Valitor tapaði 1,8 milljarði króna en bókfært virði jókst um tvo milljarða króna

Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, í eigu Arion banka, hefur verið til sölu frá árinu 2018. Á þeim tíma hefur það tapað um 13 milljörðum króna. Varaformaður stjórnar bankans var ráðin forstjóri Valitor í nóvember í fyrra.

Herdís Dröfn Fjeldsted tók upphaflega við starfi forstjóra Valitor tímabundið í mars í fyrra og var ráðin til frambúðar í starfið í nóvember.
Herdís Dröfn Fjeldsted tók upphaflega við starfi forstjóra Valitor tímabundið í mars í fyrra og var ráðin til frambúðar í starfið í nóvember.
Auglýsing

Greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Valitor tap­aði 1.825 millj­ónum króna á síð­asta ári og rekstr­ar­tekjur félags­ins voru 4,8 millj­arðar króna. Rekstr­ar­tap Valitor höfðu verið 9,9 millj­arðar króna á árinu 2019 og 1,3 millj­arðar króna á árinu 2018. Því nemur sam­eig­in­legt tap Valitor á þessum þremur árum 13 millj­örðum króna.

Þrátt fyrir tap­rekstur jókst bók­fært virði Valitor í fyrra um tvo millj­arða króna, úr 6,5 í 8,5 millj­arða króna. Það var hins vegar 15,8 millj­arðar króna í lok árs 2018 og hefur því lækkað um 7,3 millj­arða króna síðan þá. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Arion banka, eig­anda Valitor, sem birtur var í lið­inni viku. 

Þar segir að á síð­asta ári hafi Valitor ráð­ist í umfangs­mikla end­ur­skipu­lagn­ingu og hag­ræð­ing­ar­að­gerðir auk þess sem starf­semi félags­ins í Dan­mörku og hluti starf­sem­innar í Bret­landi hafi verið seld. „Áfram er Valitor í sölu­ferli en það hefur tekið lengri tíma en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir, m.a. vegna breyttra mark­aðs­að­stæðna tengdum Covid-19. Þrátt fyrir þessa seinkun finnur bank­inn áhuga frá ýmsum aðilum á kaupum á Valitor.“ Það sölu­ferli hefur staðið yfir frá árinu 2018. 

Auglýsing
Þann 26. mars 2020 til­kynnti Arion banki að vara­for­maður stjórnar hans, Her­dís Dröfn Fjeld­sted, hefði tekið tíma­bundið við starfi for­stjóra Valitor. Í nóv­em­ber 2020 var til­kynnt um var­an­lega ráðn­ingu Her­dísar Drafnar í stól for­stjóra. Her­dís Dröfn hefur á þessu tíma­bili ekki tekið þátt í störfum stjórnar og í fjar­veru hennar hefur vara­maður tekið sæti í stjórn bank­ans.

Lang­vinnur rekstr­ar­vandi

Valitor hefur glímt við rekstr­ar­vanda í langan tíma. Hann má rekja til mik­ils vaxtar og fjár­­­fest­ingar erlendis án þess að sú útþensla hafi skilað þeim árangri sem von­­ast var til. 

Sér­­stak­­lega á það við svo­­kall­aðar alrás­­ar­­lausnir, en tekju­vöxtur í þeim hefur verið langt undir vænt­ingum þrátt fyrir miklar fjár­­­fest­ingu í þeim sem höfðu myndað alls óefn­is­­lega eign upp á marga millj­arða króna um tíma. 

­Mest voru áhrifin á árinu 2019. Þann 23. jan­úar í fyrra sendi Arion banki frá sér afkomu­við­vörun þar sem fram kom að virð­is­rýrn­un­­ar­­próf hefðu sýnt að færa þyrfti óefn­is­­lega eign Valitor niður um fjóra millj­­arða króna, úr 7,4 millj­­örðum króna í 3,4 millj­­arða króna. 

Til við­­bótar var rekstr­­ar­tap Valitor mikið á árinu 2019 – rekstr­­ar­­tekjur þess dróg­ust saman um 1,5 millj­­arða á árinu – og kostn­aður við yfir­­stand­andi sölu­­ferli fyr­ir­tæk­is­ins einnig umtals­verð­­ur. Sam­an­lagt leiddi þessi staða til þess að virði Valitor hríð­­féll. 

Önnur ástæða fyrir minn­k­andi tekjum Valitor á und­an­förnum árum er sú að einn stærsti við­­­­­­skipta­vinur fyr­ir­tæk­is­ins, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­­­­­ar­við­­­­­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars 2018 að stæði til.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent