Fjöldi ungra kvenna sem ekki borðar kjöt margfaldast

Neysluvenjur ungra kvenna hafa tekið stakkaskiptum á liðnum árum og borða nú sífellt fleiri konur á aldrinu 18 til 24 ára ekki kjöt.

kona að borða
Auglýsing

Sífellt fleiri ungar konur á aldr­inum 18 til 24 ára borða ekki kjöt hér á landi. Frá árinu 2007 hefur hlut­fall þeirra sem borðar aldrei kjöt marg­fald­ast en mesta aukn­ingin hefur átt sér síð­ustu tveimur árum. Þetta kemur fram í grein­ingu Gallup en sam­kvæmt grein­ing­unni þá eru fáar vís­bend­ingar um annað en áfram­hald­andi vöxt græn­met­is­fæðis hér á landi.

Fimm­falt fleiri hættar að borða nauta­kjöt 

Í grein­ingu Gallups segir að neysla ungra íslenskra kvenna hafi tekið hvað mestum stakka­skiptum af öllum ald­urs­hópum hér á landi á und­an­förnum árum. Í nið­ur­stöðum neyslukönn­unar Gallups má að sjá að alls sögð­ust rúm 5 pró­sent kvenna aldrei borða svína­kjöt á árunum 2007 til 2009 en þetta hlut­fall nær þre­fald­að­ist á árunum 2016 til 2018. Að með­al­tali sögð­ust 14,3 pró­sent ungra kvenna ekki borða svína­kjöt ef litið er til síð­ustu þriggja ára. 

Hlutfall ungra kvenna (18-24 ára) sem segjast aldrei borða svínakjöt, lambakjöt, nautakjöt eða kjúkling. Mynd:Gallup.Mun stærri breyt­ingar urðu þó á neyslu ungra kvenna á nauta­kjöti og lamba­kjöti þar sem hlut­fall þeirra sem aldrei borðar nauta­kjöt og lamba­kjöt 4 til 5 fald­að­ist ef borin eru saman með­al­töl áranna 2007 til 2009 og 2016 til 2018. 

Að ­með­al­tali sögð­ust 16 pró­sent ungra kvenna ekki borða ­nauta­kjöt á árunum 2016 til 2018. 

Enn fleiri sögð­ust vera hættar að borða kjúkling þegar borin eru saman sömu tíma­bil. Á árunum 2007 til 2009 sögð­ust 0,9 pró­sent kvenna aldrei borða kjúkling en nokkrum árum síðar eða á árunum 2016 til 2018 sögð­ust 10,6 pró­sent aldrei borða kjúkling.

Auglýsing

Þeir sem neyta einskis kjöts enn lítið hlut­fall af þjóð­inni 

Bæst hefur í hóp þeirra sem borða aldrei kjöt á síð­ustu árum en þó í mun minna mæli hjá ungum kon­um. Sam­kvæmt neyslukönn­un­um Gallup þá hefur hlut­fall þeirra sem borða kjöt viku­lega eða oftar að mestu leyti staðið í stað en þeim sem borða aldrei kjöt fjölg­að veru­lega. 

Til að mynda var hlut­fall þeirra sem ekki borða svína­kjöt, 18 ára og eldri, að með­al­tali á árunum 2007 til 2009 3,8 ­pró­sent en jókst í 6,3 pró­sent að með­al­tali árin 2016-2018.

Í grein­ing­u Gallups ­segir að enn sem komið sé þó aðeins lítið hlut­fall af þjóð­inni sem neytir einskis kjöts. Í könn­un Gallup á vor­mán­uðum árs­ins 2019, þar sem spurt var hvort fólk væri á sér­stöku matar­æði eða kúr, kemur fram að tæp­lega 3 pró­sent lands­manna skil­greindi matar­æði sitt sem græn­met­is­fæði og til við­bótar skil­greindi 1 pró­sent­matar­æði sitt sem ­veg­an.

Bendir fátt annað en til áfram­hald­andi vaxtar græn­met­is­fæðis

­Sam­kvæmt Gallup benda þó ofan­greindar tölur til áfram­hald­andi aukn­ingar á hlut­falli þeirra sem velja græn­met­is­fæði og hafa hætt að borða kjöt. Þá sér­stak­lega meðal ungra kvenna en einnig ann­arra hópa.

„Miðað við hratt hækk­andi hlut­fall þeirra sem neyta ekki kjöt­vara hér á landi og vax­andi áhuga á umhverf­is­málum finn­ast fáar vís­bend­ingar um annað en áfram­hald­andi vöxt græn­met­is­fæðis og verður til fram­tíðar áhuga­vert að sjá hvort mögu­legur vöxtur verði fyrst og fremst innan núver­andi mark­hóps eða hvort neyslu­hóp­ur­inn muni breikka, þannig að græn­met­is­fæði verði algeng­ara meðal karla og þeirra sem til­heyra eldri kyn­slóð­u­m,“ segir í grein­ingu Gallups.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent