„Á engan hátt“ átti að gera Íslendinga að „tilraunadýrum fyrir alþjóðlegt lyfjafyrirtæki“

Þórólfur Guðnason svarar lið fyrir lið siðferðisspurningum sem komu upp í tengslum við mögulegt vísindastarf við Pfizer. „Að sjálfsögðu“ hefði engum verið meinað að fara í bólusetningu, segir hann m.a.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

 Sótt­varna­lækni kom veru­lega á óvart hversu margar flökku­sögur af mögu­legum rann­sókn­ar­samn­ingi við Pfizer fóru á kreik án þess að nokkuð væri raun­veru­lega í hendi. Hann segir þessar flökku­sögur hafi keyrt vænt­ingar fram úr hófi.  Nið­ur­staða Pfizer sé sú að ekki sé séu nægi­lega mörg smit að grein­ast hér í landi til að vís­inda­rann­sókn myndi skila þekk­ingu sem gagn­ast myndi heims­byggð­inni. End­an­leg svar frá for­svars­mönnum Pfizer liggur þó ekki enn fyrir og beðið er eftir því.Hug­myndir að vís­inda­rann­sóknum hafi verið lagðar fyrir Pfizer í des­em­ber og tveir fundir voru haldnir í þeim mán­uði og í byrjun jan­ú­ar. Stjórn­völdum var haldið upp­lýstum um þessar óform­legu við­ræður allan tím­ann. Hug­myndin var sú að svara nokkrum spurn­ingum með vís­inda­legum hætti, um áhrif bólu­setn­inga gegn COVID-19.

AuglýsingEngin samn­ings­drög hafi verið lögð fram, engar skuld­bind­ingar um sam­starf hafi verið gerð­ar. „Það var aldrei neitt í hendi hvort af [sam­starfi] yrð­i,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag.Á fund­inum fór hann yfir þær gagn­rýn­is­raddir sem fram hefðu komið á hina mögu­legu vís­inda­rann­sókn þar sem fram hefð komið að lands­menn hefði ekki verið upp­lýstir um gagn­semi „svona rann­sókn­ar“. Sagði Þórólfur þessa gagn­rýni ein­fald­lega ekki rétta „því að við höfum margoft lýst því yfir hvaða gagn­semi við myndum geta fengið af svona rann­sókn, bæði fyrir okkur og aðrar þjóð­ir“.­Sam­an­tekið sagði hann að ein gagn­rýnin hafi snú­ist um hvort það væri sið­ferð­is­lega rétt að „troð­ast fram fyrir röð­ina“ hvað varðar bólu­setn­ingar á heims­vísu. Þórólfur svar­aði þessi gagn­rýni á þann hátt að sam­kvæmt til­lög­unum stóð til að „svara knýj­andi spurn­ingum á vís­inda­legan hátt sem munu gagn­ast fleirum en okk­ur“. Einnig benti hann á að ef af rann­sókn­inni hefði verið hefðu bólu­efni sem við hefðum tryggt okkur með samn­ingum farið ann­að. „En ef við hefðum troðið okkur framar í röð­ina án nokk­urra skuld­bind­inga hefði það ekki verið sið­ferð­is­lega rétt að mínu mat­i.“Annar þáttur í gagn­rýn­inni hefði verið sá að efast hefði mátt um vís­inda­legt gildi rann­sóknar á Íslandi fyrir aðrar þjóð­ir. Því er til að svara, sagði Þórólf­ur, að vís­inda­legt gildi rann­sóknar á Íslandi er jafn mik­il­vægt fyrir aðra og rann­sóknir á öðrum þjóðum eru fyrir okk­ur. Benti hann á að lyf og bólu­efni væru prófuð víða um heim og við, Íslend­ing­ar, nýttum okkur þá þekk­ingu. „Þannig að þetta passar ekki,“ sagði hann um þessa gagn­rýni. Þá sagði hann gagn­semi vís­inda­rann­sókna ekki „standa og falla“ með því hvar hún er gerð. Á Íslandi væru betri inn­viðir til að fram­kvæma slíka rann­sókn en víð­ast hvar ann­ars staðar í heim­in­um.

Höfum yfir mörgu að gleðj­astAð auki hafa verið vanga­veltur um hvort aflað yrði upp­lýsts sam­þykkis Íslend­inga í rann­sókn sem þess­ari. Þórólfur sagði „að sjálf­sögðu“ hefði svona rann­sókn þurft að ganga í gegnum alla eðli­lega ferla hjá vís­inda­siða­nefnd og Per­sónu­vernd.Komið hafa enn­fremur fram spurn­ingar um hvort að þeir sem ekki vilja taka þátt í rann­sókn á borð við þessa færu þá aft­ast í röð­ina í bólu­setn­ingu. Þórólfur sagði að „að sjálf­sögðu myndi engum verða meinuð bólu­setn­ing“ þó að hinn sami vildi ekki taka þátt í vís­inda­rann­sókn.Þórólfur sagði að lok­um, í þess­ari yfir­ferð sinni um gagn­rýni og spurn­ingar sem vaknað hefði úti í sam­fé­lag­inu vegna hinnar fyr­ir­hug­uðu rann­sókn­ar, að hana hefði „á engan hátt verið hægt að túlka sem að verið væri að gera Íslend­inga að til­rauna­dýrum fyrir alþjóð­legt lyfja­fyr­ir­tæki“.Þó að af rann­sókn­inni verði lík­lega ekki sá sagði Þórólfur til­efni til að gleðj­ast yfir þeim árangri sem hér hefði náðst í bar­átt­unni gegn COVID-19. Síð­ustu viku hefðu aðeins þrír greinst inn­an­lands með veiruna og allir voru þeir í sótt­kví. Sautján hefði á sama tíma­bili greinst á landa­mær­un­um, þar af sex með virkt smit.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent