Ríkið getur ekki neitað að selja hlut sinn í Arion banka

Ganga þarf frá kaupum Kaupþings á 13 prósent hlut ríkisins í Arion banka í síðasta lagi 21. febrúar. Kauprétturinn er einhliða og ríkið getur ekki hafnað því að selja hlutinn. Hann byggir á samningi frá árinu 2009.

Arion Banki
Auglýsing

Gengið verður frá sölu á 13 pró­sent hlut rík­is­ins í Arion banka í síð­asta lagi 21. febr­ú­ar. Kaupin byggja á nýt­ingu kaup­réttar sem settur var inn í samn­ing milli íslenska rík­is­ins og kröfu­hafa Kaup­þings um fjár­mögnun Arion banka sem gert var í sept­em­ber 2009. Umræddur kaup­réttur er ein­hliða og kaup­verðið er fyrir fram ákveð­ið. Alls mun Kaup­þing greiða 23,4 millj­arða króna fyrir hlut­inn og íslenska ríkið getur ekki sagt nei við því til­boði.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, stað­festi þetta í ræðu­stóli Alþingis fyrir viku síð­an. Auk þess hafa aðrir við­mæl­endur Kjarn­ans, sem komið hafa að gerð sam­komu­laga sem gerð hafa verið við kröfu­hafa Kaup­þings, stað­fest þennan skiln­ing. Bjarni sagði í and­svari við fyr­ir­spurn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins, að þegar „ ríkið lagði til fjár­magn til að fjár­magna stofn­un Arion banka á sínum tíma á árinu 2009 var veittur kaup­réttur að hlut rík­is­ins, þessum 13 pró­sent, án skil­yrða á fyr­ir­framá­kveðnu verði. Sam­kvæmt þeim kaup­rétti er það ein­hliða ákvörðun þeirra sem halda á kaup­rétt­inum að leysa hlut rík­is­ins til sín. Gagn­vart því þarf engan stuðn­ing eða beiðni eða sam­þykki íslenska rík­is­ins.“

Und­ir­bún­ingur fyrir skrán­ingu á fullu

Salan verður loka­hnykkur í því sem má kalla síð­asta skrefið sem stigið verður í breyt­ingum á eign­ar­haldi Arion banka fyrir skrán­ingu bank­ans á mark­að, sem fyr­ir­huguð er á Íslandi og í Sví­þjóð í apríl næst­kom­andi. Aðrar breyt­ingar sem orðið hafa á und­an­förnum dögum eru þær að tveir núver­andi eig­enda, Attestor Capi­tal og Gold­man Sachs, og 24 sjóðir í stýr­ingu fjög­urra íslenskra sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækja, keyptu 5,34 pró­sent hlut í vik­unni á 9,5 millj­arða króna. Þá var greint frá því í morgun að Arion banki hefði keypt 9,5 pró­sent hlut í sjálfum sér á 17,1 millj­arð króna. Á upp­gjörs­fundi með fjöl­miðla­mönn­um, sem fram fór í dag, sagði Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, að hluta­féð yrði lík­leg­ast notað til þess að lækka hlutafé bank­ans. Ekki stæði til að selja það áfram.

Auglýsing
Hösk­uldur sagði einnig að salan til sjóð­anna 24 og tveggja eig­enda bank­ans hafi verið plan B. Aug­ljóst er öllum að plan A var að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir kæmu inn í eig­enda­hóp Arion banka og keyptu um fimm pró­sent hlut. Líf­eyr­is­sjóð­irnir höfn­uðu hins vegar allir til­boð­inu.

Eins og staðan er í dag er eign­ar­haldið á Arion banka því svona: Kaup­þing, í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt Kaup­skil, á 42,57 pró­sent hlut og er langstærsti eig­and­inn. Sá eign­ar­hlutur mun aukast um 13 pró­sent þegar Kaup­þing gengur frá kaup­unum á eign­ar­hlut rík­is­ins á næstu dög­um. Taconic Capi­talOch-Ziff Capi­tal Mana­gement Group, sjóðir í stýr­ingu Attestor Capital og Gold­man Sachs, sem eiga líka ráð­andi hlut í Kaup­þingi, eiga sam­an­lagt 32,4 pró­sent beinan eign­ar­hlut í Arion banka. Bank­inn sjálfur á svo 9,5 pró­sent hlut í sér. Þá eiga 24 sjóðir sem eru í stýr­ingu Stefn­is, Lands­bréfa, Íslands­sjóða og Júpíter sam­tals 2,54 pró­sent hlut.

Vilja fá fleiri til að taka þátt í útrás Valitor

Á fund­inum í dag var einnig útskýrt hvað lægi á bak við þá hugsun að selja hlut í korta­fyr­ir­tæk­inu Valitor, sem er að fullu í eigu Arion banka. Við þá sölu yrði Valitor hlut­deild­ar­fé­lag en ekki dótt­ur­fé­lag og færi þar með út úr sam­stæðu­reikn­ingi Arion banka. Í ljósi þess að Valitor er með stærstan hluta umsvifa sinna erlend­is, og hefur verið í örum vexti alþjóð­lega með upp­kaupum á erlendum fyr­ir­tækjum fyrir millj­arða króna, vill bank­inn fá fleiri með til að leiða þann erlenda vöxt. Núver­andi hlut­hafar Arion banka, erlendir sjóð­ir, hafa sýnt því áhuga og því hefur komið upp sú hug­mynd að Valitor verði aðgreint frá bank­anum og að hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu verði að hluta greidd út í formi arðs til hlut­hafa. Hösk­uldur sagði að ef að því yrði myndi Arion banki alltaf halda eftir að minnsta kosti 20 pró­sent hlut. Hann und­ir­strik­aði þó einnig að engin ákvörðun hafi verið tekin og að skiptar skoð­anir hafi verið um þessa aðgerð. Full­trúi Banka­sýslu rík­is­ins í stjórn bank­ans hafi til að mynda lagst gegn því, líkt og greint hefur verið frá í fjöl­miðl­um.

Með því að kaupa hlut rík­is­ins í Arion banka, líkt og nú stendur til, þá munu stærstu eig­endur bank­ans hins vegar losna við það mót­læti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent