Bankastjóri Arion banka segir að litlar vonir séu um að verksmiðjan í Helguvík starfi á ný

Arion banki hefur fært niður bókfært virði félags utan um kísilmálmverksmiðju United Silicon um 5,3 milljarða króna á innan við tveimur árum. Virði þess er nú sagt á 1,6 milljarða króna. Síðast var kveikt á verksmiðjunni í september 2017.

United Silicon
Auglýsing

Stakksberg ehf., félag utan um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík, er nú metið á 1,6 milljarða króna í bókum Arion banka, eiganda félagsins. Í lok mars 2019, fyrir tæpum tveimur árum síðan, var virði  hennar bókfært á 6,9 milljarða króna. Það hefur því verið fært niður um 5,3 milljarða króna á innan við tveimur árum og þar af nam niðurfærslan á virði verksmiðjunnar 1,1 milljarði króna í fyrra.

Samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi Arion banka voru neikvæð rekstraráhrif Stakksbergs meiri en sem því nemur á árinu 2020, eða alls 1,4 milljarði króna. Þar kemur enn fremur fram að bókfært virði félagsins endurspegli nú „einkum verðmæti lóðar og endursöluvirði tækjabúnaðar.“

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagði á uppgjörsfundi bankans í gær að þar sem bankinn bókfærði aðeins hrakvirði á verksmiðjuna væri það „vísbending um að litlar vonir séu um að verksmiðjan muni starfa aftur, áhugavert væri að sjá aðra og grænni starfsemi eiga sér stað þar í framtíðinni.”

Búin að vera stopp í næstum þrjú og hálft ár

Kísilmálmverk­smiðjan hefur ekki verið í gangi frá því í sept­em­ber 2017. Nokkrum mán­uðum síð­ar, í jan­úar 2018, fór félagið sem byggði hana í þrot en áætl­aður kostn­aður við upp­setn­ingu verk­smiðj­unnar var um 22 millj­arðar króna. 

Auglýsing
Arion banki var stærsti kröfu­hafi verk­efn­is­ins og tók yfir verk­smiðj­una. Til­gang­ur­inn átti að vera sá að greiða úr þeim vand­kvæðum sem voru til staðar við rekstur henn­ar, upp­fylla þau leyfi sem þurfti til og selja hana síðan þegar verk­smiðjan væri orðin starf­hæf að nýju. 

Bankinn segir í ársreikningi sínum að Stakksberg sé nú á lokastigi vinnu við gerð nýs umhverfismats fyrir verksmiðjuna. „Markmið bankans er að selja rekstur Stakksbergs á grundvelli þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í þessu skyni.“ 

Mikil andstaða íbúa við endurræsingu

Erfitt er þó að sjá að kísilmálmverksmiðjan verði endurræst, að minnsta kosti í fyrirsjáanlegri framtíð. Þar ræður miklu gríðarlega andstaða íbúa sem búa í nágrenni við verksmiðjuna sem hafa kvartað mjög undan mengun sem frá henni kom á meðan að verksmiðjan var starfrækt.

Nýtt deiliskipulag er forsenda þess að enduruppbygging verksmiðjunnar í geti átt sér stað og bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur vald til að hafna eða samþykkja tillögu að deiliskipulagi. Ákvörðun um hvort kísilmálmverið hefur starfsemi á ný er því pólitísk og ræðst í atkvæðagreiðslu kjörinna fulltrúa.

Kjarninn greindi frá því í september í fyrra að miðað við þau svör sem bárust frá bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ um afstöðu þeirra til málsins sé ljóst að meirihluti núverandi bæjarstjórnar mun ekki gefa grænt ljós á það að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík verði endurbætt, ræst að nýju og stækkuð líkt og Stakksberg fyrirhugar.

Frummatsskýrsla Stakksbergs um endurbætur og stækkun kísilversins í Helguvík var auglýst í byrjun maí í fyrra. Í 1. áfanga er m.a. ráðgert að reisa einn 52 metra háan skorstein og nýta einn ljósbogaofn, líkt og United Silicon gerði, til framleiðslunnar. Að loknum 4. áfanga yrði verksmiðjan fullbyggð með fjórum ljósbogaofnum og tveimur 52 metra háum skorsteinum.

Umhverfisstofnun sagði í umsögn sinni um frummatsskýrsluna að áhrifin af starfseminni yrðu á heildina litið talsvert neikvæð. Áhrif á loftgæði yrðu sömuleiðis talsvert neikvæð og mögulega verulega neikvæð. Einnig yrðu áhrif á lyktamengun, á vatnafar og ásýnd talsvert neikvæð.

Tugir íbúa Reykjanesbæjar skiluðu athugasemdum við skýrsluna. Í þeim var farið yfir þau neikvæðu heilsufarslegu áhrif sem verksmiðjan hafði á starfstíma sínum og allir leggjast þeir gegn því að verksmiðjan verði endurræst.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent