Álögð veiðigjöld námu tæpum 4,8 milljörðum króna í fyrra

Stærstu sextán gjaldendurnir í íslenskum sjávarútvegi greiddu alls þrjá milljarða af þeim tæpu 4,8 millljörðum sem greidd voru í veiðigjöld vegna nýtingar sjávarauðlindanna á síðasta ári.

7DM_0049_raw_2221.JPG
Auglýsing

Alls greiddu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins tæpa 4,8 millj­arða króna í veiði­gjöld vegna árs­ins 2020. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu í dag. Á­lagn­ingin fyrir árið 2020 er um 1,8 millj­örðum lægri en fyrir árið 2019 og 6,5 millj­örðum lægri en hún var árið 2018, þegar álögð veiði­gjöld námu 11,3 millj­örðum króna.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Fiski­stofu er Brim hf. það útgerð­ar­fé­lag sem greiðir hæst veiði­gjöld fyrir árið 2020, eða 367 millj­ónir króna. Næst á lista eru Sam­herji Ísland ehf., Þor­björn hf., og Skinn­ey-­Þinga­nes hf., en alls greiddu 16 stærstu gjald­end­urnir um 3 millj­arða króna í veiði­gjöld á árinu 2020.

Alls greiddu 934 aðilar veiði­gjöld árið 2020, lang­flestir yfir sum­ar­tím­ann vegna strand­veiða. Í jan­úar 2020 voru um 150 gjald­endur sem greiddu veiði­gjöld, en þau eru lögð á mán­að­ar­lega.

Áætluð veiði­gjöld 7,5 millj­arðar árið 2021

Ný lög um veið­i­­­gjald tóku gildi í byrjun árs 2019 þar sem meðal ann­­ars var settur nýr reikni­stofn sem bygg­ist á afkomu við veiðar hvers nytja­­stofns. 

Auglýsing

Sam­kvæmt þeim er veið­i­­gjaldið nú ákveðið fyrir alm­an­aksár í stað fisk­veið­i­­ár­s og veiði­gjöldin sem greidd voru í fyrra og þau sem fjallað er um hér byggja á afkomu árs­ins 2018 í grein­inni.

Áætluð veiði­gjöld árs­ins 2021, sem byggja á afkomu sjáv­ar­út­vegs árið 2019, eru áætluð um 7,5 millj­arðar króna. ­Sam­kvæmt því sem fram kom í kynn­ingu á Sjáv­ar­út­vegs­deg­inum síð­asta haust högn­uð­ust íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki um 43 millj­arða króna á árinu 2019.

 

Það er um 60 pró­sent meiri hagn­aður en var af rekstri þeirra árið á undan þegar hann var 27 millj­arðar króna. Alls nam hagn­aður fyr­ir­tækj­anna 197 millj­örðum króna á fimm ára tíma­bili, frá byrjun árs 2015 og út árið 2019. Á sama tíma­skeiði greiddu félögin 43 millj­arða króna í tekju­skatt.

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin í land­inu áttu eigið fé upp á 297 millj­arða króna í lok árs 2018. Frá hruni og fram að þeim tíma batn­aði eig­in­fjár­staða þeirra um 376 millj­arða króna, en hún var nei­kvæð í lok árs 2008.

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 10,3 millj­arða króna árið 2019, en frá árinu 2010 höfðu þau greitt 103,2 millj­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­ur. Hagur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna hafði því vænkast um 479,2 millj­arða króna frá hruni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent