Íslandsbanki hagnaðist um 6,8 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins

Hægagangur í atvinnulífinu bitnar á virði eigna bankans, og arðsemi eigin fjár bankans hefur farið minnkandi.

Birna Einarsdóttir
Auglýsing

Hagn­aður Íslands­banka á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var 6,8 millj­arðar króna, en á þriðja árs­fjórð­ungi hagn­að­ist bank­inn um 2,1 millj­arð. 

Arð­semi eigin fjár bank­ans, sem er algengur mæli­kvarði á rekstra­grunn banka, minnk­aði milli ára úr 4,9 pró­sent í 4,7 pró­sent. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu bank­ans.

Auglýsing

„Ánægju­legt er þó að kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans hefur farið lækk­andi á tíma­bil­inu sam­an­borið við sama tíma í fyrra. Sé ein­göngu horft til móð­ur­fé­lags bank­ans er hlut­fallið nú rétt við 55% lang­tíma­mark­mið bank­ans en áfram verður unnið að því að auka hag­kvæmni í rekstri.  Lausa­fjár­staða bank­ans er sem fyrr sterk og vel yfir kröfum eft­ir­lits­að­ila auk þess sem eig­in­fjár­hlut­fall er við lang­tíma­mark­mið bank­ans,“ segir Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri, í til­kynn­ing­u. 

Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var ell­efu pró­sent vöxtur í þókn­ana­tekjum og 6,5 pró­sent vöxtur í vaxta­tekjum frá sama tíma­bili í fyrra auk þess sem lána­bók bank­ans óx um 7,4 pró­sent. 

„Nei­kvæðar virð­is­breyt­ing­ar, sem meðal ann­ars má rekja til þess að nokkuð hefur hægt á efna­hags­líf­inu, hafa þó vissu­lega dregið úr afkom­unni og er arð­semi eigin fjár tíma­bils­ins undir mark­miðum bank­ans,“ segir Birna enn frem­ur.

Hagn­aður af reglu­legri starf­semi var 8,7 millj­arðar króna, sam­an­borið við 9,9 millj­arða króna á sama tíma­bili í fyrra. Hreinar vaxta­tekjur voru 25,2 millj­arðar króna og jókst um 6,5 pró­sent milli ára. Hreinar þókn­ana­tekjur voru 9,7 millj­arðar króna, og jókst um 11 pró­sent miðað við fyrstu 9 mán­uði árs­ins 2018. 

Virð­is­breyt­ing útlána var nei­kvæð um 2.078 millj­ónir króna á tíma­bil­inu, sam­an­borið við jákvæða virð­is­breyt­ingu um  1.881 millj­ónir króna á sama tíma­bili í fyrra. 

Stjórn­un­ar­kostn­aður jókst um 3 pró­sent milli ára og nam 20,8 millj­örðum króna. Kostn­að­ar­hlut­fall sam­stæðu á tíma­bil­inu var 61,3 pró­sent sam­an­borið við 65,6 pró­sent á sama tíma­bili 2018, en kostn­að­ar­hlut­fall móð­ur­fé­lags var 55,3 pró­sent sem er við 55 pró­sent lang­tíma­mark­mið bank­ans. 

Útlán til við­skipta­vina juk­ust á tíma­bil­inu og voru 909,2 millj­arðar króna í lok sept­em­ber. Ný útlán á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 voru 162,7 millj­arðar króna. Inn­lán frá við­skipta­vinum voru 610,3 millj­arðar króna í lok sept­em­ber sem er 5,4 pró­sent aukn­ing frá ára­mót­um.

Íslenska ríkið er eig­andi Íslands­banka, 100 pró­sent, en það á Lands­bank­ann einnig (99 pró­sent). 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent