Beiðni Stakksbergs frestað á bæjarstjórnarfundi

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar frestaði afgreiðslu á beiðni Stakksbergs um drög að matslýsingu nýs umhverfismats. Stakksberg segist fagna því að bæjarstjórn vandi skoðun sína á erindinu.

Helguvík
Helguvík
Auglýsing

Afgreiðslu var frestað á erindi Stakksberg ehf. á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar í gær. Erindið var fyrst tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku en erindinu var hafnað. Erindið snerist um beiðni Stakks­bergs ehf. um að skipu­lags- og mats­lýs­ing félags­ins vegna umbóta á verksmiðju félagsins í Helguvík yrði tekin til með­ferðar. Einnig var óskað eftir heim­ild til að vinna að deiliskipu­lags­breyt­ingum í sam­ræmi við ofan­greinda skipu­lags- og mats­lýs­ing­u.

Umhverf­is- og skipu­lags­ráð er hins vegar aðeins ráð­gef­andi og því þurfti bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar að stað­festa nið­ur­stöðu þeirra en samkvæmt tilkynningu Stakksbergs var afgreiðslu erindisins frestað í því skyni að sveitarfélagið gæti aflað frekari upplýsinga frá Skipulagsstofnun, auk þess að vinna nánari greiningu á málinu.

Í tilkynningu Stakksberg kemur fram að félagið fagni því að bæjarstjórnin ætli að vanda skoðun sína á erindi félagsins. Jafnframt kemur fram að félagið ætli að vinna áfram að mati á umhverfisáhrifum í samræmi við úrbótaáætlun. Félagið ítrekar að það telji rétt að þessir tveir ferlar, ferill bæjarstjórnar og ferill félagsins, verði unnir samhliða til þess að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila á fyrstu stigum skipulagsferilsins. 

Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs, segist í samtali við Kjarnann ekki vita hverjar ástæður þess voru að beiðninni var hafnað í umhverfis- og skipulagsráði en hann telur að bæjarstjórn hafi frestað niðurstöðunni til að geta varpað skýrara ljósi á ferlið, bæði matsáætlunina og réttarstöðu sveitarfélagsins.

Auglýsing

Nauðsynlegar úrbætur á verksmiðju

Stakks­berg ehf. er nýr eig­andi kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Félagið er í eigu Arion banka sem tekið hefur yfir kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík af þrota­búi United Sil­icon ehf. Umhverfisstofnun komst að þeirri niðurstöðu í janúar síðastliðnum að verksmiðjan í Helguvík uppfyllti ekki skilyrði fyrir starfsleyfi. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að markmið Stakksberg væri að gera allar þær úrbætur sem nauð­syn­legar væru til að upp­fylla kröfur Umhverfisstofnunar. 

Kísilverið í Helguvík er fyrsta kís­­il­­málm­­verk­­smiðjan sem hefur verið gang­­sett á Íslandi. En fyrsti ljósbogaofninn í verksmiðjunni fór af stað 13. nóv­­em­ber 2016. Fljót­­lega fór að bera á mik­illi óánægju hjá íbúum í Reykja­­nesbæ með mengun frá verk­smiðj­unn­i. Margir fundu fyrir tölu­verðum lík­­am­­legum ein­­kennum vegna þessa og voru meðal ann­ars haldnir fundir þar sem fólk deildi sögum sínum og kvart­aði undan meng­un­inn­i. 

Í apríl 2017 til­­kynnti Umhverf­is­­stofnun for­svar­s­­mönn­um United Sil­icon að ekki yrði hjá því kom­ist að loka verk­smiðj­unni vegna meng­unar sem frá henni streymdi. Í kjöl­farið voru veittir frestir en starf­­semin var end­an­­lega stöðvuð 1. sept­­em­ber 2017 og fram­­leiðsla hefur legið niðri síð­­­an. Eins og fram kemur hér að ofan er Stakksberg nýr eigandi versins. 

Hver er staðan á umhverfismatinu?

Í sumar aug­lýsti Stakks­berg drög að til­lögu að skipulag- og mats­lýsingu vegna nýs umhverf­is­mats kís­il­verk­smiðj­unn­ar. Í matslýsingu tilgreinir félagið þá þætti sem meta skal í umhverfismatinu. Matslýsingu er sem sagt byrjunin á umhverfismatsferlinu. 

Stakksberg birti drög að matslýsingunni í júní síðastliðnum og fékk þá yfir 112 athugasemdir frá almenningi og ýmsum stofnunum. Samkvæmt Stakksberg var síðan unnið úr þeim athugasemdum og bætt matsáætlun var send til Skipulagsstofnunar en Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda að leiðarljósi. Niðurstaða Skipulagsstofnunar liggur ekki fyrir en aðspurður telur Þórður Ólafur að niðurstaðan muni liggja fyrir bráðlega.  

Ef matslýsingin er síðan samþykkt á bæjarstjórnarfundi þá fer hið eiginlega umhverfismat af stað. Í umhverfismatinu er farið efnislega ofan í þá þætti sem tilgreindir voru í matsáætluninni. Sú skýrsla er síðan birt opinberlega en Þórður Ólafur segir í samtali við Kjarnann að búast megi við þeirri skýrslu í byrjun árs, ef allt gengur eftir. Hann segir jafnframt að á því stigi geti almenningur komið með athugasemdir við umhverfismatið og í framhaldinu verði matið aðlagað að athugasemdum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent