Valitor tapaði 2,8 milljörðum á fyrri hluta árs

Bókfært virði Valitor heldur áfram að lækka og er nú 13,2 milljarðar króna. Landsbankinn, í eigu ríkisins, greiddi 426 milljónir króna af 1,2 milljarða króna skaðabótum vegna lokunar á Valitor á greiðslugátt Wikileaks.

Valitor tengist meðal annars greiðslumiðlunarkerfum Visa.
Valitor tengist meðal annars greiðslumiðlunarkerfum Visa.
Auglýsing

Valitor Hold­ing, dótt­ur­fé­lag Arion banka sem á greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Valitor, tap­aði 2,8 millj­örðum króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Bók­fært virði félags­ins, sem er til sölu, er nú 13,2 millj­arðar króna en var 15,8 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Það hefur því lækkað um 2,6 millj­arða króna á síð­ustu sex mán­uð­um. Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi Arion banka sem birtur var í gær­kvöld­i. 

Va­litor Hold­ing tap­aði 1,9 millj­­arði króna í fyrra. Félagið hafði skilað um 940 milljón króna hagn­aði ári áður. 

Einn stærsti við­­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­ar­við­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars í fyrra að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess, sam­­kvæmt afkomutil­kynn­ingu frá Valitor sem send var út fyrr á þessu ári, að velta fyr­ir­tæk­is­ins flutt­ist frá Valitor sem „hafði tals­verð áhrif á vöxt tekna og við­­skipta Valitor á árin­u.“

Arion banki ætlar sér að selja Valitor á næstu tólf mán­uðum og hefur ráðið alþjóð­­lega bank­ann Citi til að veita sölu­ráð­­gjöf. 

Lands­bank­inn borg­aði 426 millj­ónir af skaða­bótum Valitor

Valitor samdi fyrr á þessu ári um að greiða Datacell og Suns­hine Press Prod­uct­ions, félagi tengt Wiki­leaks, 1,2 millj­arða króna fyrr á þessu ári í skaða­bæt­ur. Sú greiðsla beit fast í rekstur félags­ins. 

Auglýsing
Landsbankinn, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, greiddi alls 426 millj­ónir króna af af þeim bót­um. Ástæða þess að Lands­bank­inn greiddi hluta skaða­bót­anna er sú að bank­inn átti 38,62 pró­sent í Valitor þegar broti var gegn ofan­greindum félög­um. Þegar Lands­bank­inn seldi Arion banka hlut sinn í Valitor í des­em­ber 2014 var kveðið á um það í kaup­samn­ingi að hann myndi halda Arion banka skað­lausum í mál­inu í hlut­falli við seldan eign­ar­hlut. Því greiddi Lands­bank­inn Arion banka 426 millj­ónir króna þegar sátt lá fyrir í mál­inu, í sam­ræmi við það sam­komu­lag. Valitor, dótt­ur­fé­lag Arion banka, greiddi svo bæt­urn­ar. Nei­kvæð áhrif þess á efna­hags­reikn­ing Arion banka voru um 600 millj­ónir króna á fyrri hluta árs að teknu til­liti til skatta.

Fjallað er um sam­komu­lagið í árs­hluta­reikn­ingum bæði Lands­bank­ans og Arion banka. Í reikn­ingi Arion banka segir að Suns­hnie Press Prod­uct­ion hafi fengið greitt 1.140 millj­ónir króna í bætur en Datacell 60 millj­ónir króna. Nú standa yfir deilur á milli þeirra félaga um hlut­deild Datacell, sem vill hærri hluta heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. 

Lok­uðu greiðslu­gátt

Málið á rætur sínar í að Wiki­leaks tók við styrkjum fyrir starf­­­semi sína í gegnum greiðslu­­­gátt sem Datacell og Suns­hine ­Press Prod­uct­ion ráku. Greiðslu­­­gáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor ­samn­ingnum fyr­ir­vara­­­laust. Með dómi árið 2013 komst Hæst­i­­­réttur að því að rift­unin hafi veri ólög­­­mæt, og hefur síðan verið deilt um skað­ann og skaða­bætur vegna fyrr­­­nefndrar aðgerð­­­ar. 

Auglýsing
Gátt­in var alls lokuð í 617 daga og dóm­kvaddir mats­­menn mátu tjónið á 3,2 millj­­arða króna en dóm­­­ar­ar í mál­inu töldu að veik­­­leik­ar væru á þeim for­­­send­um sem ­töl­fræð­i­­leg­ir út­­­reikn­ing­ar mats­­­manna byggð­ust á og því væri ekki unnt að leggja nið­­ur­­­­stöðu mats­­­gerð­­ar­­inn­ar til grund­vall­ar sem sönn­un­­­ar­­­gagn um um­­­fang tjóns­ins. Krafa um vexti og drátt­­­ar­vexti aft­ur í tím­ann kom ekki til álita en krafa Datacell og ­Suns­hine ­Press Prod­uct­ion í mál­inu hljóð­aði upp á 8,1 millj­­arð króna.

Valitor sendi frá sér til­­kynn­ingu í kjöl­far dóms­ins í apríl og sagði félagið að nið­­ur­­staða Hér­­aðs­­dóms kæmi mjög á óvart og að fyr­ir­tækið myndi fara yfir dóms­n­ið­­ur­­stöð­una og vænt­an­­lega áfrýja mál­inu til Lands­rétt­­ar. Í kjöl­farið náð­ist sátt milli deilu­að­ila um greiðslu á 1,2 millj­arði króna í skaða­bæt­ur.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent