Hagnaður Arion banka minnkar milli ára og arðsemi einnig

Erfiðar aðstæður eru nú á fjármálamörkuðum, og bera uppgjör bankanna það með sér.

Benedikt Gislason
Auglýsing

Hagn­aður sam­stæðu Arion banka á þriðja árs­fjórð­ungi 2019 nam 800 millj­ónum króna sam­an­borið við 1,1 millj­arð króna á sama tíma­bili 2018. Arð­semi eigin fjár var 1,6 pró­sent á þriðja árs­fjórð­ungi 2019 sam­an­borið við 2,3 pró­sent á sama tíma­bili árið 2018. 

Á þennan mæli­kvarða hefur arð­semi Arion banka verið áber­andi mikið lægri en hjá bæði Íslands­banka og Lands­bank­an­um, en íslenska ríkið er eig­andi hinna tveggja síð­ar­nefndu. Mark­mið Arion banka er að arð­semi eigin fjár sé í kringum 10 pró­sent, til lengdar lit­ið, sam­kvæmt stefnu sem stjórn bank­ans hefur sam­þykkt.

Mark­aðsvirði Arion banka er nú 133 millj­örðum króna, en eigið fé er 196 millj­arð­ar. 

Auglýsing

Hagn­aður af áfram­hald­andi starf­semi nam 3,8 millj­ónum króna á þriðja árs­fjórð­ungi og 8,8 millj­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum 2019, sam­an­borið við 1.351 milljón króna á þriðja árs­fjórð­ungi 2018 og 6.805 millj­ónir króna fyr­ir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2018. Arð­semi eigin fjár af áfram­hald­andi starf­semi var um 8,5 pró­sent á þriðja árs­fjórð­ungi og 6,5 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019. Dótt­ur­fé­lögin Valitor Hold­ing, Stakks­berg og Tra­velCo eru skil­greind sem eignir til sölu.

Heild­ar­eignir Arion banka námu 1.213 millj­örðum króna í lok sept­em­ber 2019 sam­an­borið við 1.164 millj­arða króna í árs­lok 2018. Lán til við­skipta­vina lækk­uðu um 21,3 millj­arða króna eða 3 pró­sent og er það í sam­ræmi við auknar áherslur bank­ans á arð­semi fremur en lána­vöxt. Eigið fé nam 196 millj­örðum króna, eins og áður seg­ir, sam­an­borið við 201 millj­arð króna í árs­lok 2018.

Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans, að teknu til­liti til afkomu á þriðja árs­fjórð­ungi, var 23,6% í lok sept­em­ber 2019 en var 22,0% í árs­lok 2018. Hlut­fall almenns eig­in­fjár­þáttar 1, að teknu til­liti til afkomu á þriðja árs­fjórð­ungi, nam 21,6% í lok sept­em­ber 2019, sam­an­borið við 21,2% í árs­lok 2018.

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, segir í yfir­lýs­ingu að bank­inn muni leggja upp með að efl­ast þjón­ustu og hag­kvæmni í rekstri. „Bank­inn kynnti í lok þriðja árs­fjórð­ungs umfangs­miklar skipu­lags­breyt­ingar og nýjar áherslur í starf­sem­inni. Mark­mið breyt­ing­anna er að styrkja sam­keppn­is­hæfni bank­ans og auka arð­semi eig­in­fjár­. Við þessar breyt­ingar fækk­aði starfs­fólki bank­ans um 12% og sviðum bank­ans um tvö. Stefna bank­ans um að veita við­skipta­vinum sínum fjöl­breytta fjár­mála­þjón­ustu og vera í far­ar­broddi þegar kemur að staf­rænni fjár­mála­þjón­ustu er óbreytt. Hins vegar má segja að um ákveðna áherslu­breyt­ingu sé að ræða þegar kemur að fjár­mögnun fyr­ir­tækja. Vegna hárra skatta og mik­illa eig­in­fjár­kvaða á fjár­mála­fyr­ir­tæki getur verið hag­stæð­ara fyrir sum fyr­ir­tæki að fjár­magna sig með öðrum hætti en hefð­bundnum banka­lán­um. Arion banki ætlar að efla þjón­ustu við þessi fyr­ir­tæki, vera ráðgefandi um hag­stæð­ustu fjár­mögnun hverju sinni og vera öfl­ugur sam­starfs­að­ili með heild­ar­hags­muni þeirra í fyr­ir­rúmi. 

Arion banki leggur ríka áherslu á jafn­rétt­is­mál en bank­inn hefur verið með jafn­launa­vottun frá árinu 2015. Fyrir um ári fékk bank­inn svo fyrstur banka heim­ild til að nota jafn­launa­merki vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. Eftir að bank­inn var skráður í kaup­höll­ina hér á landi og í Stokk­hólmi þá hafa bæði sænskir og alþjóð­legir aðilar í auknum mæli tekið bank­ann út hvað varðar sam­fé­lags­á­byrgð og stöðu jafn­rétt­is­mála. Nýverið tók All­brigt stofn­unin í Sví­þjóð út stöðu jafn­rétt­is­mála hjá öll­um skráðum fyr­ir­tækjum í kaup­höll­inni í Stokk­hólmi, alls 333 fyr­ir­tæki, og það er ánægju­legt að Arion banki er þar í 25. sæti. Það er góður árangur en við ætlum okkur að gera enn betur í þessum efn­um.

Við kynntum nýverið nýj­ustu við­bót­ina við Arion appið og er þar um að ræða þjón­ustu í anda opinna banka­við­skipta. Þessa lausn unnum við í góðu sam­starfi við fjár­tækni­fyr­ir­tækið Meniga og gerir hún öllum þeim sem eru með Arion appið kleift að sjá á einum stað yfir­lit yfir reikn­inga sína og kort hjá Arion banka, Lands­bank­anum og Íslands­banka. Þessar upp­lýs­ingar eru svo teknar saman og flokk­aðar eftir útgjalda­liðum heim­il­is­ins, en þannig fæst ein­stök yfir­sýn yfir tekjur og útgjöld heim­il­is­ins og þróun þeirra yfir tíma. Hafa mót­tökur við­skipta­vina verið mjög góðar og geta allir sem ekki eru nú þegar með Arion appið sótt það og byrjað að nýta þessa nýju þjón­ust­u,“ segir Bene­dikt Gísla­son í til­kynn­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent