Fjöldi ungra kvenna sem ekki borðar kjöt margfaldast

Neysluvenjur ungra kvenna hafa tekið stakkaskiptum á liðnum árum og borða nú sífellt fleiri konur á aldrinu 18 til 24 ára ekki kjöt.

kona að borða
Auglýsing

Sífellt fleiri ungar konur á aldr­inum 18 til 24 ára borða ekki kjöt hér á landi. Frá árinu 2007 hefur hlut­fall þeirra sem borðar aldrei kjöt marg­fald­ast en mesta aukn­ingin hefur átt sér síð­ustu tveimur árum. Þetta kemur fram í grein­ingu Gallup en sam­kvæmt grein­ing­unni þá eru fáar vís­bend­ingar um annað en áfram­hald­andi vöxt græn­met­is­fæðis hér á landi.

Fimm­falt fleiri hættar að borða nauta­kjöt 

Í grein­ingu Gallups segir að neysla ungra íslenskra kvenna hafi tekið hvað mestum stakka­skiptum af öllum ald­urs­hópum hér á landi á und­an­förnum árum. Í nið­ur­stöðum neyslukönn­unar Gallups má að sjá að alls sögð­ust rúm 5 pró­sent kvenna aldrei borða svína­kjöt á árunum 2007 til 2009 en þetta hlut­fall nær þre­fald­að­ist á árunum 2016 til 2018. Að með­al­tali sögð­ust 14,3 pró­sent ungra kvenna ekki borða svína­kjöt ef litið er til síð­ustu þriggja ára. 

Hlutfall ungra kvenna (18-24 ára) sem segjast aldrei borða svínakjöt, lambakjöt, nautakjöt eða kjúkling. Mynd:Gallup.Mun stærri breyt­ingar urðu þó á neyslu ungra kvenna á nauta­kjöti og lamba­kjöti þar sem hlut­fall þeirra sem aldrei borðar nauta­kjöt og lamba­kjöt 4 til 5 fald­að­ist ef borin eru saman með­al­töl áranna 2007 til 2009 og 2016 til 2018. 

Að ­með­al­tali sögð­ust 16 pró­sent ungra kvenna ekki borða ­nauta­kjöt á árunum 2016 til 2018. 

Enn fleiri sögð­ust vera hættar að borða kjúkling þegar borin eru saman sömu tíma­bil. Á árunum 2007 til 2009 sögð­ust 0,9 pró­sent kvenna aldrei borða kjúkling en nokkrum árum síðar eða á árunum 2016 til 2018 sögð­ust 10,6 pró­sent aldrei borða kjúkling.

Auglýsing

Þeir sem neyta einskis kjöts enn lítið hlut­fall af þjóð­inni 

Bæst hefur í hóp þeirra sem borða aldrei kjöt á síð­ustu árum en þó í mun minna mæli hjá ungum kon­um. Sam­kvæmt neyslukönn­un­um Gallup þá hefur hlut­fall þeirra sem borða kjöt viku­lega eða oftar að mestu leyti staðið í stað en þeim sem borða aldrei kjöt fjölg­að veru­lega. 

Til að mynda var hlut­fall þeirra sem ekki borða svína­kjöt, 18 ára og eldri, að með­al­tali á árunum 2007 til 2009 3,8 ­pró­sent en jókst í 6,3 pró­sent að með­al­tali árin 2016-2018.

Í grein­ing­u Gallups ­segir að enn sem komið sé þó aðeins lítið hlut­fall af þjóð­inni sem neytir einskis kjöts. Í könn­un Gallup á vor­mán­uðum árs­ins 2019, þar sem spurt var hvort fólk væri á sér­stöku matar­æði eða kúr, kemur fram að tæp­lega 3 pró­sent lands­manna skil­greindi matar­æði sitt sem græn­met­is­fæði og til við­bótar skil­greindi 1 pró­sent­matar­æði sitt sem ­veg­an.

Bendir fátt annað en til áfram­hald­andi vaxtar græn­met­is­fæðis

­Sam­kvæmt Gallup benda þó ofan­greindar tölur til áfram­hald­andi aukn­ingar á hlut­falli þeirra sem velja græn­met­is­fæði og hafa hætt að borða kjöt. Þá sér­stak­lega meðal ungra kvenna en einnig ann­arra hópa.

„Miðað við hratt hækk­andi hlut­fall þeirra sem neyta ekki kjöt­vara hér á landi og vax­andi áhuga á umhverf­is­málum finn­ast fáar vís­bend­ingar um annað en áfram­hald­andi vöxt græn­met­is­fæðis og verður til fram­tíðar áhuga­vert að sjá hvort mögu­legur vöxtur verði fyrst og fremst innan núver­andi mark­hóps eða hvort neyslu­hóp­ur­inn muni breikka, þannig að græn­met­is­fæði verði algeng­ara meðal karla og þeirra sem til­heyra eldri kyn­slóð­u­m,“ segir í grein­ingu Gallups.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“
Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
„Þetta eru mikil læti“
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent