Fjöldi ungra kvenna sem ekki borðar kjöt margfaldast

Neysluvenjur ungra kvenna hafa tekið stakkaskiptum á liðnum árum og borða nú sífellt fleiri konur á aldrinu 18 til 24 ára ekki kjöt.

kona að borða
Auglýsing

Sífellt fleiri ungar konur á aldr­inum 18 til 24 ára borða ekki kjöt hér á landi. Frá árinu 2007 hefur hlut­fall þeirra sem borðar aldrei kjöt marg­fald­ast en mesta aukn­ingin hefur átt sér síð­ustu tveimur árum. Þetta kemur fram í grein­ingu Gallup en sam­kvæmt grein­ing­unni þá eru fáar vís­bend­ingar um annað en áfram­hald­andi vöxt græn­met­is­fæðis hér á landi.

Fimm­falt fleiri hættar að borða nauta­kjöt 

Í grein­ingu Gallups segir að neysla ungra íslenskra kvenna hafi tekið hvað mestum stakka­skiptum af öllum ald­urs­hópum hér á landi á und­an­förnum árum. Í nið­ur­stöðum neyslukönn­unar Gallups má að sjá að alls sögð­ust rúm 5 pró­sent kvenna aldrei borða svína­kjöt á árunum 2007 til 2009 en þetta hlut­fall nær þre­fald­að­ist á árunum 2016 til 2018. Að með­al­tali sögð­ust 14,3 pró­sent ungra kvenna ekki borða svína­kjöt ef litið er til síð­ustu þriggja ára. 

Hlutfall ungra kvenna (18-24 ára) sem segjast aldrei borða svínakjöt, lambakjöt, nautakjöt eða kjúkling. Mynd:Gallup.Mun stærri breyt­ingar urðu þó á neyslu ungra kvenna á nauta­kjöti og lamba­kjöti þar sem hlut­fall þeirra sem aldrei borðar nauta­kjöt og lamba­kjöt 4 til 5 fald­að­ist ef borin eru saman með­al­töl áranna 2007 til 2009 og 2016 til 2018. 

Að ­með­al­tali sögð­ust 16 pró­sent ungra kvenna ekki borða ­nauta­kjöt á árunum 2016 til 2018. 

Enn fleiri sögð­ust vera hættar að borða kjúkling þegar borin eru saman sömu tíma­bil. Á árunum 2007 til 2009 sögð­ust 0,9 pró­sent kvenna aldrei borða kjúkling en nokkrum árum síðar eða á árunum 2016 til 2018 sögð­ust 10,6 pró­sent aldrei borða kjúkling.

Auglýsing

Þeir sem neyta einskis kjöts enn lítið hlut­fall af þjóð­inni 

Bæst hefur í hóp þeirra sem borða aldrei kjöt á síð­ustu árum en þó í mun minna mæli hjá ungum kon­um. Sam­kvæmt neyslukönn­un­um Gallup þá hefur hlut­fall þeirra sem borða kjöt viku­lega eða oftar að mestu leyti staðið í stað en þeim sem borða aldrei kjöt fjölg­að veru­lega. 

Til að mynda var hlut­fall þeirra sem ekki borða svína­kjöt, 18 ára og eldri, að með­al­tali á árunum 2007 til 2009 3,8 ­pró­sent en jókst í 6,3 pró­sent að með­al­tali árin 2016-2018.

Í grein­ing­u Gallups ­segir að enn sem komið sé þó aðeins lítið hlut­fall af þjóð­inni sem neytir einskis kjöts. Í könn­un Gallup á vor­mán­uðum árs­ins 2019, þar sem spurt var hvort fólk væri á sér­stöku matar­æði eða kúr, kemur fram að tæp­lega 3 pró­sent lands­manna skil­greindi matar­æði sitt sem græn­met­is­fæði og til við­bótar skil­greindi 1 pró­sent­matar­æði sitt sem ­veg­an.

Bendir fátt annað en til áfram­hald­andi vaxtar græn­met­is­fæðis

­Sam­kvæmt Gallup benda þó ofan­greindar tölur til áfram­hald­andi aukn­ingar á hlut­falli þeirra sem velja græn­met­is­fæði og hafa hætt að borða kjöt. Þá sér­stak­lega meðal ungra kvenna en einnig ann­arra hópa.

„Miðað við hratt hækk­andi hlut­fall þeirra sem neyta ekki kjöt­vara hér á landi og vax­andi áhuga á umhverf­is­málum finn­ast fáar vís­bend­ingar um annað en áfram­hald­andi vöxt græn­met­is­fæðis og verður til fram­tíðar áhuga­vert að sjá hvort mögu­legur vöxtur verði fyrst og fremst innan núver­andi mark­hóps eða hvort neyslu­hóp­ur­inn muni breikka, þannig að græn­met­is­fæði verði algeng­ara meðal karla og þeirra sem til­heyra eldri kyn­slóð­u­m,“ segir í grein­ingu Gallups.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent