Virði Valitor komið niður í 11,7 milljarða – Hefur lækkað um fjóra milljarða á árinu

Rekstur Valitor heldur áfram að vera erfiður. Fyrirtækið tapaði fjórum milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 og tekjur drógust saman um fjórðung milli ára. Fyrirtækið er til sölu en verðmiðinn heldur sífellt áfram að lækka.

Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor, sem byggir starfsemi sína á grunni VISA Ísland, sem stofnað var 1983. Hann hefur stýrt fyrirtækinu frá árinu 2010.
Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor, sem byggir starfsemi sína á grunni VISA Ísland, sem stofnað var 1983. Hann hefur stýrt fyrirtækinu frá árinu 2010.
Auglýsing

Valitor Hold­ing, dótt­ur­fé­lag Arion banka sem á greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Valitor, er nú metið þá 11,7 millj­arða króna í bókum bank­ans. Það er 4,1 millj­arði króna lægri verð­miði en var á fyr­ir­tæk­inu um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í upp­gjöri Arion banka fyrir þriðja árs­fjórð­ung árs­ins 2019 sem var birt eftir lokun mark­aða í gær. 

Auglýsing
Valitor hefur verið flokkað sem eign til sölu frá því á síð­asta árs­fjórð­ungi 2018. 

Tekjur Valitor hafa dreg­ist saman um 1.240 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 þegar miðað er við sama tíma­bil í fyrra, og voru tæp­lega 3,6 millj­arðar króna nú. Það er sam­dráttur í tekjum um rúman fjórð­ung á einu ári. Munar þar mestu um að þjón­ustu­tekjur dróg­ust saman um 1,2 millj­arða króna. 

Á sama tíma hefur rekstr­ar­kostn­aður auk­ist úr 5,9 millj­örðum króna í tæp­leg 7,8 millj­arða króna, eða um 31 pró­sent. 

Sex millj­arða tap frá byrjun síð­asta árs

Tap Valitor á þessu ári kemur í fram­haldi af 1,9 millj­arða króna tapi í fyrra. Sam­an­lagt tap fyr­ir­tæk­is­ins frá byrjun árs 20189 nemur því sex millj­örðum króna. Árið 2017 skil­aði Valitor 940 milljón króna hagn­að­i. 

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, sagði í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands í gær, þar sem fjallað er um umtals­verðar nið­ur­færslur á virði eigna sem eru til sölu, að í til­felli Valitor sé ástæðan vegna fjár­fest­ingar í alþjóð­legri starf­semi og „gjald­færsla kostn­aðar vegna skipu­lags­breyt­inga.“

Auglýsing
En ein helsta ástæðan fyrir tap­inu er þó sú að einn stærsti við­­­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­­ar­við­­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars í fyrra að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess, sam­­­kvæmt afkomutil­kynn­ingu frá Valitor sem send var út fyrr á þessu ári, að velta fyr­ir­tæk­is­ins flutt­ist frá Valitor sem „hafði tals­verð áhrif á vöxt tekna og við­­­skipta Valitor á árin­u.“

Greiddu háar skaða­bætur

Hluti af tap­inu í ár er til­komið vegna þess að Valitor samdi um að greiða atacell og Suns­hine Press Prod­uct­ions, félagi tengt Wiki­leaks, 1,2 millj­­arða króna fyrr á þessu ári í skaða­bæt­­ur.

Lands­bank­inn, sem er í eigu íslenska rík­­is­ins, greiddi alls 426 millj­­ónir króna af af þeim bót­­um. Ástæða þess að Lands­­bank­inn greiddi hluta skaða­­bót­anna er sú að bank­inn átti 38,62 pró­­sent í Valitor þegar broti var gegn ofan­­greindum félög­­um. Þegar Lands­­bank­inn seldi Arion banka hlut sinn í Valitor í des­em­ber 2014 var kveðið á um það í kaup­­samn­ingi að hann myndi halda Arion banka skað­­lausum í mál­inu í hlut­­falli við seldan eign­­ar­hlut. Því greiddi Lands­­bank­inn Arion banka 426 millj­­ónir króna þegar sátt lá fyrir í mál­inu, í sam­ræmi við það sam­komu­lag. Valitor, dótt­­ur­­fé­lag Arion banka, greiddi svo bæt­­urn­­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent