Landeyðing eykst með loftslagsbreytingum

Loftslagsbreytingar auka landeyðingu samkvæmt nýrri skýrslu IPCC en samhliða þeim eykst landnotkun hratt. Þær hafa nú þegar áhrif á fæðuöryggi í heiminum.

landbúnaður loftslagsmál eyðimörk þurrkar þurrkur h_02118965.jpg
Auglýsing

Lofts­lags­breyt­ingar auka land­eyð­ingu með meiri ákafa í úrkomu og flóð­um, tíð­ari og umfangs­meiri þurrk­um, meira álagi vegna hita, vinds og ölduróts auk hærri sjáv­ar­stöðu. Sam­hliða áhrifum lofts­lags­breyt­inga eykst land­notkun hratt og hafa lofts­lags­breyt­ingar nú þegar áhrif á fæðu­ör­yggi. Hlýnun á heim­skauta­svæðum mun hraða bráðnun sífrera og raska enn frekar norð­lægum skóg­um, bæði vegna meiri þurrka og skóg­ar­elda auk skor­dýra­plága og gróð­ur­sjúk­dóma. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum IPCC, milli­ríkja­nefndar um lofts­lags­breyt­ing­ar, sem kom út í dag.

Í henni er greint frá því að lofts­lags­breyt­ingar auki land­eyð­ingu með meiri ákafa í úrkomu og flóð­um, tíð­ari og umfangs­meiri þurrk­um, meira álagi vegna hita, vinds og ölduróts auk hærri sjáv­ar­stöðu. Frá því síðla á 19. öld hafi hlýnun yfir íslausu landi að jafn­aði verið 1,41 gráð­ur, sem er mun meira en 0,87 gráðu hnatt­ræn hlýnun á sama tíma.

Auglýsing

Hlýn­unin hefur hliðrað lofts­lag­svæð­um, og gert sum búsvæða­belti útsett­ari fyrir breyti­leika í veðri og veð­ur­fari. ­Sam­hliða áhrifum lofts­lags­breyt­inga eykst land­notkun hratt. Síðan 1961 hafa 5,3 milljón fer­kíló­metrar lands verið lagðir undir land­bún­að, álíka og um tveir þriðju af flat­ar­máli Ástr­alíu og hefur land­notkun aldrei auk­ist hraðar í sögu mann­kyns, sam­kvæmt skýrsl­unni. Að jafn­aði verða 72 pró­sent af íslausu landi fyrir áhrifum af manna­völdum

Losun met­ans frá búpen­ingi hefur auk­ist nærri tvö­falt síðan 1961

Aukin mat­væla­eft­ir­spurn hefur leitt hratt til ákaf­ari land­nýt­ing­ar. Sam­fara fólks­fjölgun og neyslu­breyt­ingum hefur fram­leiðsla á jurta­trefj­um, mat­vælum og viði verið drif­kraftur breyt­inga á land­notk­un. Notkun ólíf­ræns áburðar hefur nífald­ast frá 1961 og notkun áveitu­vatns tvö­fald­ast. Breyt­ingar á land­notkun hafa stuðlað að land­eyð­ingu og eyði­merk­ur­mynd­un. Útbreiðsla vot­lendis hefur minnkað um 70 pró­sent frá 1970 og fjöldi íbúa þurrka­svæða hefur auk­ist um næstum 300 pró­sent frá 1961.

Um 24 pró­sent af heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, á árunum 2003 til 2012, er vegna land­notk­un­ar. Losun met­ans frá jórtr­andi búpen­ingi hefur auk­ist nærri tvö­falt síðan 1961 og N2O losun vegna áburð­ar­notk­unar meira en tvö­fald­ast. Losun CO2 vegna breyt­inga á land­notk­un, aðal­lega skóg­areyð­ing­ar, dróst saman snemma á 7. ára­tugnum en hefur verið stöðug og mikil síð­an.Yfirlitsmynd

Hlýnun jarðar hliðrar lofts­lags­svæðum

Á síð­ustu þremur ára­tugum hefur aukin ljóstil­lífun leitt til grænk­unar gróð­urs á hnatt­ræna vísu. Þetta má rekja til sam­þættra áhrifa breyttrar land­nýt­ing­ar, til að mynda áveitna, skóg­ar­nýt­ing­ar, auk breyt­inga á umhverf­is­þáttum s.s. lengri vaxt­ar­tíma, auk­inni upp­töku CO2 og nit­urs. Lík­an­reikn­ingar rekja aukna grænkun á heim­skauta­svæðum til áburðar­á­hrifa CO2 og lengri vaxt­ar­tíma en minni grænkun og ljóstil­lífun á öðrum breidd­argráðum til aukn­ingar á þurrkum og hita­bylgj­um. Aukin styrkur CO2 hefur aukið vatns­nýtni plantna og fram­leiðni gróð­urs á þurrum svæð­um. Heild­ar­á­hrifin ráð­ast hins­vegar af nær­ing­ar­efnum í jarð­vegi og vatns­fram­boði.

Hlýn­unin hefur gert sum búsvæða­belti útsett­ari fyrir breyti­leika í veðri og veð­ur­fari, það með talið aftaka­at­burð­um, sem liggja utan þess sem þau ráða við. Í heild­ina hliðr­ast lofts­lag­svæði til pól­svæða á mið­lægum breidd­argráðum og ofar í hálendi. Lík­legt er að þessi hliðrun haldi áfram meðan hlýnun jarðar stöðvast ekki. Í hita­belt­inu mun hlýn­unin leiða til nýrra og heit­ari lofts­lags­svæða.

Lofts­lags­breyt­ingar auka land­eyð­ingu en afleið­ingar mót­ast einnig af nýt­ingu lands. Strandrofs gætir á nýjum svæðum vegna breyt­inga á nýt­ingu strand­svæða og áhrifum lofts­lags­breyt­inga svo sem hækk­andi sjáv­ar­stöðu og breyt­inga í gangi lægða. Þá hefur útbreiðsla sífrera dreg­ist sam­an. Hlýnun á heim­skauta­svæðum mun hraða bráðnun sífrera og raska enn frekar norð­lægum skóg­um, bæði vegna meiri þurrka og skóg­ar­elda auk skor­dýra­plága og gróð­ur­sjúk­dóma.

Lofts­lags­breyt­ingar ógna fæðu­ör­yggi

Vegna hærra hita­stigs, úrkomu­breyt­inga og auk­innar tíðni sumra aftaka­at­burða ógna lofts­lags­breyt­ingar fæðu­ör­yggi. Hlýnun hefur aukið fram­leiðni land­bún­að­ar­vara á hærri breidd­argráðum, m.a. á maís, hveiti, syk­ur­rófum og bómull, en dregið úr fram­leiðslu á lægri breidd­argráðum, meðal ann­ars á byggi, maís og hveiti. Meðal áhrifa á beit­ar­lönd eru hnignun haga, hæg­ari vöxt­ur, minni fram­leiðni og við­koma beit­ar­dýra, aukin tíðni plága og sjúk­dóma og tap á líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika.

Á þurrum svæð­um, sér­stak­lega í Afr­íku og hálendum svæðum í Asíu og Suð­ur­-Am­er­íku telja frum­byggjar og inn­fæddir að lofts­lags­breyt­ingar hafi nú þegar áhrif á fæðu­ör­yggi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent