9.000 gistinætur gætu tapast í byrjun næsta árs

Eftir gjaldþrot Super Break gæti um hálfur milljarður tapast í norðlenskri ferðaþjónustu. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segist vona að önnur fyrirtæki séu til í að stökkva á millilandaflug milli Akureyrar og meginlands Evrópu eða Bretlands.

Akureyrarflugvöllur
Akureyrarflugvöllur
Auglýsing

Um hálfur millj­arður gæti tap­ast í norð­lenskri ferða­þjón­ustu vegna gjald­þrots ferða­skrif­stof­unnar Super Break en unnið er að því að fá nýja aðila til að fljúga til Akur­eyrar í vetur þar sem nú þegar er búið að selja um helm­ing þeirra flug­sæta sem voru í boði. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í morg­un.

Móð­ur­fé­lag bresku ferða­skrif­stof­unnar Super Break hefur verið tekið til gjald­þrota­skipta og starf­semi Super Break hætt, eins og greint var frá í byrjun þessa mán­að­ar. Félagið hóf að fljúga milli Bret­lands og Akur­eyrar vet­ur­inn 2017 til 2018 og áform­aði að halda flugi þangað áfram næsta vetur og bjóða upp á 14 bein flug.

Arn­heiður Jóhann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands, segir í sam­tali við Frétta­blaðið þetta verða högg fyrir fyr­ir­tæki á svæð­inu. „Við reiknum með að þetta verði um 9.000 gistinætur sem gætu tap­ast í febr­úar og mars og vegna árs­tíða­sveiflna í ferða­þjón­ustu á Norð­ur­landi er um mikla veltu að ræða á þessum árs­tíma.“

Auglýsing

Hún segir jafn­framt að búið hafi verið að leggja pen­inga í mark­aðs­setn­ing­una og séu þau að skoða að fá nýja aðila að borð­inu. „Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta flug.“

Arn­heiður von­ast hins vegar til að mark­aðs­setn­ingin hafi skilað sér til fleiri aðila og að önnur fyr­ir­tæki séu til í að stökkva á milli­landa­flug milli Akur­eyrar og meg­in­lands Evr­ópu eða Bret­landseyja.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent