Landeyðing eykst með loftslagsbreytingum

Loftslagsbreytingar auka landeyðingu samkvæmt nýrri skýrslu IPCC en samhliða þeim eykst landnotkun hratt. Þær hafa nú þegar áhrif á fæðuöryggi í heiminum.

landbúnaður loftslagsmál eyðimörk þurrkar þurrkur h_02118965.jpg
Auglýsing

Lofts­lags­breyt­ingar auka land­eyð­ingu með meiri ákafa í úrkomu og flóð­um, tíð­ari og umfangs­meiri þurrk­um, meira álagi vegna hita, vinds og ölduróts auk hærri sjáv­ar­stöðu. Sam­hliða áhrifum lofts­lags­breyt­inga eykst land­notkun hratt og hafa lofts­lags­breyt­ingar nú þegar áhrif á fæðu­ör­yggi. Hlýnun á heim­skauta­svæðum mun hraða bráðnun sífrera og raska enn frekar norð­lægum skóg­um, bæði vegna meiri þurrka og skóg­ar­elda auk skor­dýra­plága og gróð­ur­sjúk­dóma. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum IPCC, milli­ríkja­nefndar um lofts­lags­breyt­ing­ar, sem kom út í dag.

Í henni er greint frá því að lofts­lags­breyt­ingar auki land­eyð­ingu með meiri ákafa í úrkomu og flóð­um, tíð­ari og umfangs­meiri þurrk­um, meira álagi vegna hita, vinds og ölduróts auk hærri sjáv­ar­stöðu. Frá því síðla á 19. öld hafi hlýnun yfir íslausu landi að jafn­aði verið 1,41 gráð­ur, sem er mun meira en 0,87 gráðu hnatt­ræn hlýnun á sama tíma.

Auglýsing

Hlýn­unin hefur hliðrað lofts­lag­svæð­um, og gert sum búsvæða­belti útsett­ari fyrir breyti­leika í veðri og veð­ur­fari. ­Sam­hliða áhrifum lofts­lags­breyt­inga eykst land­notkun hratt. Síðan 1961 hafa 5,3 milljón fer­kíló­metrar lands verið lagðir undir land­bún­að, álíka og um tveir þriðju af flat­ar­máli Ástr­alíu og hefur land­notkun aldrei auk­ist hraðar í sögu mann­kyns, sam­kvæmt skýrsl­unni. Að jafn­aði verða 72 pró­sent af íslausu landi fyrir áhrifum af manna­völdum

Losun met­ans frá búpen­ingi hefur auk­ist nærri tvö­falt síðan 1961

Aukin mat­væla­eft­ir­spurn hefur leitt hratt til ákaf­ari land­nýt­ing­ar. Sam­fara fólks­fjölgun og neyslu­breyt­ingum hefur fram­leiðsla á jurta­trefj­um, mat­vælum og viði verið drif­kraftur breyt­inga á land­notk­un. Notkun ólíf­ræns áburðar hefur nífald­ast frá 1961 og notkun áveitu­vatns tvö­fald­ast. Breyt­ingar á land­notkun hafa stuðlað að land­eyð­ingu og eyði­merk­ur­mynd­un. Útbreiðsla vot­lendis hefur minnkað um 70 pró­sent frá 1970 og fjöldi íbúa þurrka­svæða hefur auk­ist um næstum 300 pró­sent frá 1961.

Um 24 pró­sent af heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, á árunum 2003 til 2012, er vegna land­notk­un­ar. Losun met­ans frá jórtr­andi búpen­ingi hefur auk­ist nærri tvö­falt síðan 1961 og N2O losun vegna áburð­ar­notk­unar meira en tvö­fald­ast. Losun CO2 vegna breyt­inga á land­notk­un, aðal­lega skóg­areyð­ing­ar, dróst saman snemma á 7. ára­tugnum en hefur verið stöðug og mikil síð­an.Yfirlitsmynd

Hlýnun jarðar hliðrar lofts­lags­svæðum

Á síð­ustu þremur ára­tugum hefur aukin ljóstil­lífun leitt til grænk­unar gróð­urs á hnatt­ræna vísu. Þetta má rekja til sam­þættra áhrifa breyttrar land­nýt­ing­ar, til að mynda áveitna, skóg­ar­nýt­ing­ar, auk breyt­inga á umhverf­is­þáttum s.s. lengri vaxt­ar­tíma, auk­inni upp­töku CO2 og nit­urs. Lík­an­reikn­ingar rekja aukna grænkun á heim­skauta­svæðum til áburðar­á­hrifa CO2 og lengri vaxt­ar­tíma en minni grænkun og ljóstil­lífun á öðrum breidd­argráðum til aukn­ingar á þurrkum og hita­bylgj­um. Aukin styrkur CO2 hefur aukið vatns­nýtni plantna og fram­leiðni gróð­urs á þurrum svæð­um. Heild­ar­á­hrifin ráð­ast hins­vegar af nær­ing­ar­efnum í jarð­vegi og vatns­fram­boði.

Hlýn­unin hefur gert sum búsvæða­belti útsett­ari fyrir breyti­leika í veðri og veð­ur­fari, það með talið aftaka­at­burð­um, sem liggja utan þess sem þau ráða við. Í heild­ina hliðr­ast lofts­lag­svæði til pól­svæða á mið­lægum breidd­argráðum og ofar í hálendi. Lík­legt er að þessi hliðrun haldi áfram meðan hlýnun jarðar stöðvast ekki. Í hita­belt­inu mun hlýn­unin leiða til nýrra og heit­ari lofts­lags­svæða.

Lofts­lags­breyt­ingar auka land­eyð­ingu en afleið­ingar mót­ast einnig af nýt­ingu lands. Strandrofs gætir á nýjum svæðum vegna breyt­inga á nýt­ingu strand­svæða og áhrifum lofts­lags­breyt­inga svo sem hækk­andi sjáv­ar­stöðu og breyt­inga í gangi lægða. Þá hefur útbreiðsla sífrera dreg­ist sam­an. Hlýnun á heim­skauta­svæðum mun hraða bráðnun sífrera og raska enn frekar norð­lægum skóg­um, bæði vegna meiri þurrka og skóg­ar­elda auk skor­dýra­plága og gróð­ur­sjúk­dóma.

Lofts­lags­breyt­ingar ógna fæðu­ör­yggi

Vegna hærra hita­stigs, úrkomu­breyt­inga og auk­innar tíðni sumra aftaka­at­burða ógna lofts­lags­breyt­ingar fæðu­ör­yggi. Hlýnun hefur aukið fram­leiðni land­bún­að­ar­vara á hærri breidd­argráðum, m.a. á maís, hveiti, syk­ur­rófum og bómull, en dregið úr fram­leiðslu á lægri breidd­argráðum, meðal ann­ars á byggi, maís og hveiti. Meðal áhrifa á beit­ar­lönd eru hnignun haga, hæg­ari vöxt­ur, minni fram­leiðni og við­koma beit­ar­dýra, aukin tíðni plága og sjúk­dóma og tap á líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika.

Á þurrum svæð­um, sér­stak­lega í Afr­íku og hálendum svæðum í Asíu og Suð­ur­-Am­er­íku telja frum­byggjar og inn­fæddir að lofts­lags­breyt­ingar hafi nú þegar áhrif á fæðu­ör­yggi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent