Íslandsbanki hagnaðist um 6,8 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins

Hægagangur í atvinnulífinu bitnar á virði eigna bankans, og arðsemi eigin fjár bankans hefur farið minnkandi.

Birna Einarsdóttir
Auglýsing

Hagn­aður Íslands­banka á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var 6,8 millj­arðar króna, en á þriðja árs­fjórð­ungi hagn­að­ist bank­inn um 2,1 millj­arð. 

Arð­semi eigin fjár bank­ans, sem er algengur mæli­kvarði á rekstra­grunn banka, minnk­aði milli ára úr 4,9 pró­sent í 4,7 pró­sent. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu bank­ans.

Auglýsing

„Ánægju­legt er þó að kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans hefur farið lækk­andi á tíma­bil­inu sam­an­borið við sama tíma í fyrra. Sé ein­göngu horft til móð­ur­fé­lags bank­ans er hlut­fallið nú rétt við 55% lang­tíma­mark­mið bank­ans en áfram verður unnið að því að auka hag­kvæmni í rekstri.  Lausa­fjár­staða bank­ans er sem fyrr sterk og vel yfir kröfum eft­ir­lits­að­ila auk þess sem eig­in­fjár­hlut­fall er við lang­tíma­mark­mið bank­ans,“ segir Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri, í til­kynn­ing­u. 

Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var ell­efu pró­sent vöxtur í þókn­ana­tekjum og 6,5 pró­sent vöxtur í vaxta­tekjum frá sama tíma­bili í fyrra auk þess sem lána­bók bank­ans óx um 7,4 pró­sent. 

„Nei­kvæðar virð­is­breyt­ing­ar, sem meðal ann­ars má rekja til þess að nokkuð hefur hægt á efna­hags­líf­inu, hafa þó vissu­lega dregið úr afkom­unni og er arð­semi eigin fjár tíma­bils­ins undir mark­miðum bank­ans,“ segir Birna enn frem­ur.

Hagn­aður af reglu­legri starf­semi var 8,7 millj­arðar króna, sam­an­borið við 9,9 millj­arða króna á sama tíma­bili í fyrra. Hreinar vaxta­tekjur voru 25,2 millj­arðar króna og jókst um 6,5 pró­sent milli ára. Hreinar þókn­ana­tekjur voru 9,7 millj­arðar króna, og jókst um 11 pró­sent miðað við fyrstu 9 mán­uði árs­ins 2018. 

Virð­is­breyt­ing útlána var nei­kvæð um 2.078 millj­ónir króna á tíma­bil­inu, sam­an­borið við jákvæða virð­is­breyt­ingu um  1.881 millj­ónir króna á sama tíma­bili í fyrra. 

Stjórn­un­ar­kostn­aður jókst um 3 pró­sent milli ára og nam 20,8 millj­örðum króna. Kostn­að­ar­hlut­fall sam­stæðu á tíma­bil­inu var 61,3 pró­sent sam­an­borið við 65,6 pró­sent á sama tíma­bili 2018, en kostn­að­ar­hlut­fall móð­ur­fé­lags var 55,3 pró­sent sem er við 55 pró­sent lang­tíma­mark­mið bank­ans. 

Útlán til við­skipta­vina juk­ust á tíma­bil­inu og voru 909,2 millj­arðar króna í lok sept­em­ber. Ný útlán á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 voru 162,7 millj­arðar króna. Inn­lán frá við­skipta­vinum voru 610,3 millj­arðar króna í lok sept­em­ber sem er 5,4 pró­sent aukn­ing frá ára­mót­um.

Íslenska ríkið er eig­andi Íslands­banka, 100 pró­sent, en það á Lands­bank­ann einnig (99 pró­sent). 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent