Tíu staðreyndir um trúmál Íslendinga

Þrátt fyrir að á Íslandi sé stjórnarskrárbundin þjóðkirkja hefur mikil hreyfing verið á skráningum landsmanna í trúfélög á undanförnum árum. Og fátt bendir til annars en að sú þróun muni halda áfram um fyrirsjáanlega framtíð.

Þjóðkirkjan er hluti af íslenska ríkinu. Þess vegna ganga Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hlið við hlið.
Þjóðkirkjan er hluti af íslenska ríkinu. Þess vegna ganga Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hlið við hlið.
Auglýsing

1. Þjóð­kirkja

Í stjórn­ar­skrá Íslands segir að hin evang­eliska lút­erska kirkja skuli vera þjóð­kirkja á Íslandi og að rík­is­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda. Auk þess er í gildi hið svo­kall­aða kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag frá árinu 1997, sem í felst að þjóð­kirkjan afhenti rík­inu um 600 jarðir til eignar en á móti átti ríkið að greiða laun 138 presta og 18 starfs­manna Bisk­ups­stofu.

2. Á fjár­lögum

Í krafti þessa fær þjóð­kirkja umtals­verða fjár­muni úr rík­is­sjóði. Þaðan er til að mynda greitt fram­lag til Bisk­ups Íslands, í Kirkju­mála­sjóð og Jöfn­un­ar­sjóð sókna. Sam­tals er áætlað að þessi upp­hæð verði 2.830 millj­ónir króna í ár. Til við­bótar fær þjóð­kirkjan greidd sókn­ar­gjöld í sam­ræmi við þann fjölda sem í henni er. Ætla má að sú upp­hæð verði um 1.750 millj­ónir króna í ár. Sam­tals mun rekstur þjóð­kirkj­unnar því kosta tæp­lega 4,6 millj­arða króna í ár. Þá er ekki með­talið rúm­lega 1,1 millj­arðs króna fram­lag til kirkju­garða.

Auglýsing

3. Börn fylgdu lengi móður

Ára­tugum saman var skipu­lag mála hér­lendis þannig að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­­­­­­fé­lag móð­­­­­­ur. Það þurfti því sér­­­­­­stak­­­­­­lega að skrá sig úr trú­­­­­­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. Þessu var breytt árið 2013 og nú þurfa báðir for­eldrar að til­­­­heyra sama trú- og lífs­­­­skoð­un­­­­ar­­­­fé­lagi til að barnið sé skráð í félag, ann­­­­ars skrá­ist barnið utan­ ­trú­­­­fé­laga. Á sama tíma var ramm­inn utan um hvers kyns félög mættu skrá sig sem trú- og líf­­skoð­un­­ar­­fé­lög og þiggja sókn­­ar­­gjöld rýmk­að­­ur.

4. Nán­ast öll þjóðin var lengi vel í þjóð­kirkj­unni

Árið 1992 voru 92,2 pró­­­­­­sent lands­­­­­­manna skráðir í þjóð­kirkj­una. Á árunum fyrir hrun fjölg­aði alltaf lít­il­­­­lega í hópi þeirra sem skráðir voru í þjóð­­­­kirkj­una á milli ára þótt þeim Íslend­ingum sem fylgdu rík­­­­is­­­­trúnni fækk­­­­aði alltaf hlut­­­­falls­­­­lega.

5. Undir 70 pró­sent í fyrsta sinn

Frá árinu 2009 hefur með­­­­limum þjóð­­­­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. Þeir voru 236.260 í byrjun árs 2017, eða 69,9 pró­­­­sent mann­­­­fjöld­ans. Það var í fyrsta sinn síðan að mæl­ingar hófust sem að fjöldi með­­­­lima hennar fer undir 70 pró­­­­sent mann­­­­fjöld­ans.

6. 111 þús­und utan þjóð­kirkju

Þeir íslensku rík­­­­­­is­­­­­­borg­­­­­­arar sem kusu að standa utan þjóð­­­­­­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­­­­­­­­­­­ustu ald­­­­­­ar­­­­­­mót. Í dag eru 111.042 íbúar utan henn­ar, eða 32 pró­­­sent allra lands­­­manna. Fjöldi þeirra hefur því rúm­­­lega þre­fald­­­ast á þess­ari öld. Á síð­asta ári einu saman sögðu 3.738 manns sig úr þjóð­kirkj­unni, þar af 60 pró­sent á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins. Það er næst­­mesti fjöldi sem hefur sagt sig úr kirkj­unni á einu ári. Metið var sett á árinu 2010, þegar ásak­­anir um þöggun þjóð­­kirkj­unnar yfir meintum kyn­­ferð­is­­glæpum Ólafs Skúla­­son­­ar, fyrr­ver­andi bisk­­ups, voru settar fram. Þá fækk­­aði um 4.242 í þjóð­­kirkj­unni á einu ári.

7. Fjór­falt fleiri kaþ­ólikkar

Á sama tíma hefur með­limum ann­arra trú­fé­laga fjölgað mik­ið, en slík fá greidd sókn­ar­gjöld í sam­ræmi við með­lima­fjölda. Fjöldi þeirra sem skráðir eru í Kaþ­ólsku kirkj­una á Íslandi hefur næstum fjór­fald­­ast frá ald­­ar­­mót­­um. Þá voru 3.857 manns skráðir í kirkj­una en í byrjun árs 2017 voru þeir orðnir 12.901. Frá byrjun árs 2010 hefur kaþ­ólikkum á Íslandi fjölgað um yfir þrjú þús­und.

8. Miklu fleiri múslimar

Þeim sem skráðir eru í trú­­fé­lög múslima á Íslandi hefur einnig fjölgað mjög á und­an­­förnum árum. Árið 1998 voru 78 manns skráðir í Félag múslima á Íslandi. Árið 2017 voru þeir orðnir 542 tals­ins en frá 2010 hafa verið tvö trú­­fé­lög múslima hér­­­lend­­is. Hitt, Menn­ing­­ar­­setur múslima, var með 406 með­­limi skráða í byrjun árs í fyrra. Fjöldi múslima sem skráðir eru í trú­­fé­lög hér­­­lendis hefur því rúm­­lega tólf­fald­­ast á 19 árum.

9. Sið­mennt og zúistar trekkja að

Sið­mennt verið skráð lífs­­skoð­un­­ar­­fé­lag frá árinu 2013. Félagið er það eina sem berst bein­línis gegn sókn­­ar­­gjöldum og fyrir algjöru trú­frelsi. Með­­limir í Sið­­mennt voru í upp­­hafi árs 2017 1.789 tals­ins. Zúistum hefur líka fjölgað mikið á örfáum árum. Þeir voru tveir árið 2014 en fjöldi þeirra rauk upp í rúm­­lega þrjú þús­und í byrjun árs 2016, eftir að hópur manna taldi sig hafa tekið yfir félagið og ætl­­aði að end­­ur­greiða fólki þau sókn­­ar­­gjöld sem inn­­heimt yrði vegna þeirra. Síðan stóð yfir ára­löng bar­átta milli þess hóps og þeirra aðila sem áður höfðu farið með yfir­­ráð í félags­­­skapn­­um. Sú bar­átta end­aði með sigri hinna síð­­­ar­­nefndu. Zúistar fengu 32 millj­­ónir króna greiddar úr rík­­is­­sjóð vega sókn­­ar­gjalda á árinu 2016.

10. 22 þús­und utan trú­fé­laga

Fjöldi þeirra íbúa á Íslandi sem skráðir eru utan trú- og lífs­­­skoð­un­­­ar­­­fé­laga hefur rúm­­­lega tvö­­­fald­­­ast frá því í byrjun árs 2010. Þá voru þeir sem voru skráðir utan slíkra félaga 10.336 tals­ins. Heild­­­ar­­­fjöldi þeirra í dag er yfir 22 þús­und.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar