Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag

Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.

Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að íbúðir í nýju borg­ar­hverfi á Ártúns­höfða verði allt að 6.000 tals­ins þegar hverfið verður að fullu upp­byggt. Það eru svipað margar íbúðir og eru í öllum Graf­ar­vogi í dag. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í til­lögum að breyt­ingum á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar, sem eru nú komnar form­lega í kynn­ingu.

Í til­lög­un­um, sem fram­lengja stefnu núgild­andi aðal­skipu­lags með breyt­ingum fram til árs­ins 2040, segir að mótun þessa nýja borg­ar­hluta marki mikil tíma­mót, að því leyti að um sé að ræða „nýja gerð hverfis í Reykja­vík“, í þeirri merk­ingu að Ártúns­höfð­inn verði í raun fyrsta heild­stæða borg­ar­hverfið í Reykja­vík sem grund­vall­ist á þeirri alþjóð­legu sýn á sjálf­bæra borg­ar­þróun sem hafi verið að mót­ast á síð­ustu árum og ára­tug­um.

Þar segir einnig að það séu „breyttir tímar“ frá því að íbúð­ar­hverfin í Graf­ar­vogi voru skipu­lögð á hátt í 400 hekt­ara land­svæði í lok síð­ustu aldar og rúm­uðu um 6.000 íbúð­ir. Ártúns­höfð­inn muni rúma svip­aðan fjölda íbúða, þrátt fyrir að svæðið sé ein­ungis um 80 hekt­arar að stærð, eða innan við fjórð­ungur af skipu­lögðu land­rými Graf­ar­vogs. Í til­lög­unni segir að lík­legt sé að þessi upp­bygg­ing kalli á bygg­ingu þriggja nýrra grunn­skóla í hverf­inu, en til sam­an­burðar hafi Graf­ar­vog­ur­inn verið skipu­lagður sem heil átta skóla­hverfi.

Auglýsing

Þróun þessa nýja borg­ar­hverfis á Ártúns­höfða og í Elliða­ár­vogi á að verða í for­gangi við upp­bygg­ingu borg­ar­innar fram til árs­ins 2030, sam­kvæmt mark­miðum upp­færðs aðal­skipu­lags. 

Veru­leg fjölgun íbúða víða

Í gild­andi aðal­skipu­lagi er gert ráð fyrir um það bil 2.800 íbúðum í nýja íbúð­ar­hverf­inu á Ártúns­höfða og er því gert ráð fyrir veru­legri fjölgun íbúða miðað við fyrri stefnu. Ártúns­höfð­inn er ekki eini upp­bygg­ing­ar­stað­ur­inn í borg­inni þar sem sú ætlan er til stað­ar, en áform borg­ar­yf­ir­valda um fjölgun íbúða á þegar skil­greindum upp­bygg­ing­ar­svæðum fyrir íbúð­ar­byggð og bland­aða byggð hafa reglu­lega verið til umfjöll­unar í fréttum vegna skipu­lags­vinnu á und­an­förnum árum.

Uppbyggingarreitir fram til ársins 2040 eru flestir í miklu návígi við fyrirhugaða Borgarlínu eða stofnleiðir Strætó. Mynd: Reykjavíkurborg.Þessar breyt­ingar eru dregnar saman í kynn­ingu á breyttu aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar. Á Kringlu­reitnum er til dæmis gert ráð fyrir að íbúðir geti orðið allt að 1.000 tals­ins í stað 150, en aukn­ing atvinnu­hús­næðis minnkar þar að sama skapi. Á upp­bygg­ing­ar­reit í Skeif­unni er gert ráð fyrir að íbúðir get orðið allt að 750 tals­ins í stað 500 áður og þar á það sama við, gert er ráð fyrir að aukn­ing atvinnu­hús­næðis minnki á móti.

Í Knarr­ar­vogi í nýja Voga­hverf­inu er svo gert ráð fyrir því að íbúðum geti fjölgað upp í allt að 600, sér­stak­lega vegna þess að gert er ráð fyrir því að Sæbraut verði sett í stokk á eins kíló­met­ers kafla sem bætir hljóð­vist og eykur land­rými sem getur farið undir íbúðir og annað hús­næði. Í Gufu­nesi er ráð­gert að íbúðum geti fjölgað um allt að 500 miðað við eldri stefnu, með stækkun mið­svæð­is.

Um 25 ný svæði undir íbúð­ar­byggð boðuð

Í aðal­skipu­lag­inu eru alls yfir 100 svæði í borg­inni sem ætluð eru undir nýja íbúð­ar­byggð, en þar af eru um 25 ný svæði boðuð í þeim breyt­inga­til­lögum sem nú eru lagðar fram. Þetta eru bæði smáir upp­bygg­ing­ar­reitir í eldri hverf­um, ný skóla­hverfi eins og í Skerja­firði, Keldna­landi og Voga­byggð og svo nýir heilir borg­ar­hlut­ar, eins og Ártúns­höfð­inn og Vatns­mýr­in.

Yfir 90 pró­sent þess­ara upp­bygg­ing­ar­svæða eru við fyr­ir­hug­aða Borg­ar­línu eða aðrar öfl­ugar almenn­ings­sam­göngur og sama hlut­fall upp­bygg­ing­ar­svæð­anna er í göngu­færi við grunn­skóla. Stefna Reykja­vík­ur­borgar er að 1.000 íbúðir verði byggðar á hverju ári að með­al­tali fram til árs­ins 2040, í þéttri og bland­aðri byggð innan núver­andi vaxt­ar­marka borg­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent