Arion banki hagnaðist um 2,1 milljarð – Ekki nógu gott segir bankastjórinn

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að afkoma bankans á öðrum ársfjórðungi hafi ekki verið nógu góð. Arðsemi eigin fjár bankans var 4,3 prósent.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki hagnaðist um 2,1 milljarð króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2019. Það er umtalsvert minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann var 3,1 milljarður króna. Á fyrstu sex mánuðum ársins nemur hagnaður bankans alls 3,1 milljarði króna en var fimm milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri Arion banka sem birt var í dag. 

Arðsemi eigin fjár Arion banka var áfram að vera slök á ársfjórðungnum, eða 4,3 prósent. Hún var 5,9 prósent á sama tímabili í fyrra en einungis 2,1 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins 2019. Helsta ástæðan fyrir slakri arðsemi er Valitor, dótturfélag bankans sem er til sölu, en arðsemi eigin frá væri 6,6 prósent ef Valitor er undanskilið.

Eigið fé bankans var 195 milljarðar króna og eignir þess 1.233 milljarðar króna í lok ársfjórðungsins. Eiginfjárhlutfallið var því 22,8 prósent í lok júní.

Auglýsing

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að afkoman á ársfjórðungnum hafi ekki verið nógu góð. „Það er engu að síður jákvætt að grunnstarfsemi bankans þróast í rétta átt og hreinar vaxtatekjur halda áfram að vaxa, hvort sem við miðum við fyrsta ársfjórðung þessa árs eða annan ársfjórðung síðasta árs. Gæði lánabókar bankans eru áfram góð en nokkuð hefur hægt á í efnahagslífi landsins og má sjá þess annars vegar merki í samdrætti lánabókar og hins vegar í niðurfærslum lána. Samsetning lánabókarinnar er jafnframt að breytast sem endurspeglar áherslu bankans á arðsemi umfram vöxt. Þóknanatekjur eru áfram stöðugar og afkoma af tryggingastarfsemi Varðar, dótturfélags bankans, var góð á tímabilinu. Kostnaður í starfsemi bankans er að þróast með réttum hætti en eitt af verkefnum okkar á næstunni verður að gera enn betur í þeim efnum.“

Hann segir að fyrir liggi að hefja vinnu við að móta áherslur í stefnu og starfsemi bankans til næstu ára svo bankinn sé sem best í stakk búinn til að mæta þeim miklu breytingum sem eru að eiga sér stað á fjármálaþjónustu. „Við munum horfa til ýmissa þátta í starfsemi bankans, t.a.m. eiginfjárskipan, gæða lánasafns og aukinnar áhættudreifingar sem og skilvirkni í starfseminni, ekki síst í tengslum við aukið vægi stafrænna lausna. Markmiðið er að styrkja stöðu bankans enn frekar, auka arðsemi og tryggja að bankinn verði áfram í fararbroddi þegar kemur að nútímalegri fjármálaþjónustu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent