Íbúar í Bryggjuhverfinu vilja skipta um póstnúmer

„Við tilheyrum Grafarvogi að öllu leyti,“ segir fulltrúi Samfylkingar í íbúaráði Grafarvogs. Ráðið samþykkti í síðustu viku tillögu um að póstnúmerinu í Bryggjuhverfinu verði breytt úr 110 í 112.

Frá Bryggjuhverfi. Íbúar þar vilja fá póstnúmerið 112.
Frá Bryggjuhverfi. Íbúar þar vilja fá póstnúmerið 112.
Auglýsing

Íbúaráð Grafarvogs samþykkti á fundi sínum í síðustu viku tillögu um að óska eftir því við póstnúmeranefnd Íslandspósts að póstnúmeri Bryggjuhverfis verði breytt, úr 110 í 112. Tillögunni var vísað áfram til borgarráðs.

Í tillögu íbúaráðsins kemur fram að óskað sé eftir þessari breytingu vegna óska frá íbúum Bryggjuhverfis. Í skipulagi Reykjavíkurborgar fylgi Bryggjuhverfið Grafarvogi. Því sé „eðlilegast að hverfið fái sama póstnúmer og önnur hverfi í Grafarvogi“, sem er 112, en verði ekki lengur með póstnúmerið 110, sem er tengt við Árbæinn.

Fasteignaauglýsingar og kirkjuumdæmi

Berglind Eyjólfsdóttir fulltrúi í íbúaráði Grafarvogs.


Berglind Eyjólfsdóttir, íbúi í Bryggjuhverfinu og varaborgarfulltrúi sem situr í íbúaráði Grafarvogs fyrir hönd Samfylkingar, segir í samtali við Kjarnann að fyrst og fremst sé íbúaráðið að óska eftir þessari breytingu til þess að eyða misskilningi um að Bryggjuhverfið tilheyri Árbænum.

Hún tekur sem dæmi, í samtali við blaðamann, að þegar fólk fari inn á fasteignasíður fjölmiðlanna og hafi hug á að skoða íbúðir í Grafarvogi stimpli fólk inn póstnúmerið 112. Þá sjáist ekki eignirnar sem séu til sölu í Bryggjuhverfinu. Þó sé það svo að hverfið sé hluti Grafarvogs hvað skipulag borgarinnar og þjónustu varðar.

Auglýsing

„Við tilheyrum Grafarvogi að öllu leyti,“ segir Berglind og nefnir að íbúar í hverfinu séu í Grafarvogssókn og börnin í hverfinu sæki skóla yfir Gullinbrúna. Margir íbúar telji hins vegar til dæmis að hverfið tilheyri Árbæjarsókn, vegna póstnúmersins. Þetta sé því bara leiðrétting til að eyða misskilningi sem stundum verði um hvar íbúar hverfisins skuli sækja þjónustu.

Bryggjuhverfið teygir úr sér og stækkar

Fyrstu húsin í Bryggjuhverfinu risu skömmu fyrir aldamót og um þessar mundir er verið að byggja fjölda íbúða í vesturhluta hverfisins, sem verið hefur á teikniborðinu um árabil. 

Í fyllingu tímans verður Bryggjuhverfið svo nátengt þeirri miklu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem borgaryfirvöld áætla að verði næsta áratug á Ártúnshöfðanum og í Elliðaárvogi, þar sem iðnaðarsvæði víkur fyrir nýrri íbúabyggð.

Bryggjuhverfið mun stækka mikið á næstu árum, samfara annarri uppbyggingu á Ártúnshöfða. Mynd: Reykjavíkurborg

Gert er ráð fyrir að íbúðir í nýju borg­ar­hverfi á Ártúns­höfða verði allt að 6.000 tals­ins þegar hverfið verður að fullu upp­byggt. Það eru svipað margar íbúðir og eru í öllum Graf­ar­voginum í dag. Ráðgert er að þrjú skólahverfi verði í nýja borgarhlutanum, eins og sagði frá í umfjöllun Kjarnans í haust.

Ártúnshöfðinn allur, auk Bryggjuhverfis, er í póstnúmeri 110 í dag, sem nær líka yfir allan Árbæinn og Norðlingaholt. Handan Elliðaárvogar er svo að rísa íbúðabyggð hins nýja Vogahverfis, sem er í póstnúmeri 104, en það póstnúmer teygir sig svo Vogana og langt vestur í Laugardal. 

Nýja hverfið á Ártúnshöfða og í Vogabyggð verður þannig á mörkum þriggja póstnúmera, 112, 110 og 104. Berglind segir við blaðamann að það hafi ekkert komið fram um það hvort Ártúnshöfðinn og Elliðaárvogurinn fái kannski í fyllingu tímans sitt eigið póstnúmer og hvort Bryggjuhverfið núverandi fylgi þá þar með eða verði áfram hluti Grafarvogshverfis. Það verði allt að koma í ljós.

En eins og mál standa nú óskar íbúaráðið í Grafarvogi þess að póstnúmeri Bryggjuhverfisins verði breytt, sem áður segir. Tillagan hefur verið send til borgarráðs, sem mun taka málið fyrir og svo mögulega beina tillögunni áfram til póstnúmeranefndar Íslandspósts.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent