Heimavellir verði afskráð úr kauphöllinni

Óhætt er að segja að Heimavellir hafi verið stuttan tíma á markaði.

Guðbrandur Sigurðsson
Auglýsing

Stjórn Heima­valla barst í dag er­indi frá­ ­þremur hlut­höfum þar sem farið er fram á við stjórn félags­ins að hún­ ­boði til hlut­hafa­fundar þar sem til­laga verður gerð um ­töku hluta­bréfa félags­ins úr við­skipt­u­m hjá NAS­DAQ Iceland hf. eða að slík til­laga verði sett á dag­skrá aðal­fundar þann 14.mars 2019.

Að auki komu fram upp­lýs­ingar um val­frjálst til­boð í hluta­bréf Heima­valla hf. sem lagt verður fram í sam­ræmi við ákvæði X. kafla laga um verð­bréfa­við­skipti.

Stjórn Heima­valla mun taka ofan­geint erind­i til afgreiðslu á næstu dögum í sam­ræmi við 85. gr. l. nr. 2/1995 um hluta­fé­lög.

Auglýsing

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Erlendi Magn­ús­syni, stjórn­ar­for­manni Heima­valla. 

Nýlega var til­kynnt um það, að Guð­brandur Sig­urðs­son hefði hætt sem for­stjóri félags­ins, en það var skráð á markað fyrir aðeins átta mán­uð­um, en fyrsti dagur á mark­aði var 24. maí 2018. 

Gengi bréfa Heima­velli hækk­aði í dag um 3,93 pró­sent, en heild­ar­eignir fast­eigna­fé­lags­ins námu í lok þriðja árs­fjórð­ungs 58 millj­örðum króna, og var eigið fé félags­ins 18,7 millj­arð­ar.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent