Bankastjóri Arion banka segir að litlar vonir séu um að verksmiðjan í Helguvík starfi á ný

Arion banki hefur fært niður bókfært virði félags utan um kísilmálmverksmiðju United Silicon um 5,3 milljarða króna á innan við tveimur árum. Virði þess er nú sagt á 1,6 milljarða króna. Síðast var kveikt á verksmiðjunni í september 2017.

United Silicon
Auglýsing

Stakks­berg ehf., félag utan um kís­il­málm­verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík, er nú metið á 1,6 millj­arða króna í bókum Arion banka, eig­anda félags­ins. Í lok mars 2019, fyrir tæpum tveimur árum síð­an, var virði  hennar bók­fært á 6,9 millj­arða króna. Það hefur því verið fært niður um 5,3 millj­arða króna á innan við tveimur árum og þar af nam nið­ur­færslan á virði verk­smiðj­unnar 1,1 millj­arði króna í fyrra.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í árs­reikn­ingi Arion banka voru nei­kvæð rekstr­ar­á­hrif Stakks­bergs meiri en sem því nemur á árinu 2020, eða alls 1,4 millj­arði króna. Þar kemur enn fremur fram að bók­fært virði félags­ins end­ur­spegli nú „einkum verð­mæti lóðar og end­ur­sölu­virði tækja­bún­að­ar.“

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, sagði á upp­gjörs­fundi bank­ans í gær að þar sem bank­inn bók­færði aðeins hrakvirði á verk­smiðj­una væri það „vís­bend­ing um að litl­ar vonir séu um að verk­smiðjan muni starfa aft­ur, á­huga­vert væri að sjá aðra og grænni starf­semi eiga sér stað þar í fram­tíð­inn­i.”

Búin að vera stopp í næstum þrjú og hálft ár

Kís­il­málm­verk­­smiðjan hefur ekki verið í gangi frá því í sept­­em­ber 2017. Nokkrum mán­uðum síð­­­ar, í jan­úar 2018, fór félagið sem byggði hana í þrot en áætl­­aður kostn­aður við upp­­­setn­ingu verk­smiðj­unnar var um 22 millj­­arðar króna. 

Auglýsing
Arion banki var stærsti kröf­u­hafi verk­efn­is­ins og tók yfir verk­smiðj­una. Til­­­gang­­ur­inn átti að vera sá að greiða úr þeim vand­­kvæðum sem voru til staðar við rekstur henn­­ar, upp­­­fylla þau leyfi sem þurfti til og selja hana síðan þegar verk­­smiðjan væri orðin starf­hæf að nýju. 

Bank­inn segir í árs­reikn­ingi sínum að Stakks­berg sé nú á loka­stigi vinnu við gerð nýs umhverf­is­mats fyrir verk­smiðj­una. „Mark­mið bank­ans er að selja rekstur Stakks­bergs á grund­velli þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í þessu skyn­i.“ 

Mikil and­staða íbúa við end­ur­ræs­ingu

Erfitt er þó að sjá að kís­il­málm­verk­smiðjan verði end­ur­ræst, að minnsta kosti í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. Þar ræður miklu gríð­ar­lega and­staða íbúa sem búa í nágrenni við verk­smiðj­una sem hafa kvartað mjög undan mengun sem frá henni kom á meðan að verk­smiðjan var starf­rækt.

Nýtt deiliskipu­lag er for­senda þess að end­ur­upp­bygg­ing verk­smiðj­unnar í geti átt sér stað og bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar hefur vald til að hafna eða sam­þykkja til­lögu að deiliskipu­lagi. Ákvörðun um hvort kís­il­málm­verið hefur starf­semi á ný er því póli­tísk og ræðst í atkvæða­greiðslu kjör­inna full­trúa.

Kjarn­inn greindi frá því í sept­em­ber í fyrra að miðað við þau svör sem bár­ust frá bæj­ar­full­trúum í Reykja­nesbæ um afstöðu þeirra til máls­ins sé ljóst að meiri­hluti núver­andi bæj­ar­stjórnar mun ekki gefa grænt ljós á það að kís­il­málm­verk­smiðjan í Helgu­vík verði end­ur­bætt, ræst að nýju og stækkuð líkt og Stakks­berg fyr­ir­hug­ar.

Frum­mats­skýrsla Stakks­bergs um end­ur­bætur og stækkun kís­il­vers­ins í Helgu­vík var aug­lýst í byrjun maí í fyrra. Í 1. áfanga er m.a. ráð­gert að reisa einn 52 metra háan skor­stein og nýta einn ljós­boga­ofn, líkt og United Sil­icon gerði, til fram­leiðsl­unn­ar. Að loknum 4. áfanga yrði verk­smiðjan full­byggð með fjórum ljós­boga­ofnum og tveimur 52 metra háum skor­stein­um.

Umhverf­is­stofnun sagði í umsögn sinni um frum­mats­skýrsl­una að áhrifin af starf­sem­inni yrðu á heild­ina litið tals­vert nei­kvæð. Áhrif á loft­gæði yrðu sömu­leiðis tals­vert nei­kvæð og mögu­lega veru­lega nei­kvæð. Einnig yrðu áhrif á lykta­meng­un, á vatnafar og ásýnd tals­vert nei­kvæð.

Tugir íbúa Reykja­nes­bæjar skil­uðu athuga­semdum við skýrsl­una. Í þeim var farið yfir þau nei­kvæðu heilsu­fars­legu áhrif sem verk­smiðjan hafði á starfs­tíma sínum og allir leggj­ast þeir gegn því að verk­smiðjan verði end­ur­ræst.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að snarlækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent