Rekstrartap Valitor samtals 11,2 milljarðar króna á tveimur árum

Lykilbreyta í lélegri afkomu Arion banka í fyrra var dapur rekstur dótturfélagsins Valitor, sem er í söluferli. Alls nam rekstrartap þess tæpum tíu milljörðum króna og bókfært virði Valitor lækkaði um 9,3 milljarða á árinu 2019.

Valitor er greiðslumiðlunarfyrirtæki í eigu Arion banka.
Valitor er greiðslumiðlunarfyrirtæki í eigu Arion banka.
Auglýsing

Rekstr­ar­tap greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Valitor var 9,9 millj­arðar króna í fyrra. Það var 1,3 millj­arðar króna á árinu 2018 og því nemur sam­eig­in­legt rekstr­ar­tap þess á tveimur árum 11,2 millj­örðum króna.

­Bók­fært virði félags­ins um síð­ustu ára­mót var komið niður í 6,5 millj­arða króna, en það var 15,8 millj­arðar króna ári áður. Virði Valitor, í bókum eig­and­ans Arion banka, lækk­aði því um 9,3 millj­arða króna á einu ári. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Arion banka sem birtur var í gær. 

Rekstr­ar­á­hrif af Valitor voru lyk­il­þáttur í slakri afkomu Arion banka í fyrra, en hagn­aður bank­ans var ein­ungis 1,1 millj­arður króna á árinu 2019 og arð­semi eig­in­fjár 0,6 pró­sent. Til sam­an­burðar var hagn­aður bank­ans 7,7 millj­arðar króna árið áður og yfir­lýst mark­mið hans er að arð­semi eigin fjár sé yfir tíu pró­sent.  

Útrás sem kost­aði mikið en skil­aði litlu

Tíð­indin um slaka rekstr­ar­stöðu Valitor koma ekki á óvart. Fyrir hefur legið í nokkurn tíma að fyr­ir­tækið glímdi við rekstr­ar­vanda, sem rekja má til mik­ils vaxtar og fjár­fest­ingar erlendis án þess að sú útþensla hafi skilað þeim árangri sem von­ast var til. Sér­stak­lega á það við svo­kall­aðar alrás­ar­lausnir, en tekju­vöxtur í þeim hefur verið langt undir vænt­ingum þrátt fyrir miklar fjár­fest­ingu í þeim sem höfðu myndað alls óefn­is­lega eign upp á 4,5 millj­arða króna. 

Auglýsing
Þann 23. jan­úar síð­ast­lið­inn sendi Arion banki frá sér afkomu­við­vörun þar sem fram kom að virð­is­rýrn­un­ar­próf hefðu sýnt að færa þyrfti óefn­is­lega eign Valitor niður um fjóra millj­arða króna, úr 7,4 millj­örðum króna í 3,4 millj­arða króna. Til við­bótar var rekstr­ar­tap Valitor mikið í fyrra – rekstr­ar­tekjur þess dróg­ust saman um 1,5 millj­arða á árinu – og kostn­aður við yfir­stand­andi sölu­ferli fyr­ir­tæk­is­ins einnig umtals­verð­ur. Sam­an­lagt leiddi þessi staða til þess að virði Valitor hríð­féll. 

Sam­tals námu nei­kvæð áhrif Valitor á rekstur Arion banka 8,6 millj­örðum króna. Í árs­reikn­ingi bank­ans segir að Valitor sé áfram í sölu­ferlið en að það hafi „tekið lengri tíma en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir.“ Valitor hefur verið í form­legu sölu­ferli frá haustinu 2018. Engin tíð­indi hafa borist af áhuga­sömum kaup­end­um. 

Skipu­lags­breyt­ingar og upp­sagnir

Önnur ástæða fyrir minnk­andi tekjur Valitor er sú að einn stærsti við­­­­­skipta­vinur fyr­ir­tæk­is­ins, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­­­­ar­við­­­­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars 2018 að stæði til. 

Vegna alls ofan­greinds hefur Arion banki verið að ráð­ast í kostn­að­ar­samar aðgerðir til að taka til í Valitor. Bank­inn bók­færði meðal ann­ars 600 milljón króna kostnað vegna end­ur­skipu­lagn­ingar á Valitor á síð­asta árs­fjórð­ungi 2019. 

Í byrjun jan­úar var starfs­fólki Valitor fækkað um 60. Kjarn­inn hafði greint frá því í des­em­ber 2019 að fækkað hefði verið í stjórn­enda­teymi Valitor úr tíu í fjóra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Stærsta hótelkeðja landsins biður skuldabréfaeigendur um greiðslufrystingu
Íslandshótel hefur lagt til við skuldabréfaeigendur í tæplega 2,9 milljarða skuldabréfaflokki að samþykkt verði að engar greiðslur berist vegna skuldabréfanna fyrr en seinni hluta árs 2021.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent