Íbúðalánasjóður kaupir 50 milljarða lánasafn af Arion banka

Arion banki mun áfram þjónustu og innheimta tug milljarða verðtryggt lánasafn sem Íbúðarlánasjóður hefur keypt af bankanum.

img_5063_raw_0710130620_10191554925_o.jpg
Auglýsing

Íbúða­lána­sjóður hefur ákveðið að kaupa 50 millj­arða króna safn af verð­tryggðum lánum af Arion banka. Arion banki mun áfram þjón­usta og inn­heimta lán­in. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands í dag. 

Þar segir að fjár­mun­irnir séu að mestu leyti greiðsla sem sjóð­ur­inn fær til sín þegar Arion banki greiðir upp sér­tryggðan skulda­bréfa­flokk síðar í haust. „Afar mik­il­vægt er fyrir sjóð­inn að end­ur­fjár­festa lausa­fjár­munum sínum með þessum hætti í sam­bæri­legum tryggum fjár­fest­ing­ar­flokkum sem gefa sjóðnum góða ávöxtun til langs tíma.“

Í til­kynn­ing­unni segir að kaupin séu mik­il­vægt skref í fjár­stýr­ingu sjóðs­ins og lág­marki tap hans á upp­greiðslum veittra lána. „Skuldir Íbúða­lána­sjóðs eru nær allar verð­tryggðar til langs tíma.. Stærstur hluti eigna sjóðs­ins eru verð­tryggð íbúða­lán en miklar upp­greiðslur þeirra hafa valdið því að safn­ast hefur upp mikið lausa­fé.  

Auglýsing
Sjóðnum er ætlað að halda sem mestu jafn­vægi milli eigna og skuld­bind­inga og því er mik­il­vægt fyrir sjóð­inn að geta fest fé í verð­tryggðum eignum til lengri tíma. Mögu­leikar sjóðs­ins til fjár­fest­inga á mark­aði hafa verið tak­mark­aðir vegna tak­mark­aðs fram­boðs og mik­illar eft­ir­spurnar eftir verð­tryggðum eignum síð­ustu miss­er­in. Því er hag­stætt fyrir sjóð­inn, út frá sjón­ar­hóli fjár- og áhættu­stýr­ing­ar, að hafa tryggt sér umtals­vert magn vaxta­ber­andi verð­tryggðra lána í einum við­skipt­um. Gert er ráð fyrir að kaupin gangi í gegn um leið og öll skil­yrði hafa verið upp­fyllt og við­eig­andi eft­ir­lits­að­ilar hafa veitt sam­þykki sitt.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent