Stöndum vörð um lífskjörin

Halldór Benjamín Þorbergsson, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, telur að staðan á Íslandi sé góð og segir að það ætti að vera sameiginlegt markmið aðila vinnumarkaðarins og ríkisins að standa vörð um þá stöðu.

Auglýsing

Tugir kjarasamninga losna nú á næstu dögum. Kröfugerðir stærstu stéttafélaganna hafa komið fram og til að setja þær í samhengi er rétt að fara yfir nokkrar lykiltölur eins og þær eru nú á árinu sem er að líða.

1. Stærsti hluti virðisauka til launþega 

Launahlutfall er mælikvarði á hvernig virðisauki í samfélaginu skiptist á milli launþega og fjármagnseigenda. Öll iðnvædd ríki eru hluti af Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Það er því þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Ekkert land innan OECD er með hærra launahlutfall en Ísland.
Mynd 1.

Auglýsing

2. Næsthæstu meðallaun í heimi 

Á Íslandi eru greidd næsthæstu meðallaun í heimi. Aðeins Svisslendingar greiða hærri laun.
Mynd 2.

3. Þriðju hæstu lágmarkslaun 

Á Íslandi eru greidd þriðju hæstu lágmarkslaun í heimi. Aðeins Norðmenn og Danir greiða hærri lágmarkslaun.

Mynd 3.

4. Mesti tekjujöfnuðurinn og eignajöfnuður eykst 


Gini-stuðullinn mælir tekjudreifingu innan landa. Því lægri sem stuðullinn er, því meiri er jöfnuðurinn. Ísland er með lægsta Gini-stuðulinn og því með mesta tekjujöfnuð í heimi. Ekki er til góður samanburður á eignaójöfnuði milli landa. Sé hlutdeild eignamestu Íslendinganna í heildareignum skoðuð þá sést að hún hefur farið minnkandi á hverju ári frá árinu 2010 sama hvort litið er til þeirra 0,1%, 1%, 5% eða 10% eignamestu. Eignajöfnuður á Íslandi er því að aukast.

Mynd 4.

Verkefnið framundan

Þegar tölurnar hér að framan eru skoðaðar sést að staða okkar er mjög góð. Launhækkanir umfram það svigrúm sem er til staðar myndu hleypa af stað verðbólgu sem myndi leiða þess að þær myndu ekki skila sér til launfólks með hærri kaupmætti. Á sama tíma myndi samkeppnishæfni útflutningsgreina okkar versna og atvinnuöryggi launafólks þar með minnka. Það ætti að vera sameiginlegt markmið aðila vinnumarkaðarins og ríkisins að standa vörð um þessa sterku stöðu nú. Það verður fyrst og fremst gert með launhækkunum innan þess svigrúms sem er til staðar.

Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit