Þrotabú United Silicon stefnir Magnúsi Garðarssyni öðru sinni

Fyrrverandi forstjóri United Silicon er grunaður um að hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um yfir 600 milljóna króna fjárdrátt.

Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Auglýsing

Þrotabú United Silicon hefur stefnt stofnanda og fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, Magnúsi Garðarssyni, öðru sinni fyrir meint fjársvik hans. Nýja málið snýst um 71 milljón króna sem Magnús á að hafa látið leggja inn á bankareikning sinn í Danmörku og nýtt í eigin þágu. RÚV greinir frá.

Þrotabúið hafði áður stefnt Magnúsi í byrjun árs 2018 vegna meints fjárdráttar upp á rúmlega hálfan milljarð króna. Samkvæmt skýrslu sem KPMG vann fyrir þrotabúið, og Kjarninn greindi ítarlega frá í janúar síðastliðnum í röð fréttaskýringa, kom fram að alls sé Magnús grunaður um að hafa dregið að sér 605 milljónir króna.

Samkvæmt skýrslunni er rökstuddur grunur um að Magnús hafi, í starfi sínu sem forstjóri United Silicon, falsað reikninga og undirskriftir, átt við lánasamninga og búið til gervilén í viðleitni sinni til að draga að sér fé úr fyrirtækinu.

Auglýsing
United Silicon kærði hann til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna gruns um stór­­felld auð­g­un­­ar­brot og skjala­fals allt frá árinu 2014.

Í mars lögðu stjórnir þeirra líf­eyr­is­sjóða sem fjár­fest höfðu í United Silicon fram kæru til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara þar sem óskað er eftir það að emb­ættið tæki til rann­­sóknar nokkur alvar­­leg til­­vik sem grunur leikur á að feli í sér refsi­verð brot af hálfu Magn­úsar og eftir atvikum ann­­arra stjórn­­enda, stjórn­­­ar­­manna og starfs­­manna félags­­ins. Áður hafði stjórn United Silicon og Arion banki, stærsti kröf­u­hafi félags­­ins, sent kærur vegna gruns um refsi­verða hátt­­semi Magn­úsar til yfir­­­valda. Þetta var því þriðja kæran sem berst vegna gruns um brot hans.

Magnús hefur hafnað þessum ásök­unum í yfir­­lýs­ingu sem hann sendi frá sér 12. sept­­em­ber 2017. Þar sagði hann þær „bull og vit­­leysu“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent