9.000 gistinætur gætu tapast í byrjun næsta árs

Eftir gjaldþrot Super Break gæti um hálfur milljarður tapast í norðlenskri ferðaþjónustu. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segist vona að önnur fyrirtæki séu til í að stökkva á millilandaflug milli Akureyrar og meginlands Evrópu eða Bretlands.

Akureyrarflugvöllur
Akureyrarflugvöllur
Auglýsing

Um hálfur millj­arður gæti tap­ast í norð­lenskri ferða­þjón­ustu vegna gjald­þrots ferða­skrif­stof­unnar Super Break en unnið er að því að fá nýja aðila til að fljúga til Akur­eyrar í vetur þar sem nú þegar er búið að selja um helm­ing þeirra flug­sæta sem voru í boði. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í morg­un.

Móð­ur­fé­lag bresku ferða­skrif­stof­unnar Super Break hefur verið tekið til gjald­þrota­skipta og starf­semi Super Break hætt, eins og greint var frá í byrjun þessa mán­að­ar. Félagið hóf að fljúga milli Bret­lands og Akur­eyrar vet­ur­inn 2017 til 2018 og áform­aði að halda flugi þangað áfram næsta vetur og bjóða upp á 14 bein flug.

Arn­heiður Jóhann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands, segir í sam­tali við Frétta­blaðið þetta verða högg fyrir fyr­ir­tæki á svæð­inu. „Við reiknum með að þetta verði um 9.000 gistinætur sem gætu tap­ast í febr­úar og mars og vegna árs­tíða­sveiflna í ferða­þjón­ustu á Norð­ur­landi er um mikla veltu að ræða á þessum árs­tíma.“

Auglýsing

Hún segir jafn­framt að búið hafi verið að leggja pen­inga í mark­aðs­setn­ing­una og séu þau að skoða að fá nýja aðila að borð­inu. „Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta flug.“

Arn­heiður von­ast hins vegar til að mark­aðs­setn­ingin hafi skilað sér til fleiri aðila og að önnur fyr­ir­tæki séu til í að stökkva á milli­landa­flug milli Akur­eyrar og meg­in­lands Evr­ópu eða Bret­landseyja.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent