Arion banki reynir aftur við kísilverksmiðjuna

Arion banki hyggst reyna að gera sér mat úr þeim eignum sem verða í þrotabúi United Silicon.

20767550659_6c281d78d4_o.jpg
Auglýsing

Ari­on banki, sem er stærsti hlut­hafi og kröfu­hafi United Sil­icon í Helgu­vík, mun óska eft­ir því við skipta­­stjóra þrota­­bús United Sil­icon að ganga að veðum sín­um í eign­um fyr­ir­tæk­is­ins, koma þeim eign­um í sölu­­ferli og freista þess að koma kís­­il­verk­smiðj­unni aft­ur í gang. 

Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Eins og kunn­ugt er fór United Sil­icon í gjald­þrot í gær. Geir Gests­son hrl. hefur verið skip­aður skipta­stjóri.

Auglýsing

United Sil­icon er fyrsta kís­­il­­málm­­verk­­smiðjan sem hefur verið gang­­sett á Íslandi. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þáver­andi iðn­­að­­ar- og við­­skipta­ráð­herra, setti ljós­­boga­ofn verk­smiðj­unnar af stað 13. nóv­­em­ber 2016. Fljót­­lega fór að bera á mik­illi óánægju hjá íbúum í Reykja­­nesbæ með mengun frá verk­smiðj­unn­i. 

Margir fundu fyrir tölu­verðum lík­­am­­legum ein­­kennum vegna þessa, og voru meðal ann­ars haldnir fundir þar sem fólk deildi sögum sínum og kvart­aði undan meng­un­inn­i. 

Í apríl í fyrra til­­kynnti Umhverf­is­­stofnun for­svar­s­­mönn­um United Sil­icon að ekki yrði hjá því kom­ist að loka verk­smiðj­unni vegna meng­unar sem frá henni streymdi. Í kjöl­farið voru veittir frestir en starf­­semin var end­an­­lega stöðvuð 1. sept­­em­ber 2017 og fram­­leiðsla hefur legið niðri síð­­­an.

Áður höfðu helstu lán­veit­end­ur UnitedSil­iconArion banki og nokkrir íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­ir, tekið yfir United Sil­icon. Félagið óskaði eftir greiðslu­­stöðvun í ágúst 2017 og bar fyrir sig erf­ið­­leika í rekstri sem rekja mætti til síend­­ur­­tek­inna bil­ana í bún­­aði sem valdið höfðu félag­inu miklu tjón­i. Þá féll gerð­­ar­­dómur í deilu United Sil­icon við ÍAV hf., sem hafði tekið þátt í að reisa verk­smiðj­una, í fyrra­sum­­­ar. Sam­­kvæmt honum átti United Sil­icon að greiða ÍAV um einn millj­­arð króna, sem félagið átti ekki til.Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn hefur að mestu tekið yfir hlutafé en útistand­andi skuld­bind­ingar nema ennþá 5,4 millj­­­­örð­um, sam­­­­kvæmt síð­­­­asta birta upp­­­­­­­gjöri bank­ans. Arion banki hefur auk þess ábyrgst rekst­­­­ur­inn á greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­­­­anum en hann hefur borgað um 200 millj­­­­ónir króna á mán­uði vegna hans, frá því greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­inn hófst í ágúst.Frjálsi líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur færð niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­ur­inn á í fyr­ir­tæk­inu um 90 pró­­­­sent. Um var­úð­­­­ar­n­ið­­­­ur­­­­færslu er að ræða, og nemur hún rúmum millj­­­­arði króna. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­launa­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­manna (EFÍA). Þar nemur nið­­­­ur­­­­færslan einnig 90 pró­­­­sent­­­­um. Líf­eyr­is­­­­sjóð starfs­­­­manna Bún­­­­að­­­­ar­­­­banka Íslands (LSBÍ) fjár­­­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­un­­­­ar­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­stöðvum hans í Borg­­­­ar­­­­túni.Þá setti líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn Festa 875 millj­­­ónir króna í United Sil­icon. Hann hefur einnig fram­­­kvæmt var­úð­­­ar­n­ið­­­ur­­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent