Valitor tapaði 1,8 milljarði króna en bókfært virði jókst um tvo milljarða króna

Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, í eigu Arion banka, hefur verið til sölu frá árinu 2018. Á þeim tíma hefur það tapað um 13 milljörðum króna. Varaformaður stjórnar bankans var ráðin forstjóri Valitor í nóvember í fyrra.

Herdís Dröfn Fjeldsted tók upphaflega við starfi forstjóra Valitor tímabundið í mars í fyrra og var ráðin til frambúðar í starfið í nóvember.
Herdís Dröfn Fjeldsted tók upphaflega við starfi forstjóra Valitor tímabundið í mars í fyrra og var ráðin til frambúðar í starfið í nóvember.
Auglýsing

Greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Valitor tap­aði 1.825 millj­ónum króna á síð­asta ári og rekstr­ar­tekjur félags­ins voru 4,8 millj­arðar króna. Rekstr­ar­tap Valitor höfðu verið 9,9 millj­arðar króna á árinu 2019 og 1,3 millj­arðar króna á árinu 2018. Því nemur sam­eig­in­legt tap Valitor á þessum þremur árum 13 millj­örðum króna.

Þrátt fyrir tap­rekstur jókst bók­fært virði Valitor í fyrra um tvo millj­arða króna, úr 6,5 í 8,5 millj­arða króna. Það var hins vegar 15,8 millj­arðar króna í lok árs 2018 og hefur því lækkað um 7,3 millj­arða króna síðan þá. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Arion banka, eig­anda Valitor, sem birtur var í lið­inni viku. 

Þar segir að á síð­asta ári hafi Valitor ráð­ist í umfangs­mikla end­ur­skipu­lagn­ingu og hag­ræð­ing­ar­að­gerðir auk þess sem starf­semi félags­ins í Dan­mörku og hluti starf­sem­innar í Bret­landi hafi verið seld. „Áfram er Valitor í sölu­ferli en það hefur tekið lengri tíma en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir, m.a. vegna breyttra mark­aðs­að­stæðna tengdum Covid-19. Þrátt fyrir þessa seinkun finnur bank­inn áhuga frá ýmsum aðilum á kaupum á Valitor.“ Það sölu­ferli hefur staðið yfir frá árinu 2018. 

Auglýsing
Þann 26. mars 2020 til­kynnti Arion banki að vara­for­maður stjórnar hans, Her­dís Dröfn Fjeld­sted, hefði tekið tíma­bundið við starfi for­stjóra Valitor. Í nóv­em­ber 2020 var til­kynnt um var­an­lega ráðn­ingu Her­dísar Drafnar í stól for­stjóra. Her­dís Dröfn hefur á þessu tíma­bili ekki tekið þátt í störfum stjórnar og í fjar­veru hennar hefur vara­maður tekið sæti í stjórn bank­ans.

Lang­vinnur rekstr­ar­vandi

Valitor hefur glímt við rekstr­ar­vanda í langan tíma. Hann má rekja til mik­ils vaxtar og fjár­­­fest­ingar erlendis án þess að sú útþensla hafi skilað þeim árangri sem von­­ast var til. 

Sér­­stak­­lega á það við svo­­kall­aðar alrás­­ar­­lausnir, en tekju­vöxtur í þeim hefur verið langt undir vænt­ingum þrátt fyrir miklar fjár­­­fest­ingu í þeim sem höfðu myndað alls óefn­is­­lega eign upp á marga millj­arða króna um tíma. 

­Mest voru áhrifin á árinu 2019. Þann 23. jan­úar í fyrra sendi Arion banki frá sér afkomu­við­vörun þar sem fram kom að virð­is­rýrn­un­­ar­­próf hefðu sýnt að færa þyrfti óefn­is­­lega eign Valitor niður um fjóra millj­­arða króna, úr 7,4 millj­­örðum króna í 3,4 millj­­arða króna. 

Til við­­bótar var rekstr­­ar­tap Valitor mikið á árinu 2019 – rekstr­­ar­­tekjur þess dróg­ust saman um 1,5 millj­­arða á árinu – og kostn­aður við yfir­­stand­andi sölu­­ferli fyr­ir­tæk­is­ins einnig umtals­verð­­ur. Sam­an­lagt leiddi þessi staða til þess að virði Valitor hríð­­féll. 

Önnur ástæða fyrir minn­k­andi tekjum Valitor á und­an­förnum árum er sú að einn stærsti við­­­­­­skipta­vinur fyr­ir­tæk­is­ins, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­­­­­ar­við­­­­­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars 2018 að stæði til.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent