Lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000 árið 2026

Í nýrri þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er lagt til að lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélaga verði hækkaður í skrefum og verði 1000 árið 2026. Lagt er til að ekki verði hægt að bera sameiningu sveitarfélaga undir atkvæðagreiðslu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Ekk­ert sveit­ar­fé­lag mun hafa færri en eitt þús­und íbúa árið 2026 og verður lág­mark­s­í­búa­fjöldi hækk­aður í skref­um, jafn­framt munu íbúar ekki fá kost á að kjósa um sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga heldur verði sam­ein­ing lög­bund­in, verði ný þings­á­lykt­un­ar­til­laga Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, sam­þykkt. Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan er stefnu­mót­andi áætlun í mál­efn­um sveit­ar­fé­laga fyrir árin 2019-2033 og aðgerða­á­ætlun fyrir árin 2019-2023.

Í dag mun ráð­herr­ann leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una sem er í fyrsta skipti sem heild­ar­stefna um sveit­ar­stjórn­ar­stigið er sett fram. Sig­urður Ingi skrifar í að­sendri grein í Frétta­blaðið að til­lagan sé sprottin upp úr víð­tæku sam­ráði um land allt. Meg­in­mark­miðið sé að sveit­ar­fé­lög á Íslandi verði öflug og sjálf­bær vett­vangur lýð­ræð­is­legrar starf­semi og að sjálfs­stjórn og ábyrgð sveit­ar­fé­laga sé virt og tryggð verði sem jöfn­ust rétt­indi og aðgengi íbúa að þjón­ustu.

Auglýsing
Í grein­inni skrifar ráð­herr­ann að í dag séu sveit­ar­fé­lögin 72 tals­ins. „­Meira en helm­ingur hefur færri en 1000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálf­bærar ein­ing­ar,“ skrifar Sig­urður Ing­i. 

Græn­bók kynnt til sög­unnar

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni stendur að við und­ir­bún­ing hennar hafi rík áhersla verið lögð á gott sam­ráð um allt land. Til að mynda hafi „Græn­bók – Stefna um ­mál­efni sveit­ar­fé­laga“ verið birt í sam­ráðs­gátt Stjórn­ar­ráðs­ins 30. apríl og var frestur til að skila umsögnum til 11. jún­í. Alls bár­ust 24 umsagn­ir, til að mynda frá sveit­ar­stjórnum og byggða­ráðum og var málið opið til umsagnar frá 30. apríl til 11. jún­í. 

Í henni er einnig lagt til að lág­marks­fjöldi íbúa sveit­ar­fé­laga verði hækk­aður í skrefum og verði 1000 árið 2026. Bók­in, sem finna má á Sam­ráðs­gátt, var kynnt öllum sveit­ar­stjórn­um. Sveit­ar­stjórn­ar­fólki um land allt, almenn­ingi, félaga­sam­tökum og fyr­ir­tækj­um, var boðið að taka þátt og leggja fram sjón­ar­mið um áhersl­ur, mögu­legar lausnir eða leiðir að árangri. Nið­ur­staða verk­efn­is­stjórnar hennar var meðal ann­ars að stjórn­völd marki skýra lang­tíma stefnu­mótun fyrir sveit­ar­fé­lög til allt að 20 ára, að starf­semi Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga verði tekin til gagn­gerrar end­ur­skoð­unar með það að mark­miði að hann styðji betur við lang­tíma stefnu­mótun í stað þess að „plástra“ núver­andi kerfi og að ríkið taki mark­viss­ari þátt í styrk­ingu sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins og fjár­festi í því.

Íbúar fái ekki að kjósa um sam­ein­ingu

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni segir að lág­mark­s­í­búa­fjöldi verði 250 frá almennum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum árið 2022, en 1.000 frá almennum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum árið 2026. Er það breyt­ing frá til­lögum Græn­bók­ar­innar þar sem miðað er við 500 íbúa í jan­úar 2022. Þó er sami fjöldi í báðum skjölum fyrir árið 2026, það er 1.000 íbú­ar. Því verða skrefin nú tvö í stað þriggja.

Mynd: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Fjöldi sveitarfélaga 1992 til 2019.

Bæði í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Sig­urðar Inga og í Græn­bók­inni er lagt til að sam­ein­ing sveit­ar­fé­laga verði lög­bundin og íbúar muni ekki geta kosið um hana. 

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni seg­ir: „Til að koma þess­ari að­gerð í fram­kvæmd þarf að breyta sveit­ar­stjórn­ar­lögum þar sem ákvæði um lág­marks­fjölda íbúa var fellt út úr sveit­ar­stjórn­ar­lögum árið 2011 en hafð­i ver­ið  í sveit­ar­stjórn­ar­lögum frá 1961. ­Þrátt fyrir þau sjón­ar­mið að það sé and­stætt stjórn­ar­skrár­bundn­um ­sjálfs­stjórn­ar­rétti sveit­ar­fé­laga að þvinga fram sam­ein­ingar án þess að ber­a ­til­lögu þar að lút­andi undir íbúa, sem m.a. komu fram í sam­ráðs­ferl­inu, tel­ur ­starfs­hóp­ur­inn að for­dæmið sýni að það sé við­ur­kennd leið að lög­festa lág­mark­s­í­búa­fjölda.“

Í Græn­bók­inni er lagt til að hluti af tekjum Jöfn­un­ar­sjóðs vera nýttur til að auð­velda sam­ein­ingu, til að ólík fjár­hags­staða sveit­ar­fé­laga komi ekki í veg fyrir sam­ein­ingu og að sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga sem komi til vegna lög­bund­ins lág­mark­s­í­búa­fjölda sveit­ar­fé­laga verði ekki bornar undir íbúa í atkvæða­greiðslu. Lagt er til að fjár­mögnun sveit­ar­fé­laga stuðli að hag­kvæmu skipu­lagi sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins og allir fjár­hags­legir hvatar sem vinni gegn sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga verði afnumd­ir.

Þá er vísað í ávarp Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, sem hann flutti á þingi Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga haustið 2018. Ávarpið bar yfir­skrift­ina „Sveit­ar­stjórn­ar­stigið til fram­tíð­ar“. Í Græn­bók­inni segir að í ávarpi sínu hafi ráð­herra sagt að sú spurn­ing gerð­ist áleitn­ari hvort sveit­ar­fé­lögin væri nægj­an­lega vel í stakk búin til að takast á við áskor­anir sem við þeim blasi. Meira en helm­ingur sveit­ar­fé­laga væri með færri en eitt­þús­und íbúa, eða 39 þeirra, og 25 sveit­ar­fé­lög hefðu færri en 500 íbúa, eða ríf­lega þriðj­ung­ur.

„Eftir að þessu fjög­urra til átta ára tíma­bili lyki tæki hins vegar gildi nýtt ákvæði sveit­ar­stjórn­ar­laga um lág­mark­s­í­búa­fjölda. Þau sveit­ar­fé­lög sem ekki hefðu nýtt tím­ann til að ná settu mark­miði þyrftu þar með að sam­ein­ast nágranna­sveit­ar­fé­lagi til að upp­fylla skil­yrði lag­anna um íbúa­fjölda. Ekki kæmi til íbúa­kosn­inga um sam­ein­ingar frá þeim tíma – heldur yrði um skyldu­bundna sam­ein­ingu að ræða – líkt og verk­efn­is­stjórnin lagði til. Ég verð að segja að þetta er sú leið sem mér hugn­ast best – en ég hlakka til að heyra ykkar sjón­ar­mið,“ sagði ráð­herra í ávarpi sínu og segir í Græn­bók­inni þessi orð ráð­herra munu vega þungt þegar hugað væri að stefnu­mótun fyrir sveit­ar­stjórn­ar­stigið til næstu ára. 

Mik­il­vægt sé að stíga fyrsta skrefið að fækkun og stækkun sveit­ar­fé­laga áður en rætt verður um breytta verka­skipt­ingu ríkis og sveit­ar­fé­laga með til­flutn­ingi verk­efna. 

Mörg sveit­ar­fé­lag­anna afar fámenn

„Sveit­ar­fé­lög á Íslandi eru 72 að tölu og mörg þeirra fámenn. Sveit­ar­fé­lögum hefur þó fækkað um 125 á síð­ustu 27 árum í frjálsum sam­ein­ingum aðal­lega sem verður að telj­ast veru­leg fækk­un. Í kjöl­far yfir­færslu grunn­skól­ans frá ríki til sveit­ar­fé­laga árið 1996 fækk­aði sveit­ar­fé­lögum mikið eða um 41 frá 1996 til 2000 og síðan aftur um 23 frá 2000 til­ 2004,“ segir í Græn­bók­inn­i. 

54,1 pró­sent sveit­ar­fé­laga, eða 39 sveit­ar­fé­lög, hafa færri en eitt þús­und íbúa og sjö fámenn­ustu sveit­ar­fé­lögin eru með íbúa­fjölda á bil­inu 47 til 93. Það fjöl­mennasta, Reykja­vík­ur­borg, er með 127 þús­und íbúa. Ein­vörð­ungu sjö sveit­ar­fé­lög eru með fleiri en 10 þús­und íbúa og er með­al­í­búa­fjöldi sveit­ar­fé­laga á Íslandi er 4.904 íbú­ar, en 3.181 íbúar sé Reykja­vík­ur­borg ekki talin með, að því er kemur fram í Græn­bók­inni.

Mynd: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Íbúafjöldi sveitarfélaga.

Íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru 64 pró­sent í búa lands­ins á meðan 2 pró­sent lands­manna ­búa á Vest­fjörðum og 2 pró­sent á Norð­ur­landi vestra. Í Græn­bók­inni kemur fram að íbúum á Norð­ur­landi vestra hafi fækkað um 31 pró­sent frá árinu 1990 og um 28 pró­sent á Vest­fjörð­u­m. Mynd: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.Byggða­stofnun hef­ur, á grund­velli mið­spár Hag­stofu Íslands um þróun mann­fjölda á Íslandi, fram­reiknað mann­fjölda eftir svæðum til árs­ins 2030.

Mynd: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.

Í Græn­bók­inni segir að miðað við þessa spá sé ekki hægt að sjá mik­inn við­snún­ing á mann­fjölda­þróun sem verið hefur und­an­farna ára­tugi. Jafn­framt segir að ald­ur­sam­setn­ing íbúa hafi breyst. Til að mynda muni íbúar eld­ast og með­al­aldur lands­manna hækka sem geti haft mikil áhrif í ein­stökum byggð­ar­lögum og gert rekstur skóla og öldr­un­ar­þjón­ustu erf­ið­an.

Mynd: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.

Ekki allir á einu máli um ágæti fækk­unar sveit­ar­fé­laga

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni stendur að almennt megi segja að umsagn­irnar um Græn­bók­ina hafi verið mjög jákvæð­ar, þó sést í umsögnum græn­bók­ar­innar að ekki hafi allir verið á einu máli um ágæti ákvæðis um lág­mark­s­í­búa­fjölda.

Í umsögn sveit­ar­stjórnar Skútu­staða­hrepps um Græn­bók­ina segir að varð­andi fækkun sveit­ar­fé­laga og lág­marks íbúa­fjölda segir að í Skútu­staða­hreppi búi um 500 manns. „Miðað við þessar til­lögur er verið að þvinga sveit­ar­fé­lagið til sam­ein­ingar árið 2026, nema það taki af skarið sjálft og leit­ist eftir sam­ein­ingu við nágranna­sveit­ar­fé­lag til þess að kom­ast yfir lág­marks íbúa­þrösk­uld­inn. Skútu­staða­hreppur greiddi upp allar sínar lang­tíma­skuldir á síð­asta ári og eins og staðan er í dag er lít­ill fjár­hags­legur hvati til sam­ein­ing­ar.“ Þá segir jafn­framt að ef við­mið verði sett um lág­mark­s­í­bú­ar­fjölda þá þurfi aukið fjár­magn að fylgja sam­ein­ingum sveit­ar­fé­laga. 

Auglýsing
Þá er ferli Græn­bók­ar­innar gagn­rýnt í umsögn­inni: „Að­eins er gef­inn u.þ.b. fimm vikna umsagn­ar­frestur í sam­ráðs­gátt vegna þessa stóra hags­muna­máls sem snertir íbúa um allt land í stað þess að gefa sér mun lengri tíma og meira sam­ráð, við íbúa og sveit­ar­stjórnir í land­in­u.“

Þá segir í umsögn sveit­ar­stjórnar Grýtu­bakka­hrepps um Græn­bók að fyrir því að lög­festa 1000 íbúa lág­marks­stærð sveit­ar­fé­laga finn­ast engin rök, hvorki í skýrsl­unni né ann­ars­stað­ar, „enda er sveit­ar­fé­lag með lið­lega 1000 íbúa afar litlu eða engu betur sett í þessu til­liti en t.d. 500 manna sveit­ar­fé­lag.“ 

Engin rétt tala fyrir lág­marks­fjölda íbúa

Sveit­ar­stjórn Grýtu­bakka­hrepps bendir enn fremur á að almennt sé fjár­hags­staða minni sveit­ar­fé­laga betri en hinna stærri, að van­fjár­mögnun rík­is­ins á stórum mála­flokkum verður ekki leyst með sam­ein­ingu smárra sveit­ar­fé­laga, að vanda­mál á einum stað leys­ast ekki með sam­ein­ingum ann­ars­staðar og að 1 kíló­metri sé áfram 1000 metrar þó sveit­ar­fé­lög séu sam­einuð og sam­ein­ingar leysa ekki þjón­ustu­vanda eða nei­kvæða byggða­þróun í dreif­býli einar og sér.

Í umsögn­inni segir þar að auki: „Ef nið­ur­stöður væru eitt­hvað í takt við inni­hald skýrsl­unnar um stór og öflug sveit­ar­fél­gög með mikla getu til að taka við nýjum verk­efnum og veita þjón­ustu ein og sjálf, þá hefði mátt búast við til­lögu um lág­marks­fjölda íbúa a.m.k. 10.000 ef ekki 25.000. En í raun er við­ur­kennt að slíkt gangi ekki upp vegna land­fræði­legra aðstæðna á Íslandi. Enda yrðu slík sveit­ar­fé­lög sum mjög víð­feðm, marg­kjarna, erfið í stjórnun og gætu nán­ast orðið eins og 3ja stjórn­sýslu­stigið á stórum lands­svæð­u­m.“ Þá verði sam­ein­ing eða sam­starf sveit­ar­fé­laga verði að byggj­ast á fjár­hags­leg­um, félags­legum og land­fræði­legum for­sendum en ekki ein­ungis á höfða­tölu. 

„Fyrst og síð­ast á þó vilji íbúa að ráða ferð svo sem verið hef­ur. Engin „rétt“ tala er til fyrir lág­marks íbúa­fjölda í sveit­ar­fé­lögum á Ísland­i,“ segir jafn­framt í umsögn sveit­ar­stjórnar Grýtu­bakka­hrepps. Jafn­framt er hug­myndum um „lög­þving­aða sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga“ alfarið hafnað og eru ráða­menn hvattir til að virða hags­muni íbúa og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt í eigin mál­efn­um.

Sam­ein­ing eflir styrk sveit­ar­fé­laga

Bæj­ar­ráð Fjarða­byggðar skrifar í umsögn sinni að reynsla Fjarða­byggðar af sam­ein­ingum bendi ótví­rætt til þess að með sam­ein­ingu minni sveit­ar­fé­laga í stærri eflist styrkur þeirra og þjón­ustu­stigi batn­ar. Tekju­stofnar sveit­ar­fé­laga séu tryggðir og atvinnu­starf­semi sem starf­rækt sé í við­kom­andi sveit­ar­fé­lögum skili eðli­legum tekjum sem standi undir upp­bygg­ingu þjón­ustu og inn­viða sem nauð­syn­legir séu til vaxtar sam­fé­lag­anna. 

„Sam­ein­ing sveit­ar­fé­laga á ekki að verða til þess að svipta sam­einað sveit­ar­fé­lag fjár­magni sem þegar hefur þótt eðli­legt til rekst­urs þeirra sem sam­einuð eru en reynsla Fjarða­byggðar af rekstri fjöl­kjarna sveit­ar­fé­lags bendir til þess að með sam­ein­ingu hafi fram­lög jöfn­un­ar­sjóðs skerst. Að reka sam­einað dreif­kjarna sveit­ar­fé­lag kostar það sama þau aðskil­in,“ segir í umsögn­inni.

Segja stærri sveit­ar­fé­lög hafa betri mögu­leika á að þró­ast

Í umsögn Sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarðar um Græn­bók segir að stærð sveit­ar­fé­laga hafi klár­lega áhrif á það hversu sjálf­bær þau eru. Stjórn­sýslan sé oft betur mönnuð þegar sveit­ar­fé­lög séu stærri og það geti verið nauð­syn­legt að ákveða lág­mark­s­í­búa­fjölda þannig að hvatn­ing sé til staðar til sam­ein­ing­ar. 

„Stærri sveit­ar­fé­lög hafa betri mögu­leika á að þróast, setja fjár­magn í inn­leið­ingu á tækni og þróun henn­ar, í gæða­vinnu og stefnu­mótun svo eitt­hvað sé nefnt. Það má líka nýta sveita­stjórn­ar­stigið til að deila þekk­ingu á milli sveit­ar­fé­laga t.d. ein­hvers konar verk­færakist­u.“

Þó segir að sam­ein­ing sveit­ar­fé­laga megi ekki hafa nei­kvæð áhrif á tekjur ann­arra sveit­ar­fé­laga sem nýt­ing Jöfn­un­ar­sjóðs til stuðn­ings óneyt­an­lega geri. Jafn­framt er bent á að sam­göngur hafi bein áhrif á getu og vilja sveit­ar­fé­laga til sam­ein­ingar og sam­starfs og hefur einnig áhrif á getu til að veita heil­brigð­is­þjón­ustu.

Rétt að setja ákvæði um lág­mark­s­í­búa­fjölda

Í umsögn Akur­eyr­ar­bæjar er þeirri vinnu sem nú á sér stað varð­andi stöðu sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins á Íslandi fagn­að. Varð­andi hversu fjöl­mennt sveit­ar­fé­lag þurfi að vera til að geta leyst stað­bundin vanda­mál og nýtt tæki­færi til þró­unar sam­fé­lags­ins segir að erfitt sé að finna ákveðna tölu, „því stærð þeirra og dreif­ing byggðar hlýtur einnig að hafa áhrif.“ Þá segir að 2000 til 5000 íbúar að lág­marki gæti verið nærri lagi, þá að teknu til­liti til ann­arra þátta sem nefndir voru.

Varð­andi hvort rétt sé að setja að nýju ákvæði um lág­mark­s­í­búa­fjölda í sveit­ar­stjórn­ar­lög segir að það sé rétt að gera. „Það hefur komið fram hjá sveit­ar­stjórn­ar­fólki sem hefur gengið í gengum sam­ein­ingar sem hafa tekið á að það sé betra fyrir nær­sam­fé­lagið að sam­ein­ingar séu ákveðnar mið­lægt frekar en að egna íbúum saman um málið sem í mörgum til­vikum hefur rofið fjöl­skyldu­bönd til lengri tíma.“

Þá segir að önnur leið væri að tryggja að jöfn­un­ar­kerfið ýti undir sam­ein­ingu og dregið sé úr fram­lögu m sem vinna gegn sam­ein­ingu. „Það ger­ist einnig of oft að sam­ein­ingar eiga sér stað þegar sveit­ar­fé­lag er komið á helj­ar­þröm fjár­hags­lega og íbúa­þró­unin orðin mjög nei­kvæð. Þá er oft of seint gripið til mót­væg­is­að­gerða til þess að snúa þró­un­inni við.“

Þó segir í umsókn­inni að ekki væri endi­lega æski­legt að ákveða lág­mark­s­í­búa­fjölda í þrepum líkt og verk­efn­is­stjórnin lagði til, vegna þess að margar margar sam­ein­ingar í mörgum til­vikum á til­tölu­lega stuttum tíma gæti valdið óróa og óvissu meðal íbúa. „Væri ekki nær að vinna að til­lögum sem væru lík­legar til að geta stað­ist til lengri frekar en skemmri tíma og ganga þá í gegnum ferlið einu sinni en ekki margoft.“

Höfða­tala ekki eini mik­il­vægi þátt­ur­inn

Sveit­ar­stjórnar Rangár­þings eystra gagn­rýnir í umsögn sinni þann stutta tíma sem sveit­ar­fé­lögum væri ætl­aður til að fjalla um verk­efnið og veita umsögn við fram­komna Græn­bók. Varð­andi hækkun lág­mark­s­í­búa­fjölda segir að mik­il­vægt sé að sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga bygg­ist ekki ein­göngu á höfða­tölu sjón­ar­miði, heldur sé einnig horft til ann­arra þátta, til að mynda land­fræði­legra þátta, enda skipti þá fram­úr­skar­andi sam­göngur veru­legu máli. 

„Koma þarf á veru­legum hvata sem felur í sér sam­fé­lags­legan og fjár­hags­legan ávinn­ing svo sveit­ar­fé­lög sjái hag sinn í að fara í frjálsar sam­ein­ing­ar. Vinna við sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga þarf að byggja á fag­legum rök­um, vönd­uðum vinnu­brögðum og gæta þarf að því að flækja stjórn­sýsl­una að óþörfu svo að þriðja stjórn­sýslu­stigið verði ekki óhjá­kvæmi­legt með t.d. hvef­is- eða þétt­býl­is­ráð­um.“ Þá telur sveit­ar­stjórn Rangár­þings eystra að forð­ast skuli það eins og kostur er að fara í þving­aðar sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga.

Íbúa­fjöldi ekki mæli­stika á styrk til rekst­urs

Þá segir í umsögn sveit­ar­stjórnar Hval­fjarð­ar­sveitar að íbúa­fjöldi sveit­ar­fé­lags eigi ekki að vera mæli­stika á styrk til rekst­urs lög­bund­inna verk­efna. „­Sjálf­bærni sveit­ar­fé­lags er mun mik­il­væg­ari þáttur en lág­mark­s­í­búa­fjöldi sem grunnur að styrk. Ólýð­ræð­is­legt er að ætla að þvinga sveit­ar­fé­lög til sam­ein­ingar gegn vilja þeirra sökum lág­mark­s­í­búa­fjölda án þess að íbúar eigi kost á að greiða atkvæði um það,“ segir í umsögn Hval­fjarð­ar­sveit­ar. 

„Miðað við fram­komnar til­lögur má búast við að sveit­ar­fé­lög sem hafi færri en 1.000 íbúa verði þvinguð til sam­ein­ingar 1. jan­úar 2026. Sveit­ar­stjórn Hval­fjarð­ar­sveitar telur mik­il­vægt að líta til styrks sveit­ar­fé­lags sem telur færri en 1.000 íbúa og getur staðið á eigin fót­um, staðið undir lög­bundum verk­efnum og veitt almenna þjón­ustu við íbúa og er sjálf­bært að öllu leyt­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar