Versta afkoman en mestu arðgreiðslurnar

Mikill munur er á arðgreiðslustefnu ríkisbankanna annars vegar, og Arion banka – sem er í einkaeigu og skráður á markað – hins vegar.

Bankarnir
Auglýsing

Sé horft til þeirra banka á Íslandi sem skil­grein­ast sem kerf­is­lægt mik­il­vægir, Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans, þá var afkoma Arion banka áber­andi lök­ust í fyrra. 

Hagn­aður bank­ans var 1,1 millj­arður króna, en hjá Lands­bank­anum var hann 18,2 millj­arðar og hjá Íslands­banka 8,5 millj­arð­ar. 

Óhætt er að segja að mörg áföll hafi dunið yfir hjá Arion banka, sem ollu miklu tapi fyrir bank­ann í fyrra.

Auglýsing

Þar á meðal eru fall WOW air, Pri­mera og gjald­þrot United Sil­icon í Helgu­vík er enn að draga dilk á eftir sér. Sam­an­lagt tjón er vel á annan tug millj­arða króna, vegna falls þess­ara fyr­ir­tækja, sem öll voru í við­skiptum við bank­ann fyrir fall þeirra. 

Þá hefur rekstur dótt­ur­fé­lags­ins Valitor gengið afar illa und­an­farin miss­eri, en bók­fært virði félags­ins er nú 6,5 millj­arðar en var 16 millj­arðar árið áður. Um tíu millj­arða tap var á rekstri félags­ins í fyrra. 

Und­ir­liggj­andi rekstur hefur farið batn­andi, segir Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri, í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar, en bank­inn er skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð. 

Óhætt er að segja að bank­inn sé óra­fjarri því að ná mark­miði sínu, þegar kemur að arð­semi eigin fjár, sem er algengt við­mið sem horft er til í rekstri banka. 

Arð­semin var 0,6 pró­sent í fyrra, en mark­mið stjórnar bank­ans er 10 pró­sent. 

Íslands­banki og Lands­bank­inn, sem eru báðir í eigu rík­is­ins, eru með mun betri rekstr­ar­af­komu, á nær alla mæli­kvarða. Hagn­að­ur­inn er mun meiri, eins og áður seg­ir, og arð­semi eigin fjár og kostn­að­ar­hlut­föll, það er hlut­fall rekstr­ar­kostn­aðar af rekstr­ar­tekj­um, sömu­leiðis hag­stæð­ar­i. 

Arð­semi eig­in­fjár var 7,5 pró­sent hjá Lands­bank­anum og 4,8 pró­sent hjá Íslands­banka. 

Til­lögur fyrir aðal­fundi bank­anna gera ráð fyrir arð­greiðslum sem nema um helm­ingi árlegs hagn­að­ar. Það er um 9,5 millj­arðar hjá Lands­bank­anum og 4,2 millj­arðar hjá Íslands­banka. 

Sam­tals hefur íslenska ríkið fengið nærri 250 millj­arða í arð­greiðslur frá Lands­bank­anum og Íslands­banka, frá árinu 2013, séu til­lög­urnar vegna árs­ins í fyrra teknar með í reikn­ing­inn.

Stjórn Arion banka gerir til­lögu um að arð­greiðsla til hlut­hafa, vegna rekst­urs­ins í fyrra, verði tíu millj­arðar króna, eða sem nemur um níföldum hagn­aði bank­ans í fyrra. 

Lands­bank­inn er stærstur íslensku bank­anna, sé horft til heild­ar­eigna, en þær námu um 1.426 millj­örðum króna í lok árs í fyrra. Hjá Íslands­banka voru heild­ar­eignir 1.199,5 millj­arðar og hjá Arion banka 1.082 millj­arð­ar. 

Á þennan mæli­kvarða er því Lands­bank­inn stærst­ur, Íslands­banki næst stærstur og Arion banki kemur þar á eft­ir. 

Eigið fé Arion banka nam 190 millj­örðum króna í lok árs­ins, hjá Lands­bank­anum var það 247,7 millj­arðar og hjá Íslands­banka 180,1 millj­arði. Sam­an­lagt 617,8 millj­arðar króna, en þar af nemur eigið fé rík­is­bank­anna tveggja, sam­an­lagt 427,8 millj­örðum króna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent