Birgir Þór Harðarson

Breyttar matarvenjur Íslendinga ókunnar – Hafa loftslagsbreytingar áhrif?

Hér á landi virðast fleiri og fleiri sleppa dýra­af­urðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Gífurleg aukning hefur orðið á framboði á sérstökum vegan-vörum og sjá má margfalda aukningu í sölu á jurtamjólk og íslensku grænmeti. Óljóst er hins vegar hversu stór hópur fólks þetta er þar sem engin könnun hefur verið gerð á matarvenjum Íslendinga í rúman áratug.

Margt bendir til þess að á Íslandi velji sífellt fleiri græn­ker­a­fæði í stað fæðu sem kemur úr dýrum og dýra­af­urð­um. Fram­boðið af sér­stökum vegan-vörum hefur marg­fald­ast í dag­vöru­versl­unum og eft­ir­spurnin eftir ákveðnum vörum er slík að fram­leiðslan stendur ekki undir henn­i. ­Fjölgað hefur í hópi veit­inga­staða sem bjóða ein­göngu upp á græn­ker­a­fæði, auk þess sem fjöldi staða býður nú einnig upp á græn­kera­rétt­i. Ó­mögu­legt er hins vegar að segja hversu stór hluti Íslend­inga hefur breytt mat­ar­venjum sínum á þann hátt að hætta eða draga úr neyslu dýra­af­urða, þar sem engum tölu­legum upp­lýs­ingum hefur verið safnað um mat­ar­venjur Íslend­inga í rúman ára­tug.

Sala á jurta­mjólk auk­ist um 386 pró­sent 

Mjólk­­ur­­neysla lands­­manna hefur farið minn­k­andi á síð­­­ustu árum og hefur heild­­ar­­sala á drykkj­­ar­­mjólk, þ.e. nýmjólk, létt­­mjólk, und­an­rennu og fjör­­mjólk, ­dreg­ist saman um 7,9 millj­­ónir lítra eða 25 pró­­sent frá árinu 2010. Í heild­ina hefur sala á mjólk­­ur­vörum hjá Sam­bandi afurða­­stöðva í mjólk­ur­­iðn­­að­i dreg­ist saman um 4,1 pró­­sent á síð­­­ustu 9 ár­­um.

Sam­hliða þess­ari þróun hefur bæði eft­ir­spurn og úrval jurta­mjólkur auk­ist tals­vert. Hjá mat­vöru­versl­un­inni Krón­unni hefur salan á jurta­mjólk auk­ist gríð­ar­lega á síð­ustu árum. Á árunum 2015 til 2018 jókst salan um 386 pró­sent. Árið 2016 jókst salan um 95 pró­sent frá árinu á und­an, árið 2016 jókst saman um 92 pró­sent frá árinu á undan og árið 2018 jókst salan um 30 pró­sent frá árinu á und­an­. ­Sig­urður Gunnar Mark­ús­son, fram­kvæmda­stjóri inn­kaupa­sviðs hjá Krón­unni, bendir á í sam­tali við Kjarn­ann að skortur á vöru­fram­boði hafi haft ein­hver áhrif á söl­una í fyrra. 

Oatly framleiðir einnig hafraís, hafrajógúrt og svo framvegis.Til að mynda hefur hafra­mjólk frá sænska fyr­ir­tæk­in­u Oat­ly notið gríð­ar­legra vin­sæla út um allan heim og hafa vin­sældir hafra­mjólk­­ur­inn­ar verið það mikl­ar að Oat­ly hef­ur átt fullt í fangi með að svara eft­ir­­spurn hér á Íslandi sem og víðar og því voru vör­un­ar ófá­an­­leg­ar í versl­un­um hér á landi um hríð í fyrra.

Jó­hanna Ýr Hall­gríms­dótt­ir, mark­aðs­stjóri hjá Inn­n­es, sem hef­ur síð­ast­liðin tvö ár flutt inn hafra­vör­ur frá­ Oat­ly ­sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í des­em­ber í fyrra að á síð­ast­liðn­um árum hefði eft­ir­spurnin eftir hafra­mjólk marg­fald­ast. Að sögn Jóhönnu er eft­ir­spurnin enn að aukast en hún er sann­­færð um að það teng­ist vit­und­­ar­vakn­ingu meðal al­­menn­ings. „Fyrst byrj­aði fólk á að taka ­vegan­ú­ar en ég tel þess­ar lífs­stíls­breyt­ing­ar al­­mennt komn­ar til að vera. Þetta er ekki þessi tísku­­bóla sem marg­ir spáðu í fyrstu. Það er nú jöfn eft­ir­­spurn eft­ir hafra­mjólk allt árið, hvort sem það eru jól eða janú­­ar,“ sagði Jóhanna.

Anna ekki eft­ir­spurn

Brynjar Ing­ólfs­son, inn­kaupa­stjóri Hag­kaups, segir í sam­tali við Kjarn­ann að ­vegan-ostar, sós­ur, drykkir unnir úr plöntu­af­urðum og til­búnir réttir sem flokk­ast sem ­vegan hafi stækkað umtals­vert í veltu og úrvali á und­an­förnum árum. Erfitt sé hins vegar fyrir dag­vöru­búðir að taka saman sölu á öllu sem gæti flokk­ast sem vegan enda eru margar vör­ur ­vegan án þess að vera skil­greindar sér­stak­lega sem slík­ar.

Þá hefur eft­ir­spurn eftir íslensku græn­meti jafn­framt auk­ist á síð­ustu árum. Gunn­laugur Karls­son, fram­kvæmda­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, segir í sam­tali við Kjarn­ann að eft­ir­spurn eftir íslensku græn­meti sé gríð­ar­leg en að íslenskir garð­yrkju­bændur hafi ekki getað annað þess­ari eft­ir­spurn. Þar á meðal sé eini sveppa­fram­leið­indi lands­ins, Flúða­svepp­ir, en þó að fyr­ir­tækið fram­leiði ell­efu tonn af sveppum í hverri viku þá nái fyr­ir­tæki ekki að anna eft­ir­spurn eft­ir ­ís­lenskum ­svepp­um. Georg Ott­ós­son, eig­andi Flúða­sveppa, sagði í sam­tali við Vísi um málið að keto- og vegan­fæði lands­manna ætti mik­inn þátt í því hvað sveppa­fram­leiðslan gangi vel.

Enn fremur hef­ur eft­ir­spurn eftir íslenskum höfrum auk­ist. Örn Karls­son, bóndi á Sand­hóli í Skaft­ár­hreppi, hefur tvö­faldað ræktun á höfrum til mann­eldis í ár. Örn segir í sam­tali við Bænda­blaðið að eft­ir­spurn­in sé svo mikil að hann anni henni ekki „Ég hef því miður þurft að neita versl­un­um, mötu­neytum og bök­urum um hafra und­an­farið þar sem þeir eru ein­fald­lega búnir hjá mér,“ segir Örn. Hann segir jafn­framt að til hans hafi leitað aðilar sem hafa áhuga á ýmiss konar vinnslu með hafra eins og að búa til prótein­stangir, hafra­mjólk og annað slíkt. Hann seg­ir ­mögu­leik­ana ó­end­an­lega og því hafi legið beint við að auka rækt­un­ina.

Bára Huld Beck

Sleppa dýra­af­­urðum til að sporna gegn ­lofts­lags­breyt­ing­um 

Á heima­síðu Sam­taka græn­kera á Íslandi segir að þrjár helstu ástæður þess að fólk ger­ist ­vegan ­séu sið­ferð­is-, umhverf­is- og heilsu­fars­á­stæð­ur. Sú afstaða fólks að sleppa dýra­af­urðum til að sporna gegn ­lofts­lags­breyt­ing­um hefur hlotið aukna athygli á und­an­förnum árum en það helst í hendur við að á síð­­­ustu árum hefur fjöldi rann­­sókna verið birtur sem sýnir fram á ein af þeim aðgerðum sem talið er að gæti haft úrslita­á­hrif í bar­átt­unni gegn hlýnun jarðar séu breyttar neyslu­venjur fólks.

Í byrjun októ­ber 2018 kom út ný skýrsla loft­lags­­­sér­­­fræð­inga á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna þar sem skýrt var frá­ ó­hugn­an­­­legri ­stöðu er varðar hlýnun jarð­­­ar. Nið­­­ur­­­stöður skýrsl­unnar sýna að hita­­­stig á jörð­unni mun hækka um 1,5 gráðu fyrir 2030 ef ekki er brugð­ist hratt við. Í skýrsl­unni segir að nauð­­syn­­legt sé að breyt­a því hvernig lönd eru nýtt, hvernig fólk borð­­­ar, hvernig menn ferð­­­ast og svo fram­­­veg­­­is.

Sér­fræð­ingar hjá Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (FAO) hafa reiknað út losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá hefð­bund­inni kjöt­fram­leiðslu og fram­leiðslu dýra­af­urða í heim­in­um. Þegar allt er tekið með í reikn­ing­inn er áætlað að fram­leiðsla á kjöti og dýra­af­urðum valdi 14,5 pró­sent af allri mann­gerðri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Í skýrslu stofn­un­ar­innar segir að ákveðið tækni­legt þak sé á mögu­leikum til minnk­unar á útblæstri svo fram­ar­lega sem ekki er hrein­lega dregið úr fram­leiðslu. Slíkur sam­dráttur í fram­leiðslu skilar engum árangri á heild­ina litið nema neyslan drag­ist líka sam­an. Ef neysla helst óbreytt er ein­ungis verið að flytja útblástur á milli landa. 

Mynd: Birgir Þór Harðarsson

Yfir­­­grip­mis­­­mikil rann­­sókn á áhrifum mat­væla­fram­­leiðslu var einnig birt í vís­inda­­rit­inu Nat­ure í fyrra. Nið­­ur­­staða ­rann­­­sókn­­­ar­inn­ar ­sýndi að gíf­­­ur­­­legur sam­­­dráttur í kjöt­­­­­neyslu gæti haft úrslita­á­hrif í að halda hætt­u­­­legum veð­­­ur­far­s­breyt­ingum í skefj­­um. Sam­­kvæmt rann­­­sókn­inni þarf neysla á Vest­­­ur­löndum á nauta­kjöti að drag­­­ast saman um 90 pró­­­sent og auka þarf neyslu á baunum og belg­­­jurtum fimm­falt. Í rann­­­sóknin er sýnt fram á land­­­bún­­­aður og fram­­­leiðsla dýra­af­­­urða veldur ekki aðeins losun gróð­­­ur­húsa­­­loft­teg­unda frá búpen­ingi, heldur einnig eyð­ing skóga, gríð­­­ar­­­mik­illi vatns­­­­­notkun og súrnun sjá­v­­­­ar.

Vit­und­ar­vakn­ing um kolefn­is­fót­spor

Vit­und­ar­vakn­ing virð­ist hafa orðið meðal almenn­ings um að ein­stak­lingar geti með breyt­ingum á neyslu­venjum sínum dregið úr kolefn­is­fótspori sínu. Í ný­legri umhverfiskönn­un Gallup kom fram að rúm­­lega helm­ingur lands­­manna seg­ist hafa  breytt ­neyslu­venj­u­m sínum í dag­­legum inn­­­kaupum gagn­­gert til þess að minnka umhverf­is­á­hrif á síð­­­ustu tólf mán­uð­­um.

Í könn­unn­i var spurt hvort að við­kom­andi hafði breytt neyslu­venjum sínum í dag­legum inn­kaupum á ein­hvern hátt gagn­gert til að minnka umhverf­is­á­hrif.

Enn frem­ur má sjá í könnun um við­horf neyt­enda til garð­yrkju hér á landi, sem Gallup hefur fram­kvæmt síð­ustu ár fyrir Sölu­fé­lag garð­yrkju bænda, að tals­verð breyt­ingu hefur orðið á mik­il­vægi vistspors þegar kemur að vali neyt­enda á græn­meti.

Í könn­un­inni, sem fram­kvæmd var í febr­úar á þessu ári, var spurt hvaða þrjá helstu kost­i svar­and­i telji að íslenskt græn­meti hafi fram yfir inn­flutt græn­meti. Alls svör­uðu 34,2 pró­sent að minna vist­spor væri einn af helstu kostum íslensks græn­metis fram yfir inn­flutt. Það er tölu­verð breyt­ing frá árinu á undan en í febr­úar 2018 svörðu 10,2 pró­sent að minna vist­spor væri einn af helstu kostum íslensks græn­metis fram yfir inn­flutt. Árið 2002 svör­uðu aðeins 2,4 pró­sent að minna vist­spor væri einn af þremur helstu kostum íslensks græn­met­is.

Mynd: Gallup

Í sömu könnun sögð­ust jafn­framt 68,5 pró­sent að það skiptu þau miklu máli hversu langt inn­flutt græn­meti ferð­ast áður en það fer loks á markað á Íslandi í sömu könn­un. G­unn­laug­ur Karls­son, fram­kvæmda­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, segir í sam­tali við Kjarn­ann að sam­kvæmt könn­un­inni sé ljóst að fólk sé nú mun með­vit­að­ara um kolefn­is­fót­spor vara en áður. Á síð­asta ári kom út skýrsla starfs­hóps um raf­orku­mál­efni garð­yrkju­bænda en þar kemur fram að hlut­deild garð­yrkj­unnar í heild­ar­kolefn­is­spori íslenskrar mat­væla­fram­leiðslu er um 1 pró­sent og í mörgum til­fellum mun minna en inn­fluttra garð­yrkju­af­urða.

Kallar eftir því að mat­ar­venjur Íslend­inga verði kann­aðar

Engar nákvæmar tölur liggja þó fyrir hversu margir hér á landi kjósa að borða græn­ker­a­fæðu í stað fæðu úr dýra­af­urð­um. Benja­mín Sig­ur­geirs­son, for­maður Sam­taka græn­kera á Íslandi, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hlut­fall þeirra sem eru græn­metisætur og vegan hér á landi hafi aldrei verið kannað af neinu viti svo hann viti til. Hann segir hins vegar að hlut­fallið geti ver­ið í kringum tvö til þrjú pró­sent eða tæp­lega tíu ­þús­und ­manns. Hann telur aftur á móti að hlut­fall þeirra sem ákveðið hafa að minnka dýra­af­urða­neyslu sé að ein­hverju leiti mun meiri. Hann bendir á mjög margir sleppi til dæmis mjólk­ur­vörum úr kúa­mjólk þó þeir séu ekki ­veg­an.

MMR hefur á síð­ustu árum kannað jóla­hefðir Ís­lend­inga en sam­kvæmt nið­ur­stöðu könn­un­ar­innar hefur á síð­ustu árum orðið aukn­ing í neyslu græn­met­is­fæðis á jóla­dag. Alls sögð­ust 3 pró­sent neyta græn­met­is­fæðis á jóla­dag í fyrra. Þá borð­uðu einnig fleiri Íslend­ingar fisk eða sjáv­ar­fang á jóla­dag í fyrra en áður. Sá hópur svar­enda sem borðar græn­met­is­mat á jóla­dag hefur auk­ist tals­vert á síð­ustu árum en árið 2010 sögð­ust 0,6 pró­sent svar­enda neyta græn­met­is­fæðis á jóla­dag en í árið 2018 3 pró­sent. Þá kváð­ust 6 pró­sent þeirra sem voru í ald­urs­hópnum 18 til 29 ára ætla að gæða sér á græn­met­is­fæð­i. 

Breki Karlsson, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Mynd:Skjátskot/RÚVBreki Karls­son, for­mað­ur­ ­Neyt­enda­sam­tak­anna, hefur kallað eftir því að mat­ar­venjur Íslend­inga verði kann­að­ar. Hann segir það löngu tíma­bært en síð­asta könnun var gerð fyrir rúmum ára­tug. Breki greindi frá því, í sam­tali við frétta­stofu Stöðvar 2, að í nágranna­löndum Íslands fjölgi hratt í hópi ungs fólks sem leggi áherslu á ýmis konar græn­met­is­fæði. Í nýlegri könnun sem gerð var í Sví­þjóð kom fram að nú neytir um fjórð­ungur fólks þar í landi undir þrí­tugu græn­met­is­fæð­is.

„Þetta er þróun sem ég hef heyrt að sé að byrja hér, við erum nokkrum árum á eftir Skand­in­av­íu. Þetta er þróun sem fer undir rad­ar­inn hjá okkur af því að við gerum engar rann­sóknir til að kanna þessi mál,“ segir Breki.

Hann kallar því eftir því að gerðar verði víð­tækar neyt­enda­rann­sóknir hér á landi svo móta megi fram­tíð­ar­sýn um mat­ar­venjur lands­manna.

Komið á borð stjórn­valda 

Kolefn­is­fót­spor mat­væla er ekki aðeins komið á borð fyr­ir­tækja og neyt­enda heldur einnig stjórn­valda. Í mat­ar­stefnu Reykja­vík­ur­borgar sem sam­þykkt var í maí 2018 segir að stór hluti los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna mat­væla­fram­leiðslu sé vegna kjöt­fram­leiðslu, mat­ar­sóunar og flutn­ings á mat. Í sam­ræmi við lofts­lags­mark­mið borg­ar­innar er gert ráð fyrir að minnka kolefn­is­spor ­borg­ar­innar og mæla árang­ur­inn reglu­lega. „Út­reikn­ingur á losun vegna inn­kaupa og fram­leiðslu á mat eru flóknir og falla undir óbeina los­un. Nokkrum þum­al­putta­reglum er þó hægt að fylgja; kolefn­is­spor minnkar við aukna neyslu fæðu úr jurt­arík­inu á kostnað dýra­af­urða, og flutn­ingar á mat­vöru með flugi hafa stórt fót­spor sam­an­borið við skipa­flutn­inga,“ segir í stefn­unni.

Í stefn­unni má finna mark­mið um aukna neysla fæðu úr jurt­arík­inu í mötu­neytum borg­ar­inn­ar. Ein af aðgerðum til að ná því mark­miði er að græn­met­is­réttir eða græn­met­isút­gáfa af rétti dags­ins, standi til boða í öllum stærri mötu­neytum borg­ar­inn­ar. Sam­kvæmt stefn­unni á inn­leið­ing á aðgerð­inni á að hefj­ist á þessu ári. 

Í matarstefnu Reykjavíkurborgar segir að stór hluti losunar gróðurhúsalofttegunda vegna matvælaframleiðslu sé vegna kjötframleiðslu, matarsóunar og flutnings á mat.
Birgir Þór Harðarson

Í inn­kaupa­stefnu mat­væla fyrir rík­is­að­ila sem sam­þykkt var á fundi rík­i­s­tjórn­ar­innar síð­asta föstu­dag er tekið í svip­aðan streng. Í stefn­unni segir að íslenska ríkið kaupi mat­væli fyrir um þrjá millj­arða króna á ári og sem stór­kaup­andi geti það haft víð­tæk áhrif á eft­ir­spurn eftir mat­væl­um, stuðlað að umhverf­is­vænni inn­kaupum og dregið úr kolefn­is­spori og eflt nýsköp­un. Sjálf­bært matar­æði er í for­grunni í stefn­unni og tekið er fram að í opin­berum ráð­legg­ingum um matar­æði skal tekið með­ í reikn­ing­inn atriði eins og kolefn­is­spor mat­væla og auð­linda­notk­un. Sam­kvæmt skýrsl­unni ein­kenn­ist sjálf­bært matar­æði meðal ann­ars af meiri neyslu ­fæðis úr jurt­arík­inu en minni neyslu á rauðu kjöti, unn­um kjöt­vörum og öðrum mikið unnum mat­væl­um.

Í könnun starfs­hóps­ins sem vann inn­kaupa­stefn­una fyrir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra kom fram að tæp 72 pró­sent pró­sent stofn­ana ­bjóða nú þegar upp á græn­met­is­rétti viku­lega eða oftar og þar af tæp 36 pró­sent dag­lega. Tæp 30 pró­sent stofn­ana sögð­ust bjóða upp á ­vegan­rétti viku­lega eða oftar en 39 pró­sent aldrei. Í stefn­unni segir að æski­legt sé að boðið sé upp á græn­met­is­rétt­i/­vegan­rétti sem val­kost í mötu­neyt­um.

Í nýrri loft­lags­­stefn­u Stjórn­ar­ráðs­ins um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og kolefn­is­jöfnun tíu ráðu­neyta má finna grein­ingu á kolefn­is­­fótspori Stjórn­­­ar­ráðs­ins og aðgerðir til að draga úr því. ­Stjórn­­­ar­ráðið hyggst draga úr losun sinni á koltví­­­sýr­ing um sam­tals 40 pró­­sent fyrir árið 2030. Ein af aðgerðum Stjórna­ráðs­ins til að draga úr losun er að hlutur græn­metis og fisks hefur verið auk­inn í mötu­neytum ráðu­neyt­anna með það í huga að draga úr neyslu á rauðu kjöti þar sem það veldur meiri losun koltví­sýr­ings en aðrir fæðu­flokk­ar.

Í innkaupastefnu stjórnvalda segir að íslenska ríkið kaupi matvæli fyrir um þrjá milljarða króna á ári og sem stórkaupandi getur það haft víðtæk áhrif á eftirspurn eftir matvælum, stuðlað að umhverfisvænni innkaupum og dregið úr kolefnisspori og eflt nýsköpun.
Bára Huld Beck

Dap­ur­legt að minnkun kjöt­neyslu hafi ekki verið í aðgerða­á­ætl­un­inni

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­­­neytið kynnti í sept­­­em­ber á síð­­asta ári aðgerða­á­ætlun í loft­lags­­­mál­um­. ­Sam­­­kvæmt heima­­­síð­u ráðu­­­neyt­is­ins á áætl­­­unin að vera horn­­­steinn og leið­­­ar­­­ljós um útfærslu á stefnu stjórn­­­­­valda í mála­­­flokkn­­­um. Í heild voru settar fram 34 aðgerðir í áætl­­un­inni en engin af þeim aðgerðum snýr að mat­­ar­venjum fólks og hvergi í skýrsl­unni er minnst á vit­und­­ar­vakn­ingu um kosti græn­ker­a­fæð­is.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG. Mynd: Bára Huld BeckRósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­kona Vinstri grænna, hélt stutt erindi á mál­þingi sem Sam­tök græn­kera á Íslandi stóðu fyrir í tengslum við Vegan­úar 2019.

Rósa Björk fjall­aði meðal ann­ars um aðgerðir stjórn­valda en hún minnt­ist á að það væri miður að ekki hefði verið komið inn á minnkun kjöt­neyslu í aðgerða­á­ætl­un­inn­i. 

„Það er svo­lítið mikið dap­ur­legt að það sé ekki inn í aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórnar um loft­lags­mál. En þetta er fyrsta skref­ið. Þess vegna er það gríð­ar­lega mik­il­vægt að við sem erum hér og við sem erum á þingi sem höfum áhuga á þessum málum krefj­umst þess að þetta komi inn í næsta skrefi. Því þetta er tví­mæla­laust stór partur af því,“ sagði hún­.  

Rósa Björk nefndi jafn­framt að ríkið gæti notað alls­konar íviln­anir og nið­ur­greiðslur til að hvetja til betri neyslu­hátta. Hún nefndi þar skatta­kerfið sem öfl­ugt tæki til þess að nota til að hafa áhrif á neyslu­venjur og tal­aði hún þar til að mynda um syk­ur­skatt­inn. Að hennar mati ætti að nota þetta tæki í meira mæli, þar á meðal í nið­ur­greiðslu á raf­orku til græn­met­is­rækt­un­ar. 

Andrés Ingi, þingmaður VG.Sam­starfs­fé­lagi Rósu Andrés Ingi Jóns­­son, þing­­maður Vinstri grænna, hefur einnig vakið athygli á notkun skatta sem lið í aðgerðum gegn loft­lags­breyt­ing­um. Í stöð­u­­upp­færslu á Face­book fyrr á þessu ári benti Andrés á að mögu­lega væri kjöt­­skattur rök­rétt næsta skref, bæði til að bregð­­ast við áhrifum á kjöt­­­neyslu á heilsu­far en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loft­lags­breyt­ingum af manna­völd­­um. Hann benti jafn­framt á að hægt væri til dæmis að nota skatt­­tekj­­urnar til að hjálpa bændum að verða kolefn­is­hlut­­laus­ir, ásamt því væri hægt að styðja bændur í að taka upp fram­­leiðslu á græn­­meti og fræða almenn­ing um breytta neyslu­hætti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar