Siðblinda í boði stjórnmálamanna

Guðjón Jensson segir að auðmenn Íslands hafi farið mikinn í íslenskri pólitík á undanförnum misserum og telur því mikilvægt að Íslendingar setji stjórnarskrármálið á dagskrá í ársbyrjun 2019.

Auglýsing

Á und­an­förnum árum hefur þjóðin horft upp á hverja blekk­ing­una á fætur annarri. Í hverra þágu verður hver og einn að geta sér til um.

Í yfir­heyrslum fyrir Lands­dómi á sín­um ­tíma, kom fram að Davíð Odds­son vissi ekki síðar en í febr­úar 2008 að bönk­unum yrði ekk­ert bjarg­að. Ekk­ert var gert til að draga úr tjón­inu t.d. með því að setja aftur á bindi­skyld­u ­bank­anna eins og eðli­legt hefði mátt ætla [að ákveðið væri]­strik­ist út. Þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra var mennt­aður í virtum banda­rískum háskólum m.a. í þjóð­hag­fræði. Því miður auðn­að­ist honum ekki að gera neitt, ekki nokkurn skap­aðan hlut meðan fyr­ir­tækin voru „ét­in“ að inn­an, m.a. bank­arn­ir. Varnir banka mið­ast við að verj­ast ráni að utan en þarna reynd­ist eitt­hvað nýtt á ferð­inni, þeir voru rændir að inn­an.

Auglýsing
Vorið 2008 leið og sum­arið og niður tím­ans hélt áfram eins og allt væri í vellukk­ans standi. Við­skipti áttu sér stað eins og ekki væri ljóst að hengiflug væri á næsta leiti. Ein­hverjir höfðu haft efa­semdir eins og fyrr­ver­andi, en mjög reynd­ur, banka­mað­ur, Ragnar Önund­ar­son rit­aði greinar í Morg­un­blaðið að ekki væri allt með felldu. Þá höfðu danskir og ýmsir fleiri banka­menn efa­semdir að þessi íslenska banka­bóla gæti vart stað­ist og myndi brátt springa.. En eins og vænta mátti var „suss­að“ á allar slíkar efa­semd­aradd­ir. Síð­ari hluta sum­ars voru haldn­ir ólymp­íu­leik­ar og íslenskir ráð­herrar flykkt­ust austur til Kína að hvetja okkar lið áfram. Það var eins og eld­arnir höfðu ekki leikið Reykja­vík eins og Róm­ar­borg ­forð­um. Ráða­menn sýndu ótrú­lega léttúð og kæru­leysi. Og 14. ágúst kom þessi dæma­lausa yfir­lýs­ing Fjár­mála­eft­ir­lits­ins svona rétt eins og gam­al­dags barna­gæla í þeim til­gangi einum að draga úr tor­tryggni og efa­semd­um: Allir íslensku bank­arnir hefðu stað­ist álags­próf. Hálfum öðrum mán­uði síðar voru þeir allir falln­ir!

„Við greiðum ekki skuldir óreiðu­manna“ var haft eftir Dav­íð Odds­syn­i, þá­ver­andi seðla­banka­stjóra, og átti við banka­stjóra Kaup­þings. En það átt­uðu sig ekki allir lands­menn á að sami maður hafði afhent sömu van­skila­mönnum örfáum dögum áður nákvæm­lega allan gjald­eyr­is­vara­sjóð Seðla­bank­ans á silf­ur­fati. Enn ára­tug síðar er ekki alveg ­fylli­lega ­ljóst hvað varð um það mikla fé, um 500 millj­ónir evra.

Nokkrir þing­menn hafa gerst sér­fræð­ingar í blekk­ing­um. Einn sá umdeild­asti er án minnsta efa Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sem hóf á loft her­ferð­ina gegn Ices­a­ve á sínum tíma. Alltaf var ljóst að útistand­andi lán Lands­bank­ans væru í góðu lagi, trygg­ingar og veð voru ásætt­an­leg enda skil­aði sér meira af útistand­and­i ­kröfum bank­ans inn í þrota­búið á næstu árum en sem skuld­bind­ing­un­um ­vegna Ices­ave nam. En það var þetta forms­at­riði í samn­ingnum sem var hafið upp og gert tor­tryggi­legt í póli­tísku upp­þoti. Og  þjóð­remb­ings­legt stríðs­hróp kvað við: Skuld­binda ætti rík­is­sjóð um aldur og ævi og „glæp­ur­inn“ jafn­vel heim­færður undir alvar­leg­ustu hegn­ing­ar­laga­brot: Land­ráð. Í samn­ingnum var eðli­lega sá fyr­ir­vari ef útistand­andi skuldir hrykkju ekki til greiðslu m.a. ef útistand­andi skuldir Lands­bank­ans yrðu afskrif­aðar að hluta eða veru­legu leyti þá skyld­i ­rík­is­sjóð­ur­ ­taka á sig ábyrgð greiðslu. Svona ákvæði eru algeng í samn­ingum hvað þjóð­ar­rétt varð­ar.

Auglýsing
En hvað vakti fyrir Sig­mundi Davíð þegar hann æsti upp þjóð­ina vegna Ices­a­ve? Honum var eða má hafa verið ljóst strax eftir hrunið að bönk­unum hafði verið mis­jafn­lega vel stjórn­að. Þegar skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis er skoðuð gaum­gæfi­lega kemur í ljós að ­Kaup­þing banka var mun verr stjórnað en hinum bönk­un­um. Í raun var Kaup­þingi stjórnað eins og hverju öðru spila­víti í aðdrag­anda hruns­ins. Lána­bækur segja okkur t.d. að í hrun­inu hafi 46% allra inn­lána bank­ans verið tengt ein­ungis einu nafni sem reynd­ist vera var­huga­verður breskur braskari!  Það var því mjög mik­il­vægt fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn að draga sem mest athygli lands­manna frá Kaup­þing­bank­anum og ein­blína þess meir á Lands­bank­ann og Ices­a­ve. Spurn­ing er hvort Lands­bank­inn hafi í raun verið gjald­þrota þegar öllu er á botn­inn hvolft enda kom síðar í ljós að banka­stjórar hans höfðu unnið öllu fag­legar en starfs­fé­lag­arnir í Kaup­þingi. En auð­vitað komst hann í lausa­fjár­þrot sem aðrir bankar þegar ekki var ekki unnt að fram­lengja stuttu vaxta­lágu Asíu­lán­in.

Sig­mundur Davíð náði ótrú­legum árangri með póli­tískum yfir­lýs­ingum sínum gagn­vart rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur og Ices­a­ve. Spurn­ing er hvort ekki hafi verið hreint og beint lýð­skrum hjá þessum umdeilda stjórn­mála­manni. Ríf­legur meiri­hluti þjóð­ar­innar féll fyrir þessum blekk­inga­vef og urðu æfir út í Ices­a­ve. Sig­mundi Davíð tókst ætl­un­ar­verk sitt með miklum árangri að grafa ræki­lega undan rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur með aðstoð Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar sem þrátt fyrir mikla reynslu á hinu við­sjár­verða svelli íslenskra stjórn­mála sýn­ist hafa verið eins og verk­færi í hönd­unum á Sig­mundi Dav­íð. Ólaf Ragnar brást boga­listin gjör­sam­lega og greip fram fyrir fram­kvæmda­valdið og lög­gjaf­ar­valdið og er lík­lega eins­dæmi i ver­öld­inni að for­seti lýð­veldis taki svo afdrifa­ríka og ranga ákvörð­un.

Í árs­byrjun 2016 var Ices­a­ve ­gert upp. Það reynd­ist okkur dýr­ara en upp­haf­legir samn­ingar við bresk og hol­lensk yfir­völd hljóð­uð­u ­upp á. Ind­riði H. Þor­láks­son fyrrum rík­is­skatt­stjóri hefur farið mjög nákvæm­lega í gegnum þetta ein­kenni­lega mál og er nið­ur­staða hans þessi í mjög aðgengi­legri og vel rit­aðri rit­gerð hans:

„Nið­ur­staðan er sú að Bretar og Hol­lend­ingar fengu frá þrota­bú­i L­BI (­þrotabú gamla Lands­bank­ans) og TIFF (Trygg­inga­sjóður inn­stæðu­eig­enda) um 53,5 millj­arða króna meira en nam þeim tryggð­u Ices­a­ve inni­stæðum sem þeir tóku yfir.“

Olli Sig­mundur Dav­íð ­ís­lensku ­þjóð­inni tjóni sem nemur rúmum 50 millj­örðum króna? Þetta eru gríð­ar­lega háar fjár­hæðir sem nemur um 150.000 krónum á hver Íslend­ing! Og ætti þetta mál­efni að vera okkur öllum hvatnig að ígrunda gaum­gæfi­lega allar póli­tískar yfir­lýs­ingar sem gætu reynst rang­ar!

Rit­gerð Ind­riða um upp­gjörið á Ices­a­ve má lesa á heima­síðu hans.

Senni­lega hefur ekk­ert póli­tískt upp­hlaup, eða kannski rétt­ara sagt blekk­ing, orðið íslensku þjóð­inni eins dýrt. Þessi bola­brögð Sig­mundar Dav­íðs, að afvega­leiða umræð­una með aðstoð Ólafs Ragn­ars, voru með öllu óþörf ígrip í mjög nauð­syn­lega samn­inga sem byggð­ust á skyn­semi sem og raun­sæju og ísköldu mati á stöðu mála við end­ur­reisn íslensks sam­fé­lags eftir banka­hrun­ið.

Og Sig­mundur Davíð átti eftir að bæta í með væg­ast sagt mjög óljósu kosn­inga­lof­orði sínu um skulda­leið­rétt­ing­una sem varð að einu megin kosn­inga­mál­inu vorið 2013. Lík­lega hefur honum tek­ist að ná í tugi þús­unda atkvæða með þessu kosn­inga­lof­orði sem vakti vonir von­svik­inna kjós­enda sem höfðu farið illa í við­skiptum sínum við bank­anna vegna verð­tryggðra fast­eigna­lána. En margir urðu síðar fyrir öðrum von­brigðum og töldu sig hafa meiri rétt en þeir fengu er nið­ur­stöður lágu fyr­ir.

Þegar Sig­mundur Davíð hafði unnið mjög mik­inn ­kosn­inga­sig­ur þá mynd­aði hann rík­is­stjórn með félaga sínum í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, Bjarna Bene­dikts­syni. Báðir hafa komið síðar við sögu í hinum alræmdu Panama­skjöl­unum þannig að eftir var tek­ið, ekki síður erlendis en hér á landi enda er Ísland talið vera með spillt­ari löndum Vest­ur­-­Evr­ópu.

Mjög lík­legt er að hvorki Sig­mundur né nokkur annar hafi haft minnstu hug­mynd um hvernig ætti að útfæra þessar hug­myndir um skulda­leið­rétt­ing­u. ­Kosn­inga­lof­orð­ið var mjög óljóst en eitt­hvað varð að gera enda var vilji Sig­mundar að efna þetta kosn­inga­lof­orð. Hjá emb­ætti rík­is­skatt­stjóra var þetta mál tekið fyrir og voru um 250 starfs­menn emb­ætt­is­ins að vinna við þetta verk­efni um lengri eða skemmri tíma enda var ekki í fyrstu gott að átta sig hvernig best og auð­veld­ast væri að vinna þetta gríð­ar­lega umsvifa­mikla verk. Í tíma­riti emb­ættis rík­is­skatt­stjóra, Tíund má lesa sitt­hvað um þetta mál. Á þess­ari heima­síðu má lesa um fram­kvæmd leið­rétt­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing
Um 20 árs­verk hjá emb­ætti rík­is­skatt­stjóra fóru í þetta umfangs­mikla og tíma­freka verk­efni. Á meðan voru þessir starfs­menn jafn­framt ekki að sinna öðrum verk­efnum t.d. rann­sóknum um und­an­skot skatta og nauð­syn­legt eft­ir­lit með skatta­mál­um. Á þessum tíma koma fram upp­lýs­ingar um að þrír íslenskir þing­menn og nýorðnir ráð­herrar væru tengdir Panama­skjöl­unum í gegnum aflands­fé­lög og leyni­reikn­inga. Ekk­ert land í Evr­ópu getur „stát­að“ af jafn mörgum umdeildum stjórn­mála­mönn­um! Mjög áleitin spurn­ing er hvort það hafi verið ásetn­ingur Sig­mundar Dav­íðs að binda hendur sem flestra starfs­manna rík­is­skatt­stjóra til þess að tefja mætti vinnu þeirra að skatt­und­anskotum sem mest? Rétt er að þess­ari spurn­ingu sé beint til allra þeirra sem eru jafn tor­tryggnir og und­ir­rit­aður gagn­vart glanna­legum stjórn­mála­mönn­um. Spurn­ing er hver var árangur emb­ættis rík­is­skatt­stjóra í öðrum verk­efnum en því að þoka sem hraðast áfram kosn­inga­lof­orði Sig­mundar Dav­íðs? Afleið­ingin af þessu hlýtur að hafa verið sú að emb­ætt­i ­rík­is­skatt­stjóra var meira og minna mjög upp­tekið við þetta eina verk­efni. Var það kannski lamað?

Auð­menn Íslands hafa verið mjög áber­andi í íslenskri póli­tík. Þeir hafa kapp­kostað að móta íslenskt sam­fé­lag eftir sínum þörfum og hags­mun­um. Þeir hafa lagst ein­dregið gegn því að Íslend­ingar öðlist þá náð að eign­ast nýja og nútíma­legri stjórn­ar­skrá. Sú gamla sem að stofni til er frá 19. öld á að vera þess­ari þjóð nógu góð! Auð­menn­irnir hafa lagt ofurá­herslu að lækka sem mest skatta og álögur á tekju­hæstu þegna sam­fé­lags­ins. Þeim hefur tek­ist að afnema hátekju­skatt sem þykir sjálf­sagður í þeim löndum þar sem litið er á skatt­kerfið sem tekju­jöfn­un­ar­kerfi í átt til auk­ins jöfn­uðar í sam­fé­lag­inu. Skatta­álögum hefur verið beitt mis­kunn­ar­laust á aldr­aðra og öryrkja ásamt öðrum þeim tekju­lágu sem minna mega sín í sam­fé­lag­inu. Er sjálf­sagt eins­dæmi að jafn­frjáls­lega hafi verið gengið gagn­vart þeim sem minna mega sín í sam­fé­lag­inu. Má t.d. nefna tvo Hæsta­rétt­ar­dóma gegn íslenska rík­inu sem Öryrkja­banda­lagið höfð­aði um alda­mótin og fulln­usta þeirra dóma er enn í lausu lofti.

Núver­andi fjár­mála­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son er nú í dag að form­inu til æðsti yfir­maður skatt­rann­sókna á Íslandi. Hann er nátengdur ýmsu mis­jöfnu í hrun­inu, hann hefur tekið þátt í að koma á fót aflands­fé­lögum og leyni­reikn­ingum ýmist sjálfur sér til hags­bóta eða í sam­vinnu við ýmsa nána fjöl­skyldu­með­limi. Og fyrir nokkrum árum bætt­ist Borgun við þegar mikil verð­mæti voru afhent úr Lands­bank­anum á nið­ur­settu verði til fjöl­skyldu hans!

Og þess ber einnig að gæta að meðal auð­manna lands­ins gætir mestrar and­stöðu fyrir því að ný stjórn­ar­skrá taki hér gildi. Í þess­ari hjörð er einnig að finna hörð­ustu and­stæð­inga aðildar að Evr­ópu­sam­band­inu og upp­töku evru. Þeir vilja halda dauða­haldi í íslensku krón­una því hún er gott tæki­færi til enn meiri auð­söfn­un­ar.

Setjum stjórn­ar­skrár­málið á dag­skrá í árs­byrjun 2019!Guð­jón Jens­son, ­leið­sögu­maður og eldri ­borg­ari búsettur í Mos­fells­bæ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar