„Á engan hátt“ átti að gera Íslendinga að „tilraunadýrum fyrir alþjóðlegt lyfjafyrirtæki“

Þórólfur Guðnason svarar lið fyrir lið siðferðisspurningum sem komu upp í tengslum við mögulegt vísindastarf við Pfizer. „Að sjálfsögðu“ hefði engum verið meinað að fara í bólusetningu, segir hann m.a.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

 Sótt­varna­lækni kom veru­lega á óvart hversu margar flökku­sögur af mögu­legum rann­sókn­ar­samn­ingi við Pfizer fóru á kreik án þess að nokkuð væri raun­veru­lega í hendi. Hann segir þessar flökku­sögur hafi keyrt vænt­ingar fram úr hófi.  Nið­ur­staða Pfizer sé sú að ekki sé séu nægi­lega mörg smit að grein­ast hér í landi til að vís­inda­rann­sókn myndi skila þekk­ingu sem gagn­ast myndi heims­byggð­inni. End­an­leg svar frá for­svars­mönnum Pfizer liggur þó ekki enn fyrir og beðið er eftir því.Hug­myndir að vís­inda­rann­sóknum hafi verið lagðar fyrir Pfizer í des­em­ber og tveir fundir voru haldnir í þeim mán­uði og í byrjun jan­ú­ar. Stjórn­völdum var haldið upp­lýstum um þessar óform­legu við­ræður allan tím­ann. Hug­myndin var sú að svara nokkrum spurn­ingum með vís­inda­legum hætti, um áhrif bólu­setn­inga gegn COVID-19.

AuglýsingEngin samn­ings­drög hafi verið lögð fram, engar skuld­bind­ingar um sam­starf hafi verið gerð­ar. „Það var aldrei neitt í hendi hvort af [sam­starfi] yrð­i,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag.Á fund­inum fór hann yfir þær gagn­rýn­is­raddir sem fram hefðu komið á hina mögu­legu vís­inda­rann­sókn þar sem fram hefð komið að lands­menn hefði ekki verið upp­lýstir um gagn­semi „svona rann­sókn­ar“. Sagði Þórólfur þessa gagn­rýni ein­fald­lega ekki rétta „því að við höfum margoft lýst því yfir hvaða gagn­semi við myndum geta fengið af svona rann­sókn, bæði fyrir okkur og aðrar þjóð­ir“.­Sam­an­tekið sagði hann að ein gagn­rýnin hafi snú­ist um hvort það væri sið­ferð­is­lega rétt að „troð­ast fram fyrir röð­ina“ hvað varðar bólu­setn­ingar á heims­vísu. Þórólfur svar­aði þessi gagn­rýni á þann hátt að sam­kvæmt til­lög­unum stóð til að „svara knýj­andi spurn­ingum á vís­inda­legan hátt sem munu gagn­ast fleirum en okk­ur“. Einnig benti hann á að ef af rann­sókn­inni hefði verið hefðu bólu­efni sem við hefðum tryggt okkur með samn­ingum farið ann­að. „En ef við hefðum troðið okkur framar í röð­ina án nokk­urra skuld­bind­inga hefði það ekki verið sið­ferð­is­lega rétt að mínu mat­i.“Annar þáttur í gagn­rýn­inni hefði verið sá að efast hefði mátt um vís­inda­legt gildi rann­sóknar á Íslandi fyrir aðrar þjóð­ir. Því er til að svara, sagði Þórólf­ur, að vís­inda­legt gildi rann­sóknar á Íslandi er jafn mik­il­vægt fyrir aðra og rann­sóknir á öðrum þjóðum eru fyrir okk­ur. Benti hann á að lyf og bólu­efni væru prófuð víða um heim og við, Íslend­ing­ar, nýttum okkur þá þekk­ingu. „Þannig að þetta passar ekki,“ sagði hann um þessa gagn­rýni. Þá sagði hann gagn­semi vís­inda­rann­sókna ekki „standa og falla“ með því hvar hún er gerð. Á Íslandi væru betri inn­viðir til að fram­kvæma slíka rann­sókn en víð­ast hvar ann­ars staðar í heim­in­um.

Höfum yfir mörgu að gleðj­astAð auki hafa verið vanga­veltur um hvort aflað yrði upp­lýsts sam­þykkis Íslend­inga í rann­sókn sem þess­ari. Þórólfur sagði „að sjálf­sögðu“ hefði svona rann­sókn þurft að ganga í gegnum alla eðli­lega ferla hjá vís­inda­siða­nefnd og Per­sónu­vernd.Komið hafa enn­fremur fram spurn­ingar um hvort að þeir sem ekki vilja taka þátt í rann­sókn á borð við þessa færu þá aft­ast í röð­ina í bólu­setn­ingu. Þórólfur sagði að „að sjálf­sögðu myndi engum verða meinuð bólu­setn­ing“ þó að hinn sami vildi ekki taka þátt í vís­inda­rann­sókn.Þórólfur sagði að lok­um, í þess­ari yfir­ferð sinni um gagn­rýni og spurn­ingar sem vaknað hefði úti í sam­fé­lag­inu vegna hinnar fyr­ir­hug­uðu rann­sókn­ar, að hana hefði „á engan hátt verið hægt að túlka sem að verið væri að gera Íslend­inga að til­rauna­dýrum fyrir alþjóð­legt lyfja­fyr­ir­tæki“.Þó að af rann­sókn­inni verði lík­lega ekki sá sagði Þórólfur til­efni til að gleðj­ast yfir þeim árangri sem hér hefði náðst í bar­átt­unni gegn COVID-19. Síð­ustu viku hefðu aðeins þrír greinst inn­an­lands með veiruna og allir voru þeir í sótt­kví. Sautján hefði á sama tíma­bili greinst á landa­mær­un­um, þar af sex með virkt smit.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent