Arion banki hagnaðist um 2,1 milljarð – Ekki nógu gott segir bankastjórinn

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að afkoma bankans á öðrum ársfjórðungi hafi ekki verið nógu góð. Arðsemi eigin fjár bankans var 4,3 prósent.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki hagn­að­ist um 2,1 millj­arð króna á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins 2019. Það er umtals­vert minni hagn­aður en á sama tíma­bili í fyrra þegar hann var 3,1 millj­arður króna. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins nemur hagn­aður bank­ans alls 3,1 millj­arði króna en var fimm millj­arðar króna á sama tíma­bili í fyrra. Þetta kemur fram í hálfs­árs­upp­gjöri Arion banka sem birt var í dag. 

Arð­semi eigin fjár Arion banka var áfram að vera slök á árs­fjórð­ungn­um, eða 4,3 pró­sent. Hún var 5,9 pró­sent á sama tíma­bili í fyrra en ein­ungis 2,1 pró­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2019. Helsta ástæðan fyrir slakri arð­semi er Valitor, dótt­ur­fé­lag bank­ans sem er til sölu, en arð­semi eigin frá væri 6,6 pró­sent ef Valitor er und­an­skil­ið.

Eigið fé bank­ans var 195 millj­arðar króna og eignir þess 1.233 millj­arðar króna í lok árs­fjórð­ungs­ins. Eig­in­fjár­hlut­fallið var því 22,8 pró­sent í lok júní.

Auglýsing

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, segir að afkoman á árs­fjórð­ungnum hafi ekki verið nógu góð. „Það er engu að síður jákvætt að grunn­starf­semi bank­ans þró­ast í rétta átt og hreinar vaxta­tekjur halda áfram að vaxa, hvort sem við miðum við fyrsta árs­fjórð­ung þessa árs eða annan árs­fjórð­ung síð­asta árs. Gæði lána­bókar bank­ans eru áfram góð en nokkuð hefur hægt á í efna­hags­lífi lands­ins og má sjá þess ann­ars vegar merki í sam­drætti lána­bókar og hins vegar í nið­ur­færslum lána. Sam­setn­ing lána­bók­ar­innar er jafn­framt að breyt­ast sem end­ur­speglar áherslu bank­ans á arð­semi umfram vöxt. Þókn­ana­tekjur eru áfram stöðugar og afkoma af trygg­inga­starf­semi Varð­ar, dótt­ur­fé­lags bank­ans, var góð á tíma­bil­inu. Kostn­aður í starf­semi bank­ans er að þró­ast með réttum hætti en eitt af verk­efnum okkar á næst­unni verður að gera enn betur í þeim efn­um.“

Hann segir að fyrir liggi að hefja vinnu við að móta áherslur í stefnu og starf­semi bank­ans til næstu ára svo bank­inn sé sem best í stakk búinn til að mæta þeim miklu breyt­ingum sem eru að eiga sér stað á fjár­mála­þjón­ustu. „Við munum horfa til ýmissa þátta í starf­semi bank­ans, t.a.m. eig­in­fjár­skip­an, gæða lána­safns og auk­innar áhættu­dreif­ingar sem og skil­virkni í starf­sem­inni, ekki síst í tengslum við aukið vægi staf­rænna lausna. Mark­miðið er að styrkja stöðu bank­ans enn frekar, auka arð­semi og tryggja að bank­inn verði áfram í far­ar­broddi þegar kemur að nútíma­legri fjár­mála­þjón­ust­u.“

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent