Sýn langt komið í sölu á farsímainnviðum

Sýn fetar í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja og er langt komið með að selja og endurleigja óvirka farsímainnviði félagsins. Söluhagnaður fyrirtækisins gæti numið yfir sex milljörðum króna.

Höfuðsöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut
Höfuðsöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut
Auglýsing

Sýn hefur náð sam­komu­lagi við erlenda fjár­festa um helstu skil­mála í sölu og 20 ára end­ur­leigu á óvirkum far­síma­innviðum félags­ins. Sölu­hagn­aður Sýnar gæti numið yfir sex millj­örðum króna, gangi við­skiptin eft­ir.

Þetta kemur fram í fjár­festa­til­kynn­ingu sem Sýn sendi frá sér í morgun. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni felst þó engin skuld­bind­ing eða trygg­ing um að af við­skipt­unum verði í umræddu sam­komu­lagi og séu þau háð áreið­an­leika­könnun og mögu­legri aðkomu eft­ir­lits­stofn­anna. 

Fjar­skipta­fé­lagið hyggst aðeins selja óvirkan far­síma­búnað sinn, allur virkur far­síma­bún­aður verður áfram í eigu Sýn­ar. Óvirki far­síma­bún­að­ur­inn yrði áfram aðgengi­legur Sýn, en félagið býst við að gera lang­tíma­leigu­samn­ing við nýja eig­endur þess. 

Hefur verið til skoð­unar

Kjarn­inn hefur áður fjallað um fyr­ir­hug­aðan aðskilnað inn­viða­starf­semi og þjón­ustu­starf­semi íslenskra fjar­skipta­fyr­ir­tækja. Heiðar Guð­jóns­son for­stjóri Sýnar sagði í síð­asta árs­helm­ings­upp­gjöri félags­ins að það væri til athug­unar að bjóða hluta far­síma­kerf­is­ins til sölu, sem hann teldi skila miklu fjár­magni til hlut­hafa. 

Auglýsing

„Al­þjóð­­legir aðilar hafa mik­inn áhuga á fjár­­­fest­ingum í innviðum sím­­fyr­ir­tækja og marg­fald­­arar í við­­skiptum eru mun hærri en ger­ist á almennum hluta­bréfa­­mark­að­i,“ er haft eftir Heið­ari.

Sím­inn hefur einnig fengið óform­legar fyr­ir­spurnir frá fjár­festum um mögu­leg kaup á inn­viða­hluta fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins, Mílu. Fyr­ir­tækið til­kynnti einnig fyr­ir­hug­aðan flutn­ing á far­síma­dreifi­kerfi og IP-­neti til Mílu í síð­asta upp­gjöri. Í til­kynn­ingu Sím­ans til fjár­festa með­fram upp­gjör­inu sagði Orri Hauks­son for­stjóri Sím­ans einnig að verið væri að skoða hvort aðskilja eigi fjár­mögnun Mílu  og Sím­ans.

For­dæmi frá öðrum Evr­ópu­löndum

Fjar­skipta­fyr­ir­tæki víða um Evr­ópu hafa farið í sams konar end­ur­skipu­lagn­ingar á síð­ustu árum. Árið 2014 skap­aði tékk­neski hluti fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins O2 sér­stakt félag fyrir inn­viða­starf­sem­ina sína, en sam­kvæmt umfjöllun ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey um málið græddu hlut­hafar mjög á þessum aðskiln­að­i. 

Í fyrra lauk svo aðskiln­aði inn­viða- og þjón­ustu­hluta danska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins TDC, að frum­kvæði nýrra fjár­festa sem komu inn í félag­ið. Einnig til­kynnti ítalska fjar­skipta­fyr­ir­tækið Tel­ecom Italia í byrjun sept­em­ber­mán­aðar sölu á þriðj­ungi land­lína fyr­ir­tæk­is­ins til hins opin­ber­a. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent