Áform um að greiða Valitor út í arð lögð til hliðar í bili

Aðalfundur Arion banka fer fram í dag.

20767550659_6c281d78d4_o.jpg
Auglýsing

Ekk­ert verður af því að Va­litor Hold­ing, dótt­ur­fé­lag Arion ­banka, verði aðgreint frá bank­an­um, áður en kemur að útboð­i og skrán­ingu, þannig að hluta­bréf greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­is­ins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hlut­hafa. 

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag, en aðal­fundur bank­ans fer fram í dag. 

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í vik­unni, þá stendur til að gera breyt­ingar á stjórn Arion banka, en Her­dís Dröfn Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóri Fram­taks­sjóðs Íslands, tekur sæti í stjórn­inni.

Auglýsing

„Meiri­hluti hlut­hafa, vog­un­ar­sjóð­ir og Kaup­þing, hefur sóst nokkuð eftir að Valitor yrði aðskil­ið frá sam­stæð­unni með arð­greiðslu. Við þá ráð­stöfun myndu sjóð­irn­ir og Gold­man Sachs, sem eiga um 32 ­pró­sent í Arion banka, jafn­fram­t eiga kaup­rétt að 21,4 pró­senta hlut til við­bótar í Valitor af Kaup­þing­i. Er kaup­rétt­ur­inn á tals­vert hærra verði en sem nemur bók­færðu virð­i Va­litors í reikn­ingum Arion banka. Slíkar arð­greiðslu­hug­myndir hafa ­mætt nokk­urri mót­stöðu. Þannig hafði Banka­sýslan, sem þangað til­ ­fyrir skemmstu hélt um 13 pró­senta hlut rík­is­ins í bank­an­um, kom­ið þeirri skoðun sinni skýrt á fram­færi að stofn­unin væri mót­fall­in því að ráð­stafa hluta­bréfum Valitor­s í formi arð­greiðslu. Fremur ætti að ­selja fyr­ir­tækið í opni sölu­ferli,“ segir í umfjöllun Frétta­blaðs­ins í dag.

Íslenska ríkið seldi 13 pró­­sent hlut sinn í bank­­anum fyrir 23,4 millj­­arða króna, á grund­velli kaup­réttar sem Kaup­­þing átti á hlut­un­um, sam­­kvæmt hlut­hafa­­sam­komu­lagi frá árinu 2009. 

Eigið fé bank­ans í lok árs í fyrra nam 225,7 millj­­örðum króna og heild­­ar­­eignir 1.147,8 millj­­örð­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent