Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018

Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.

Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Auglýsing

Ný útlán banka til atvinnu­fyr­ir­tækja lands­ins, að frá­­­dregnum upp­­greiðslum og umfram­greiðsl­um, hafa numið 18,6 millj­örðum króna það sem af er ári. Það er ein­ungis 17 pró­sent af nýjum útlánum þeirra til fyr­ir­tækja á öllu síð­asta ári og tæp níu pró­sent af þeim nýju útlánum sem veitt voru árið 2018, þegar eft­ir­hruns­met var sett í útlánum banka til atvinnu­fyr­ir­tækja.

Þetta má lesa úr nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um íslenska banka­kerf­ið. 

Þar af voru 16,2 millj­arðar króna lán­aðir út í mars og 12,5 millj­arðar króna í ágúst. Í fimm af níu fyrstu mán­uðum árs­ins voru ný útlán hins vegar nei­kvæð.

Mikil og snöggur sam­dráttur í nýjum útlánum

Mik­ill vöxtur var í útlánum inn­láns­stofn­ana lands­ins á upp­gangs­tímum síð­ustu ára. Um er að ræða, að uppi­stöðu, útlán sem Lands­bank­inn, Íslands­banki, Arion banki og Kvika banki veita. 

Árið 2013 voru ný veitt útlán til atvinnu­fyr­ir­tækja 79,2 millj­arðar króna. Ári síðar voru þeir 30 pró­sent meiri og á árinu 2015 juk­ust þau um 52 pró­sent. Ári síðar var heild­ar­um­fang nýrra útlána komið í 196,5 millj­arða króna og hélst á því róli út árið 2018, þegar það topp­aði í 208,7 millj­örðum króna.

Síðan þá hefur verið umtals­verður sam­dráttur í nýjum útlán­um. Í fyrra voru þau 107,8 millj­arðar króna og nán­ast helm­ing­uð­ust á milli ára. 

Auglýsing
Í ár hefur síðan orðið eðl­is­breyt­ing og bank­arnir greini­lega haldið að sér höndum í útlánum í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir og ein­ungis lánað 17 pró­sent af því sem þeir gerðu árið 2018 það sem af er árinu 2020. 

Vaxta­lækk­anir skila sér ekki til fyr­ir­tækja

Seðla­banki Íslands hefur gripið til ýmissa aðgerða vegna yfir­stand­andi ástands sem ætti að nýt­ast bönkum og við­skipta­vinum þeirra. Sveiflu­jöfn­un­ar­auki var afnumin sem losar veru­lega um það eigið fé sem bank­arnir þurfa að halda á og stýri­vextir voru lækk­aðir úr 4,5 pró­sentum niður í eitt pró­sent á þrettán mán­uð­um, sem átti að skila miklu betri kjörum fyrir við­skipta­vini banka. 

Seðla­bank­inn sagði í Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti sínu sem kom út í júní að vaxta­lækk­un­ar­ferlið hafi hins vegar „ekki skilað sér alveg eins vel á inn­láns- og útláns­vexti KMB [kerf­is­lega mik­il­vægir bankar] og sér­stak­lega hafa vextir nýrra útlána til fyr­ir­tækja lítið lækk­að.“

Hættan á virð­is­rýrnun og gjald­þrotum fer vax­andi

Fjallað var áfram um þessa þróun í nýjasta Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­banka Íslands, sem kom út í lok síð­asta mán­að­ar. Þar segir að sam­dráttur í inn­lendum skuldum fyr­ir­tækja bendi til þess að aðgengi fyr­ir­tækja að fjár­magni sé hugs­an­lega tor­veld­ara en áður, fyrst og fremst vegna auk­innar áhættu sem end­ur­spegl­ast í hækk­andi vaxta­á­lagi fyr­ir­tækja­út­lána bank­anna. „Efna­hags­sam­drátt­ur­inn og aukin óvissa vegna far­sótt­ar­innar hefur einnig dregið veru­lega úr eft­ir­spurn eftir lánum þar sem sam­hliða dregur bæði úr áhættu­sækni fyr­ir­tækja og fram­boði á arð­bærum fjár­fest­ing­ar­tæki­fær­um.“

Seðla­bank­inn telur að skuldir fyr­ir­tækja sem nýta sér lána­úr­ræði stjórn­valda og fjár­mála­fyr­ir­tækja muni vaxa næstu mán­uði. „Mörg fyr­ir­tæki hafa orðið fyrir miklum tekju­sam­drætti og munu fara skuld­sett­ari inn í þann efna­hags­bata sem vænta má þegar far­sóttin verður um garð geng­in. Áhætta fyr­ir­tækja vegna vaxta­breyt­inga og/eða tekju­falls eykst með auk­inni skuld­setn­ingu. Lágt vaxta­stig styður þó við skuld­sett fyr­ir­tæki að öðru óbreyttu og eykur sjálf­bærni skuld­setn­ing­ar.“

Versn­andi útlána­gæði lána­stofn­ana end­ur­spegl­ast hins vegar í breyttu áhættu­mati og vax­andi virð­is­rýrnun á öðrum árs­fjórð­ungi. Enn sem komið er hefur aðeins lít­ill hluti útlána kerf­is­lega mik­il­vægra banka til fyr­ir­tækja verið færður á stig 3 sam­kvæmt IFR­S-9-­reikn­ings­skila­staðl­in­um, en við­búið sé að það breyt­ist næstu miss­eri enda hafi orðið tvö­földun á kröfu­virði útlána á stigi 2 og virð­is­rýrnun þeirra fimm­fald­ast. „Hættan á enn frek­ari virð­is­rýrnun og fjölgun gjald­þrota fer vax­and­i.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent