Tillaga um póstnúmerabreytingu í Bryggjuhverfi afturkölluð

Ekkert virðist ætla að verða af hugmyndum íbúaráðs Grafarvogs um að breyta póstnúmeri Bryggjuhverfis úr 110 í 112. Tillaga um þá breytingu hefur verið afturkölluð, en ekki reyndist einhugur á meðal íbúa um málið.

Tillaga íbúaráðs Grafarvogs um að taka upp póstnúmerið 112 í Bryggjuhverfi hefur verið dregin til baka.
Tillaga íbúaráðs Grafarvogs um að taka upp póstnúmerið 112 í Bryggjuhverfi hefur verið dregin til baka.
Auglýsing

Íbúa­ráð Graf­ar­vogs hefur dregið til baka til­lögu sína um breyt­ingu á póst­núm­eri Bryggju­hverf­is, sem lögð var fram í upp­hafi árs­ins. Málið mætti and­stöðu á meðal íbúa í Bryggju­hverfi og þarfn­ast frek­ari umræðu.

Kjarn­inn sagði frá því fyrir tæpum mán­uði að íbúa­ráðið hefði beint til­lögu til borg­ar­ráðs um að óskað yrði eftir við því við póst­núm­era­nefnd Íslands­pósts að Bryggju­hverfið fengið póst­núm­erið 112, í stað þess að til­heyra enn póst­núm­eri 110.

„Við til­­heyrum Graf­­ar­vogi að öllu leyt­i,“ sagði Berg­lind Eyj­ólfs­dótt­ir, íbúi í hverf­inu og full­trúi Sam­fylk­ingar í íbúa­ráði Graf­ar­vogs þá við Kjarn­ann, innt eftir útskýr­ingum á til­lög­unn­i. 

Hún sagði um væri að ræða leið­rétt­ingu til þess að eyða mis­­skiln­ingi sem stundum yrði um hvar íbúar hverf­is­ins skuli sækja þjón­­ust­u. 

Í fyrri til­lögu íbúa­ráðs­ins sagði að í skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar fylgdi Bryggju­hverfið Graf­ar­vog­i. Því væri „eðli­­leg­­ast að hverfið fái sama póst­­­númer og önnur hverfi í Graf­­ar­vog­i“, sem er 112, en yrði ekki lengur með póst­­­núm­erið 110, sem er oft­ast tengt við Árbæ­inn.

Ekki ein­hugur á meðal íbúa

Þetta féll hins vegar ekki alls staðar í kramið. Hið minnsta ekki hjá Bryggju­ráði, íbúa­sam­tökum Bryggju­hverf­is, sem deildi frétt Kjarn­ans frá 11. jan­úar á Face­book-­síðu sinni með orð­un­um: „Hvurs­lags enda­leysa er þetta. Höfð­inn er með póst­númer 110 og við erum sam­kvæmt skipu­lagi hluti af því svæð­i.“ 

Auglýsing

Einn íbúi í hverf­inu bætti við í athuga­semd: „Missti ég af þess­ari könnun ...hvar var hún aug­lýst..eru ein­hverjir sem ákveða fyrir alla????“

Tekið fyrir aðal­fundi Bryggju­ráðs

Í nýrri til­lögu íbúa­ráðs Graf­ar­vogs um aft­ur­köllun fyrri til­lögu segir að miklar umræður hafi skap­ast um málið í Bryggju­hverfi og ákveðið hafi verið að taka málið fyrir á aðal­fundi áður­nefnds Bryggju­ráðs. 

„Var nið­ur­staða þeirra fundar að óskað yrði eftir því við íbúa­ráð Graf­ar­vogs að draga til­lög­una til baka. Vakin var athygli á því að frek­ari umræðu væri þörf í hverf­inu ef fara ætti í breyt­ingar á póst­núm­eri hverf­is­ins. Vill því íbúa­ráð Graf­ar­vogs verða við þess­ari beiðni íbúa og draga upp­haf­lega til­lögu um breyt­ingu á póst­núm­eri til bak­a,“ segir í nýrri til­lögu íbúa­ráðs Graf­ar­vogs, sem sam­þykkt var á fundi þess 3. febr­ú­ar.

Ekki er því útlit fyrir að Bryggju­hverfið fær­ist úr póst­núm­eri 110 og yfir í póst­númer 112 á næst­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent