Arion banki reynir aftur við kísilverksmiðjuna

Arion banki hyggst reyna að gera sér mat úr þeim eignum sem verða í þrotabúi United Silicon.

20767550659_6c281d78d4_o.jpg
Auglýsing

Ari­on banki, sem er stærsti hluthafi og kröfuhafi United Silicon í Helguvík, mun óska eft­ir því við skipta­stjóra þrota­bús United Silicon að ganga að veðum sín­um í eign­um fyr­ir­tæk­is­ins, koma þeim eign­um í sölu­ferli og freista þess að koma kís­il­verk­smiðjunni aft­ur í gang. 

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Eins og kunnugt er fór United Silicon í gjaldþrot í gær. Geir Gestsson hrl. hefur verið skipaður skiptastjóri.

Auglýsing

United Sil­icon er fyrsta kís­il­málm­verk­smiðjan sem hefur verið gang­sett á Íslandi. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þáver­andi iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, setti ljós­boga­ofn verk­smiðj­unnar af stað 13. nóv­em­ber 2016. Fljót­lega fór að bera á mik­illi óánægju hjá íbúum í Reykja­nesbæ með mengun frá verk­smiðj­unni. 

Margir fundu fyrir tölu­verðum lík­am­legum ein­kennum vegna þessa, og voru meðal annars haldnir fundir þar sem fólk deildi sögum sínum og kvartaði undan menguninni. 

Í apríl í fyrra til­kynnti Umhverf­is­stofnun for­svars­mönnum United Sil­icon að ekki yrði hjá því kom­ist að loka verk­smiðj­unni vegna meng­unar sem frá henni streymdi. Í kjöl­farið voru veittir frestir en starf­semin var end­an­lega stöðvuð 1. sept­em­ber 2017 og fram­leiðsla hefur legið niðri síð­an.

Áður höfðu helstu lán­veit­endur UnitedSil­iconArion banki og nokkrir íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, tekið yfir United Sil­icon. Félagið óskaði eftir greiðslu­stöðvun í ágúst 2017 og bar fyrir sig erf­ið­leika í rekstri sem rekja mætti til síend­ur­tek­inna bil­ana í bún­aði sem valdið höfðu félag­inu miklu tjóni. 


Þá féll gerð­ar­dómur í deilu United Sil­icon við ÍAV hf., sem hafði tekið þátt í að reisa verk­smiðj­una, í fyrra­sum­ar. Sam­kvæmt honum átti United Sil­icon að greiða ÍAV um einn millj­arð króna, sem félagið átti ekki til.


Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. 


Bank­inn hefur að mestu tekið yfir hlutafé en útistand­andi skuld­bind­ingar nema ennþá 5,4 millj­­­örð­um, sam­­­kvæmt síð­­­asta birta upp­­­­­gjöri bank­ans. Arion banki hefur auk þess ábyrgst rekst­­­ur­inn á greiðslu­­­stöðv­­­un­­­ar­­­tím­­­anum en hann hefur borgað um 200 millj­­­ónir króna á mán­uði vegna hans, frá því greiðslu­­­stöðv­­­un­­­ar­­­tím­inn hófst í ágúst.


Frjálsi líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn, sem fjár­­­­­festi 1.178 millj­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur færð niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­ur­inn á í fyr­ir­tæk­inu um 90 pró­­­sent. Um var­úð­­­ar­n­ið­­­ur­­­færslu er að ræða, og nemur hún rúmum millj­­­arði króna. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­launa­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­manna (EFÍA). Þar nemur nið­­­ur­­­færslan einnig 90 pró­­­sent­­­um. Líf­eyr­is­­­sjóð starfs­­­manna Bún­­­að­­­ar­­­banka Íslands (LSBÍ) fjár­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­un­­­ar­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­stöðvum hans í Borg­­­ar­­­túni.


Þá setti líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn Festa 875 millj­­ónir króna í United Sil­icon. Hann hefur einnig fram­­kvæmt var­úð­­ar­n­ið­­ur­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent