Arion banki reynir aftur við kísilverksmiðjuna

Arion banki hyggst reyna að gera sér mat úr þeim eignum sem verða í þrotabúi United Silicon.

20767550659_6c281d78d4_o.jpg
Auglýsing

Ari­on banki, sem er stærsti hlut­hafi og kröfu­hafi United Sil­icon í Helgu­vík, mun óska eft­ir því við skipta­­stjóra þrota­­bús United Sil­icon að ganga að veðum sín­um í eign­um fyr­ir­tæk­is­ins, koma þeim eign­um í sölu­­ferli og freista þess að koma kís­­il­verk­smiðj­unni aft­ur í gang. 

Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Eins og kunn­ugt er fór United Sil­icon í gjald­þrot í gær. Geir Gests­son hrl. hefur verið skip­aður skipta­stjóri.

Auglýsing

United Sil­icon er fyrsta kís­­il­­málm­­verk­­smiðjan sem hefur verið gang­­sett á Íslandi. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þáver­andi iðn­­að­­ar- og við­­skipta­ráð­herra, setti ljós­­boga­ofn verk­smiðj­unnar af stað 13. nóv­­em­ber 2016. Fljót­­lega fór að bera á mik­illi óánægju hjá íbúum í Reykja­­nesbæ með mengun frá verk­smiðj­unn­i. 

Margir fundu fyrir tölu­verðum lík­­am­­legum ein­­kennum vegna þessa, og voru meðal ann­ars haldnir fundir þar sem fólk deildi sögum sínum og kvart­aði undan meng­un­inn­i. 

Í apríl í fyrra til­­kynnti Umhverf­is­­stofnun for­svar­s­­mönn­um United Sil­icon að ekki yrði hjá því kom­ist að loka verk­smiðj­unni vegna meng­unar sem frá henni streymdi. Í kjöl­farið voru veittir frestir en starf­­semin var end­an­­lega stöðvuð 1. sept­­em­ber 2017 og fram­­leiðsla hefur legið niðri síð­­­an.

Áður höfðu helstu lán­veit­end­ur UnitedSil­iconArion banki og nokkrir íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­ir, tekið yfir United Sil­icon. Félagið óskaði eftir greiðslu­­stöðvun í ágúst 2017 og bar fyrir sig erf­ið­­leika í rekstri sem rekja mætti til síend­­ur­­tek­inna bil­ana í bún­­aði sem valdið höfðu félag­inu miklu tjón­i. Þá féll gerð­­ar­­dómur í deilu United Sil­icon við ÍAV hf., sem hafði tekið þátt í að reisa verk­smiðj­una, í fyrra­sum­­­ar. Sam­­kvæmt honum átti United Sil­icon að greiða ÍAV um einn millj­­arð króna, sem félagið átti ekki til.Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn hefur að mestu tekið yfir hlutafé en útistand­andi skuld­bind­ingar nema ennþá 5,4 millj­­­­örð­um, sam­­­­kvæmt síð­­­­asta birta upp­­­­­­­gjöri bank­ans. Arion banki hefur auk þess ábyrgst rekst­­­­ur­inn á greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­­­­anum en hann hefur borgað um 200 millj­­­­ónir króna á mán­uði vegna hans, frá því greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­inn hófst í ágúst.Frjálsi líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur færð niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­ur­inn á í fyr­ir­tæk­inu um 90 pró­­­­sent. Um var­úð­­­­ar­n­ið­­­­ur­­­­færslu er að ræða, og nemur hún rúmum millj­­­­arði króna. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­launa­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­manna (EFÍA). Þar nemur nið­­­­ur­­­­færslan einnig 90 pró­­­­sent­­­­um. Líf­eyr­is­­­­sjóð starfs­­­­manna Bún­­­­að­­­­ar­­­­banka Íslands (LSBÍ) fjár­­­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­un­­­­ar­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­stöðvum hans í Borg­­­­ar­­­­túni.Þá setti líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn Festa 875 millj­­­ónir króna í United Sil­icon. Hann hefur einnig fram­­­kvæmt var­úð­­­ar­n­ið­­­ur­­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent