Bankastjóri Arion banka segir að litlar vonir séu um að verksmiðjan í Helguvík starfi á ný

Arion banki hefur fært niður bókfært virði félags utan um kísilmálmverksmiðju United Silicon um 5,3 milljarða króna á innan við tveimur árum. Virði þess er nú sagt á 1,6 milljarða króna. Síðast var kveikt á verksmiðjunni í september 2017.

United Silicon
Auglýsing

Stakks­berg ehf., félag utan um kís­il­málm­verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík, er nú metið á 1,6 millj­arða króna í bókum Arion banka, eig­anda félags­ins. Í lok mars 2019, fyrir tæpum tveimur árum síð­an, var virði  hennar bók­fært á 6,9 millj­arða króna. Það hefur því verið fært niður um 5,3 millj­arða króna á innan við tveimur árum og þar af nam nið­ur­færslan á virði verk­smiðj­unnar 1,1 millj­arði króna í fyrra.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í árs­reikn­ingi Arion banka voru nei­kvæð rekstr­ar­á­hrif Stakks­bergs meiri en sem því nemur á árinu 2020, eða alls 1,4 millj­arði króna. Þar kemur enn fremur fram að bók­fært virði félags­ins end­ur­spegli nú „einkum verð­mæti lóðar og end­ur­sölu­virði tækja­bún­að­ar.“

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, sagði á upp­gjörs­fundi bank­ans í gær að þar sem bank­inn bók­færði aðeins hrakvirði á verk­smiðj­una væri það „vís­bend­ing um að litl­ar vonir séu um að verk­smiðjan muni starfa aft­ur, á­huga­vert væri að sjá aðra og grænni starf­semi eiga sér stað þar í fram­tíð­inn­i.”

Búin að vera stopp í næstum þrjú og hálft ár

Kís­il­málm­verk­­smiðjan hefur ekki verið í gangi frá því í sept­­em­ber 2017. Nokkrum mán­uðum síð­­­ar, í jan­úar 2018, fór félagið sem byggði hana í þrot en áætl­­aður kostn­aður við upp­­­setn­ingu verk­smiðj­unnar var um 22 millj­­arðar króna. 

Auglýsing
Arion banki var stærsti kröf­u­hafi verk­efn­is­ins og tók yfir verk­smiðj­una. Til­­­gang­­ur­inn átti að vera sá að greiða úr þeim vand­­kvæðum sem voru til staðar við rekstur henn­­ar, upp­­­fylla þau leyfi sem þurfti til og selja hana síðan þegar verk­­smiðjan væri orðin starf­hæf að nýju. 

Bank­inn segir í árs­reikn­ingi sínum að Stakks­berg sé nú á loka­stigi vinnu við gerð nýs umhverf­is­mats fyrir verk­smiðj­una. „Mark­mið bank­ans er að selja rekstur Stakks­bergs á grund­velli þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í þessu skyn­i.“ 

Mikil and­staða íbúa við end­ur­ræs­ingu

Erfitt er þó að sjá að kís­il­málm­verk­smiðjan verði end­ur­ræst, að minnsta kosti í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. Þar ræður miklu gríð­ar­lega and­staða íbúa sem búa í nágrenni við verk­smiðj­una sem hafa kvartað mjög undan mengun sem frá henni kom á meðan að verk­smiðjan var starf­rækt.

Nýtt deiliskipu­lag er for­senda þess að end­ur­upp­bygg­ing verk­smiðj­unnar í geti átt sér stað og bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar hefur vald til að hafna eða sam­þykkja til­lögu að deiliskipu­lagi. Ákvörðun um hvort kís­il­málm­verið hefur starf­semi á ný er því póli­tísk og ræðst í atkvæða­greiðslu kjör­inna full­trúa.

Kjarn­inn greindi frá því í sept­em­ber í fyrra að miðað við þau svör sem bár­ust frá bæj­ar­full­trúum í Reykja­nesbæ um afstöðu þeirra til máls­ins sé ljóst að meiri­hluti núver­andi bæj­ar­stjórnar mun ekki gefa grænt ljós á það að kís­il­málm­verk­smiðjan í Helgu­vík verði end­ur­bætt, ræst að nýju og stækkuð líkt og Stakks­berg fyr­ir­hug­ar.

Frum­mats­skýrsla Stakks­bergs um end­ur­bætur og stækkun kís­il­vers­ins í Helgu­vík var aug­lýst í byrjun maí í fyrra. Í 1. áfanga er m.a. ráð­gert að reisa einn 52 metra háan skor­stein og nýta einn ljós­boga­ofn, líkt og United Sil­icon gerði, til fram­leiðsl­unn­ar. Að loknum 4. áfanga yrði verk­smiðjan full­byggð með fjórum ljós­boga­ofnum og tveimur 52 metra háum skor­stein­um.

Umhverf­is­stofnun sagði í umsögn sinni um frum­mats­skýrsl­una að áhrifin af starf­sem­inni yrðu á heild­ina litið tals­vert nei­kvæð. Áhrif á loft­gæði yrðu sömu­leiðis tals­vert nei­kvæð og mögu­lega veru­lega nei­kvæð. Einnig yrðu áhrif á lykta­meng­un, á vatnafar og ásýnd tals­vert nei­kvæð.

Tugir íbúa Reykja­nes­bæjar skil­uðu athuga­semdum við skýrsl­una. Í þeim var farið yfir þau nei­kvæðu heilsu­fars­legu áhrif sem verk­smiðjan hafði á starfs­tíma sínum og allir leggj­ast þeir gegn því að verk­smiðjan verði end­ur­ræst.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent