Pfizer komst að því að „Þórólfur er búinn að eyðileggja faraldurinn á Íslandi“

Sóttvarnalæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar eru sammála um að ekki sé vænlegt að leita til annarra lyfjafyrirtækja með rannsókna sambærilega þeirri sem Pfizer íhugaði að fá leyfi til að gera hér. Smitin eru einfaldlega of fá.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Sótt­varna­læknir og for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar telja nær úti­lokað að af vís­inda­rann­sókn Pfizer verði hér á landi. Þeir höfðu báðir von­ast til þess að hún yrði að veru­leika svo hægt væri að búa til nýja þekk­ingu, heims­byggð­inni allri til hags­bóta. Lyfja­fyr­ir­tækið hefði kom­ist að annarri nið­ur­stöðu og því beri að sýna skiln­ing. Hvor­ugur þeirra telur væn­legt að „leita á önnur mið“, þ.e. til ann­arra lyfja­fyr­ir­tækja með sam­bæri­lega rann­sókn.

Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir og Kári Stef­áns­son for­stjóri  Íslenskrar erfða­grein­ingar voru gestir Kast­ljóss í RÚV í kvöld. Þeir áttu fund með full­trúum Pfizer í dag og var nið­ur­staða hans að hingað myndi ekki koma mikið magn bólu­efnis til að bólu­setja meiri­hluta þjóð­ar­innar í rann­sókn­ar­skyni. Skýr­ingin er sú að hér eru að grein­ast mjög fá til­felli af kór­ónu­veirunni í hverri viku.

„Ef þessi rann­sókn, eins og hún var hugs­uð, hefði orðið að veru­leika, hefðum við fylgt öllum ströng­ustu skil­yrðum um leyf­is­veit­ing­ar,“ sagði Þórólf­ur. Sú umræða hefur spunn­ist und­an­farið að reynt yrði að „stytta sér leið“ en Þórólfur segir ein­fald­lega ekki hafa verið tíma­bært að ræða útfærslu rann­sókn­ar­innar fyr­ir­fram. Um fjórða fasa klínískrar rann­sóknar hefði verið að ræða sem fólki hefði verið boðið að taka þátt í til að leita svara við ákveðnum rann­sókn­ar­spurn­ing­um.

Kári segir að úr því sem komið var, vegna hina fáu smita, hefði mátt rann­saka hér aðra hluti, s.s. hvernig ný afbrigði veirunnar svari bólu­setn­ingu. Þekk­ing til slíkrar rann­sóknar eru til staðar hér á landi.

Að opna landa­mærin hefðu engu skipt

Hvort að til greina hafi komið að bólu­setja þorra þjóð­ar­innar og opna svo landa­mærin sagði Kári að það hefði ekk­ert gagn gert í rann­sókn­ar­skyni ein­fald­lega vegna þess að fólkið í land­inu hefði verið bólu­sett og engin smit myndu koma upp. Hann sagði að þakka megi Þórólfi fyrir að það var ekki hægt að gera rann­sókn­ina hér á landi og vís­aði þar til hins góða árangur sem náðst hefur í bar­átt­unni við veiruna. „Við sitjum uppi núna með mjög lítil til­felli.“

Kári sagði jafn­framt að leiða mætti að því rök að okkar góði árangur þýði að við eigum „pínu­lítið minni rétt á að fá bólu­efni fljótt“ en aðr­ir.

Þórólfur seg­ist hafa verið undir þessa nið­ur­stöðu búinn þó að hann hefði vissu­lega viljað að rann­sóknin færi af stað. „En menn líta mis­jafn­lega á þetta og mér sýn­ist þetta vera endir­inn á því.“

Eina leiðin er áfram

Á fund­inum með Pfizer í dag byrj­uðu fund­ar­menn að ræða um átök um bólu­efni um allan heim. Sagði Kári að „log­andi stríð“ væru víða um efn­in. Hann hafi heyrt að sumum hafi liðið hálf óþægi­lega að við Íslend­ingar værum á sama tíma að svindla okkur fram fyrir röð­ina. En, ef samn­ingar hefðu náðst við Pfiz­er, hefðum við  ekki verið að „að svindla okkur fram fyrir heldur að taka þátt í til­raun sem von­andi nýt­ist til að finna nýja þekk­ingu, sem nýt­ist öllum heim­in­um.“En nú er nokkuð ljóst að ekk­ert verður af vís­inda­rann­sókn­inni. Kári sagði í gam­an­sömum tón að Pfiz­er-­menn hefðu hægt og rólega kom­ist að því að „Þórólfur var búinn að eyði­leggja far­ald­ur­inn á Ísland­i.“Eina leiðin er áfram, sagði Þórólf­ur. Góður árangur hefði vissu­lega náðst en „við vildum gera meira, ná vís­inda­legri þekk­ingu með þess­ari aðferð. Það tókst ekki en við höldum áfram.“Hann seg­ist bjart­sýnn á að meira magn bólu­efnis ber­ist frá fleiri fram­leið­endum næstu mán­uði. Kári seg­ist þó enn ekki telja raun­hæft að meiri­hluti lands­manna verði bólu­settur „fyrir nýtt ár“.

Megum ekki eyði­leggja fyrir öðrumKári sagði í „ákefð okkar að ná í bólu­efni“ verðum við að setja okkur í alþjóð­legt sam­hengi og passa að við séum ekki að eyði­leggja fyrir öðr­um.Hvað tak­mark­anir á landa­mærum varðar er ljóst að þeim verður haldið áfram en Þórólfur benti á að þær væru rýmri hér á landi en víða ann­ars staðar í heim­inum í augna­blik­inu. „Ég veit að það eru allir að bíða eftir tíma­punkt­inum þar sem hægt er að segja að það sé hægt að opna hitt eða þetta. En fyr­ir­sjá­an­leik­inn er lít­ill.“ Undir það verðum við að búa okkur áfram.Kári segir að ef samn­ingar hefðu náðst við Pfizer um rann­sókn hefði verið hægt að opna landa­mær­in. „Því miður gekk það ekki eftir og við veðrum að halda landa­mær­unum lok­uðum að minnsta kosti í ein­hverja mán­uði í við­bót.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent