9.000 gistinætur gætu tapast í byrjun næsta árs

Eftir gjaldþrot Super Break gæti um hálfur milljarður tapast í norðlenskri ferðaþjónustu. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segist vona að önnur fyrirtæki séu til í að stökkva á millilandaflug milli Akureyrar og meginlands Evrópu eða Bretlands.

Akureyrarflugvöllur
Akureyrarflugvöllur
Auglýsing

Um hálfur millj­arður gæti tap­ast í norð­lenskri ferða­þjón­ustu vegna gjald­þrots ferða­skrif­stof­unnar Super Break en unnið er að því að fá nýja aðila til að fljúga til Akur­eyrar í vetur þar sem nú þegar er búið að selja um helm­ing þeirra flug­sæta sem voru í boði. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í morg­un.

Móð­ur­fé­lag bresku ferða­skrif­stof­unnar Super Break hefur verið tekið til gjald­þrota­skipta og starf­semi Super Break hætt, eins og greint var frá í byrjun þessa mán­að­ar. Félagið hóf að fljúga milli Bret­lands og Akur­eyrar vet­ur­inn 2017 til 2018 og áform­aði að halda flugi þangað áfram næsta vetur og bjóða upp á 14 bein flug.

Arn­heiður Jóhann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands, segir í sam­tali við Frétta­blaðið þetta verða högg fyrir fyr­ir­tæki á svæð­inu. „Við reiknum með að þetta verði um 9.000 gistinætur sem gætu tap­ast í febr­úar og mars og vegna árs­tíða­sveiflna í ferða­þjón­ustu á Norð­ur­landi er um mikla veltu að ræða á þessum árs­tíma.“

Auglýsing

Hún segir jafn­framt að búið hafi verið að leggja pen­inga í mark­aðs­setn­ing­una og séu þau að skoða að fá nýja aðila að borð­inu. „Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta flug.“

Arn­heiður von­ast hins vegar til að mark­aðs­setn­ingin hafi skilað sér til fleiri aðila og að önnur fyr­ir­tæki séu til í að stökkva á milli­landa­flug milli Akur­eyrar og meg­in­lands Evr­ópu eða Bret­landseyja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent