Versta afkoman en mestu arðgreiðslurnar

Mikill munur er á arðgreiðslustefnu ríkisbankanna annars vegar, og Arion banka – sem er í einkaeigu og skráður á markað – hins vegar.

Bankarnir
Auglýsing

Sé horft til þeirra banka á Íslandi sem skil­grein­ast sem kerf­is­lægt mik­il­vægir, Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans, þá var afkoma Arion banka áber­andi lök­ust í fyrra. 

Hagn­aður bank­ans var 1,1 millj­arður króna, en hjá Lands­bank­anum var hann 18,2 millj­arðar og hjá Íslands­banka 8,5 millj­arð­ar. 

Óhætt er að segja að mörg áföll hafi dunið yfir hjá Arion banka, sem ollu miklu tapi fyrir bank­ann í fyrra.

Auglýsing

Þar á meðal eru fall WOW air, Pri­mera og gjald­þrot United Sil­icon í Helgu­vík er enn að draga dilk á eftir sér. Sam­an­lagt tjón er vel á annan tug millj­arða króna, vegna falls þess­ara fyr­ir­tækja, sem öll voru í við­skiptum við bank­ann fyrir fall þeirra. 

Þá hefur rekstur dótt­ur­fé­lags­ins Valitor gengið afar illa und­an­farin miss­eri, en bók­fært virði félags­ins er nú 6,5 millj­arðar en var 16 millj­arðar árið áður. Um tíu millj­arða tap var á rekstri félags­ins í fyrra. 

Und­ir­liggj­andi rekstur hefur farið batn­andi, segir Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri, í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar, en bank­inn er skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð. 

Óhætt er að segja að bank­inn sé óra­fjarri því að ná mark­miði sínu, þegar kemur að arð­semi eigin fjár, sem er algengt við­mið sem horft er til í rekstri banka. 

Arð­semin var 0,6 pró­sent í fyrra, en mark­mið stjórnar bank­ans er 10 pró­sent. 

Íslands­banki og Lands­bank­inn, sem eru báðir í eigu rík­is­ins, eru með mun betri rekstr­ar­af­komu, á nær alla mæli­kvarða. Hagn­að­ur­inn er mun meiri, eins og áður seg­ir, og arð­semi eigin fjár og kostn­að­ar­hlut­föll, það er hlut­fall rekstr­ar­kostn­aðar af rekstr­ar­tekj­um, sömu­leiðis hag­stæð­ar­i. 

Arð­semi eig­in­fjár var 7,5 pró­sent hjá Lands­bank­anum og 4,8 pró­sent hjá Íslands­banka. 

Til­lögur fyrir aðal­fundi bank­anna gera ráð fyrir arð­greiðslum sem nema um helm­ingi árlegs hagn­að­ar. Það er um 9,5 millj­arðar hjá Lands­bank­anum og 4,2 millj­arðar hjá Íslands­banka. 

Sam­tals hefur íslenska ríkið fengið nærri 250 millj­arða í arð­greiðslur frá Lands­bank­anum og Íslands­banka, frá árinu 2013, séu til­lög­urnar vegna árs­ins í fyrra teknar með í reikn­ing­inn.

Stjórn Arion banka gerir til­lögu um að arð­greiðsla til hlut­hafa, vegna rekst­urs­ins í fyrra, verði tíu millj­arðar króna, eða sem nemur um níföldum hagn­aði bank­ans í fyrra. 

Lands­bank­inn er stærstur íslensku bank­anna, sé horft til heild­ar­eigna, en þær námu um 1.426 millj­örðum króna í lok árs í fyrra. Hjá Íslands­banka voru heild­ar­eignir 1.199,5 millj­arðar og hjá Arion banka 1.082 millj­arð­ar. 

Á þennan mæli­kvarða er því Lands­bank­inn stærst­ur, Íslands­banki næst stærstur og Arion banki kemur þar á eft­ir. 

Eigið fé Arion banka nam 190 millj­örðum króna í lok árs­ins, hjá Lands­bank­anum var það 247,7 millj­arðar og hjá Íslands­banka 180,1 millj­arði. Sam­an­lagt 617,8 millj­arðar króna, en þar af nemur eigið fé rík­is­bank­anna tveggja, sam­an­lagt 427,8 millj­örðum króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent