Of fá tilfelli og dvínandi líkur á Pfizer-rannsókn

Dvínandi líkur eru á því að af rannsóknarverkefni Pfizer og íslenskra stjórnvalda verði. Þetta er niðurstaða fundar milli forsvarsmanna fyrirtækisins, sóttvarnayfirvalda og Kára Stefánssonar sem lauk kl. 17.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sátu fundinn með Pfizer.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sátu fundinn með Pfizer.
Auglýsing

„Við erum fórn­ar­lömb eigin vel­gengn­i,“ segir Þóra Kristín Ásgeirs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, um nið­ur­stöðu fundar full­trúa lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Pfizer með Þórólfi Guðn­a­syni sótt­varna­lækni og Kára Stef­áns­syni for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Á fund­inum var rætt um fyr­ir­hugað rann­sókn­ar­verk­efni eða vís­inda­til­raun lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins hér á landi sem hefði falið í sér bólu­setn­ingu stórs hluta þjóð­ar­inn­ar. Að því er Þóra Kristín segir er Pfizer hins vegar ekki reiðu­búið að taka ákvörðun á þess­ari stundu og ástæðan er sú að of fá til­felli af COVID-19 eru að grein­ast hér á landi um þessar mundir svo að rann­sóknin myndi koma að gagni.

Eitt eða jafn­vel ekki neitt til­felli af kór­ón­veirunni hefur verið að grein­ast inn­an­lands síð­ustu daga og vik­ur. Á sama tíma hefur far­ald­ur­inn verið í mik­illi upp­sveiflu víða erlend­is.

Auglýsing

Í tengslum við vís­inda­til­raun­ina hefur verið talað um að um 60 pró­sent þjóð­ar­innar yrði bólu­sett á skömmum tíma með bólu­efni Pfizer og BioNtech.

Í dag hefur komið fram í fréttum að á fund­inum með Pfizer yrðu kynnt drög að samn­ingi um verk­efn­ið. Sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær að farið yrði svo yfir þau til að kanna hvort að skil­yrði þeirra væru ásætt­an­leg fyrir íslensku þjóð­ina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent