Virði Valitor komið niður í 11,7 milljarða – Hefur lækkað um fjóra milljarða á árinu

Rekstur Valitor heldur áfram að vera erfiður. Fyrirtækið tapaði fjórum milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 og tekjur drógust saman um fjórðung milli ára. Fyrirtækið er til sölu en verðmiðinn heldur sífellt áfram að lækka.

Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor, sem byggir starfsemi sína á grunni VISA Ísland, sem stofnað var 1983. Hann hefur stýrt fyrirtækinu frá árinu 2010.
Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor, sem byggir starfsemi sína á grunni VISA Ísland, sem stofnað var 1983. Hann hefur stýrt fyrirtækinu frá árinu 2010.
Auglýsing

Valitor Hold­ing, dótt­ur­fé­lag Arion banka sem á greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Valitor, er nú metið þá 11,7 millj­arða króna í bókum bank­ans. Það er 4,1 millj­arði króna lægri verð­miði en var á fyr­ir­tæk­inu um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í upp­gjöri Arion banka fyrir þriðja árs­fjórð­ung árs­ins 2019 sem var birt eftir lokun mark­aða í gær. 

Auglýsing
Valitor hefur verið flokkað sem eign til sölu frá því á síð­asta árs­fjórð­ungi 2018. 

Tekjur Valitor hafa dreg­ist saman um 1.240 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 þegar miðað er við sama tíma­bil í fyrra, og voru tæp­lega 3,6 millj­arðar króna nú. Það er sam­dráttur í tekjum um rúman fjórð­ung á einu ári. Munar þar mestu um að þjón­ustu­tekjur dróg­ust saman um 1,2 millj­arða króna. 

Á sama tíma hefur rekstr­ar­kostn­aður auk­ist úr 5,9 millj­örðum króna í tæp­leg 7,8 millj­arða króna, eða um 31 pró­sent. 

Sex millj­arða tap frá byrjun síð­asta árs

Tap Valitor á þessu ári kemur í fram­haldi af 1,9 millj­arða króna tapi í fyrra. Sam­an­lagt tap fyr­ir­tæk­is­ins frá byrjun árs 20189 nemur því sex millj­örðum króna. Árið 2017 skil­aði Valitor 940 milljón króna hagn­að­i. 

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, sagði í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands í gær, þar sem fjallað er um umtals­verðar nið­ur­færslur á virði eigna sem eru til sölu, að í til­felli Valitor sé ástæðan vegna fjár­fest­ingar í alþjóð­legri starf­semi og „gjald­færsla kostn­aðar vegna skipu­lags­breyt­inga.“

Auglýsing
En ein helsta ástæðan fyrir tap­inu er þó sú að einn stærsti við­­­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­­ar­við­­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars í fyrra að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess, sam­­­kvæmt afkomutil­kynn­ingu frá Valitor sem send var út fyrr á þessu ári, að velta fyr­ir­tæk­is­ins flutt­ist frá Valitor sem „hafði tals­verð áhrif á vöxt tekna og við­­­skipta Valitor á árin­u.“

Greiddu háar skaða­bætur

Hluti af tap­inu í ár er til­komið vegna þess að Valitor samdi um að greiða atacell og Suns­hine Press Prod­uct­ions, félagi tengt Wiki­leaks, 1,2 millj­­arða króna fyrr á þessu ári í skaða­bæt­­ur.

Lands­bank­inn, sem er í eigu íslenska rík­­is­ins, greiddi alls 426 millj­­ónir króna af af þeim bót­­um. Ástæða þess að Lands­­bank­inn greiddi hluta skaða­­bót­anna er sú að bank­inn átti 38,62 pró­­sent í Valitor þegar broti var gegn ofan­­greindum félög­­um. Þegar Lands­­bank­inn seldi Arion banka hlut sinn í Valitor í des­em­ber 2014 var kveðið á um það í kaup­­samn­ingi að hann myndi halda Arion banka skað­­lausum í mál­inu í hlut­­falli við seldan eign­­ar­hlut. Því greiddi Lands­­bank­inn Arion banka 426 millj­­ónir króna þegar sátt lá fyrir í mál­inu, í sam­ræmi við það sam­komu­lag. Valitor, dótt­­ur­­fé­lag Arion banka, greiddi svo bæt­­urn­­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent