Arion banki hagnaðist um 2,1 milljarð – Ekki nógu gott segir bankastjórinn

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að afkoma bankans á öðrum ársfjórðungi hafi ekki verið nógu góð. Arðsemi eigin fjár bankans var 4,3 prósent.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki hagn­að­ist um 2,1 millj­arð króna á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins 2019. Það er umtals­vert minni hagn­aður en á sama tíma­bili í fyrra þegar hann var 3,1 millj­arður króna. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins nemur hagn­aður bank­ans alls 3,1 millj­arði króna en var fimm millj­arðar króna á sama tíma­bili í fyrra. Þetta kemur fram í hálfs­árs­upp­gjöri Arion banka sem birt var í dag. 

Arð­semi eigin fjár Arion banka var áfram að vera slök á árs­fjórð­ungn­um, eða 4,3 pró­sent. Hún var 5,9 pró­sent á sama tíma­bili í fyrra en ein­ungis 2,1 pró­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2019. Helsta ástæðan fyrir slakri arð­semi er Valitor, dótt­ur­fé­lag bank­ans sem er til sölu, en arð­semi eigin frá væri 6,6 pró­sent ef Valitor er und­an­skil­ið.

Eigið fé bank­ans var 195 millj­arðar króna og eignir þess 1.233 millj­arðar króna í lok árs­fjórð­ungs­ins. Eig­in­fjár­hlut­fallið var því 22,8 pró­sent í lok júní.

Auglýsing

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, segir að afkoman á árs­fjórð­ungnum hafi ekki verið nógu góð. „Það er engu að síður jákvætt að grunn­starf­semi bank­ans þró­ast í rétta átt og hreinar vaxta­tekjur halda áfram að vaxa, hvort sem við miðum við fyrsta árs­fjórð­ung þessa árs eða annan árs­fjórð­ung síð­asta árs. Gæði lána­bókar bank­ans eru áfram góð en nokkuð hefur hægt á í efna­hags­lífi lands­ins og má sjá þess ann­ars vegar merki í sam­drætti lána­bókar og hins vegar í nið­ur­færslum lána. Sam­setn­ing lána­bók­ar­innar er jafn­framt að breyt­ast sem end­ur­speglar áherslu bank­ans á arð­semi umfram vöxt. Þókn­ana­tekjur eru áfram stöðugar og afkoma af trygg­inga­starf­semi Varð­ar, dótt­ur­fé­lags bank­ans, var góð á tíma­bil­inu. Kostn­aður í starf­semi bank­ans er að þró­ast með réttum hætti en eitt af verk­efnum okkar á næst­unni verður að gera enn betur í þeim efn­um.“

Hann segir að fyrir liggi að hefja vinnu við að móta áherslur í stefnu og starf­semi bank­ans til næstu ára svo bank­inn sé sem best í stakk búinn til að mæta þeim miklu breyt­ingum sem eru að eiga sér stað á fjár­mála­þjón­ustu. „Við munum horfa til ýmissa þátta í starf­semi bank­ans, t.a.m. eig­in­fjár­skip­an, gæða lána­safns og auk­innar áhættu­dreif­ingar sem og skil­virkni í starf­sem­inni, ekki síst í tengslum við aukið vægi staf­rænna lausna. Mark­miðið er að styrkja stöðu bank­ans enn frekar, auka arð­semi og tryggja að bank­inn verði áfram í far­ar­broddi þegar kemur að nútíma­legri fjár­mála­þjón­ust­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent