Allt að 15 milljarðar í stuðning við sameiningu sveitarfélaga

Í þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er lagt til að lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga verði breytt til að styðja við sameiningu sveitarfélaga og að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga mun verða veittar heim­ildir í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga til að leggja árlega til hliðar fjár­muni til að mæta kostn­aði vegna nýrra reglna um fjár­hags­legan stuðn­ing við sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga. Þannig muni sjóð­ur­inn styðja við sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga, verði þings­á­lykt­un­ar­til­laga Sig­­urðar Inga Jóhanns­­son­­ar, sam­­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, sam­­þykkt. 

Þings­á­­lykt­un­­ar­til­lagan er stefn­u­­mót­andi áætlun í mál­efn­um sveit­­ar­­fé­laga fyrir árin 2019-2033 og aðgerða­á­ætlun fyrir árin 2019-2023. Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er lagt til að stuðn­ingur við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga verði stór­auk­inn.

Auglýsing
Sjóðnum verði jafn­framt veittar heim­ildir í lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga til að leggja árlega til hliðar fjár­magn til að mæta kostn­aði vegna nýrra reglna um fjár­hags­legan stuðn­ing við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga. Verk­efnið verður á ábyrgð sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins en í sam­starfi við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga, ráð­gjaf­ar­nefnd Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga og sveit­ar­fé­lög og unnið á tíma­bil­inu 2019 til 2026.

Þá stendur til að styrkja tekju­stofna sveit­ar­fé­laga og auka fjár­hags­lega sjálf­bærni þeirra. Til að mynda yrði gistin­átta­gjald fært til sveit­ar­fé­lag­anna, verði þings­á­lykt­un­ar­til­lagan sam­þykkt. 

Meðal til­lagn­anna er að Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga verði end­ur­skoð­aður í heild fyrir almennar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 2022 og breyt­ingar inn­leiddar í áföngum á því kjör­tíma­bili. Mark­miðið end­ur­skoð­unar yrði að auka jöfnuð sem styður við lang­tíma­stefnu­mót­un, meðal ann­ars á sviði opin­berra fjár­mála.

Aðstoð í allt að fimm ár

„Stuðn­ing­ur­inn getur verið í ýmsu formi, svo sem þátt­töku í kostn­aði við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd sam­ein­ing­ar, fram­lögum til að mæta tekju­tapi vegna lækk­unar á jöfn­un­ar­fram­lögum og með fram­lögum til að stuðla að end­ur­skipu­lagn­ingu þjón­ustu og stjórn­sýslu í kjöl­far sam­ein­ing­ar, þ.m.t. fram­lögum fyrir allt að 50% stofn­kostn­aðar grunn­skóla­mann­virkja og leik­skóla,“ segir í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Aðstoð­ina má veita í allt að fimm ár frá og með sam­ein­ing­ar­ári, á grund­velli reglna sem ráð­herra setur að feng­inni umsögn Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, sbr. 98. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga, að því er segir í til­lög­unni.

Sjóð­ur­inn fái heim­ild frá árinu 2020

„Allt að 15 millj­arðar gætu farið í þennan stuðn­ing á tíma­bil­inu, þ.e. fram til árs­ins 2026 er 1.000 íbúa­markið tekur gildi og í allt að sjö ár eftir það, sem væri end­an­legur útgreiðslu­tími. Nefndin leggur til að sjóð­ur­inn fái heim­ild strax á árinu 2020 til að hefja söfnun í sjóð sem mætir þessum kostn­aði, auk þess sem reglur um fram­kvæmd stuðn­ings yrðu end­ur­skoð­aðar í heild sinn­i,“ segir í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i. 

Í álykt­un­inni segir að tekju­stofnar sveit­ar­fé­laga skipt­ist í stórum drátt­um  útsvar, fast­eigna­skatt og fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga, en auk þess inn­heimta sveit­ar­fé­lögin ýmsar þjón­ustu­tekjur og tekjur af eigin stofn­unum og fyr­ir­tækj­um, það er af eignum sín­um, eigin atvinnu­rekstri og stofn­unum sem reknar eru í almenn­ings­þágu, svo sem vatns­veit­um, raf­magns­veitum og hita­veit­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent