11 færslur fundust merktar „valitor“

Valitor selt á 12,3 milljarða króna
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, sem hefur verið til sölu hjá Arion banka frá árinu 2018, hefur loksins verið selt. Með sölunni býst Arion banki við að umfram eigið fé sitt muni aukast um þrjá milljarða króna.
1. júlí 2021
Herdís Dröfn Fjeldsted tók upphaflega við starfi forstjóra Valitor tímabundið í mars í fyrra og var ráðin til frambúðar í starfið í nóvember.
Valitor tapaði 1,8 milljarði króna en bókfært virði jókst um tvo milljarða króna
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, í eigu Arion banka, hefur verið til sölu frá árinu 2018. Á þeim tíma hefur það tapað um 13 milljörðum króna. Varaformaður stjórnar bankans var ráðin forstjóri Valitor í nóvember í fyrra.
14. febrúar 2021
Valitor er greiðslumiðlunarfyrirtæki í eigu Arion banka.
Rekstrartap Valitor samtals 11,2 milljarðar króna á tveimur árum
Lykilbreyta í lélegri afkomu Arion banka í fyrra var dapur rekstur dótturfélagsins Valitor, sem er í söluferli. Alls nam rekstrartap þess tæpum tíu milljörðum króna og bókfært virði Valitor lækkaði um 9,3 milljarða á árinu 2019.
13. febrúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
24. janúar 2020
Arion banki ræðst í kostnaðarsamar aðgerðir til að laga rekstur Valitor
Arion banki bókfærði 600 milljóna króna kostnað vegna endurskipulagningar á Valitor á síðasta ársfjórðungi. Félagið hefur verið í miklum taprekstri og fjárfestingar í vörulínum ekki staðið undir væntingum.
1. janúar 2020
Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor, sem byggir starfsemi sína á grunni VISA Ísland, sem stofnað var 1983. Hann hefur stýrt fyrirtækinu frá árinu 2010.
Virði Valitor komið niður í 11,7 milljarða – Hefur lækkað um fjóra milljarða á árinu
Rekstur Valitor heldur áfram að vera erfiður. Fyrirtækið tapaði fjórum milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 og tekjur drógust saman um fjórðung milli ára. Fyrirtækið er til sölu en verðmiðinn heldur sífellt áfram að lækka.
31. október 2019
Valitor tengist meðal annars greiðslumiðlunarkerfum Visa.
Valitor tapaði 2,8 milljörðum á fyrri hluta árs
Bókfært virði Valitor heldur áfram að lækka og er nú 13,2 milljarðar króna. Landsbankinn, í eigu ríkisins, greiddi 426 milljónir króna af 1,2 milljarða króna skaðabótum vegna lokunar á Valitor á greiðslugátt Wikileaks.
9. ágúst 2019
Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor, sem byggir starfsemi sína á grunni VISA Ísland, sem stofnað var 1983.
Valitor tapaði 1,9 milljarði í fyrra eftir að hafa misst sinn stærsta samstarfsaðila
Valitor missti sinn stærsta viðskiptavin um mitt ár 2018. Félagið, sem skilaði 940 milljón króna hagnaði 2017, tapaði 1,9 milljarði króna í fyrra. Arion banki ætlar að selja Valitor á árinu 2019.
14. febrúar 2019
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor.
Landsréttur hafnaði beiðni Valitor gegn WikiLeaks
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna beiðni Valitor um nýtt mat á tjóni WikiLeaks var staðfestur af Landsrétti á þriðjudag. Tjónið var metið á 3,2 milljarða og kom til vegna lokunar Valitor á greiðslugátt WikiLeaks árið 2011.
19. júlí 2018
Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor.
Valitor Holding hagnaðist um milljarð – Valitor hf. tapaði hálfum
Valitor Holding hagnaðist um tæpan milljarð króna í fyrra. Ástæðan var m.a. áframhaldandi hagnaður vegna sölu Visa Europe. Rekstrarfélagið Valitor hf. tapaði um hálfum milljarði. Viðskipti við stóran kúnna, Stripe, munu dragast saman á næstu árum.
20. mars 2018
Ríkið getur ekki neitað að selja hlut sinn í Arion banka
Ganga þarf frá kaupum Kaupþings á 13 prósent hlut ríkisins í Arion banka í síðasta lagi 21. febrúar. Kauprétturinn er einhliða og ríkið getur ekki hafnað því að selja hlutinn. Hann byggir á samningi frá árinu 2009.
15. febrúar 2018