Blaðamenn samþykkja að fara í verkfall

Kjarninn og Birtingur hafa samþykkt að ganga að kröfum Blaðamannafélagsins, en það á ekki við um stærstu fyrirtækin.

Hjálmar Jónsson
Auglýsing

Afger­andi meiri­hluti blaða­­manna greiddi at­­kvæði með vinn­u­­stöðv­unum í at­­kvæða­greiðslu Blaða­­manna­­fé­lags Ís­lands sem fór fram í dag

Blaða­menn hafa verið samn­ings­lausir frá því um ára­mót, en ekki hefur náðst saman við stærstu fyr­ir­tæk­in. 

Kjarn­inn og Birt­ingur hafa þegar sam­þykkt að ganga að kröfum Blaða­manna­fé­lags­ins, en það á ekki við um stærstu fyr­ir­tæk­in, Sýn, Torg útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, og Árvak­ur, og RÚV.

Auglýsing

Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, hefur sagt að samn­ings­til­boð hafi verið óvið­un­andi til þess, og að kröfur blaða- og frétta­manna séu sann­gjarnar og sjálf­sagð­ar.

Af þeim sem greiddu at­­kvæði sam­­þykktu 83,2 pró­sent með vinn­u­­stöðvun en 12,9 pró­sent á móti. Á kjör­skrá voru 211 en 131 félags­menn greiddu atkvæði, sem er 62,1 pró­sent. 109 manns greiddu atkvæði með verk­falli. Sautján greiddu gegn verk­falli og auðir eða ógildir seðlar voru fimm.

Þar með voru fjórar vinnu­stöðv­anir sam­þykktar sem fara fram að óbreyttu í næsta mán­uði en sú fyrsta er fyr­ir­huguð föstu­dag­inn 8. nóv­em­ber. 

Aðrar þrjár eru skipu­lagðar þrjá föstu­daga eftir það og ná fyrstu þrjár ein­göngu til net­miðla, ljós­mynd­ara og töku­manna.

Vinnu­stöðv­an­irnar munu ná til blaða-, frétta- og mynda­töku­manna.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent