Auglýsing

Fyrir rúmum fimm árum síðan tók fimm manna hópur sig sam­an, setti fimm millj­ónir króna af sparifé sínu inn í félag, réð einn yfir­burð­ar­starfs­mann og stofn­aði fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Kjarn­inn miðlar ehf. Hug­myndin var að nýta sér þær nýj­ungar sem fylgdu tækni- og upp­lýs­inga­bylt­ing­unni og búa til nýja teg­und af frétta­miðli. Eftir hug­mynda­vinnu var ákveðið að ráð­ast í gerð staf­ræns tíma­rits sem átti að koma út viku­lega fyrir spjald­tölv­ur, snjall­síma og í skertri útgáfu á vef. Og það yrði frítt en rekið á aug­lýs­inga­tekj­um.

Á­herslur yrðu á gæði og dýpt. Segja færri fréttir en segja þær bet­ur. Í ljósi þess að við áttum ekk­ert fé til að setja í mark­aðs­setn­ingu fórum við hróðug í öll við­töl sem buð­ust til að kynna nýja mið­il­inn og sögð­um­st, af miklum en skipu­lögðum hroka, ætla að verða sæl­kera­verslun í kringum stór­mark­aði. Þetta, eðli­lega, stuð­aði marga.

Hark og ham­ingja

Síð­ast­lið­inn mið­viku­dag voru liðin fimm ár frá því að fyrsta útgáfa Kjarn­ans kom út. Hægt er að við­ur­kenna þá stað­reynd í dag að það lá ansi fljótt fyrir að við­skipta­á­ætl­unin sem við höfðum gert myndi ekki ganga upp. Eft­ir­spurnin eftir staf­rænu tíma­riti sem gat boðið upp á sam­spil af marg­miðl­un, texta, mynd­um, mynd­böndum og hljóði á spjald­tölvum hafði verið stór­lega ofmet­in. Það virt­ust aðal­lega vera börn sem not­uðu spjald­tölv­ur. Lang­flestir sem lásu Kjarn­ann gerðu það í gegnum pdf-­út­gáfu sem við birtum á heima­síð­unni okk­ar, ekki á þeim tækjum sem við eyddum feiki­legum tíma og orku í að búa til ein­stakt efni fyr­ir. Sam­an­dregið þá voru aug­lýs­inga­tekjur langt undir vænt­ing­um.

Að sama skapi var aug­ljóst frá fyrsta degi að það var eft­ir­spurn eftir efn­inu og efn­is­tök­un­um. Almenn­ingur vildi fjöl­miðla sem væru óháðir sér­hags­muna­öflum og frjálsir í starf­semi sinni. Það var þörf fyrir gagn­rýna, heið­ar­lega og fram­sýna frétta­mennsku. Frétt­ir, frétta­skýr­ingar og opin­ber­anir Kjarn­ans voru enda teknar upp í meira mæli af öðrum miðlum en fréttir nokk­urs ann­ars. Við urðum ein­hvers­konar upp­spretta efnis fyrir aðra til að skapa net­um­ferð og afla tekna. En þessi staða hafði líka þau jákvæðu áhrif að hróður Kjarn­ans barst víð­ar. Trú­verð­ug­leiki mið­ils­ins mæld­ist ótrú­lega mik­ill og les­endur hans virt­ust mjög ánægðir með það sem þeir fengu.

En stofn­end­urnir þurftu að vinna launa­lítið eða launa­laust við þessar aðstæð­ur. Og það gerðum við í rúmt ár. Á þeim tíma komu út 60 ein­tök af staf­ræna tíma­rit­inu okk­ar. Eftir á að hyggja er slíkt galið.

Skipt um kúrs

Ljóst var að þetta ástand gat ekki varað enda­laust. Það þurfti að taka ákvörð­un. Annað hvort að hætta eða að finna annan far­veg til að miðla efn­inu sem sann­ar­lega hafði reynst mikil og djúp eft­ir­spurn eft­ir, sem gat skapað rekstr­ar­tekj­ur.

Auglýsing
Haustið 2014 breyttum við um kúrs. Settur var í loftið nýr frétta­vefur og sam­hliða var útgáfu staf­ræna tíma­rits­ins hætt. Rit­stjórn Kjarn­ans hóf að sinna dag­legri frétta­þjón­ustu. Við­miðin og hug­mynda­fræðin voru þó áfram þau sömu: áhersla á gæði og dýpt. Að trún­aður okkar lægi að öllu leyti við les­endur okkar og að Kjarn­inn myndi aldrei veigra sér óhræddur við því að fjalla gagn­rýn­ið, en út frá stað­reynd­um, um helstu mál sam­fé­lags­ins.

Sam­hliða fór líka í loftið morg­un­póstur Kjarn­ans, sem í dag er með tæp­lega sex þús­und áskrif­end­ur. Og nýir hlut­haf­ar, sem flestir voru úr tækni- og nýsköp­un­ar­geir­an­um, komu að útgáfu­fé­lag­inu. Þeir komu með ómet­an­lega þekk­ingu á því hvernig byggja eigi upp fyr­ir­tæki við krefj­andi aðstæður og hafa reynst óað­finn­an­legir með­eig­endur að fjöl­miðli í þeim skiln­ingi að þeir hafa aldrei einu sinni gert til­raun til að skipta sér að efn­is­tökum eða rit­stjórn­ar­stefnu Kjarn­ans. Við það tæki­færi sagði Hjálmar Gísla­son, stjórn­ar­for­maður Kjarn­ans sem leiddi hóp­inn, að „á rétt rúmu ári hefur þessum hópi tek­ist að byggja upp öfl­­ugan, gagn­rýn­inn og grein­andi fjöl­­miðil og vöru­­merki sem fólk treyst­­ir. Við sjáum fjöl­­mörg tæki­­færi til að byggja á þessum grunni, ekki síst í þeim breyt­ingum sem bæði fjöl­miðla- og aug­lýs­inga­­mark­að­­ur­inn eru nú að ganga í gegn­­um.“

Að skipta máli

Síðan þá hefur Kjarn­inn vaxið og dafn­að. Hann hefur hlotið til­nefn­ingu til blaða­manna­verð­launa á hverju ári sem hann hefur starf­að. Árið 2015 hlaut Magnús Hall­dórs­son verð­launin fyrir fyrir rann­­sókn­­ar­­blaða­­mennsku árs­ins, vegna umfjöll­unar um sölu Lands­­bank­ans á eign­­ar­hlutum sínum í Borg­un.

Það eru ansi margar aðrar umfjall­anir sem telja má til þar sem Kjarn­inn hefur verið leið­andi. Má þar nefna birt­ingu á leyni­gögnum sem áttu mikið erindi við almenn­ing, umfjöllun Kjarn­ans um Leið­rétt­ing­una, þátt­taka okkar í úrvinnslu Panama­skjal­anna og umfjöllun okkar og lyk­il­gagna­birt­ingar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Umfangs­mikil umfjöllun um stöðu kvenna í íslensku sam­fé­lagi (sér­stak­lega þegar kemur að stýr­ingu á fjár­mun­um), umfjöllun um þær gríð­ar­lega miklu sam­fé­lags­breyt­ingar sem eru að eiga sér stað hér­lendis vegna fjölg­unar á erlendum rík­is­borg­urum og umfjöllun okkar um ójöfnuð í íslensku sam­fé­lagi. Allt eru þetta umfjall­anir sem byggja á stað­reyndum og hag­tölum og hafa þannig getað myndað vit­rænt gólf fyrir umræðu um þessa mik­il­vægu sam­fé­lags­þætti.

Kjarn­inn hefur líka markað sér sér­stöðu hvað varðar umfjall­anir og grein­ingar um íslensk stjórn­mál og efna­hags­mál á tíma þar sem ríkt hefur for­dæma­laus póli­tískur óstöð­ug­leiki og eðl­is­breyt­ing hefur orðið á stjórn­mál­um.

Erfitt umhverfi, nánd og speki­leki

Það er marg­tuggin klisja að rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla hefur lík­ast til aldrei verið jafn erfitt og það hefur verið á þeim tíma sem Kjarn­inn hefur starf­að. Fjár­munir frá sér­hags­muna­öflum hafa verið ráð­andi í því að greiða tap stærstu einka­reknu miðl­anna og aðrir á mark­aði hafa fengið að taka ólög­leg lán hjá hinu opin­bera og almenn­ing með því að skila ekki líf­eyr­is­sjóðs-, stétt­ar­fé­lags-, með­lags- eða skatt­greiðslum til þartil­bærra aðila árum saman með gíf­ur­lega nei­kvæðum áhrifum á getu heið­ar­legra fyr­ir­tækja til að reka sig.

Nándin í íslensku sam­fé­lagi á umbrota­tím­um, þar sem for­dæma­laus dóms­mál eru rekin gagn­vart ríku fólki, efna­hags­leg upp­risa eftir hrun og end­ur­út­deil­ing gæða stendur yfir, traust milli almenn­ings og helstu stofn­ana er horfið og fjöldi hneyksl­is­mála í stjórn­málum hefur verið meiri en nokkru sinni áður í Íslands­sög­unni gerir það líka krefj­andi að reka fjöl­mið­il.

Okkur hefur verið hótað mál­sókn­um, fram­færslu- og æru­missi og orð­ræðan í stjórn­málum hefur breyst þannig, hér­lendis sem erlend­is, á síð­ustu árum að fjöldi áhrifa­manna vílar ekki fyrir sér að tala um fjöl­miðla sem óvini fólks­ins, óheið­ar­lega flugu­menn óskil­greindra afla eða bara sem afskap­lega lélega.

Og það er auð­vitað stað­reynd að speki­lek­inn úr grein­inni er gríð­ar­leg­ur. Lít­ill sér­hæf­ing bygg­ist upp og mjög hæft fólk ákveður að yfir­gefa þennan vett­vang til að fá hærri laun og betri starfs­að­stæð­ur. Það sést best á þeim fjölda hæfra blaða- og frétta­manna sem sækja um nær öll upp­lýs­inga­full­trúa­störf sem í boði eru. Á síð­ast­liðnum ára­tug hafa verið skap­aðar aðstæður sem krefj­ast þess að fjöl­miðla­fólk geti unnið mik­ið, ekki sem gera því kleift að vinna vel. Kjarn­inn hefur ekki farið var­hluta af þessu ástandi.

Von­andi verða boð­aðar til­lögur stjórn­valda til að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla til þess að þetta breyt­ist.

Það þarf þorp til að ala upp barn

Þrátt fyrir allt er Kjarn­inn í dag rekstr­ar­lega sjálf­bært fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem býður upp á margs­konar vör­ur. Við rekum dag­lega frétta­þjón­ustu, birtum gríð­ar­legt magn frétta­skýr­inga og skoð­ana­greina og tökum virkan þátt í því að stuðla að vit­rænni sam­fé­lags­um­ræðu sem byggir á stað­reynd­um. Við gefum út morg­un­póst sex sinnum í viku, ritið Vís­bend­ingu viku­lega, ensk frétta­bréf, erum frum­kvöðlar í frjálsri hlað­varps­þjón­ustu, höfum fram­leitt sjón­varps­þætti, tekið þátt í sam­starfs­verk­efnum með öðrum miðlum og erum sífellt að leita nýrra leiða til að þjón­usta les­endur okkar bet­ur.

Lyk­il­at­riði í þessum við­snún­ingi, og bættum rekstri Kjarn­ans, er til­koma Kjarna­sam­fé­lags­ins sem hóf göngu sína snemma árs 2015. Með því buðum við les­endum okkar að styrkja mið­il­inn með mán­að­ar­legum fram­lög­um. Kjarna­sam­fé­lagið telur nú hátt í þrjú þús­und manns og er mik­il­væg­asta stoðin í rekstri okk­ar. Í gegnum það er búið til eðli­legt sam­band milli les­enda ann­ars vegar og fjöl­mið­ils hins vegar þar sem skýr krafa er um að við vöndum til verka og höldum tryggð við það sem við segj­umst standa fyr­ir. Það borgar alltaf ein­hver fyrir fréttir á end­anum og í til­viki Kjarn­ans eru það les­endur hans.

Við þessi miklu tíma­mót er við hæfi að segja takk við ykkur öll sem hafa lagt hönd á plóg. Stofn­end­ur, núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn, hlut­hafa, ráð­gjafa, sér­fræð­inga, skríbenta, pistla­höf­unda, hlað­varps­fram­leið­end­ur, ljós­mynd­ara, lista­menn og alla hina. En fyrst og síð­ast vil ég, fyrir hönd okkar sem standa að Kjarn­an­um, þakka les­endum fyrir sam­fylgd­ina og stuðn­ing­inn síð­ast­liðin fimm ár. Án ykkar væri þetta auð­vitað til­gangs­laust.

Við ætlum að styrkj­ast og bæta okkur enn frekar á næstu árum. Kjarn­inn er búinn að slíta barns­skónum og hann er ekki að fara neitt.

Takk fyrir ykkar fram­lag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari