Rekstrartap Valitor samtals 11,2 milljarðar króna á tveimur árum

Lykilbreyta í lélegri afkomu Arion banka í fyrra var dapur rekstur dótturfélagsins Valitor, sem er í söluferli. Alls nam rekstrartap þess tæpum tíu milljörðum króna og bókfært virði Valitor lækkaði um 9,3 milljarða á árinu 2019.

Valitor er greiðslumiðlunarfyrirtæki í eigu Arion banka.
Valitor er greiðslumiðlunarfyrirtæki í eigu Arion banka.
Auglýsing

Rekstr­ar­tap greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Valitor var 9,9 millj­arðar króna í fyrra. Það var 1,3 millj­arðar króna á árinu 2018 og því nemur sam­eig­in­legt rekstr­ar­tap þess á tveimur árum 11,2 millj­örðum króna.

­Bók­fært virði félags­ins um síð­ustu ára­mót var komið niður í 6,5 millj­arða króna, en það var 15,8 millj­arðar króna ári áður. Virði Valitor, í bókum eig­and­ans Arion banka, lækk­aði því um 9,3 millj­arða króna á einu ári. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Arion banka sem birtur var í gær. 

Rekstr­ar­á­hrif af Valitor voru lyk­il­þáttur í slakri afkomu Arion banka í fyrra, en hagn­aður bank­ans var ein­ungis 1,1 millj­arður króna á árinu 2019 og arð­semi eig­in­fjár 0,6 pró­sent. Til sam­an­burðar var hagn­aður bank­ans 7,7 millj­arðar króna árið áður og yfir­lýst mark­mið hans er að arð­semi eigin fjár sé yfir tíu pró­sent.  

Útrás sem kost­aði mikið en skil­aði litlu

Tíð­indin um slaka rekstr­ar­stöðu Valitor koma ekki á óvart. Fyrir hefur legið í nokkurn tíma að fyr­ir­tækið glímdi við rekstr­ar­vanda, sem rekja má til mik­ils vaxtar og fjár­fest­ingar erlendis án þess að sú útþensla hafi skilað þeim árangri sem von­ast var til. Sér­stak­lega á það við svo­kall­aðar alrás­ar­lausnir, en tekju­vöxtur í þeim hefur verið langt undir vænt­ingum þrátt fyrir miklar fjár­fest­ingu í þeim sem höfðu myndað alls óefn­is­lega eign upp á 4,5 millj­arða króna. 

Auglýsing
Þann 23. jan­úar síð­ast­lið­inn sendi Arion banki frá sér afkomu­við­vörun þar sem fram kom að virð­is­rýrn­un­ar­próf hefðu sýnt að færa þyrfti óefn­is­lega eign Valitor niður um fjóra millj­arða króna, úr 7,4 millj­örðum króna í 3,4 millj­arða króna. Til við­bótar var rekstr­ar­tap Valitor mikið í fyrra – rekstr­ar­tekjur þess dróg­ust saman um 1,5 millj­arða á árinu – og kostn­aður við yfir­stand­andi sölu­ferli fyr­ir­tæk­is­ins einnig umtals­verð­ur. Sam­an­lagt leiddi þessi staða til þess að virði Valitor hríð­féll. 

Sam­tals námu nei­kvæð áhrif Valitor á rekstur Arion banka 8,6 millj­örðum króna. Í árs­reikn­ingi bank­ans segir að Valitor sé áfram í sölu­ferlið en að það hafi „tekið lengri tíma en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir.“ Valitor hefur verið í form­legu sölu­ferli frá haustinu 2018. Engin tíð­indi hafa borist af áhuga­sömum kaup­end­um. 

Skipu­lags­breyt­ingar og upp­sagnir

Önnur ástæða fyrir minnk­andi tekjur Valitor er sú að einn stærsti við­­­­­skipta­vinur fyr­ir­tæk­is­ins, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­­­­ar­við­­­­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars 2018 að stæði til. 

Vegna alls ofan­greinds hefur Arion banki verið að ráð­ast í kostn­að­ar­samar aðgerðir til að taka til í Valitor. Bank­inn bók­færði meðal ann­ars 600 milljón króna kostnað vegna end­ur­skipu­lagn­ingar á Valitor á síð­asta árs­fjórð­ungi 2019. 

Í byrjun jan­úar var starfs­fólki Valitor fækkað um 60. Kjarn­inn hafði greint frá því í des­em­ber 2019 að fækkað hefði verið í stjórn­enda­teymi Valitor úr tíu í fjóra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
„Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið“
Fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði segir að hann hafi aldrei notið stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Eftir snjóflóðin í síðasta mánuði hafi verið rifist á bæjarstjórnarfundi um „kjánalega hluti eins og hver ætti að taka á móti forsætisráðherra.“
Kjarninn 28. febrúar 2020
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent