Allt að 15 milljarðar í stuðning við sameiningu sveitarfélaga

Í þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er lagt til að lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga verði breytt til að styðja við sameiningu sveitarfélaga og að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga mun verða veittar heim­ildir í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga til að leggja árlega til hliðar fjár­muni til að mæta kostn­aði vegna nýrra reglna um fjár­hags­legan stuðn­ing við sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga. Þannig muni sjóð­ur­inn styðja við sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga, verði þings­á­lykt­un­ar­til­laga Sig­­urðar Inga Jóhanns­­son­­ar, sam­­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, sam­­þykkt. 

Þings­á­­lykt­un­­ar­til­lagan er stefn­u­­mót­andi áætlun í mál­efn­um sveit­­ar­­fé­laga fyrir árin 2019-2033 og aðgerða­á­ætlun fyrir árin 2019-2023. Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er lagt til að stuðn­ingur við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga verði stór­auk­inn.

Auglýsing
Sjóðnum verði jafn­framt veittar heim­ildir í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga til að leggja árlega til hliðar fjár­magn til að mæta kostn­aði vegna nýrra reglna um fjár­hags­legan stuðn­ing við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga. Verk­efnið verður á ábyrgð sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins en í sam­starfi við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga, ráð­gjaf­ar­nefnd Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga og sveit­ar­fé­lög og unnið á tíma­bil­inu 2019 til 2026.

Þá stendur til að styrkja tekju­stofna sveit­ar­fé­laga og auka fjár­hags­lega sjálf­bærni þeirra. Til að mynda yrði gistin­átta­gjald fært til sveit­ar­fé­lag­anna, verði þings­á­lykt­un­ar­til­lagan sam­þykkt. 

Meðal til­lagn­anna er að Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga verði end­ur­skoð­aður í heild fyrir almennar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 2022 og breyt­ingar inn­leiddar í áföngum á því kjör­tíma­bili. Mark­miðið end­ur­skoð­unar yrði að auka jöfnuð sem styður við lang­tíma­stefnu­mót­un, meðal ann­ars á sviði opin­berra fjár­mála.

Aðstoð í allt að fimm ár

„Stuðn­ing­ur­inn getur verið í ýmsu formi, svo sem þátt­töku í kostn­aði við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd sam­ein­ing­ar, fram­lögum til að mæta tekju­tapi vegna lækk­unar á jöfn­un­ar­fram­lögum og með fram­lögum til að stuðla að end­ur­skipu­lagn­ingu þjón­ustu og stjórn­sýslu í kjöl­far sam­ein­ing­ar, þ.m.t. fram­lögum fyrir allt að 50% stofn­kostn­aðar grunn­skóla­mann­virkja og leik­skóla,“ segir í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Aðstoð­ina má veita í allt að fimm ár frá og með sam­ein­ing­ar­ári, á grund­velli reglna sem ráð­herra setur að feng­inni umsögn Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, sbr. 98. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga, að því er segir í til­lög­unni.

Sjóð­ur­inn fái heim­ild frá árinu 2020

„Allt að 15 millj­arðar gætu farið í þennan stuðn­ing á tíma­bil­inu, þ.e. fram til árs­ins 2026 er 1.000 íbúa­markið tekur gildi og í allt að sjö ár eftir það, sem væri end­an­legur útgreiðslu­tími. Nefndin leggur til að sjóð­ur­inn fái heim­ild strax á árinu 2020 til að hefja söfnun í sjóð sem mætir þessum kostn­aði, auk þess sem reglur um fram­kvæmd stuðn­ings yrðu end­ur­skoð­aðar í heild sinn­i,“ segir í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i. 

Í álykt­un­inni segir að tekju­stofnar sveit­ar­fé­laga skipt­ist í stórum drátt­um  útsvar, fast­eigna­skatt og fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga, en auk þess inn­heimta sveit­ar­fé­lögin ýmsar þjón­ustu­tekjur og tekjur af eigin stofn­unum og fyr­ir­tækj­um, það er af eignum sín­um, eigin atvinnu­rekstri og stofn­unum sem reknar eru í almenn­ings­þágu, svo sem vatns­veit­um, raf­magns­veitum og hita­veit­um.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent