Sýn langt komið í sölu á farsímainnviðum

Sýn fetar í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja og er langt komið með að selja og endurleigja óvirka farsímainnviði félagsins. Söluhagnaður fyrirtækisins gæti numið yfir sex milljörðum króna.

Höfuðsöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut
Höfuðsöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut
Auglýsing

Sýn hefur náð samkomulagi við erlenda fjárfesta um helstu skilmála í sölu og 20 ára endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Söluhagnaður Sýnar gæti numið yfir sex milljörðum króna, gangi viðskiptin eftir.

Þetta kemur fram í fjárfestatilkynningu sem Sýn sendi frá sér í morgun. Samkvæmt tilkynningunni felst þó engin skuldbinding eða trygging um að af viðskiptunum verði í umræddu samkomulagi og séu þau háð áreiðanleikakönnun og mögulegri aðkomu eftirlitsstofnanna. 

Fjarskiptafélagið hyggst aðeins selja óvirkan farsímabúnað sinn, allur virkur farsímabúnaður verður áfram í eigu Sýnar. Óvirki farsímabúnaðurinn yrði áfram aðgengilegur Sýn, en félagið býst við að gera langtímaleigusamning við nýja eigendur þess. 

Hefur verið til skoðunar

Kjarninn hefur áður fjallað um fyrirhugaðan aðskilnað innviðastarfsemi og þjónustustarfsemi íslenskra fjarskiptafyrirtækja. Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar sagði í síðasta árshelmingsuppgjöri félagsins að það væri til athugunar að bjóða hluta farsímakerfisins til sölu, sem hann teldi skila miklu fjármagni til hluthafa. 

Auglýsing

„Alþjóð­legir aðilar hafa mik­inn áhuga á fjár­fest­ingum í innviðum sím­fyr­ir­tækja og marg­fald­arar í við­skiptum eru mun hærri en ger­ist á almennum hluta­bréfa­mark­að­i,“ er haft eftir Heiðari.

Síminn hefur einnig fengið óformlegar fyrirspurnir frá fjárfestum um möguleg kaup á innviðahluta fjarskiptafyrirtækisins, Mílu. Fyrirtækið tilkynnti einnig fyrirhugaðan flutning á farsímadreifikerfi og IP-neti til Mílu í síðasta uppgjöri. Í tilkynningu Símans til fjárfesta meðfram uppgjörinu sagði Orri Hauksson forstjóri Símans einnig að verið væri að skoða hvort aðskilja eigi fjármögnun Mílu  og Símans.

Fordæmi frá öðrum Evrópulöndum

Fjarskiptafyrirtæki víða um Evrópu hafa farið í sams konar endurskipulagningar á síðustu árum. Árið 2014 skapaði tékkneski hluti fjarskiptafyrirtækisins O2 sérstakt félag fyrir innviðastarfsemina sína, en samkvæmt umfjöllun ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um málið græddu hluthafar mjög á þessum aðskilnaði. 

Í fyrra lauk svo aðskilnaði innviða- og þjónustuhluta danska fjarskiptafyrirtækisins TDC, að frumkvæði nýrra fjárfesta sem komu inn í félagið. Einnig tilkynnti ítalska fjarskiptafyrirtækið Telecom Italia í byrjun septembermánaðar sölu á þriðjungi landlína fyrirtækisins til hins opinbera. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent