Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag

Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.

Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að íbúðir í nýju borg­ar­hverfi á Ártúns­höfða verði allt að 6.000 tals­ins þegar hverfið verður að fullu upp­byggt. Það eru svipað margar íbúðir og eru í öllum Graf­ar­vogi í dag. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í til­lögum að breyt­ingum á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar, sem eru nú komnar form­lega í kynn­ingu.

Í til­lög­un­um, sem fram­lengja stefnu núgild­andi aðal­skipu­lags með breyt­ingum fram til árs­ins 2040, segir að mótun þessa nýja borg­ar­hluta marki mikil tíma­mót, að því leyti að um sé að ræða „nýja gerð hverfis í Reykja­vík“, í þeirri merk­ingu að Ártúns­höfð­inn verði í raun fyrsta heild­stæða borg­ar­hverfið í Reykja­vík sem grund­vall­ist á þeirri alþjóð­legu sýn á sjálf­bæra borg­ar­þróun sem hafi verið að mót­ast á síð­ustu árum og ára­tug­um.

Þar segir einnig að það séu „breyttir tímar“ frá því að íbúð­ar­hverfin í Graf­ar­vogi voru skipu­lögð á hátt í 400 hekt­ara land­svæði í lok síð­ustu aldar og rúm­uðu um 6.000 íbúð­ir. Ártúns­höfð­inn muni rúma svip­aðan fjölda íbúða, þrátt fyrir að svæðið sé ein­ungis um 80 hekt­arar að stærð, eða innan við fjórð­ungur af skipu­lögðu land­rými Graf­ar­vogs. Í til­lög­unni segir að lík­legt sé að þessi upp­bygg­ing kalli á bygg­ingu þriggja nýrra grunn­skóla í hverf­inu, en til sam­an­burðar hafi Graf­ar­vog­ur­inn verið skipu­lagður sem heil átta skóla­hverfi.

Auglýsing

Þróun þessa nýja borg­ar­hverfis á Ártúns­höfða og í Elliða­ár­vogi á að verða í for­gangi við upp­bygg­ingu borg­ar­innar fram til árs­ins 2030, sam­kvæmt mark­miðum upp­færðs aðal­skipu­lags. 

Veru­leg fjölgun íbúða víða

Í gild­andi aðal­skipu­lagi er gert ráð fyrir um það bil 2.800 íbúðum í nýja íbúð­ar­hverf­inu á Ártúns­höfða og er því gert ráð fyrir veru­legri fjölgun íbúða miðað við fyrri stefnu. Ártúns­höfð­inn er ekki eini upp­bygg­ing­ar­stað­ur­inn í borg­inni þar sem sú ætlan er til stað­ar, en áform borg­ar­yf­ir­valda um fjölgun íbúða á þegar skil­greindum upp­bygg­ing­ar­svæðum fyrir íbúð­ar­byggð og bland­aða byggð hafa reglu­lega verið til umfjöll­unar í fréttum vegna skipu­lags­vinnu á und­an­förnum árum.

Uppbyggingarreitir fram til ársins 2040 eru flestir í miklu návígi við fyrirhugaða Borgarlínu eða stofnleiðir Strætó. Mynd: Reykjavíkurborg.Þessar breyt­ingar eru dregnar saman í kynn­ingu á breyttu aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar. Á Kringlu­reitnum er til dæmis gert ráð fyrir að íbúðir geti orðið allt að 1.000 tals­ins í stað 150, en aukn­ing atvinnu­hús­næðis minnkar þar að sama skapi. Á upp­bygg­ing­ar­reit í Skeif­unni er gert ráð fyrir að íbúðir get orðið allt að 750 tals­ins í stað 500 áður og þar á það sama við, gert er ráð fyrir að aukn­ing atvinnu­hús­næðis minnki á móti.

Í Knarr­ar­vogi í nýja Voga­hverf­inu er svo gert ráð fyrir því að íbúðum geti fjölgað upp í allt að 600, sér­stak­lega vegna þess að gert er ráð fyrir því að Sæbraut verði sett í stokk á eins kíló­met­ers kafla sem bætir hljóð­vist og eykur land­rými sem getur farið undir íbúðir og annað hús­næði. Í Gufu­nesi er ráð­gert að íbúðum geti fjölgað um allt að 500 miðað við eldri stefnu, með stækkun mið­svæð­is.

Um 25 ný svæði undir íbúð­ar­byggð boðuð

Í aðal­skipu­lag­inu eru alls yfir 100 svæði í borg­inni sem ætluð eru undir nýja íbúð­ar­byggð, en þar af eru um 25 ný svæði boðuð í þeim breyt­inga­til­lögum sem nú eru lagðar fram. Þetta eru bæði smáir upp­bygg­ing­ar­reitir í eldri hverf­um, ný skóla­hverfi eins og í Skerja­firði, Keldna­landi og Voga­byggð og svo nýir heilir borg­ar­hlut­ar, eins og Ártúns­höfð­inn og Vatns­mýr­in.

Yfir 90 pró­sent þess­ara upp­bygg­ing­ar­svæða eru við fyr­ir­hug­aða Borg­ar­línu eða aðrar öfl­ugar almenn­ings­sam­göngur og sama hlut­fall upp­bygg­ing­ar­svæð­anna er í göngu­færi við grunn­skóla. Stefna Reykja­vík­ur­borgar er að 1.000 íbúðir verði byggðar á hverju ári að með­al­tali fram til árs­ins 2040, í þéttri og bland­aðri byggð innan núver­andi vaxt­ar­marka borg­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent