Valitor tapaði 2,8 milljörðum á fyrri hluta árs

Bókfært virði Valitor heldur áfram að lækka og er nú 13,2 milljarðar króna. Landsbankinn, í eigu ríkisins, greiddi 426 milljónir króna af 1,2 milljarða króna skaðabótum vegna lokunar á Valitor á greiðslugátt Wikileaks.

Valitor tengist meðal annars greiðslumiðlunarkerfum Visa.
Valitor tengist meðal annars greiðslumiðlunarkerfum Visa.
Auglýsing

Valitor Hold­ing, dótt­ur­fé­lag Arion banka sem á greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Valitor, tap­aði 2,8 millj­örðum króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Bók­fært virði félags­ins, sem er til sölu, er nú 13,2 millj­arðar króna en var 15,8 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Það hefur því lækkað um 2,6 millj­arða króna á síð­ustu sex mán­uð­um. Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi Arion banka sem birtur var í gær­kvöld­i. 

Va­litor Hold­ing tap­aði 1,9 millj­­arði króna í fyrra. Félagið hafði skilað um 940 milljón króna hagn­aði ári áður. 

Einn stærsti við­­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­ar­við­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars í fyrra að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess, sam­­kvæmt afkomutil­kynn­ingu frá Valitor sem send var út fyrr á þessu ári, að velta fyr­ir­tæk­is­ins flutt­ist frá Valitor sem „hafði tals­verð áhrif á vöxt tekna og við­­skipta Valitor á árin­u.“

Arion banki ætlar sér að selja Valitor á næstu tólf mán­uðum og hefur ráðið alþjóð­­lega bank­ann Citi til að veita sölu­ráð­­gjöf. 

Lands­bank­inn borg­aði 426 millj­ónir af skaða­bótum Valitor

Valitor samdi fyrr á þessu ári um að greiða Datacell og Suns­hine Press Prod­uct­ions, félagi tengt Wiki­leaks, 1,2 millj­arða króna fyrr á þessu ári í skaða­bæt­ur. Sú greiðsla beit fast í rekstur félags­ins. 

Auglýsing
Landsbankinn, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, greiddi alls 426 millj­ónir króna af af þeim bót­um. Ástæða þess að Lands­bank­inn greiddi hluta skaða­bót­anna er sú að bank­inn átti 38,62 pró­sent í Valitor þegar broti var gegn ofan­greindum félög­um. Þegar Lands­bank­inn seldi Arion banka hlut sinn í Valitor í des­em­ber 2014 var kveðið á um það í kaup­samn­ingi að hann myndi halda Arion banka skað­lausum í mál­inu í hlut­falli við seldan eign­ar­hlut. Því greiddi Lands­bank­inn Arion banka 426 millj­ónir króna þegar sátt lá fyrir í mál­inu, í sam­ræmi við það sam­komu­lag. Valitor, dótt­ur­fé­lag Arion banka, greiddi svo bæt­urn­ar. Nei­kvæð áhrif þess á efna­hags­reikn­ing Arion banka voru um 600 millj­ónir króna á fyrri hluta árs að teknu til­liti til skatta.

Fjallað er um sam­komu­lagið í árs­hluta­reikn­ingum bæði Lands­bank­ans og Arion banka. Í reikn­ingi Arion banka segir að Suns­hnie Press Prod­uct­ion hafi fengið greitt 1.140 millj­ónir króna í bætur en Datacell 60 millj­ónir króna. Nú standa yfir deilur á milli þeirra félaga um hlut­deild Datacell, sem vill hærri hluta heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. 

Lok­uðu greiðslu­gátt

Málið á rætur sínar í að Wiki­leaks tók við styrkjum fyrir starf­­­semi sína í gegnum greiðslu­­­gátt sem Datacell og Suns­hine ­Press Prod­uct­ion ráku. Greiðslu­­­gáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor ­samn­ingnum fyr­ir­vara­­­laust. Með dómi árið 2013 komst Hæst­i­­­réttur að því að rift­unin hafi veri ólög­­­mæt, og hefur síðan verið deilt um skað­ann og skaða­bætur vegna fyrr­­­nefndrar aðgerð­­­ar. 

Auglýsing
Gátt­in var alls lokuð í 617 daga og dóm­kvaddir mats­­menn mátu tjónið á 3,2 millj­­arða króna en dóm­­­ar­ar í mál­inu töldu að veik­­­leik­ar væru á þeim for­­­send­um sem ­töl­fræð­i­­leg­ir út­­­reikn­ing­ar mats­­­manna byggð­ust á og því væri ekki unnt að leggja nið­­ur­­­­stöðu mats­­­gerð­­ar­­inn­ar til grund­vall­ar sem sönn­un­­­ar­­­gagn um um­­­fang tjóns­ins. Krafa um vexti og drátt­­­ar­vexti aft­ur í tím­ann kom ekki til álita en krafa Datacell og ­Suns­hine ­Press Prod­uct­ion í mál­inu hljóð­aði upp á 8,1 millj­­arð króna.

Valitor sendi frá sér til­­kynn­ingu í kjöl­far dóms­ins í apríl og sagði félagið að nið­­ur­­staða Hér­­aðs­­dóms kæmi mjög á óvart og að fyr­ir­tækið myndi fara yfir dóms­n­ið­­ur­­stöð­una og vænt­an­­lega áfrýja mál­inu til Lands­rétt­­ar. Í kjöl­farið náð­ist sátt milli deilu­að­ila um greiðslu á 1,2 millj­arði króna í skaða­bæt­ur.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent