Sýn langt komið í sölu á farsímainnviðum

Sýn fetar í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja og er langt komið með að selja og endurleigja óvirka farsímainnviði félagsins. Söluhagnaður fyrirtækisins gæti numið yfir sex milljörðum króna.

Höfuðsöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut
Höfuðsöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut
Auglýsing

Sýn hefur náð sam­komu­lagi við erlenda fjár­festa um helstu skil­mála í sölu og 20 ára end­ur­leigu á óvirkum far­síma­innviðum félags­ins. Sölu­hagn­aður Sýnar gæti numið yfir sex millj­örðum króna, gangi við­skiptin eft­ir.

Þetta kemur fram í fjár­festa­til­kynn­ingu sem Sýn sendi frá sér í morgun. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni felst þó engin skuld­bind­ing eða trygg­ing um að af við­skipt­unum verði í umræddu sam­komu­lagi og séu þau háð áreið­an­leika­könnun og mögu­legri aðkomu eft­ir­lits­stofn­anna. 

Fjar­skipta­fé­lagið hyggst aðeins selja óvirkan far­síma­búnað sinn, allur virkur far­síma­bún­aður verður áfram í eigu Sýn­ar. Óvirki far­síma­bún­að­ur­inn yrði áfram aðgengi­legur Sýn, en félagið býst við að gera lang­tíma­leigu­samn­ing við nýja eig­endur þess. 

Hefur verið til skoð­unar

Kjarn­inn hefur áður fjallað um fyr­ir­hug­aðan aðskilnað inn­viða­starf­semi og þjón­ustu­starf­semi íslenskra fjar­skipta­fyr­ir­tækja. Heiðar Guð­jóns­son for­stjóri Sýnar sagði í síð­asta árs­helm­ings­upp­gjöri félags­ins að það væri til athug­unar að bjóða hluta far­síma­kerf­is­ins til sölu, sem hann teldi skila miklu fjár­magni til hlut­hafa. 

Auglýsing

„Al­þjóð­­legir aðilar hafa mik­inn áhuga á fjár­­­fest­ingum í innviðum sím­­fyr­ir­tækja og marg­fald­­arar í við­­skiptum eru mun hærri en ger­ist á almennum hluta­bréfa­­mark­að­i,“ er haft eftir Heið­ari.

Sím­inn hefur einnig fengið óform­legar fyr­ir­spurnir frá fjár­festum um mögu­leg kaup á inn­viða­hluta fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins, Mílu. Fyr­ir­tækið til­kynnti einnig fyr­ir­hug­aðan flutn­ing á far­síma­dreifi­kerfi og IP-­neti til Mílu í síð­asta upp­gjöri. Í til­kynn­ingu Sím­ans til fjár­festa með­fram upp­gjör­inu sagði Orri Hauks­son for­stjóri Sím­ans einnig að verið væri að skoða hvort aðskilja eigi fjár­mögnun Mílu  og Sím­ans.

For­dæmi frá öðrum Evr­ópu­löndum

Fjar­skipta­fyr­ir­tæki víða um Evr­ópu hafa farið í sams konar end­ur­skipu­lagn­ingar á síð­ustu árum. Árið 2014 skap­aði tékk­neski hluti fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins O2 sér­stakt félag fyrir inn­viða­starf­sem­ina sína, en sam­kvæmt umfjöllun ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey um málið græddu hlut­hafar mjög á þessum aðskiln­að­i. 

Í fyrra lauk svo aðskiln­aði inn­viða- og þjón­ustu­hluta danska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins TDC, að frum­kvæði nýrra fjár­festa sem komu inn í félag­ið. Einnig til­kynnti ítalska fjar­skipta­fyr­ir­tækið Tel­ecom Italia í byrjun sept­em­ber­mán­aðar sölu á þriðj­ungi land­lína fyr­ir­tæk­is­ins til hins opin­ber­a. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent