Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag

Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.

Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að íbúðir í nýju borg­ar­hverfi á Ártúns­höfða verði allt að 6.000 tals­ins þegar hverfið verður að fullu upp­byggt. Það eru svipað margar íbúðir og eru í öllum Graf­ar­vogi í dag. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í til­lögum að breyt­ingum á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar, sem eru nú komnar form­lega í kynn­ingu.

Í til­lög­un­um, sem fram­lengja stefnu núgild­andi aðal­skipu­lags með breyt­ingum fram til árs­ins 2040, segir að mótun þessa nýja borg­ar­hluta marki mikil tíma­mót, að því leyti að um sé að ræða „nýja gerð hverfis í Reykja­vík“, í þeirri merk­ingu að Ártúns­höfð­inn verði í raun fyrsta heild­stæða borg­ar­hverfið í Reykja­vík sem grund­vall­ist á þeirri alþjóð­legu sýn á sjálf­bæra borg­ar­þróun sem hafi verið að mót­ast á síð­ustu árum og ára­tug­um.

Þar segir einnig að það séu „breyttir tímar“ frá því að íbúð­ar­hverfin í Graf­ar­vogi voru skipu­lögð á hátt í 400 hekt­ara land­svæði í lok síð­ustu aldar og rúm­uðu um 6.000 íbúð­ir. Ártúns­höfð­inn muni rúma svip­aðan fjölda íbúða, þrátt fyrir að svæðið sé ein­ungis um 80 hekt­arar að stærð, eða innan við fjórð­ungur af skipu­lögðu land­rými Graf­ar­vogs. Í til­lög­unni segir að lík­legt sé að þessi upp­bygg­ing kalli á bygg­ingu þriggja nýrra grunn­skóla í hverf­inu, en til sam­an­burðar hafi Graf­ar­vog­ur­inn verið skipu­lagður sem heil átta skóla­hverfi.

Auglýsing

Þróun þessa nýja borg­ar­hverfis á Ártúns­höfða og í Elliða­ár­vogi á að verða í for­gangi við upp­bygg­ingu borg­ar­innar fram til árs­ins 2030, sam­kvæmt mark­miðum upp­færðs aðal­skipu­lags. 

Veru­leg fjölgun íbúða víða

Í gild­andi aðal­skipu­lagi er gert ráð fyrir um það bil 2.800 íbúðum í nýja íbúð­ar­hverf­inu á Ártúns­höfða og er því gert ráð fyrir veru­legri fjölgun íbúða miðað við fyrri stefnu. Ártúns­höfð­inn er ekki eini upp­bygg­ing­ar­stað­ur­inn í borg­inni þar sem sú ætlan er til stað­ar, en áform borg­ar­yf­ir­valda um fjölgun íbúða á þegar skil­greindum upp­bygg­ing­ar­svæðum fyrir íbúð­ar­byggð og bland­aða byggð hafa reglu­lega verið til umfjöll­unar í fréttum vegna skipu­lags­vinnu á und­an­förnum árum.

Uppbyggingarreitir fram til ársins 2040 eru flestir í miklu návígi við fyrirhugaða Borgarlínu eða stofnleiðir Strætó. Mynd: Reykjavíkurborg.Þessar breyt­ingar eru dregnar saman í kynn­ingu á breyttu aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar. Á Kringlu­reitnum er til dæmis gert ráð fyrir að íbúðir geti orðið allt að 1.000 tals­ins í stað 150, en aukn­ing atvinnu­hús­næðis minnkar þar að sama skapi. Á upp­bygg­ing­ar­reit í Skeif­unni er gert ráð fyrir að íbúðir get orðið allt að 750 tals­ins í stað 500 áður og þar á það sama við, gert er ráð fyrir að aukn­ing atvinnu­hús­næðis minnki á móti.

Í Knarr­ar­vogi í nýja Voga­hverf­inu er svo gert ráð fyrir því að íbúðum geti fjölgað upp í allt að 600, sér­stak­lega vegna þess að gert er ráð fyrir því að Sæbraut verði sett í stokk á eins kíló­met­ers kafla sem bætir hljóð­vist og eykur land­rými sem getur farið undir íbúðir og annað hús­næði. Í Gufu­nesi er ráð­gert að íbúðum geti fjölgað um allt að 500 miðað við eldri stefnu, með stækkun mið­svæð­is.

Um 25 ný svæði undir íbúð­ar­byggð boðuð

Í aðal­skipu­lag­inu eru alls yfir 100 svæði í borg­inni sem ætluð eru undir nýja íbúð­ar­byggð, en þar af eru um 25 ný svæði boðuð í þeim breyt­inga­til­lögum sem nú eru lagðar fram. Þetta eru bæði smáir upp­bygg­ing­ar­reitir í eldri hverf­um, ný skóla­hverfi eins og í Skerja­firði, Keldna­landi og Voga­byggð og svo nýir heilir borg­ar­hlut­ar, eins og Ártúns­höfð­inn og Vatns­mýr­in.

Yfir 90 pró­sent þess­ara upp­bygg­ing­ar­svæða eru við fyr­ir­hug­aða Borg­ar­línu eða aðrar öfl­ugar almenn­ings­sam­göngur og sama hlut­fall upp­bygg­ing­ar­svæð­anna er í göngu­færi við grunn­skóla. Stefna Reykja­vík­ur­borgar er að 1.000 íbúðir verði byggðar á hverju ári að með­al­tali fram til árs­ins 2040, í þéttri og bland­aðri byggð innan núver­andi vaxt­ar­marka borg­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent