Skipulag leikskóla og grunnskóla – Tímaskekkja, jafnaðar- og velferðarskekkja

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita í félagsráðgjöf og fjölskyldufræðingur, fjallar um skipulag í leik- og grunnskólum og hvernig skólakerfið þurfi á öllum stigum bæði að eflast og umbreytast í takt við samfélagsbreytingar.

Auglýsing

Eitt hlut­verk leik- og grunn­skóla er af félags­legum toga og til þess fallið að virka til leið­rétt­ingar á ójafnri stöðu barna sem búa við mis­góða færni for­eldra og mis­jafnar upp­eld­is­að­stæður á heim­ili. Um miðja síð­ustu öld hafði það bylt­ing­ar­kennd áhrif víða um heim þegar leik­skóla­vist varð smám saman jafn­sjálf­sögð og skóla­vist, meðal ann­ars vegna breyttra atvinnu­hátta og kynja­bylt­ing­ar.

Sú breyt­ing skipti miklu fyrir afkomu fjöl­skyldna, mögu­leika kvenna til mennt­unar og launa­vinnu og til bættra og jafn­ari þroska­skil­yrða fyrir börn. For­eldar sem ekki áttu kost á leik­skóla fyrir börn sín stofn­uðu for­eldra­rekið dag­heim­ili í Reykja­vík (Ós, 1973) og dag­mæðrum fór fjölg­andi. Þótt for­eldar upp til hópa köll­uðu eftir þessum breyt­ingum heyrð­ust þó vissu­lega efa­semd­araddir hinna íhalds­ömu þeirra tíma, og dæmi voru um að konur fórn­uðu menntun og starfs­á­nægju á vinnu­mark­aði eða legðu á sig tvö­falda vinnu, bæði innan heim­ilis og utan – e.t.v. með aðkeyptri aðstoð fyrir þær sem bjuggu við góð efni. Jafn­framt unnu fem­inistar og fag­fólk að við­horfs­breyt­ingu með því að fræða um upp­eld­is­legt gildi leik­skóla, frelsandi áhrif þeirra fyrir kynin og jöfn­un­ar­á­hrif fyrir vel­ferð barna og for­eldra. Í þessu fólust ekki síst leið­rétt­andi áhrif til styrktar stöðu barna sem bjuggu við bágar sál­fé­lags­legar aðstæður heima fyr­ir.

Eftir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar vorið 1978 gerði vinstri meiri­hlut­inn átak í þessum anda. Þetta var öðrum sveita­fé­lögum til fyr­ir­myndar og skipti sköpum í átt að jöfn­uði og vel­ferð barna­fjöl­skyldna. Í leik­skólum nutu börnin góðs aðbún­aðar og atlætis auk umhugs­unar og umhyggju fag­fólks sem vann að því að styrkja sjálfs­mynd þeirra, örva þau vits­muna­lega og þróa félags­færni þeirra í hóp­starfi. Reynt var að tryggja und­ir­stöðu­ríkt og reglu­legt fæði í leik­skólum en það var síðan und­an­fari sömu áherslu á skóla­mál­tíðir í grunn­skólum á Norð­ur­lönd­um. Þannig varð staða barn­anna jafn­ari bæði til náms og í félags­færni. Hvert barn skyldi eiga kost á leik­skóla­vist af áður­nefndum leið­rétt­andi, upp­eld­is­legum og hag­kvæmn­is­á­stæð­um. Það gildir enn frekar í dag.

Auglýsing

Vel­ferð­ar­skekkja

En viti menn. Þá er þró­un­inni snúið við, meðal ann­ars með skekkju milli ábyrgð­ar­kvað­ar, álags, launa, mönn­unar og aðbún­aðar fag­hópa upp­eld­is­stétta. Fjölgun í stétt leiks-og grunn­kóla­kenn­ara svarar ekki þörf­inni, meðal ann­ars vegna þess að launin svara ekki kröfum um ábyrgð, sér­fræði­þekk­ingu og álag í starfi. Kenn­arar hafa ekki rými eða bol­magn til að mæta vænt­ingum um upp­eld­is­rækt. Stoð­kerfi er veikt. Skortur á auknu fagafli, m.a. skóla­hjúkr­un­ar­fræð­inga og skóla­fé­lags­ráð­gjafa til stuðn­ings kenn­urum á öllum skóla­stigum stingur í augu. Ofur­á­lag og van­máttur sem rekja má til umgjarðar starfs­ins kemur fram í starfs­þreytu og atgervis­flótta úr starfi. Gagn­rýni bein­ist óverð­skuldað að kenn­ur­um. Þá er verið að hengja bak­ara fyrir smið því smíð og skipu­lag skólaum­hverf­is­ins er á ábyrgð opin­berrar stefnu og fram­kvæmda­á­ætl­unar en ekki ein­stakra kenn­ara sem líða fyrir brest­ina.

Þær aðstæður leik- og grunn­skóla sem ógna fjöl­skyld­um, hjóna­bönd­um, og síð­ast en ekki síst ungum skóla­börnum vor, sumar og haust, eru óásætt­an­legar árið 2018. For­eldrar glíma við vanda og eiga oft í átökum sín á milli um skipt­ingu tím­ans til að geta brúað bil vinnu og barna­upp­eld­is. Ömmur og afar eru oft í hluta­starfi við að sinna barna­börnum auk ann­arra starfa og verk­efna sem þau sinna í sam­fé­lagi nútím­ans. Þær fjöl­skyldur sem ekki eiga traust bak­land í for­eldrum eða frænd­garði eru á köldum klaka. Það eru oft einmitt lág­launa­fjöl­skyldur sem ekki geta ráð­stafað vinnu­tíma sínum með sveigj­an­leika. Mögu­leikar þeirra eru tak­mark­að­ir. Það eru þeirra börn sem þá líða fyrir reiði­leysi og eru á ver­gangi þessa dag­ana. Stundum eru það einmitt þau sem eiga við kvíða og örygg­is­leysi að stríða fyrir og eru þá enn verr í stakk búin fyrir skóla­starfið og þátt­töku í félaga-og tóm­stunda­starfi. Þessar aðstæður stinga í stúf við hug­myndir vel­ferð­ar­sam­fé­lags­ins. Þær eru lík­legar til að auka ójöfnuð jafnt barna sem full­orð­inna og breikka gjá félags­legrar mis­munar og sið­ferð­is­legra mann­rétt­inda eftir stétt og afkomu. Gæfa slíks sam­fé­lags sem heildar verður í skötu­líki.

Tíma­skekkja

Í fjöl­mörgum greinum og pistlum í fjöl­miðlum og vef­miðlum heyr­ast nú raddir örvænt­ing­ar­fullra, reiðra for­eldra og fag­fólks með ákalli eftir bættu umhverfi og sam­skipan yngri skóla­stig­anna og skipu­legra fyr­ir­komu­lagi þjón­ustu í grunn- og leik­skól­um. Það er tíma­skekkja að sum­ar­leyfi og lok­anir skól­anna séu ekki skipu­lögð á sam­ræmdan hátt og að ekki sé mögu­leiki á að sveigja til með tíma­setn­ingar sum­ar­leyfa for­eldra í stjúp­fjöl­skyldum á leik­skól­um. Það að 200 2ja ár börn séu á biðlista eftir leik­skóla­plássi er 200 of mik­ið. Það að tíma­bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla­dvalar hafi ekki verið brúað er til háð­ung­ar. Það að hluti grunn­skóla­barna eigi ekki vísan aðgang á frí­stunda­heim­ili nokkrum vikum fyrir skóla­setn­ingu er óvið­un­andi. Það getur gefið bjart­sýn­is­mönnum vonir að heyra um lof­orð eða jafn­vel fyr­ir­ætl­anir um úrbæt­ur. En það er ekki nóg. Það þarf að það verja mark­tækt meira fé til þess­ara vel­ferð­ar­um­bóta og beita þar for­gangs­röðun útfrá mati á verð­mæti mann­legrar vel­ferð­ar. Það eitt getur skilað árangri.

Af ára­tuga rann­sókn­ar­vinnu og með­ferð­ar­starfi mínu með barna­fjöl­skyldum er ljóst að miklar breyt­ingar hafa orðið á þróun fjöl­skyldu­gerða, sam­skipta­hátta og stöðu kynj­anna á vinnu­mark­aði. Umbreyt­ingar hafa líka orðið á upp­eld­isum­hverfi og atlæti barna í vax­andi fjöl­breyti­leika íslensks sam­fé­lags. Þannig þarf skóla­kerfið á öllum stigum bæði að efl­ast og umbreyt­ast í takt við sam­fé­lags­breyt­ingar rétt eins og um og eftir 1968, en ekki verða félags­legri mis­hröðun eða eft­ir­legu að bráð. Það verður sein­legt að bíta úr nál­inni með afleið­ingar þess að börn þurfi að búa við mis­rétti, skort og van­rækslu. Það hefur áhrif á heilsu og lífs­þrótt síðar á ævinni með ómældum kostn­aði og kvöðum fyrir sam­fé­lag­ið. þetta er stað­fest í alþjóð­legum rann­sóknum á sam­tíma fjöl­skyld­um.

Það er ábyrgð­ar­hluti sam­fé­lags að leggja svo mikið á kenn­ara og annað fag­fólk skól­anna að við blasi upp­gjöf eða atgervis­flótti. Það er ábyrgð­ar­hluti sam­fé­lags að skapa barna­fjöl­skyldum þannig aðstæður að álag, átök og von­leysi geti leitt til veik­inda for­eldra eða skiln­að­ar. Sáttir for­eldar eru upp­spretta lífs­gæða barna. Lífs­gæði barna eru upp­spretta heil­brigðs sam­fé­lags.

Höf­undur er pró­fessor emerita í félags­ráð­gjöf og fjöl­skyldu­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar