Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag

Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.

Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að íbúðir í nýju borg­ar­hverfi á Ártúns­höfða verði allt að 6.000 tals­ins þegar hverfið verður að fullu upp­byggt. Það eru svipað margar íbúðir og eru í öllum Graf­ar­vogi í dag. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í til­lögum að breyt­ingum á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar, sem eru nú komnar form­lega í kynn­ingu.

Í til­lög­un­um, sem fram­lengja stefnu núgild­andi aðal­skipu­lags með breyt­ingum fram til árs­ins 2040, segir að mótun þessa nýja borg­ar­hluta marki mikil tíma­mót, að því leyti að um sé að ræða „nýja gerð hverfis í Reykja­vík“, í þeirri merk­ingu að Ártúns­höfð­inn verði í raun fyrsta heild­stæða borg­ar­hverfið í Reykja­vík sem grund­vall­ist á þeirri alþjóð­legu sýn á sjálf­bæra borg­ar­þróun sem hafi verið að mót­ast á síð­ustu árum og ára­tug­um.

Þar segir einnig að það séu „breyttir tímar“ frá því að íbúð­ar­hverfin í Graf­ar­vogi voru skipu­lögð á hátt í 400 hekt­ara land­svæði í lok síð­ustu aldar og rúm­uðu um 6.000 íbúð­ir. Ártúns­höfð­inn muni rúma svip­aðan fjölda íbúða, þrátt fyrir að svæðið sé ein­ungis um 80 hekt­arar að stærð, eða innan við fjórð­ungur af skipu­lögðu land­rými Graf­ar­vogs. Í til­lög­unni segir að lík­legt sé að þessi upp­bygg­ing kalli á bygg­ingu þriggja nýrra grunn­skóla í hverf­inu, en til sam­an­burðar hafi Graf­ar­vog­ur­inn verið skipu­lagður sem heil átta skóla­hverfi.

Auglýsing

Þróun þessa nýja borg­ar­hverfis á Ártúns­höfða og í Elliða­ár­vogi á að verða í for­gangi við upp­bygg­ingu borg­ar­innar fram til árs­ins 2030, sam­kvæmt mark­miðum upp­færðs aðal­skipu­lags. 

Veru­leg fjölgun íbúða víða

Í gild­andi aðal­skipu­lagi er gert ráð fyrir um það bil 2.800 íbúðum í nýja íbúð­ar­hverf­inu á Ártúns­höfða og er því gert ráð fyrir veru­legri fjölgun íbúða miðað við fyrri stefnu. Ártúns­höfð­inn er ekki eini upp­bygg­ing­ar­stað­ur­inn í borg­inni þar sem sú ætlan er til stað­ar, en áform borg­ar­yf­ir­valda um fjölgun íbúða á þegar skil­greindum upp­bygg­ing­ar­svæðum fyrir íbúð­ar­byggð og bland­aða byggð hafa reglu­lega verið til umfjöll­unar í fréttum vegna skipu­lags­vinnu á und­an­förnum árum.

Uppbyggingarreitir fram til ársins 2040 eru flestir í miklu návígi við fyrirhugaða Borgarlínu eða stofnleiðir Strætó. Mynd: Reykjavíkurborg.Þessar breyt­ingar eru dregnar saman í kynn­ingu á breyttu aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar. Á Kringlu­reitnum er til dæmis gert ráð fyrir að íbúðir geti orðið allt að 1.000 tals­ins í stað 150, en aukn­ing atvinnu­hús­næðis minnkar þar að sama skapi. Á upp­bygg­ing­ar­reit í Skeif­unni er gert ráð fyrir að íbúðir get orðið allt að 750 tals­ins í stað 500 áður og þar á það sama við, gert er ráð fyrir að aukn­ing atvinnu­hús­næðis minnki á móti.

Í Knarr­ar­vogi í nýja Voga­hverf­inu er svo gert ráð fyrir því að íbúðum geti fjölgað upp í allt að 600, sér­stak­lega vegna þess að gert er ráð fyrir því að Sæbraut verði sett í stokk á eins kíló­met­ers kafla sem bætir hljóð­vist og eykur land­rými sem getur farið undir íbúðir og annað hús­næði. Í Gufu­nesi er ráð­gert að íbúðum geti fjölgað um allt að 500 miðað við eldri stefnu, með stækkun mið­svæð­is.

Um 25 ný svæði undir íbúð­ar­byggð boðuð

Í aðal­skipu­lag­inu eru alls yfir 100 svæði í borg­inni sem ætluð eru undir nýja íbúð­ar­byggð, en þar af eru um 25 ný svæði boðuð í þeim breyt­inga­til­lögum sem nú eru lagðar fram. Þetta eru bæði smáir upp­bygg­ing­ar­reitir í eldri hverf­um, ný skóla­hverfi eins og í Skerja­firði, Keldna­landi og Voga­byggð og svo nýir heilir borg­ar­hlut­ar, eins og Ártúns­höfð­inn og Vatns­mýr­in.

Yfir 90 pró­sent þess­ara upp­bygg­ing­ar­svæða eru við fyr­ir­hug­aða Borg­ar­línu eða aðrar öfl­ugar almenn­ings­sam­göngur og sama hlut­fall upp­bygg­ing­ar­svæð­anna er í göngu­færi við grunn­skóla. Stefna Reykja­vík­ur­borgar er að 1.000 íbúðir verði byggðar á hverju ári að með­al­tali fram til árs­ins 2040, í þéttri og bland­aðri byggð innan núver­andi vaxt­ar­marka borg­ar­inn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent