Allt að 15 milljarðar í stuðning við sameiningu sveitarfélaga

Í þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er lagt til að lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga verði breytt til að styðja við sameiningu sveitarfélaga og að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga mun verða veittar heim­ildir í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga til að leggja árlega til hliðar fjár­muni til að mæta kostn­aði vegna nýrra reglna um fjár­hags­legan stuðn­ing við sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga. Þannig muni sjóð­ur­inn styðja við sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga, verði þings­á­lykt­un­ar­til­laga Sig­­urðar Inga Jóhanns­­son­­ar, sam­­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, sam­­þykkt. 

Þings­á­­lykt­un­­ar­til­lagan er stefn­u­­mót­andi áætlun í mál­efn­um sveit­­ar­­fé­laga fyrir árin 2019-2033 og aðgerða­á­ætlun fyrir árin 2019-2023. Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er lagt til að stuðn­ingur við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga verði stór­auk­inn.

Auglýsing
Sjóðnum verði jafn­framt veittar heim­ildir í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga til að leggja árlega til hliðar fjár­magn til að mæta kostn­aði vegna nýrra reglna um fjár­hags­legan stuðn­ing við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga. Verk­efnið verður á ábyrgð sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins en í sam­starfi við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga, ráð­gjaf­ar­nefnd Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga og sveit­ar­fé­lög og unnið á tíma­bil­inu 2019 til 2026.

Þá stendur til að styrkja tekju­stofna sveit­ar­fé­laga og auka fjár­hags­lega sjálf­bærni þeirra. Til að mynda yrði gistin­átta­gjald fært til sveit­ar­fé­lag­anna, verði þings­á­lykt­un­ar­til­lagan sam­þykkt. 

Meðal til­lagn­anna er að Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga verði end­ur­skoð­aður í heild fyrir almennar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 2022 og breyt­ingar inn­leiddar í áföngum á því kjör­tíma­bili. Mark­miðið end­ur­skoð­unar yrði að auka jöfnuð sem styður við lang­tíma­stefnu­mót­un, meðal ann­ars á sviði opin­berra fjár­mála.

Aðstoð í allt að fimm ár

„Stuðn­ing­ur­inn getur verið í ýmsu formi, svo sem þátt­töku í kostn­aði við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd sam­ein­ing­ar, fram­lögum til að mæta tekju­tapi vegna lækk­unar á jöfn­un­ar­fram­lögum og með fram­lögum til að stuðla að end­ur­skipu­lagn­ingu þjón­ustu og stjórn­sýslu í kjöl­far sam­ein­ing­ar, þ.m.t. fram­lögum fyrir allt að 50% stofn­kostn­aðar grunn­skóla­mann­virkja og leik­skóla,“ segir í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Aðstoð­ina má veita í allt að fimm ár frá og með sam­ein­ing­ar­ári, á grund­velli reglna sem ráð­herra setur að feng­inni umsögn Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, sbr. 98. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga, að því er segir í til­lög­unni.

Sjóð­ur­inn fái heim­ild frá árinu 2020

„Allt að 15 millj­arðar gætu farið í þennan stuðn­ing á tíma­bil­inu, þ.e. fram til árs­ins 2026 er 1.000 íbúa­markið tekur gildi og í allt að sjö ár eftir það, sem væri end­an­legur útgreiðslu­tími. Nefndin leggur til að sjóð­ur­inn fái heim­ild strax á árinu 2020 til að hefja söfnun í sjóð sem mætir þessum kostn­aði, auk þess sem reglur um fram­kvæmd stuðn­ings yrðu end­ur­skoð­aðar í heild sinn­i,“ segir í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i. 

Í álykt­un­inni segir að tekju­stofnar sveit­ar­fé­laga skipt­ist í stórum drátt­um  útsvar, fast­eigna­skatt og fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga, en auk þess inn­heimta sveit­ar­fé­lögin ýmsar þjón­ustu­tekjur og tekjur af eigin stofn­unum og fyr­ir­tækj­um, það er af eignum sín­um, eigin atvinnu­rekstri og stofn­unum sem reknar eru í almenn­ings­þágu, svo sem vatns­veit­um, raf­magns­veitum og hita­veit­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent