Arion banki ræðst í kostnaðarsamar aðgerðir til að laga rekstur Valitor

Arion banki bókfærði 600 milljóna króna kostnað vegna endurskipulagningar á Valitor á síðasta ársfjórðungi. Félagið hefur verið í miklum taprekstri og fjárfestingar í vörulínum ekki staðið undir væntingum.

Valitor
Auglýsing

Arion banki, eig­andi greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Valitor, bók­færði 600 millj­óna króna kostnað vegna end­ur­skipu­lagn­ingar á Valitor á fjórða árs­fjórð­ungi árs­ins sem var að líða. End­ur­skipu­lagn­ing­unni er ætlað að snúa við miklum tap­rekstri sem verið hefur hjá Valitor und­an­farin miss­eri. Ákvörðun um hana var tekin af stjórn Valitor. 

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar vegna þessa segir að Valitor muni greina frá inn­taki fyr­ir­hug­aðra breyt­inga innan tveggja vikna og að gert sé ráð fyrir því að þær muni breyta afkomu félags­ins í hagnað fyrir afskrift­ir, skatta og fjár­magnsliði. „Fjár­fest­ingar Valitor í alþjóð­legri starf­semi hafa verið umtals­verðar á und­an­förnum árum. Þessar fjár­fest­ingar hafa skilað tekju­vexti, en sala á alrás­ar­lausnum (e. omn­i-channel solutions), vöru­línu fyrir evr­ópsk stór­fyr­ir­tæki, hefur ekki staðið undir vænt­ing­um. Þar munar mest um 6 millj­arða króna fjár­fest­ingu í alrás­ar­lausnum á tíma­bil­inu frá árinu 2014, en bók­færð óefn­is­leg eign af þessum fjár­fest­ingum nemur nú um 4,5  millj­örðum króna. Hins vegar nema ætl­aðar tekjur af lausn­inni ein­göngu um 1,1 millj­arði króna árið 2019. Áætlað er að draga veru­lega úr áfram­hald­andi fjár­fest­ingum á þessu svið­i.“

Virðið lækkað um millj­arða á skömmum tíma

Valitor var metið á 11,7 millj­­­arða króna í bókum Arion banka í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Það er 4,1 millj­­­arði króna lægri verð­miði en var á félag­inu í byrjun árs 2019. 

Auglýsing
Tekjur Valitor dróg­ust saman um 1.240 millj­­­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 þegar miðað er við sama tíma­bil árið áður, og voru tæp­­­lega 3,6 millj­­­arðar króna. Það var sam­­­dráttur í tekjum um rúman fjórð­ung á einu ári. Mun­aði þar mestu um að þjón­ust­u­­­tekjur dróg­ust saman um 1,2 millj­­­arða króna. 

Á sama tíma hafði rekstr­­­ar­­­kostn­aður auk­ist úr 5,9 millj­­­örðum króna í tæp­­­lega 7,8 millj­­­arða króna, eða um 31 pró­­­sent. 

Mikið tap og fækkað í fram­kvæmda­stjórn

Tap Valitor í fyrra kom í fram­haldi af 1,9 millj­­­arða króna tapi á árinu 2018. Sam­an­lagt tap fyr­ir­tæk­is­ins frá byrjun árs 2018 og til loka sept­em­ber 2019 nam því sex millj­­­örðum króna. Árið 2017 skil­aði Valitor 940 milljón króna hagn­að­i. 

Ein helsta ástæðan fyrir tap­inu er sú að einn stærsti við­­­­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færslu­hirð­ing­­­­ar­við­­­­skiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars 2018 að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess, sam­­­­kvæmt afkomutil­kynn­ingu frá Valitor sem send var út í fyrra, að velta fyr­ir­tæk­is­ins flutt­ist frá Valitor sem „hafði tals­verð áhrif á vöxt tekna og við­­­­skipta Valitor á árin­u.“

Hluti af tap­inu í ár er til­­komið vegna þess að Valitor samdi um að greiða Datacell og Suns­hine Press Prod­uct­ions, félagi tengt Wiki­leaks, 1,2 millj­­­arða króna fyrr á þessu ári í skaða­bæt­­­ur. Lands­­bank­inn, sem er í eigu íslenska rík­­­is­ins, greiddi alls 426 millj­­­ónir króna af af þeim bót­­­um.

Bene­dikt Gísla­­­son, banka­­­stjóri Arion banka, sagði í til­­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands, þegar upp­­­gjör þriðja árs­fjórð­ungs var birt, þar sem fjallað er um umtals­verðar nið­ur­færslur á virði eigna sem eru til sölu, að í til­­­­­felli Valitor sé ástæðan vegna fjár­­­­­fest­ingar í alþjóð­­­legri starf­­­semi og „gjald­­­færsla kostn­aðar vegna skipu­lags­breyt­inga.“

Kjarn­inn greindi frá því 11. des­em­ber síð­ast­lið­inn að Valitor hefði breytt skipu­­riti félags­­ins og ein­faldað það þannig að fækkað er í stjórn­­enda­teymi félags­­ins úr tíu í fjóra. Í nýrri fram­­kvæmda­­stjórn Valitor sitja Robert Gray, Christine Bai­ley, Birkir Jóhanns­­son og Viðar Þor­kels­­son, for­stjóri félags­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent