Íbúar í Bryggjuhverfinu vilja skipta um póstnúmer

„Við tilheyrum Grafarvogi að öllu leyti,“ segir fulltrúi Samfylkingar í íbúaráði Grafarvogs. Ráðið samþykkti í síðustu viku tillögu um að póstnúmerinu í Bryggjuhverfinu verði breytt úr 110 í 112.

Frá Bryggjuhverfi. Íbúar þar vilja fá póstnúmerið 112.
Frá Bryggjuhverfi. Íbúar þar vilja fá póstnúmerið 112.
Auglýsing

Íbúa­ráð Graf­ar­vogs sam­þykkti á fundi sínum í síð­ustu viku til­lögu um að óska eftir því við póst­núm­era­nefnd Íslands­pósts að póst­núm­eri Bryggju­hverfis verði breytt, úr 110 í 112. Til­lög­unni var vísað áfram til borg­ar­ráðs.

Í til­lögu íbúa­ráðs­ins kemur fram að óskað sé eftir þess­ari breyt­ingu vegna óska frá íbúum Bryggju­hverf­is. Í skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar fylgi Bryggju­hverfið Graf­ar­vog­i. Því sé „eðli­leg­ast að hverfið fái sama póst­númer og önnur hverfi í Graf­ar­vog­i“, sem er 112, en verði ekki lengur með póst­núm­erið 110, sem er tengt við Árbæ­inn.

Fast­eigna­aug­lýs­ingar og kirkju­um­dæmi

Berglind Eyjólfsdóttir fulltrúi í íbúaráði Grafarvogs.Berg­lind Eyj­ólfs­dótt­ir, íbúi í Bryggju­hverf­inu og vara­borg­ar­full­trúi sem situr í íbúa­ráði Graf­ar­vogs fyrir hönd Sam­fylk­ing­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að fyrst og fremst sé íbúa­ráðið að óska eftir þess­ari breyt­ingu til þess að eyða mis­skiln­ingi um að Bryggju­hverfið til­heyri Árbæn­um.

Hún tekur sem dæmi, í sam­tali við blaða­mann, að þegar fólk fari inn á fast­eigna­síður fjöl­miðl­anna og hafi hug á að skoða íbúðir í Graf­ar­vogi stimpli fólk inn póst­núm­erið 112. Þá sjá­ist ekki eign­irnar sem séu til sölu í Bryggju­hverf­inu. Þó sé það svo að hverfið sé hluti Graf­ar­vogs hvað skipu­lag borg­ar­innar og þjón­ustu varð­ar.

Auglýsing

„Við til­heyrum Graf­ar­vogi að öllu leyt­i,“ segir Berg­lind og nefnir að íbúar í hverf­inu séu í Graf­ar­vogs­sókn og börnin í hverf­inu sæki skóla yfir Gull­in­brúna. Margir íbúar telji hins vegar til dæmis að hverfið til­heyri Árbæj­ar­sókn, vegna póst­núm­ers­ins. Þetta sé því bara leið­rétt­ing til að eyða mis­skiln­ingi sem stundum verði um hvar íbúar hverf­is­ins skuli sækja þjón­ustu.

Bryggju­hverfið teygir úr sér og stækkar

Fyrstu húsin í Bryggju­hverf­inu risu skömmu fyrir alda­mót og um þessar mundir er verið að byggja fjölda íbúða í vest­ur­hluta hverf­is­ins, sem verið hefur á teikni­borð­inu um ára­bil. 

Í fyll­ingu tím­ans verður Bryggju­hverfið svo nátengt þeirri miklu upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis sem borg­ar­yf­ir­völd áætla að verði næsta ára­tug á Ártúns­höfð­anum og í Elliða­ár­vogi, þar sem iðn­að­ar­svæði víkur fyrir nýrri íbúa­byggð.

Bryggjuhverfið mun stækka mikið á næstu árum, samfara annarri uppbyggingu á Ártúnshöfða. Mynd: Reykjavíkurborg

Gert er ráð fyrir að íbúðir í nýju borg­­ar­hverfi á Ártúns­höfða verði allt að 6.000 tals­ins þegar hverfið verður að fullu upp­­­byggt. Það eru svipað margar íbúðir og eru í öllum Graf­­ar­vog­inum í dag. Ráð­gert er að þrjú skóla­hverfi verði í nýja borg­ar­hlut­an­um, eins og sagði frá í umfjöllun Kjarn­ans í haust.

Ártúns­höfð­inn all­ur, auk Bryggju­hverf­is, er í póst­núm­eri 110 í dag, sem nær líka yfir allan Árbæ­inn og Norð­linga­holt. Handan Elliða­ár­vogar er svo að rísa íbúða­byggð hins nýja Voga­hverf­is, sem er í póst­núm­eri 104, en það póst­númer teygir sig svo Vog­ana og langt vestur í Laug­ar­dal. 

Nýja hverfið á Ártúns­höfða og í Voga­byggð verður þannig á mörkum þriggja póst­núm­era, 112, 110 og 104. Berg­lind segir við blaða­mann að það hafi ekk­ert komið fram um það hvort Ártúns­höfð­inn og Elliða­ár­vog­ur­inn fái kannski í fyll­ingu tím­ans sitt eigið póst­númer og hvort Bryggju­hverfið núver­andi fylgi þá þar með eða verði áfram hluti Graf­ar­vogs­hverf­is. Það verði allt að koma í ljós.

En eins og mál standa nú óskar íbúa­ráðið í Graf­ar­vogi þess að póst­núm­eri Bryggju­hverf­is­ins verði breytt, sem áður seg­ir. Til­lagan hefur verið send til borg­ar­ráðs, sem mun taka málið fyrir og svo mögu­lega beina til­lög­unni áfram til póst­núm­era­nefndar Íslands­pósts.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent