Arion banki ræðst í kostnaðarsamar aðgerðir til að laga rekstur Valitor

Arion banki bókfærði 600 milljóna króna kostnað vegna endurskipulagningar á Valitor á síðasta ársfjórðungi. Félagið hefur verið í miklum taprekstri og fjárfestingar í vörulínum ekki staðið undir væntingum.

Valitor
Auglýsing

Arion banki, eig­andi greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Valitor, bók­færði 600 millj­óna króna kostnað vegna end­ur­skipu­lagn­ingar á Valitor á fjórða árs­fjórð­ungi árs­ins sem var að líða. End­ur­skipu­lagn­ing­unni er ætlað að snúa við miklum tap­rekstri sem verið hefur hjá Valitor und­an­farin miss­eri. Ákvörðun um hana var tekin af stjórn Valitor. 

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar vegna þessa segir að Valitor muni greina frá inn­taki fyr­ir­hug­aðra breyt­inga innan tveggja vikna og að gert sé ráð fyrir því að þær muni breyta afkomu félags­ins í hagnað fyrir afskrift­ir, skatta og fjár­magnsliði. „Fjár­fest­ingar Valitor í alþjóð­legri starf­semi hafa verið umtals­verðar á und­an­förnum árum. Þessar fjár­fest­ingar hafa skilað tekju­vexti, en sala á alrás­ar­lausnum (e. omn­i-channel solutions), vöru­línu fyrir evr­ópsk stór­fyr­ir­tæki, hefur ekki staðið undir vænt­ing­um. Þar munar mest um 6 millj­arða króna fjár­fest­ingu í alrás­ar­lausnum á tíma­bil­inu frá árinu 2014, en bók­færð óefn­is­leg eign af þessum fjár­fest­ingum nemur nú um 4,5  millj­örðum króna. Hins vegar nema ætl­aðar tekjur af lausn­inni ein­göngu um 1,1 millj­arði króna árið 2019. Áætlað er að draga veru­lega úr áfram­hald­andi fjár­fest­ingum á þessu svið­i.“

Virðið lækkað um millj­arða á skömmum tíma

Valitor var metið á 11,7 millj­­­arða króna í bókum Arion banka í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Það er 4,1 millj­­­arði króna lægri verð­miði en var á félag­inu í byrjun árs 2019. 

Auglýsing
Tekjur Valitor dróg­ust saman um 1.240 millj­­­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 þegar miðað er við sama tíma­bil árið áður, og voru tæp­­­lega 3,6 millj­­­arðar króna. Það var sam­­­dráttur í tekjum um rúman fjórð­ung á einu ári. Mun­aði þar mestu um að þjón­ust­u­­­tekjur dróg­ust saman um 1,2 millj­­­arða króna. 

Á sama tíma hafði rekstr­­­ar­­­kostn­aður auk­ist úr 5,9 millj­­­örðum króna í tæp­­­lega 7,8 millj­­­arða króna, eða um 31 pró­­­sent. 

Mikið tap og fækkað í fram­kvæmda­stjórn

Tap Valitor í fyrra kom í fram­haldi af 1,9 millj­­­arða króna tapi á árinu 2018. Sam­an­lagt tap fyr­ir­tæk­is­ins frá byrjun árs 2018 og til loka sept­em­ber 2019 nam því sex millj­­­örðum króna. Árið 2017 skil­aði Valitor 940 milljón króna hagn­að­i. 

Ein helsta ástæðan fyrir tap­inu er sú að einn stærsti við­­­­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­­­ar­við­­­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars 2018 að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess, sam­­­­kvæmt afkomutil­kynn­ingu frá Valitor sem send var út í fyrra, að velta fyr­ir­tæk­is­ins flutt­ist frá Valitor sem „hafði tals­verð áhrif á vöxt tekna og við­­­­skipta Valitor á árin­u.“

Hluti af tap­inu í ár er til­­komið vegna þess að Valitor samdi um að greiða Datacell og Suns­hine Press Prod­uct­ions, félagi tengt Wiki­leaks, 1,2 millj­­­arða króna fyrr á þessu ári í skaða­bæt­­­ur. Lands­­bank­inn, sem er í eigu íslenska rík­­­is­ins, greiddi alls 426 millj­­­ónir króna af af þeim bót­­­um.

Bene­dikt Gísla­­­son, banka­­­stjóri Arion banka, sagði í til­­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands, þegar upp­­­gjör þriðja árs­fjórð­ungs var birt, þar sem fjallað er um umtals­verðar nið­ur­færslur á virði eigna sem eru til sölu, að í til­­­­­felli Valitor sé ástæðan vegna fjár­­­­­fest­ingar í alþjóð­­­legri starf­­­semi og „gjald­­­færsla kostn­aðar vegna skipu­lags­breyt­inga.“

Kjarn­inn greindi frá því 11. des­em­ber síð­ast­lið­inn að Valitor hefði breytt skipu­­riti félags­­ins og ein­faldað það þannig að fækkað er í stjórn­­enda­teymi félags­­ins úr tíu í fjóra. Í nýrri fram­­kvæmda­­stjórn Valitor sitja Robert Gray, Christine Bai­ley, Birkir Jóhanns­­son og Viðar Þor­kels­­son, for­stjóri félags­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent