Arion banki reynir aftur við kísilverksmiðjuna

Arion banki hyggst reyna að gera sér mat úr þeim eignum sem verða í þrotabúi United Silicon.

20767550659_6c281d78d4_o.jpg
Auglýsing

Ari­on banki, sem er stærsti hlut­hafi og kröfu­hafi United Sil­icon í Helgu­vík, mun óska eft­ir því við skipta­­stjóra þrota­­bús United Sil­icon að ganga að veðum sín­um í eign­um fyr­ir­tæk­is­ins, koma þeim eign­um í sölu­­ferli og freista þess að koma kís­­il­verk­smiðj­unni aft­ur í gang. 

Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Eins og kunn­ugt er fór United Sil­icon í gjald­þrot í gær. Geir Gests­son hrl. hefur verið skip­aður skipta­stjóri.

Auglýsing

United Sil­icon er fyrsta kís­­il­­málm­­verk­­smiðjan sem hefur verið gang­­sett á Íslandi. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þáver­andi iðn­­að­­ar- og við­­skipta­ráð­herra, setti ljós­­boga­ofn verk­smiðj­unnar af stað 13. nóv­­em­ber 2016. Fljót­­lega fór að bera á mik­illi óánægju hjá íbúum í Reykja­­nesbæ með mengun frá verk­smiðj­unn­i. 

Margir fundu fyrir tölu­verðum lík­­am­­legum ein­­kennum vegna þessa, og voru meðal ann­ars haldnir fundir þar sem fólk deildi sögum sínum og kvart­aði undan meng­un­inn­i. 

Í apríl í fyrra til­­kynnti Umhverf­is­­stofnun for­svar­s­­mönn­um United Sil­icon að ekki yrði hjá því kom­ist að loka verk­smiðj­unni vegna meng­unar sem frá henni streymdi. Í kjöl­farið voru veittir frestir en starf­­semin var end­an­­lega stöðvuð 1. sept­­em­ber 2017 og fram­­leiðsla hefur legið niðri síð­­­an.

Áður höfðu helstu lán­veit­end­ur UnitedSil­iconArion banki og nokkrir íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­ir, tekið yfir United Sil­icon. Félagið óskaði eftir greiðslu­­stöðvun í ágúst 2017 og bar fyrir sig erf­ið­­leika í rekstri sem rekja mætti til síend­­ur­­tek­inna bil­ana í bún­­aði sem valdið höfðu félag­inu miklu tjón­i. Þá féll gerð­­ar­­dómur í deilu United Sil­icon við ÍAV hf., sem hafði tekið þátt í að reisa verk­smiðj­una, í fyrra­sum­­­ar. Sam­­kvæmt honum átti United Sil­icon að greiða ÍAV um einn millj­­arð króna, sem félagið átti ekki til.Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn hefur að mestu tekið yfir hlutafé en útistand­andi skuld­bind­ingar nema ennþá 5,4 millj­­­­örð­um, sam­­­­kvæmt síð­­­­asta birta upp­­­­­­­gjöri bank­ans. Arion banki hefur auk þess ábyrgst rekst­­­­ur­inn á greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­­­­anum en hann hefur borgað um 200 millj­­­­ónir króna á mán­uði vegna hans, frá því greiðslu­­­­stöðv­­­­un­­­­ar­­­­tím­inn hófst í ágúst.Frjálsi líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur færð niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­ur­inn á í fyr­ir­tæk­inu um 90 pró­­­­sent. Um var­úð­­­­ar­n­ið­­­­ur­­­­færslu er að ræða, og nemur hún rúmum millj­­­­arði króna. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­launa­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­manna (EFÍA). Þar nemur nið­­­­ur­­­­færslan einnig 90 pró­­­­sent­­­­um. Líf­eyr­is­­­­sjóð starfs­­­­manna Bún­­­­að­­­­ar­­­­banka Íslands (LSBÍ) fjár­­­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­un­­­­ar­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­stöðvum hans í Borg­­­­ar­­­­túni.Þá setti líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn Festa 875 millj­­­ónir króna í United Sil­icon. Hann hefur einnig fram­­­kvæmt var­úð­­­ar­n­ið­­­ur­­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent