Valitor Holding hagnaðist um milljarð – Valitor hf. tapaði hálfum

Valitor Holding hagnaðist um tæpan milljarð króna í fyrra. Ástæðan var m.a. áframhaldandi hagnaður vegna sölu Visa Europe. Rekstrarfélagið Valitor hf. tapaði um hálfum milljarði. Viðskipti við stóran kúnna, Stripe, munu dragast saman á næstu árum.

Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor.
Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor.
Auglýsing

Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, hagnaðist um 940 milljónir króna í fyrra. Hluti af þeim hagnaði er tilkomin vegna eignar sem félagið á sem tengist sölunni á Visa Europe á sínum tíma.

Alls var hlutur Valitor Holding vegna þeirrar sölu um 9,1 milljarðar króna, samkvæmt viðtali við forstjóra félagsins í febrúar 2016. Við þá upphæð átt svo að bætast hlutdeild í framtíðartekjum sem kæmu til greiðslu síðar. Það er sú hlutdeild sem útskýrir hluta hagnaðar Valitor Holding í fyrra.

Uppgjör félagsins hefur ekki verið birt opinberlega en Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor Holding, staðfestir þetta í samtali við Kjarnann. Hann segir að Valitor Holding hafi verið að vaxa um 30 prósent á ári undanfarin ár og fjárfest mjög í gegnum rekstur í þeim vexti.

Valitor Holding er eignarhaldsfélag sem á nokkur önnur félög. Í fyrra keypti það til að mynda  tvö erlend félög, IPSInternational Payment Services Ltd. og Chip and Pin Solutions Ltd. inn í samstæðuna. Tilgangur kaupanna var að styrkja markaðsstöðu Valitor gagnvart söluaðilum í Bretlandi.

Helsta eign Valitor Holding er síðan greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor hf. Það félag, sem er rekstrarfélag, tapaði 446,4 milljónum króna í fyrra. Viðar segir að það tap sé meðal annars tilkomið vegna einskiptisliðar sem tengdist endurskipulagningu innan félagsins.

Viðskipti Valitor við Stripe munu minnka

Um mitt ár 2015 var tilkynnt að alþjóðlega stórfyrirtækið Apple hefði ákveðið að Bretland yrði fyrsta landið utan Bandaríkjanna þar sem boðið verður upp á ApplePay sem greiðsluleið.

Auglýsing
Valitor hf. var valið sem eitt af sex fyrirtækjum á Evrópumarkaði til að þjónusta ApplePay. Í fréttatilkynningu sem Valitor sendi frá sér vegna þessa þann 11. júní 2015 sagði m.a.: „Þessa þjónustu mun Valitor veita í nánu samstarfi við bandaríska fyrirtækið Stripe sem vinnur m.a. með Twitter og Facebook auk Apple. Frá 1. júlí munu breskir kaupmenn í viðskiptum við Stripe geta þróað stuðning við ApplePay sem greiðslumáta inn í eigið iOS app. Stripe, með Valitor sem færsluhirði, er einn af örfáum aðilum sem fá að bjóða breskum kaupmönnum upp á þessa þjónustu í fyrstu lotu. Í kjölfarið mun öðrum samstarfsaðilum Valitor á breskum markaði einnig standa til boða að taka við greiðslum með ApplePay.“

Kjarninn fékk upplýsingar um að tilkynnt hafi verið um væntanlegar breytingar hefðu orðið á þessu viðskiptasambandi. Viðar segir það rétt. Stripe sé með áform um að fara sjálft að bjóða upp á svipaða þjónustu og Valitor veitir. „Stripe hafa tilkynnt okkur að viðskiptasambandið við okkur muni breytast og þróast. Þegar lengra líður frá þá munu viðskiptin minnka.“

Hann segir að Valitor séu að taka inn nýja stóra aðila inn í viðskipti um þessar mundir og vonir standi til að það sé hægt að kynna hverjir það séu á næstunni.  

Tekist á um eignina

Valitor samstæðan hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að ekkert yrði af því að Valitor Holding yrði aðgreint frá bankanum áður en hann verður skráður á markað í næsta mánuði. Mikill vilji var hjá sumum erlendu hluthöfum Arion banka að greiða hlutabréf í Valitor Holding út í formi arðs til hluthafa áður en að skráningunni kæmi.

Kjarninn hafði áður greint frá því að að í kynningu sem ráðgjafar við sölu á Arion banka héldu fyrir lífeyrissjóði fyrr á þessu ári hefði komið fram að virði Valitor Holding væri verulega vanmetið í bókum Arion banka.

Eigið fé Valitor Holding er bókfært á um 16,3 milljarða króna í bókum Arion banka, samkvæmt upplýsingum sem veittar voru á kynningarfundunum. Í kynningunni segir að ef hlutur í Arion banka væri keyptur á verði sem er undir einni krónu fyrir hverja krónu af bókfærðu eigin fé megi álykta að „afsláttur hafi fengist á bókfærðu virði Valitor [Holding] hjá Arion“. Sé litið á þá margfaldara sem settir eru á eigið fé samanburðarfélaga Valitor [Holding] í Evrópu og Bandaríkjunum til að finna út markaðsverð þeirra þá megi „álykta sem svo að verðmæti félagsins gæti verið hærra en skráð virði Valitor [Holding] í bókum Arion“.

Í kynningunni var settur fram svokallaður afleiddur yfirtökumargfaldari á eigin fjár Valitor Holding og hann sagður vera 3,1. Miðað við það ætti virði Valitor Holding að vera yfir 50 milljarðar króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar