Virði Valitor komið niður í 11,7 milljarða – Hefur lækkað um fjóra milljarða á árinu

Rekstur Valitor heldur áfram að vera erfiður. Fyrirtækið tapaði fjórum milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 og tekjur drógust saman um fjórðung milli ára. Fyrirtækið er til sölu en verðmiðinn heldur sífellt áfram að lækka.

Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor, sem byggir starfsemi sína á grunni VISA Ísland, sem stofnað var 1983. Hann hefur stýrt fyrirtækinu frá árinu 2010.
Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor, sem byggir starfsemi sína á grunni VISA Ísland, sem stofnað var 1983. Hann hefur stýrt fyrirtækinu frá árinu 2010.
Auglýsing

Valitor Hold­ing, dótt­ur­fé­lag Arion banka sem á greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Valitor, er nú metið þá 11,7 millj­arða króna í bókum bank­ans. Það er 4,1 millj­arði króna lægri verð­miði en var á fyr­ir­tæk­inu um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í upp­gjöri Arion banka fyrir þriðja árs­fjórð­ung árs­ins 2019 sem var birt eftir lokun mark­aða í gær. 

Auglýsing
Valitor hefur verið flokkað sem eign til sölu frá því á síð­asta árs­fjórð­ungi 2018. 

Tekjur Valitor hafa dreg­ist saman um 1.240 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 þegar miðað er við sama tíma­bil í fyrra, og voru tæp­lega 3,6 millj­arðar króna nú. Það er sam­dráttur í tekjum um rúman fjórð­ung á einu ári. Munar þar mestu um að þjón­ustu­tekjur dróg­ust saman um 1,2 millj­arða króna. 

Á sama tíma hefur rekstr­ar­kostn­aður auk­ist úr 5,9 millj­örðum króna í tæp­leg 7,8 millj­arða króna, eða um 31 pró­sent. 

Sex millj­arða tap frá byrjun síð­asta árs

Tap Valitor á þessu ári kemur í fram­haldi af 1,9 millj­arða króna tapi í fyrra. Sam­an­lagt tap fyr­ir­tæk­is­ins frá byrjun árs 20189 nemur því sex millj­örðum króna. Árið 2017 skil­aði Valitor 940 milljón króna hagn­að­i. 

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, sagði í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands í gær, þar sem fjallað er um umtals­verðar nið­ur­færslur á virði eigna sem eru til sölu, að í til­felli Valitor sé ástæðan vegna fjár­fest­ingar í alþjóð­legri starf­semi og „gjald­færsla kostn­aðar vegna skipu­lags­breyt­inga.“

Auglýsing
En ein helsta ástæðan fyrir tap­inu er þó sú að einn stærsti við­­­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­­ar­við­­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars í fyrra að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess, sam­­­kvæmt afkomutil­kynn­ingu frá Valitor sem send var út fyrr á þessu ári, að velta fyr­ir­tæk­is­ins flutt­ist frá Valitor sem „hafði tals­verð áhrif á vöxt tekna og við­­­skipta Valitor á árin­u.“

Greiddu háar skaða­bætur

Hluti af tap­inu í ár er til­komið vegna þess að Valitor samdi um að greiða atacell og Suns­hine Press Prod­uct­ions, félagi tengt Wiki­leaks, 1,2 millj­­arða króna fyrr á þessu ári í skaða­bæt­­ur.

Lands­bank­inn, sem er í eigu íslenska rík­­is­ins, greiddi alls 426 millj­­ónir króna af af þeim bót­­um. Ástæða þess að Lands­­bank­inn greiddi hluta skaða­­bót­anna er sú að bank­inn átti 38,62 pró­­sent í Valitor þegar broti var gegn ofan­­greindum félög­­um. Þegar Lands­­bank­inn seldi Arion banka hlut sinn í Valitor í des­em­ber 2014 var kveðið á um það í kaup­­samn­ingi að hann myndi halda Arion banka skað­­lausum í mál­inu í hlut­­falli við seldan eign­­ar­hlut. Því greiddi Lands­­bank­inn Arion banka 426 millj­­ónir króna þegar sátt lá fyrir í mál­inu, í sam­ræmi við það sam­komu­lag. Valitor, dótt­­ur­­fé­lag Arion banka, greiddi svo bæt­­urn­­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent