötl­un­­ar­­for­­dómar og hvað ekki. Eina eðli­­lega sím­talið í stöð­unni væri að biðj­­ast ein­læg­­lega afsök­un­­ar, án nokk­­urra útskýr­inga eða mála­­leng­inga, og segj­­ast í ljósi gjörða sinna ætla að axla ábyrgð á ofbeld­inu sem við vorum beittar og segja af sér.“

Lesið grein­ina í heild sinni hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFólk