Hagnaður Arion banka minnkar milli ára og arðsemi einnig

Erfiðar aðstæður eru nú á fjármálamörkuðum, og bera uppgjör bankanna það með sér.

Benedikt Gislason
Auglýsing

Hagn­aður sam­stæðu Arion banka á þriðja árs­fjórð­ungi 2019 nam 800 millj­ónum króna sam­an­borið við 1,1 millj­arð króna á sama tíma­bili 2018. Arð­semi eigin fjár var 1,6 pró­sent á þriðja árs­fjórð­ungi 2019 sam­an­borið við 2,3 pró­sent á sama tíma­bili árið 2018. 

Á þennan mæli­kvarða hefur arð­semi Arion banka verið áber­andi mikið lægri en hjá bæði Íslands­banka og Lands­bank­an­um, en íslenska ríkið er eig­andi hinna tveggja síð­ar­nefndu. Mark­mið Arion banka er að arð­semi eigin fjár sé í kringum 10 pró­sent, til lengdar lit­ið, sam­kvæmt stefnu sem stjórn bank­ans hefur sam­þykkt.

Mark­aðsvirði Arion banka er nú 133 millj­örðum króna, en eigið fé er 196 millj­arð­ar. 

Auglýsing

Hagn­aður af áfram­hald­andi starf­semi nam 3,8 millj­ónum króna á þriðja árs­fjórð­ungi og 8,8 millj­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum 2019, sam­an­borið við 1.351 milljón króna á þriðja árs­fjórð­ungi 2018 og 6.805 millj­ónir króna fyr­ir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2018. Arð­semi eigin fjár af áfram­hald­andi starf­semi var um 8,5 pró­sent á þriðja árs­fjórð­ungi og 6,5 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019. Dótt­ur­fé­lögin Valitor Hold­ing, Stakks­berg og Tra­velCo eru skil­greind sem eignir til sölu.

Heild­ar­eignir Arion banka námu 1.213 millj­örðum króna í lok sept­em­ber 2019 sam­an­borið við 1.164 millj­arða króna í árs­lok 2018. Lán til við­skipta­vina lækk­uðu um 21,3 millj­arða króna eða 3 pró­sent og er það í sam­ræmi við auknar áherslur bank­ans á arð­semi fremur en lána­vöxt. Eigið fé nam 196 millj­örðum króna, eins og áður seg­ir, sam­an­borið við 201 millj­arð króna í árs­lok 2018.

Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans, að teknu til­liti til afkomu á þriðja árs­fjórð­ungi, var 23,6% í lok sept­em­ber 2019 en var 22,0% í árs­lok 2018. Hlut­fall almenns eig­in­fjár­þáttar 1, að teknu til­liti til afkomu á þriðja árs­fjórð­ungi, nam 21,6% í lok sept­em­ber 2019, sam­an­borið við 21,2% í árs­lok 2018.

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, segir í yfir­lýs­ingu að bank­inn muni leggja upp með að efl­ast þjón­ustu og hag­kvæmni í rekstri. „Bank­inn kynnti í lok þriðja árs­fjórð­ungs umfangs­miklar skipu­lags­breyt­ingar og nýjar áherslur í starf­sem­inni. Mark­mið breyt­ing­anna er að styrkja sam­keppn­is­hæfni bank­ans og auka arð­semi eig­in­fjár­. Við þessar breyt­ingar fækk­aði starfs­fólki bank­ans um 12% og sviðum bank­ans um tvö. Stefna bank­ans um að veita við­skipta­vinum sínum fjöl­breytta fjár­mála­þjón­ustu og vera í far­ar­broddi þegar kemur að staf­rænni fjár­mála­þjón­ustu er óbreytt. Hins vegar má segja að um ákveðna áherslu­breyt­ingu sé að ræða þegar kemur að fjár­mögnun fyr­ir­tækja. Vegna hárra skatta og mik­illa eig­in­fjár­kvaða á fjár­mála­fyr­ir­tæki getur verið hag­stæð­ara fyrir sum fyr­ir­tæki að fjár­magna sig með öðrum hætti en hefð­bundnum banka­lán­um. Arion banki ætlar að efla þjón­ustu við þessi fyr­ir­tæki, vera ráðgefandi um hag­stæð­ustu fjár­mögnun hverju sinni og vera öfl­ugur sam­starfs­að­ili með heild­ar­hags­muni þeirra í fyr­ir­rúmi. 

Arion banki leggur ríka áherslu á jafn­rétt­is­mál en bank­inn hefur verið með jafn­launa­vottun frá árinu 2015. Fyrir um ári fékk bank­inn svo fyrstur banka heim­ild til að nota jafn­launa­merki vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. Eftir að bank­inn var skráður í kaup­höll­ina hér á landi og í Stokk­hólmi þá hafa bæði sænskir og alþjóð­legir aðilar í auknum mæli tekið bank­ann út hvað varðar sam­fé­lags­á­byrgð og stöðu jafn­rétt­is­mála. Nýverið tók All­brigt stofn­unin í Sví­þjóð út stöðu jafn­rétt­is­mála hjá öll­um skráðum fyr­ir­tækjum í kaup­höll­inni í Stokk­hólmi, alls 333 fyr­ir­tæki, og það er ánægju­legt að Arion banki er þar í 25. sæti. Það er góður árangur en við ætlum okkur að gera enn betur í þessum efn­um.

Við kynntum nýverið nýj­ustu við­bót­ina við Arion appið og er þar um að ræða þjón­ustu í anda opinna banka­við­skipta. Þessa lausn unnum við í góðu sam­starfi við fjár­tækni­fyr­ir­tækið Meniga og gerir hún öllum þeim sem eru með Arion appið kleift að sjá á einum stað yfir­lit yfir reikn­inga sína og kort hjá Arion banka, Lands­bank­anum og Íslands­banka. Þessar upp­lýs­ingar eru svo teknar saman og flokk­aðar eftir útgjalda­liðum heim­il­is­ins, en þannig fæst ein­stök yfir­sýn yfir tekjur og útgjöld heim­il­is­ins og þróun þeirra yfir tíma. Hafa mót­tökur við­skipta­vina verið mjög góðar og geta allir sem ekki eru nú þegar með Arion appið sótt það og byrjað að nýta þessa nýju þjón­ust­u,“ segir Bene­dikt Gísla­son í til­kynn­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent