Arion banki ræðst í kostnaðarsamar aðgerðir til að laga rekstur Valitor

Arion banki bókfærði 600 milljóna króna kostnað vegna endurskipulagningar á Valitor á síðasta ársfjórðungi. Félagið hefur verið í miklum taprekstri og fjárfestingar í vörulínum ekki staðið undir væntingum.

Valitor
Auglýsing

Arion banki, eig­andi greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Valitor, bók­færði 600 millj­óna króna kostnað vegna end­ur­skipu­lagn­ingar á Valitor á fjórða árs­fjórð­ungi árs­ins sem var að líða. End­ur­skipu­lagn­ing­unni er ætlað að snúa við miklum tap­rekstri sem verið hefur hjá Valitor und­an­farin miss­eri. Ákvörðun um hana var tekin af stjórn Valitor. 

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar vegna þessa segir að Valitor muni greina frá inn­taki fyr­ir­hug­aðra breyt­inga innan tveggja vikna og að gert sé ráð fyrir því að þær muni breyta afkomu félags­ins í hagnað fyrir afskrift­ir, skatta og fjár­magnsliði. „Fjár­fest­ingar Valitor í alþjóð­legri starf­semi hafa verið umtals­verðar á und­an­förnum árum. Þessar fjár­fest­ingar hafa skilað tekju­vexti, en sala á alrás­ar­lausnum (e. omn­i-channel solutions), vöru­línu fyrir evr­ópsk stór­fyr­ir­tæki, hefur ekki staðið undir vænt­ing­um. Þar munar mest um 6 millj­arða króna fjár­fest­ingu í alrás­ar­lausnum á tíma­bil­inu frá árinu 2014, en bók­færð óefn­is­leg eign af þessum fjár­fest­ingum nemur nú um 4,5  millj­örðum króna. Hins vegar nema ætl­aðar tekjur af lausn­inni ein­göngu um 1,1 millj­arði króna árið 2019. Áætlað er að draga veru­lega úr áfram­hald­andi fjár­fest­ingum á þessu svið­i.“

Virðið lækkað um millj­arða á skömmum tíma

Valitor var metið á 11,7 millj­­­arða króna í bókum Arion banka í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Það er 4,1 millj­­­arði króna lægri verð­miði en var á félag­inu í byrjun árs 2019. 

Auglýsing
Tekjur Valitor dróg­ust saman um 1.240 millj­­­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 þegar miðað er við sama tíma­bil árið áður, og voru tæp­­­lega 3,6 millj­­­arðar króna. Það var sam­­­dráttur í tekjum um rúman fjórð­ung á einu ári. Mun­aði þar mestu um að þjón­ust­u­­­tekjur dróg­ust saman um 1,2 millj­­­arða króna. 

Á sama tíma hafði rekstr­­­ar­­­kostn­aður auk­ist úr 5,9 millj­­­örðum króna í tæp­­­lega 7,8 millj­­­arða króna, eða um 31 pró­­­sent. 

Mikið tap og fækkað í fram­kvæmda­stjórn

Tap Valitor í fyrra kom í fram­haldi af 1,9 millj­­­arða króna tapi á árinu 2018. Sam­an­lagt tap fyr­ir­tæk­is­ins frá byrjun árs 2018 og til loka sept­em­ber 2019 nam því sex millj­­­örðum króna. Árið 2017 skil­aði Valitor 940 milljón króna hagn­að­i. 

Ein helsta ástæðan fyrir tap­inu er sú að einn stærsti við­­­­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­­­ar­við­­­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars 2018 að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess, sam­­­­kvæmt afkomutil­kynn­ingu frá Valitor sem send var út í fyrra, að velta fyr­ir­tæk­is­ins flutt­ist frá Valitor sem „hafði tals­verð áhrif á vöxt tekna og við­­­­skipta Valitor á árin­u.“

Hluti af tap­inu í ár er til­­komið vegna þess að Valitor samdi um að greiða Datacell og Suns­hine Press Prod­uct­ions, félagi tengt Wiki­leaks, 1,2 millj­­­arða króna fyrr á þessu ári í skaða­bæt­­­ur. Lands­­bank­inn, sem er í eigu íslenska rík­­­is­ins, greiddi alls 426 millj­­­ónir króna af af þeim bót­­­um.

Bene­dikt Gísla­­­son, banka­­­stjóri Arion banka, sagði í til­­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands, þegar upp­­­gjör þriðja árs­fjórð­ungs var birt, þar sem fjallað er um umtals­verðar nið­ur­færslur á virði eigna sem eru til sölu, að í til­­­­­felli Valitor sé ástæðan vegna fjár­­­­­fest­ingar í alþjóð­­­legri starf­­­semi og „gjald­­­færsla kostn­aðar vegna skipu­lags­breyt­inga.“

Kjarn­inn greindi frá því 11. des­em­ber síð­ast­lið­inn að Valitor hefði breytt skipu­­riti félags­­ins og ein­faldað það þannig að fækkað er í stjórn­­enda­teymi félags­­ins úr tíu í fjóra. Í nýrri fram­­kvæmda­­stjórn Valitor sitja Robert Gray, Christine Bai­ley, Birkir Jóhanns­­son og Viðar Þor­kels­­son, for­stjóri félags­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent