Skipulag leikskóla og grunnskóla – Tímaskekkja, jafnaðar- og velferðarskekkja

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita í félagsráðgjöf og fjölskyldufræðingur, fjallar um skipulag í leik- og grunnskólum og hvernig skólakerfið þurfi á öllum stigum bæði að eflast og umbreytast í takt við samfélagsbreytingar.

Auglýsing

Eitt hlut­verk leik- og grunn­skóla er af félags­legum toga og til þess fallið að virka til leið­rétt­ingar á ójafnri stöðu barna sem búa við mis­góða færni for­eldra og mis­jafnar upp­eld­is­að­stæður á heim­ili. Um miðja síð­ustu öld hafði það bylt­ing­ar­kennd áhrif víða um heim þegar leik­skóla­vist varð smám saman jafn­sjálf­sögð og skóla­vist, meðal ann­ars vegna breyttra atvinnu­hátta og kynja­bylt­ing­ar.

Sú breyt­ing skipti miklu fyrir afkomu fjöl­skyldna, mögu­leika kvenna til mennt­unar og launa­vinnu og til bættra og jafn­ari þroska­skil­yrða fyrir börn. For­eldar sem ekki áttu kost á leik­skóla fyrir börn sín stofn­uðu for­eldra­rekið dag­heim­ili í Reykja­vík (Ós, 1973) og dag­mæðrum fór fjölg­andi. Þótt for­eldar upp til hópa köll­uðu eftir þessum breyt­ingum heyrð­ust þó vissu­lega efa­semd­araddir hinna íhalds­ömu þeirra tíma, og dæmi voru um að konur fórn­uðu menntun og starfs­á­nægju á vinnu­mark­aði eða legðu á sig tvö­falda vinnu, bæði innan heim­ilis og utan – e.t.v. með aðkeyptri aðstoð fyrir þær sem bjuggu við góð efni. Jafn­framt unnu fem­inistar og fag­fólk að við­horfs­breyt­ingu með því að fræða um upp­eld­is­legt gildi leik­skóla, frelsandi áhrif þeirra fyrir kynin og jöfn­un­ar­á­hrif fyrir vel­ferð barna og for­eldra. Í þessu fólust ekki síst leið­rétt­andi áhrif til styrktar stöðu barna sem bjuggu við bágar sál­fé­lags­legar aðstæður heima fyr­ir.

Eftir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar vorið 1978 gerði vinstri meiri­hlut­inn átak í þessum anda. Þetta var öðrum sveita­fé­lögum til fyr­ir­myndar og skipti sköpum í átt að jöfn­uði og vel­ferð barna­fjöl­skyldna. Í leik­skólum nutu börnin góðs aðbún­aðar og atlætis auk umhugs­unar og umhyggju fag­fólks sem vann að því að styrkja sjálfs­mynd þeirra, örva þau vits­muna­lega og þróa félags­færni þeirra í hóp­starfi. Reynt var að tryggja und­ir­stöðu­ríkt og reglu­legt fæði í leik­skólum en það var síðan und­an­fari sömu áherslu á skóla­mál­tíðir í grunn­skólum á Norð­ur­lönd­um. Þannig varð staða barn­anna jafn­ari bæði til náms og í félags­færni. Hvert barn skyldi eiga kost á leik­skóla­vist af áður­nefndum leið­rétt­andi, upp­eld­is­legum og hag­kvæmn­is­á­stæð­um. Það gildir enn frekar í dag.

Auglýsing

Vel­ferð­ar­skekkja

En viti menn. Þá er þró­un­inni snúið við, meðal ann­ars með skekkju milli ábyrgð­ar­kvað­ar, álags, launa, mönn­unar og aðbún­aðar fag­hópa upp­eld­is­stétta. Fjölgun í stétt leiks-og grunn­kóla­kenn­ara svarar ekki þörf­inni, meðal ann­ars vegna þess að launin svara ekki kröfum um ábyrgð, sér­fræði­þekk­ingu og álag í starfi. Kenn­arar hafa ekki rými eða bol­magn til að mæta vænt­ingum um upp­eld­is­rækt. Stoð­kerfi er veikt. Skortur á auknu fagafli, m.a. skóla­hjúkr­un­ar­fræð­inga og skóla­fé­lags­ráð­gjafa til stuðn­ings kenn­urum á öllum skóla­stigum stingur í augu. Ofur­á­lag og van­máttur sem rekja má til umgjarðar starfs­ins kemur fram í starfs­þreytu og atgervis­flótta úr starfi. Gagn­rýni bein­ist óverð­skuldað að kenn­ur­um. Þá er verið að hengja bak­ara fyrir smið því smíð og skipu­lag skólaum­hverf­is­ins er á ábyrgð opin­berrar stefnu og fram­kvæmda­á­ætl­unar en ekki ein­stakra kenn­ara sem líða fyrir brest­ina.

Þær aðstæður leik- og grunn­skóla sem ógna fjöl­skyld­um, hjóna­bönd­um, og síð­ast en ekki síst ungum skóla­börnum vor, sumar og haust, eru óásætt­an­legar árið 2018. For­eldrar glíma við vanda og eiga oft í átökum sín á milli um skipt­ingu tím­ans til að geta brúað bil vinnu og barna­upp­eld­is. Ömmur og afar eru oft í hluta­starfi við að sinna barna­börnum auk ann­arra starfa og verk­efna sem þau sinna í sam­fé­lagi nútím­ans. Þær fjöl­skyldur sem ekki eiga traust bak­land í for­eldrum eða frænd­garði eru á köldum klaka. Það eru oft einmitt lág­launa­fjöl­skyldur sem ekki geta ráð­stafað vinnu­tíma sínum með sveigj­an­leika. Mögu­leikar þeirra eru tak­mark­að­ir. Það eru þeirra börn sem þá líða fyrir reiði­leysi og eru á ver­gangi þessa dag­ana. Stundum eru það einmitt þau sem eiga við kvíða og örygg­is­leysi að stríða fyrir og eru þá enn verr í stakk búin fyrir skóla­starfið og þátt­töku í félaga-og tóm­stunda­starfi. Þessar aðstæður stinga í stúf við hug­myndir vel­ferð­ar­sam­fé­lags­ins. Þær eru lík­legar til að auka ójöfnuð jafnt barna sem full­orð­inna og breikka gjá félags­legrar mis­munar og sið­ferð­is­legra mann­rétt­inda eftir stétt og afkomu. Gæfa slíks sam­fé­lags sem heildar verður í skötu­líki.

Tíma­skekkja

Í fjöl­mörgum greinum og pistlum í fjöl­miðlum og vef­miðlum heyr­ast nú raddir örvænt­ing­ar­fullra, reiðra for­eldra og fag­fólks með ákalli eftir bættu umhverfi og sam­skipan yngri skóla­stig­anna og skipu­legra fyr­ir­komu­lagi þjón­ustu í grunn- og leik­skól­um. Það er tíma­skekkja að sum­ar­leyfi og lok­anir skól­anna séu ekki skipu­lögð á sam­ræmdan hátt og að ekki sé mögu­leiki á að sveigja til með tíma­setn­ingar sum­ar­leyfa for­eldra í stjúp­fjöl­skyldum á leik­skól­um. Það að 200 2ja ár börn séu á biðlista eftir leik­skóla­plássi er 200 of mik­ið. Það að tíma­bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla­dvalar hafi ekki verið brúað er til háð­ung­ar. Það að hluti grunn­skóla­barna eigi ekki vísan aðgang á frí­stunda­heim­ili nokkrum vikum fyrir skóla­setn­ingu er óvið­un­andi. Það getur gefið bjart­sýn­is­mönnum vonir að heyra um lof­orð eða jafn­vel fyr­ir­ætl­anir um úrbæt­ur. En það er ekki nóg. Það þarf að það verja mark­tækt meira fé til þess­ara vel­ferð­ar­um­bóta og beita þar for­gangs­röðun útfrá mati á verð­mæti mann­legrar vel­ferð­ar. Það eitt getur skilað árangri.

Af ára­tuga rann­sókn­ar­vinnu og með­ferð­ar­starfi mínu með barna­fjöl­skyldum er ljóst að miklar breyt­ingar hafa orðið á þróun fjöl­skyldu­gerða, sam­skipta­hátta og stöðu kynj­anna á vinnu­mark­aði. Umbreyt­ingar hafa líka orðið á upp­eld­isum­hverfi og atlæti barna í vax­andi fjöl­breyti­leika íslensks sam­fé­lags. Þannig þarf skóla­kerfið á öllum stigum bæði að efl­ast og umbreyt­ast í takt við sam­fé­lags­breyt­ingar rétt eins og um og eftir 1968, en ekki verða félags­legri mis­hröðun eða eft­ir­legu að bráð. Það verður sein­legt að bíta úr nál­inni með afleið­ingar þess að börn þurfi að búa við mis­rétti, skort og van­rækslu. Það hefur áhrif á heilsu og lífs­þrótt síðar á ævinni með ómældum kostn­aði og kvöðum fyrir sam­fé­lag­ið. þetta er stað­fest í alþjóð­legum rann­sóknum á sam­tíma fjöl­skyld­um.

Það er ábyrgð­ar­hluti sam­fé­lags að leggja svo mikið á kenn­ara og annað fag­fólk skól­anna að við blasi upp­gjöf eða atgervis­flótti. Það er ábyrgð­ar­hluti sam­fé­lags að skapa barna­fjöl­skyldum þannig aðstæður að álag, átök og von­leysi geti leitt til veik­inda for­eldra eða skiln­að­ar. Sáttir for­eldar eru upp­spretta lífs­gæða barna. Lífs­gæði barna eru upp­spretta heil­brigðs sam­fé­lags.

Höf­undur er pró­fessor emerita í félags­ráð­gjöf og fjöl­skyldu­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar