Íbúar í Bryggjuhverfinu vilja skipta um póstnúmer

„Við tilheyrum Grafarvogi að öllu leyti,“ segir fulltrúi Samfylkingar í íbúaráði Grafarvogs. Ráðið samþykkti í síðustu viku tillögu um að póstnúmerinu í Bryggjuhverfinu verði breytt úr 110 í 112.

Frá Bryggjuhverfi. Íbúar þar vilja fá póstnúmerið 112.
Frá Bryggjuhverfi. Íbúar þar vilja fá póstnúmerið 112.
Auglýsing

Íbúa­ráð Graf­ar­vogs sam­þykkti á fundi sínum í síð­ustu viku til­lögu um að óska eftir því við póst­núm­era­nefnd Íslands­pósts að póst­núm­eri Bryggju­hverfis verði breytt, úr 110 í 112. Til­lög­unni var vísað áfram til borg­ar­ráðs.

Í til­lögu íbúa­ráðs­ins kemur fram að óskað sé eftir þess­ari breyt­ingu vegna óska frá íbúum Bryggju­hverf­is. Í skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar fylgi Bryggju­hverfið Graf­ar­vog­i. Því sé „eðli­leg­ast að hverfið fái sama póst­númer og önnur hverfi í Graf­ar­vog­i“, sem er 112, en verði ekki lengur með póst­núm­erið 110, sem er tengt við Árbæ­inn.

Fast­eigna­aug­lýs­ingar og kirkju­um­dæmi

Berglind Eyjólfsdóttir fulltrúi í íbúaráði Grafarvogs.Berg­lind Eyj­ólfs­dótt­ir, íbúi í Bryggju­hverf­inu og vara­borg­ar­full­trúi sem situr í íbúa­ráði Graf­ar­vogs fyrir hönd Sam­fylk­ing­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að fyrst og fremst sé íbúa­ráðið að óska eftir þess­ari breyt­ingu til þess að eyða mis­skiln­ingi um að Bryggju­hverfið til­heyri Árbæn­um.

Hún tekur sem dæmi, í sam­tali við blaða­mann, að þegar fólk fari inn á fast­eigna­síður fjöl­miðl­anna og hafi hug á að skoða íbúðir í Graf­ar­vogi stimpli fólk inn póst­núm­erið 112. Þá sjá­ist ekki eign­irnar sem séu til sölu í Bryggju­hverf­inu. Þó sé það svo að hverfið sé hluti Graf­ar­vogs hvað skipu­lag borg­ar­innar og þjón­ustu varð­ar.

Auglýsing

„Við til­heyrum Graf­ar­vogi að öllu leyt­i,“ segir Berg­lind og nefnir að íbúar í hverf­inu séu í Graf­ar­vogs­sókn og börnin í hverf­inu sæki skóla yfir Gull­in­brúna. Margir íbúar telji hins vegar til dæmis að hverfið til­heyri Árbæj­ar­sókn, vegna póst­núm­ers­ins. Þetta sé því bara leið­rétt­ing til að eyða mis­skiln­ingi sem stundum verði um hvar íbúar hverf­is­ins skuli sækja þjón­ustu.

Bryggju­hverfið teygir úr sér og stækkar

Fyrstu húsin í Bryggju­hverf­inu risu skömmu fyrir alda­mót og um þessar mundir er verið að byggja fjölda íbúða í vest­ur­hluta hverf­is­ins, sem verið hefur á teikni­borð­inu um ára­bil. 

Í fyll­ingu tím­ans verður Bryggju­hverfið svo nátengt þeirri miklu upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis sem borg­ar­yf­ir­völd áætla að verði næsta ára­tug á Ártúns­höfð­anum og í Elliða­ár­vogi, þar sem iðn­að­ar­svæði víkur fyrir nýrri íbúa­byggð.

Bryggjuhverfið mun stækka mikið á næstu árum, samfara annarri uppbyggingu á Ártúnshöfða. Mynd: Reykjavíkurborg

Gert er ráð fyrir að íbúðir í nýju borg­­ar­hverfi á Ártúns­höfða verði allt að 6.000 tals­ins þegar hverfið verður að fullu upp­­­byggt. Það eru svipað margar íbúðir og eru í öllum Graf­­ar­vog­inum í dag. Ráð­gert er að þrjú skóla­hverfi verði í nýja borg­ar­hlut­an­um, eins og sagði frá í umfjöllun Kjarn­ans í haust.

Ártúns­höfð­inn all­ur, auk Bryggju­hverf­is, er í póst­núm­eri 110 í dag, sem nær líka yfir allan Árbæ­inn og Norð­linga­holt. Handan Elliða­ár­vogar er svo að rísa íbúða­byggð hins nýja Voga­hverf­is, sem er í póst­núm­eri 104, en það póst­númer teygir sig svo Vog­ana og langt vestur í Laug­ar­dal. 

Nýja hverfið á Ártúns­höfða og í Voga­byggð verður þannig á mörkum þriggja póst­núm­era, 112, 110 og 104. Berg­lind segir við blaða­mann að það hafi ekk­ert komið fram um það hvort Ártúns­höfð­inn og Elliða­ár­vog­ur­inn fái kannski í fyll­ingu tím­ans sitt eigið póst­númer og hvort Bryggju­hverfið núver­andi fylgi þá þar með eða verði áfram hluti Graf­ar­vogs­hverf­is. Það verði allt að koma í ljós.

En eins og mál standa nú óskar íbúa­ráðið í Graf­ar­vogi þess að póst­núm­eri Bryggju­hverf­is­ins verði breytt, sem áður seg­ir. Til­lagan hefur verið send til borg­ar­ráðs, sem mun taka málið fyrir og svo mögu­lega beina til­lög­unni áfram til póst­núm­era­nefndar Íslands­pósts.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent