Valitor tapaði 2,8 milljörðum á fyrri hluta árs

Bókfært virði Valitor heldur áfram að lækka og er nú 13,2 milljarðar króna. Landsbankinn, í eigu ríkisins, greiddi 426 milljónir króna af 1,2 milljarða króna skaðabótum vegna lokunar á Valitor á greiðslugátt Wikileaks.

Valitor tengist meðal annars greiðslumiðlunarkerfum Visa.
Valitor tengist meðal annars greiðslumiðlunarkerfum Visa.
Auglýsing

Valitor Hold­ing, dótt­ur­fé­lag Arion banka sem á greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Valitor, tap­aði 2,8 millj­örðum króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Bók­fært virði félags­ins, sem er til sölu, er nú 13,2 millj­arðar króna en var 15,8 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Það hefur því lækkað um 2,6 millj­arða króna á síð­ustu sex mán­uð­um. Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi Arion banka sem birtur var í gær­kvöld­i. 

Va­litor Hold­ing tap­aði 1,9 millj­­arði króna í fyrra. Félagið hafði skilað um 940 milljón króna hagn­aði ári áður. 

Einn stærsti við­­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­ar­við­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars í fyrra að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess, sam­­kvæmt afkomutil­kynn­ingu frá Valitor sem send var út fyrr á þessu ári, að velta fyr­ir­tæk­is­ins flutt­ist frá Valitor sem „hafði tals­verð áhrif á vöxt tekna og við­­skipta Valitor á árin­u.“

Arion banki ætlar sér að selja Valitor á næstu tólf mán­uðum og hefur ráðið alþjóð­­lega bank­ann Citi til að veita sölu­ráð­­gjöf. 

Lands­bank­inn borg­aði 426 millj­ónir af skaða­bótum Valitor

Valitor samdi fyrr á þessu ári um að greiða Datacell og Suns­hine Press Prod­uct­ions, félagi tengt Wiki­leaks, 1,2 millj­arða króna fyrr á þessu ári í skaða­bæt­ur. Sú greiðsla beit fast í rekstur félags­ins. 

Auglýsing
Landsbankinn, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, greiddi alls 426 millj­ónir króna af af þeim bót­um. Ástæða þess að Lands­bank­inn greiddi hluta skaða­bót­anna er sú að bank­inn átti 38,62 pró­sent í Valitor þegar broti var gegn ofan­greindum félög­um. Þegar Lands­bank­inn seldi Arion banka hlut sinn í Valitor í des­em­ber 2014 var kveðið á um það í kaup­samn­ingi að hann myndi halda Arion banka skað­lausum í mál­inu í hlut­falli við seldan eign­ar­hlut. Því greiddi Lands­bank­inn Arion banka 426 millj­ónir króna þegar sátt lá fyrir í mál­inu, í sam­ræmi við það sam­komu­lag. Valitor, dótt­ur­fé­lag Arion banka, greiddi svo bæt­urn­ar. Nei­kvæð áhrif þess á efna­hags­reikn­ing Arion banka voru um 600 millj­ónir króna á fyrri hluta árs að teknu til­liti til skatta.

Fjallað er um sam­komu­lagið í árs­hluta­reikn­ingum bæði Lands­bank­ans og Arion banka. Í reikn­ingi Arion banka segir að Suns­hnie Press Prod­uct­ion hafi fengið greitt 1.140 millj­ónir króna í bætur en Datacell 60 millj­ónir króna. Nú standa yfir deilur á milli þeirra félaga um hlut­deild Datacell, sem vill hærri hluta heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. 

Lok­uðu greiðslu­gátt

Málið á rætur sínar í að Wiki­leaks tók við styrkjum fyrir starf­­­semi sína í gegnum greiðslu­­­gátt sem Datacell og Suns­hine ­Press Prod­uct­ion ráku. Greiðslu­­­gáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor ­samn­ingnum fyr­ir­vara­­­laust. Með dómi árið 2013 komst Hæst­i­­­réttur að því að rift­unin hafi veri ólög­­­mæt, og hefur síðan verið deilt um skað­ann og skaða­bætur vegna fyrr­­­nefndrar aðgerð­­­ar. 

Auglýsing
Gátt­in var alls lokuð í 617 daga og dóm­kvaddir mats­­menn mátu tjónið á 3,2 millj­­arða króna en dóm­­­ar­ar í mál­inu töldu að veik­­­leik­ar væru á þeim for­­­send­um sem ­töl­fræð­i­­leg­ir út­­­reikn­ing­ar mats­­­manna byggð­ust á og því væri ekki unnt að leggja nið­­ur­­­­stöðu mats­­­gerð­­ar­­inn­ar til grund­vall­ar sem sönn­un­­­ar­­­gagn um um­­­fang tjóns­ins. Krafa um vexti og drátt­­­ar­vexti aft­ur í tím­ann kom ekki til álita en krafa Datacell og ­Suns­hine ­Press Prod­uct­ion í mál­inu hljóð­aði upp á 8,1 millj­­arð króna.

Valitor sendi frá sér til­­kynn­ingu í kjöl­far dóms­ins í apríl og sagði félagið að nið­­ur­­staða Hér­­aðs­­dóms kæmi mjög á óvart og að fyr­ir­tækið myndi fara yfir dóms­n­ið­­ur­­stöð­una og vænt­an­­lega áfrýja mál­inu til Lands­rétt­­ar. Í kjöl­farið náð­ist sátt milli deilu­að­ila um greiðslu á 1,2 millj­arði króna í skaða­bæt­ur.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent