Sýn langt komið í sölu á farsímainnviðum

Sýn fetar í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja og er langt komið með að selja og endurleigja óvirka farsímainnviði félagsins. Söluhagnaður fyrirtækisins gæti numið yfir sex milljörðum króna.

Höfuðsöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut
Höfuðsöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut
Auglýsing

Sýn hefur náð sam­komu­lagi við erlenda fjár­festa um helstu skil­mála í sölu og 20 ára end­ur­leigu á óvirkum far­síma­innviðum félags­ins. Sölu­hagn­aður Sýnar gæti numið yfir sex millj­örðum króna, gangi við­skiptin eft­ir.

Þetta kemur fram í fjár­festa­til­kynn­ingu sem Sýn sendi frá sér í morgun. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni felst þó engin skuld­bind­ing eða trygg­ing um að af við­skipt­unum verði í umræddu sam­komu­lagi og séu þau háð áreið­an­leika­könnun og mögu­legri aðkomu eft­ir­lits­stofn­anna. 

Fjar­skipta­fé­lagið hyggst aðeins selja óvirkan far­síma­búnað sinn, allur virkur far­síma­bún­aður verður áfram í eigu Sýn­ar. Óvirki far­síma­bún­að­ur­inn yrði áfram aðgengi­legur Sýn, en félagið býst við að gera lang­tíma­leigu­samn­ing við nýja eig­endur þess. 

Hefur verið til skoð­unar

Kjarn­inn hefur áður fjallað um fyr­ir­hug­aðan aðskilnað inn­viða­starf­semi og þjón­ustu­starf­semi íslenskra fjar­skipta­fyr­ir­tækja. Heiðar Guð­jóns­son for­stjóri Sýnar sagði í síð­asta árs­helm­ings­upp­gjöri félags­ins að það væri til athug­unar að bjóða hluta far­síma­kerf­is­ins til sölu, sem hann teldi skila miklu fjár­magni til hlut­hafa. 

Auglýsing

„Al­þjóð­­legir aðilar hafa mik­inn áhuga á fjár­­­fest­ingum í innviðum sím­­fyr­ir­tækja og marg­fald­­arar í við­­skiptum eru mun hærri en ger­ist á almennum hluta­bréfa­­mark­að­i,“ er haft eftir Heið­ari.

Sím­inn hefur einnig fengið óform­legar fyr­ir­spurnir frá fjár­festum um mögu­leg kaup á inn­viða­hluta fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins, Mílu. Fyr­ir­tækið til­kynnti einnig fyr­ir­hug­aðan flutn­ing á far­síma­dreifi­kerfi og IP-­neti til Mílu í síð­asta upp­gjöri. Í til­kynn­ingu Sím­ans til fjár­festa með­fram upp­gjör­inu sagði Orri Hauks­son for­stjóri Sím­ans einnig að verið væri að skoða hvort aðskilja eigi fjár­mögnun Mílu  og Sím­ans.

For­dæmi frá öðrum Evr­ópu­löndum

Fjar­skipta­fyr­ir­tæki víða um Evr­ópu hafa farið í sams konar end­ur­skipu­lagn­ingar á síð­ustu árum. Árið 2014 skap­aði tékk­neski hluti fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins O2 sér­stakt félag fyrir inn­viða­starf­sem­ina sína, en sam­kvæmt umfjöllun ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey um málið græddu hlut­hafar mjög á þessum aðskiln­að­i. 

Í fyrra lauk svo aðskiln­aði inn­viða- og þjón­ustu­hluta danska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins TDC, að frum­kvæði nýrra fjár­festa sem komu inn í félag­ið. Einnig til­kynnti ítalska fjar­skipta­fyr­ir­tækið Tel­ecom Italia í byrjun sept­em­ber­mán­aðar sölu á þriðj­ungi land­lína fyr­ir­tæk­is­ins til hins opin­ber­a. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent