Af hverju má ekki skipta gæðunum jafnt?

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, horfir yfir árið en hún vonast til að allar láglaunakonur sameinist í baráttunni fyrir meira plássi, meira réttlæti, meira örlæti, meiri peningum, meira öryggi og meira frelsi.

Auglýsing

Mig langar að stíga til baka og horfa yfir sviðið og skrifa svo eitt­hvað um það sem ég sé þegar eitt ár hefur klár­ast og annað ár er að hefjast, mig langar að segja Svona var það og Svona verður það.

Mig langar að segja eitt­hvað um vinnu­afl sem vinnur vinnu, um fjár­magn sem vinnur fyrir fjár­mags­eig­end­ur, um stjórn­mála­stétt sem heldur ennþá að það sé nýsköpun að vera teknókrasía fyrir nýfrjáls­hyggj­una þó að almennt sé álitið í alþjóð­legum alþýðu­kreðsum að strax árið 2008 hafi það orðið mjög passé. Mig langar að segja eitt­hvað um efna­hags­lega og póli­tíska valda­stétt sem talar með tveimur tungum í einum munni; hér er allt með besta mögu­lega móti og marg­vís­leg efn­hags­leg vanda­mál og ógnir sem steðja að, guð hvað allt er gott og jesús hvað koll­steypan er á næsta leiti, bylgja fer upp og bylgja fer nið­ur, við komumst á heimsminja­skrá fyrir þennan rús­sí­bana ef við stöndum bara sam­an. Mig langar að segja eitt­hvað um raun­veru­leika þeirrar stéttar sem ég til­heyri og veru­leika þeirrar stéttar sem ég til­heyri ekki. Mig langar að segja eitt­hvað um grund­vall­ar­mun­inn á afstöð­unni til þjóð­fé­lags­ins, um langanir ann­ars vegar og hót­anir hins veg­ar. Mig langar að segja eitt­hvað um að langa í smá pen­ing. Mig langar að segja eitt­hvað um að þrá heimsendi til að kom­ast hjá því að þurfa að útdeila smá pen­ing og eitt­hvað um óþol­andi fólks sem skilur ekki neitt, skilur ekki nátt­úr­lög­mál um stig­veldi, skilur ekki nátt­úru­lög­mál um að ein­hver þurfi alltaf að vera neðst svo önnur geti alltaf verið efst. Mig langar að segja eitt­hvað um að vera óþol­andi fólk.

Mig langar að stíga til baka og horfa yfir sviðið og lýsa því sem ég sé, eins og full­orðin mann­eskja, eins og full­orðin lág­launa­kon­u-­mann­eskja: Hér er ekk­ert í boði fyrir lág­launa­kon­una. Hún á ekk­ert fjár­magn, engin atvinnu­tæki, ekk­ert nema tvær hendur og eitt hjarta og þess­vegna hafa þau sem stjórna, þau sem eiga, ekk­ert að bjóða henni. Að eiga ekk­ert nema eigin lík­ama er svo ómerki­legt að það nennir eng­inn lengur að hugsa um svo­leiðis fólk, fjórða iðn­bylt­ingin mun hvort sem er innan skamms leysa svo­leiðis fólk af hólmi. Enga fram­tíð­ar­sýn, engar lausnir, ekk­ert val, ekk­ert frelsi, ekk­ert pláss; þau sem stjórna eiga meira pláss og fleiri lausnir fyrir for­rit­ara fram­tíð­ar­innar sem geta for­ritað skúr­ing­aró­bot­ana og barnapíu­vél­kon­urnar en fyrir vinnu­konur sam­tíð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Mig langar að segja: Innan hug­mynda­heims þeirra sem stjórna eru engin svör handa þeim sem strita til að hafa í sig og á. Lág­launa­konan þarf því að horfast í augu við að ekki er hægt að feta áfram sömu braut, ekki er hægt að bíða eftir því að stjórn­málin færi henni rétt­læti. Hún þarf að horfast í augu við þá stað­reynd að á meðan stjórn­málin eru ennþá hel­tekin af því að við­halda stöð­ug­leika með því að lifa eftir heims­sýn auð­hyggj­unnar um að best sé að ríkt fólk verði rík­ara og eigna­laust vinnu­afl haldi áfram að fokka sér, á meðan auð­stéttin er hel­tekin af því að stöð­ug­leiki verði aðeins tryggður með því að kæfa í fæð­ingu allar kröfur um rétt­lát­ari skipt­ingu gæð­anna, á meðan eng­inn vill stjórna einu né neinu með það í fyr­ir­rúmi að leyfa skúr­inga­kon­unni og barnapíu­kon­unni að eiga skemmti­legt líf, á meðan þau sem stjórna segja þessum konum að skúra sig innað miðj­unni svo að þær megi þar lifa sem „hags­muna­að­ilar vinnu­mark­að­ar­ins“ í lífs­tíð­ar­löngu hjóna­bandi við aðra hags­muna­að­ila vinnu­mark­að­ar­ins, menn sem þær voru aldrei spurðar hvort þær vildu giftast, menn sem fara ekki um þær neitt sér­stak­lega mjúkum hönd­um; já, hvað þarf lág­launa­konan að horfast í augu við?

Kannski það að hún til­heyrir stétt. Kannski það að hún þarf stétta­bar­áttu. Kannski það að hún þarf stétta­bar­áttu af því að öllum sem eiga og öllum sem ráða og öllum sem mega á Íslandi er meira umhugað um „ein­ingu þjóð­ar­inn­ar“ en það að sumt fólk á ekki einu sinni nóg af þús­und­köllum til að duga í einn mán­uð.

Kannski þarf hún að horfast í augu við að í lífi hennar bók­staf­lega krist­all­ast mun­ur­inn á stétt og stétt, í því krist­all­ast mun­ur­inn á þeim raun­veru­leika sem hún, vinnu­aflið, gerir þjóð­fé­lag­inu sýni­legan ein­fald­lega með lífi sínu og lífs­kjörum, og hins vegar veru­leika valda­stétt­ar­inn­ar; við erum öll að vinna að sama mark­miði, Guð blessi Ísland, það er hlut­verk lág­launa­kon­unnar að sýna und­ir­gefni, hlýðni, nægju­semi og skal hún því sam­stundis láta af allri uppi­vöðslu­semi því ann­ars munu fjár­magns­eig­endur ekki eiga ann­ara kosta völ en að koma eigum sínum undan til Panama og Tortóla, svona rétt áður en flug­sam­göngur leggj­ast af afþví hún er svo klikkuð að vilja fá 425.000 krónur í laun og hvaða kona vill eig­in­lega bera ábyrgð á svo­leiðis ham­förum?

Kannski þarf hún að horfast í augu við að tvö­feldnin umlykur líf henn­ar: Hún er einn af hags­muna­að­ilum vinnu­mark­að­ar­ins með 358.000 krónur á mán­uði á meðan hinir hags­muna­að­il­arnir eru með svona frá einni komma sex millj­ónum uppí sirka sjö millj­ón­ir, hún hefur aðgang að sjúkra­sjóð á meðan hinir hafa aðgang að þjóð­ar­sjóð, hún hefur aðgang að tveggja her­bergja leigu­í­búð meðan hinir hafa aðgang að íbúðum sem fjár­fest­ing­ar­tæki­færum, hún sjálf getur aldrei orðið sam­ein­ing­ar­tákn en það er mik­il­vægt að hún sýni sam­ein­gar­táknum virð­ingu þegar þau sigla hjá, að auk­inn kaup­máttur ann­ara hlýtur að vera huggun harmi gegn þegar hún drífur sig af stað í vinnu númer tvö, að þegar hún kemst á eft­ir­laun og fær því sem næst ekki neitt fyrir öll skúr­uðu gólfin og öll pössuðu börnin þá á hún að muna að Ísland er til algjörrar fyr­ir­myndar í alþjóð­legu sam­hengi þegar kemur að jafn­rétti kynj­anna og mun eflaust sjálft geta sæmt sig Fálka­orðu fyrir það afrek mjög fljót­lega.

Mig langar að stíga til baka og bjóða uppá yfir­sýn og inn­sýn en mér líður svo skringi­lega; mér líður eins og ég sé föst og ég get ekki stigið til baka og horft fyrst hingað og svo þang­að. Ég er pikk­föst í skrítnu skapi og ef ég á að vera alveg heið­ar­leg, 100% heið­ar­leg akkúrat núna, þá langar mig bara að segja að ég skil ekki af hverju það má ekki deila gæð­unum jafnt. Mig langar bara að segja það og mig langar líka pínku­lítið að ein­hver svari mér. Sem lág­launa­konu finnst mér jafn­vel að ein­hver skuldi mér svar, næstum eins mikið og hann skuldar mér pen­ing.

Ég skil ekki af hverju við viljum búa til sam­fé­lag þar sem sum eiga allt og önnur ekk­ert, þar sem sum fá afhentan millj­arð fyrir að hafa lifað eitt ár í við­bót og önnur vinna alla sína mannsævi og fá ekk­ert afhent fyrir alla sína ótal ein­stöku mann­eskju­tíma, þar sem sum eiga 13 íbúðir og önnur eiga enga íbúð, þar sem sum ferð­ast um víða ver­öld og önnur fara ekk­ert, þar sem sum eign­ast næstum allt og önnur tapa næstum öllu, þar sem skúr­ing­ar­konan og barnapíu­konan fá 358.000 krónur á mán­uði fyrir að nota hend­urnar sínar og hjörtun sín og mega aldrei láta sig dreyma um neitt meira af því að þær eru útvaldar til að axla stöð­ug­leik­ann, útvaldar til að bera þungar byrðar fyrir hina heilögu þrenn­ingu Stöð­ug­leika, Hag­vaxtar og Íslands, af því að þær eru útvaldar til að sanna efna­hags­leg lög­mál þeirra trú­ar­bragða sem stunduð eru hér. Af því að tím­inn er allt og þær eru ekk­ert, aðeins hræ tím­ans.

Ég ætti að stíga og horfa, benda og segja en klukkan er margt og þetta var skrít­inn dagur og ég er í skrítnu skapi og mig langar bara að segja tvennt akkúrat núna:

Af hverju má ekki deila gæð­unum jafnt?

Og:

Ég vona að allar lág­launa­konur á sam­ræmdum íslenskum lág­launa-vinnu­mark­aði sam­ein­ist í bar­átt­unni fyrir meira plássi, meira rétt­læti, meira örlæti, meiri pen­ing­um, meira öryggi og meira frelsi. Ef við gerum það eigum við í það minnsta séns á því að menn­irnir með þrjár og hálfa milljón á mán­uði telji sig ekki hafa alveg jafn mikið pláss, ekki alveg jafn mik­inn rétt á því að segja okkur að við höfum bara því miður fengið nóg, það sé ein­fald­lega óábyrgt í þjóð­hags­legum skiln­ingi að afhenda okkur meira. Ef við gerum það eigum við í það minnsta séns á því að kom­ast aðeins nær því að fá sjálfar að verð­leggja vinnu­aflið okk­ar, aðeins nær að fá sjálfar að ákveða hve mik­ils virði við erum, bæði í sam­fé­lags­legum og þjóð­hags­legum skiln­ingi. Það er því sann­ar­lega til ein­hvers að vinna. Mig langar bara að segja það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit