Heimavellir verði afskráð úr kauphöllinni

Óhætt er að segja að Heimavellir hafi verið stuttan tíma á markaði.

Guðbrandur Sigurðsson
Auglýsing

Stjórn Heima­valla barst í dag er­indi frá­ ­þremur hlut­höfum þar sem farið er fram á við stjórn félags­ins að hún­ ­boði til hlut­hafa­fundar þar sem til­laga verður gerð um ­töku hluta­bréfa félags­ins úr við­skipt­u­m hjá NAS­DAQ Iceland hf. eða að slík til­laga verði sett á dag­skrá aðal­fundar þann 14.mars 2019.

Að auki komu fram upp­lýs­ingar um val­frjálst til­boð í hluta­bréf Heima­valla hf. sem lagt verður fram í sam­ræmi við ákvæði X. kafla laga um verð­bréfa­við­skipti.

Stjórn Heima­valla mun taka ofan­geint erind­i til afgreiðslu á næstu dögum í sam­ræmi við 85. gr. l. nr. 2/1995 um hluta­fé­lög.

Auglýsing

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Erlendi Magn­ús­syni, stjórn­ar­for­manni Heima­valla. 

Nýlega var til­kynnt um það, að Guð­brandur Sig­urðs­son hefði hætt sem for­stjóri félags­ins, en það var skráð á markað fyrir aðeins átta mán­uð­um, en fyrsti dagur á mark­aði var 24. maí 2018. 

Gengi bréfa Heima­velli hækk­aði í dag um 3,93 pró­sent, en heild­ar­eignir fast­eigna­fé­lags­ins námu í lok þriðja árs­fjórð­ungs 58 millj­örðum króna, og var eigið fé félags­ins 18,7 millj­arð­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Valsson
Þjóðaröryggi, jarðstrengir og rafmagn á Dalvík
Kjarninn 16. desember 2019
Helgi Seljan og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Forseti Alþingis minnist Helga Seljan
Steingrímur J. Sigfússon minntist fyrrverandi þingmannsins, Helga Seljan, á þingi í dag. „Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin.“
Kjarninn 16. desember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund
Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.
Kjarninn 16. desember 2019
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent