Ríkið getur ekki neitað að selja hlut sinn í Arion banka

Ganga þarf frá kaupum Kaupþings á 13 prósent hlut ríkisins í Arion banka í síðasta lagi 21. febrúar. Kauprétturinn er einhliða og ríkið getur ekki hafnað því að selja hlutinn. Hann byggir á samningi frá árinu 2009.

Arion Banki
Auglýsing

Gengið verður frá sölu á 13 pró­sent hlut rík­is­ins í Arion banka í síð­asta lagi 21. febr­ú­ar. Kaupin byggja á nýt­ingu kaup­réttar sem settur var inn í samn­ing milli íslenska rík­is­ins og kröfu­hafa Kaup­þings um fjár­mögnun Arion banka sem gert var í sept­em­ber 2009. Umræddur kaup­réttur er ein­hliða og kaup­verðið er fyrir fram ákveð­ið. Alls mun Kaup­þing greiða 23,4 millj­arða króna fyrir hlut­inn og íslenska ríkið getur ekki sagt nei við því til­boði.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, stað­festi þetta í ræðu­stóli Alþingis fyrir viku síð­an. Auk þess hafa aðrir við­mæl­endur Kjarn­ans, sem komið hafa að gerð sam­komu­laga sem gerð hafa verið við kröfu­hafa Kaup­þings, stað­fest þennan skiln­ing. Bjarni sagði í and­svari við fyr­ir­spurn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins, að þegar „ ríkið lagði til fjár­magn til að fjár­magna stofn­un Arion banka á sínum tíma á árinu 2009 var veittur kaup­réttur að hlut rík­is­ins, þessum 13 pró­sent, án skil­yrða á fyr­ir­framá­kveðnu verði. Sam­kvæmt þeim kaup­rétti er það ein­hliða ákvörðun þeirra sem halda á kaup­rétt­inum að leysa hlut rík­is­ins til sín. Gagn­vart því þarf engan stuðn­ing eða beiðni eða sam­þykki íslenska rík­is­ins.“

Und­ir­bún­ingur fyrir skrán­ingu á fullu

Salan verður loka­hnykkur í því sem má kalla síð­asta skrefið sem stigið verður í breyt­ingum á eign­ar­haldi Arion banka fyrir skrán­ingu bank­ans á mark­að, sem fyr­ir­huguð er á Íslandi og í Sví­þjóð í apríl næst­kom­andi. Aðrar breyt­ingar sem orðið hafa á und­an­förnum dögum eru þær að tveir núver­andi eig­enda, Attestor Capi­tal og Gold­man Sachs, og 24 sjóðir í stýr­ingu fjög­urra íslenskra sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækja, keyptu 5,34 pró­sent hlut í vik­unni á 9,5 millj­arða króna. Þá var greint frá því í morgun að Arion banki hefði keypt 9,5 pró­sent hlut í sjálfum sér á 17,1 millj­arð króna. Á upp­gjörs­fundi með fjöl­miðla­mönn­um, sem fram fór í dag, sagði Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, að hluta­féð yrði lík­leg­ast notað til þess að lækka hlutafé bank­ans. Ekki stæði til að selja það áfram.

Auglýsing
Hösk­uldur sagði einnig að salan til sjóð­anna 24 og tveggja eig­enda bank­ans hafi verið plan B. Aug­ljóst er öllum að plan A var að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir kæmu inn í eig­enda­hóp Arion banka og keyptu um fimm pró­sent hlut. Líf­eyr­is­sjóð­irnir höfn­uðu hins vegar allir til­boð­inu.

Eins og staðan er í dag er eign­ar­haldið á Arion banka því svona: Kaup­þing, í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt Kaup­skil, á 42,57 pró­sent hlut og er langstærsti eig­and­inn. Sá eign­ar­hlutur mun aukast um 13 pró­sent þegar Kaup­þing gengur frá kaup­unum á eign­ar­hlut rík­is­ins á næstu dög­um. Taconic Capi­talOch-Ziff Capi­tal Mana­gement Group, sjóðir í stýr­ingu Attestor Capital og Gold­man Sachs, sem eiga líka ráð­andi hlut í Kaup­þingi, eiga sam­an­lagt 32,4 pró­sent beinan eign­ar­hlut í Arion banka. Bank­inn sjálfur á svo 9,5 pró­sent hlut í sér. Þá eiga 24 sjóðir sem eru í stýr­ingu Stefn­is, Lands­bréfa, Íslands­sjóða og Júpíter sam­tals 2,54 pró­sent hlut.

Vilja fá fleiri til að taka þátt í útrás Valitor

Á fund­inum í dag var einnig útskýrt hvað lægi á bak við þá hugsun að selja hlut í korta­fyr­ir­tæk­inu Valitor, sem er að fullu í eigu Arion banka. Við þá sölu yrði Valitor hlut­deild­ar­fé­lag en ekki dótt­ur­fé­lag og færi þar með út úr sam­stæðu­reikn­ingi Arion banka. Í ljósi þess að Valitor er með stærstan hluta umsvifa sinna erlend­is, og hefur verið í örum vexti alþjóð­lega með upp­kaupum á erlendum fyr­ir­tækjum fyrir millj­arða króna, vill bank­inn fá fleiri með til að leiða þann erlenda vöxt. Núver­andi hlut­hafar Arion banka, erlendir sjóð­ir, hafa sýnt því áhuga og því hefur komið upp sú hug­mynd að Valitor verði aðgreint frá bank­anum og að hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu verði að hluta greidd út í formi arðs til hlut­hafa. Hösk­uldur sagði að ef að því yrði myndi Arion banki alltaf halda eftir að minnsta kosti 20 pró­sent hlut. Hann und­ir­strik­aði þó einnig að engin ákvörðun hafi verið tekin og að skiptar skoð­anir hafi verið um þessa aðgerð. Full­trúi Banka­sýslu rík­is­ins í stjórn bank­ans hafi til að mynda lagst gegn því, líkt og greint hefur verið frá í fjöl­miðl­um.

Með því að kaupa hlut rík­is­ins í Arion banka, líkt og nú stendur til, þá munu stærstu eig­endur bank­ans hins vegar losna við það mót­læti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent